Þjóðviljinn - 21.10.1983, Side 2

Þjóðviljinn - 21.10.1983, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. október 1983 Trampe var varpað úr stólnum... Við vorum a<$ stofna fjár- eigenda- félag segir Aðalsteinn Baldursson á Húsavík Aðalsteinn Baldursson. Þegar Trampe var varpað úr stólnum ...Melsted settist í hann. Þegar Alþingi kom saman 1. júlí 1853 var Páll amtmað- ur Melsted skipaður kon- ungsfulltrúi en því starfi hafði Trampe gegnt áður. Var almennt álitið að stjórn- in teldi Trampe hafa haldið klaufalega á málum á Þjóð- fundinum 1851 þegar hann sleit honum svo skyndilega og væri skynsamlegast að láta hann nú víkja úr sæti kontingsfulltrúa. Meðal frumvarpa, sem að þessu sinni lágu fyrir þinginu, var stjórnarfrumvarp um barnaskóla í Reykjavík. OIIi það drjúgum deilum því þingmönnum ægði sá kostnaður, sem af skólahaldinu mundi leiða, en ætlast var til að Reykvíkingar bæru hann. Sumir þingmenn vildu hinsvegar koma kostnaðinum af skólahaldinu yfir á landssjóð og þar með lands- menn alla. Niðurstaðan varð sú, að málinu skyldi frestað þar til lagt yrði fyrir þingið frumvarp sem kvæði svo á, að skólanum yrði séð fyrir nauðsynlegum tækj- um! -mhg Aðalsteinn Baldursson heitir hann og er umboðs- maður Þjóðviljans á Húsavík. Mér þykir því trúlegt að erindi hans hingað í Þjóðviljahúsið að Síðumúla 6 hafi fyrst og fremst verið að hitta Baldur í afgreiðslunni. Leit samt í leiðinni hér inn í kompuna. Var annars á hraðri ferð og stefndi beinustu leið á verka- mannaþingið í Vestmannaeyjum. - Og hvað er svo að frétta þarna frá norðurbyggðum, Aðalsteinn? - Það er nú kannski ýmislegt að frétta ef ofan í það væri farið en til þess er bara enginn tími. En til þess að hafa það eitthvað og þá það, sem fljótlegast er, þá vorum við að stofna fjáreigendafélag á Húsavík. - Eruð þið hringlandi vitlausir? Nú þorir enginn lengur að éta kindakjöt því það halda allir að Jón í Seglbúðum sé að eitra fyrir þá, samanber uppljóstranir í blaðinu okkar. - Já, það er nú sama, við gerum þetta samt og ég tók meira að segja að mér formennsku í fé- laginu. Við reynum auðvitað að framleiða óbanvænt kjöt, a.m.k. handa ykkur hérna á blaðinu. Annars er kannski réttara að segja að við séum að endurreisa félagið. Fjáreigendafélag mun einhverntíma hafa verið til hér á Húsavík en það hefur legið í dái í mörg ár. - Hvað eru félagsmennirnir margir? - Þeir eru nú um 20 og fer fjöl- gandi. - Og hvað eru kindurnar marg- ar? - Við verðum með svona 250 fjár á fóðrum í vetur svo að þetta eru nú svo sem engin rokna fjár- bú. Menn eru með þetta frá 4 og 5 kindum hver og upp í 40. - Og búið við sæmilegar að- stæður með féð? - Það er nú ekki hægt að segja að svo hafi verið. Menn hafa ver- ið með þessar kindur svona hér og þar, en nú er verið að koma upp sérstökum fjárhúsahverfum á tveimur stöðum svo þetta verð- ur allt annað og betra en áður. Það er alveg óhjákvæmilegt, ef menn eru með eitthvað af kind- um og hrossum í bæjum að hafa þá skepnurnar í sérstökum hverf- um en ekki hingað og þangað innan um byggðina. Þar með kvaddi Aðalsteinn og fór til Eyja. -mhg Neðanjarðarflugrit frá Póllandi Þrátt fyrir afnám herlaga og þrátt fyrir heimsókn páfans til Póllands á liðnu sumri ríkir nú meira vonleysi og upp- gjafarandi á meðal aðstandenda hinna frjálsu verkalýðs- samtaka - Einingar - en nokkru sinni fyrr. Andóf gegn stjórnvöldum fer nú fram neðan jarðar og birtist meðal annars í þeim nafnlausu myndum sem hér eru birtar - en þær eru fjölritaðar með frumstæðri tækni í takmörkuðu upplagi og síðan dreift í póstkassa fólks. I P'WttJt SOC >Ak»J \AItoROWY0BYWATE l „Lifi sósíalisminn, sem hefur fært okkur hið sanna frelsi og vel- megun!“ Við örina stendur að hún bendi á fyrirmyndarborgara sem þegar hafí gengið í hin nýju og flokkstryggu verkalýðsfélög. UUtUNItY POCHODU MAJA Lifí sósíalisminn, sem hefur fært okkur raunverulegt frelsi og vel- megun. - Þátttakendur í 1. maí- göngunni. ~ O-JCZf Swúpt! WYÞOWiéÞZ vfPuíVZ-'E JASHO .marks STOwskoS vc«Lu /VÚW-BAW8A - jjré ^ 7 ct. yvTétOSi<£ rorrei\ V ~r a ísTY l C iA - „Heilagi faðir, nú ættir þú loksins að tala skýrt út um hið ómannúðlega marx-leníníska kerfi sem við búum við!“ „Það get ég ekki, því nú þarf ég að fljúga til Mamba-Bambalands til þess að tala gegn hinum vestræna lífsstíl.“ , ) >\ _... t ,..... ~8 ára sovésk kúgun. Hversu iengi enn? Á stígvélunum stendur USSR: Sovétríkin.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.