Þjóðviljinn - 21.10.1983, Page 9

Þjóðviljinn - 21.10.1983, Page 9
TOLVUR Á síðari helming síðasta áratugs hundraðfaldaðist fjöldi þeirra agna sem rúmast í einum sílikonbita sem erfrumeining örtölvunnar. Grein þessi ergrófend- ursögn á grein eftir bandarískan hagfræóing, RobertD. Hamrin, sem starfar viö Umhverfis- verndarstofnun Bandaríkjanna. Greinin birtist upphaflega í tímaritinu The Futurist 1981 undirfyrirsögninni „ The Information Economy.An Infinite Resource“. Að virkja hugvitið í stað hinna takmörkuðu náttúru- auðlinda BLAÐAUKI UPPLYSINGABYLTINGIN í hinu háþróaða tækniþjóðfélagi er upplýsingaöf lun og upplýsingamiðlun orðin stöðugt mikilvægari þáttur í allri þjónustu og framleiðslu. Stöðugt fleiri hafa atvinnu af meðhöndlun upplýsinga og hvergi hafa tæknif ramfarir orðið meiri en á sviði upplýsingaöflunar, meðhöndlun upplýsinga og dreifingu upplýsinga. Þessu veldur örtölvubyltingin. Að sögn fróðra manna á þessi bylting eftir að skila eftir sig enn stórbrotnari tímamót en sjálf iðnbyltingin með þeirri vélvæðingu og fjöldaframleiðslu sem henni fylgdi. Á sama hátt og iönbyltingin jók við möguleika mannsins til efnis- legrar umsköpunar á upplýsinga- byltingin eftir að stórauka við möguleika hans til nýsköpunar á hinu andlega sviði. En þarsem iðn- byltingin byggði á takmörkuðum auðlindum orku og efnis, þá byggir upplýsingabyltingin á þrotlausri uppsprettu þekkingar og hug- mynda. En að baki þessum nýju möguleikum liggur örtölvan, eitt stórkostlegasta tækniundur 20. aldarinnar. Á engu sviði tækni hafa framfarir orðið jafn miklar. Ör- tölvutæknin gerði það kleift að hundraðfalda afköst sílikoneining- ar sem er minna en frímerki að stærð á síðari hluta 8. áratugarins og í lok þessa áratugar er talið að hægt verði að ná 10.000 földum ár- angri með sama tilkostnaði. Ör- tölvueining sem áður hafði stærð frímerkis mun brátt vera eins og saltkorn, og þegar hafa verið unnar tölvurásir sem gefa boð á 13 pícós- ekúdnum (það eru jafn margar píc- Sjánæstusíöu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.