Þjóðviljinn - 21.10.1983, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 21.10.1983, Qupperneq 17
BLAÐAUKI Föstudagur 21. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐa' 17 Með samruna örtölvu- og fjarskiptatækninnar hefur möguleikinn tií upplýsingamiðlunar gjörbreyst á fáum árum og opnað áður óþekkta möguleika... leggja fram efni til slíks gagna-- baníca í hinum ýmsu faggreinum. Slík vinna er ekki óskyld útgáfu- starfsemi, nema hvað í þessu tilfelli er efnið aðgengilegt fyrir alla um leið og það er skrifað og hægt er að leiðrétta og bæta við nýjum upplýs- ingum um leið og þær koma fram. Með þessum hætti er hægt að gera samningu námsefnis að hluta námsins. Auk þess sem þetta yrði að miklu gagni fyrir nemendur mætti hagnýta slíkan gagnabanka til endurmenntunar. Er ekki þörf á frekari fræðslu um þessi mál í þjóðfélaginu? Jú, staðreyndin er sú að þeir möguleikar sem fyrir hendi eru til skjótrar upplýsingasöfnunar hér á landi eru ekki nýttir sem skyldi vegna vanþekkingar. Á það bæði við um þá þjónustu sem við bjóð- um hér uppá, en einnig um bóka- söfnin. Þýðing þess að hafa skjótan aðgang að réttum upplýsingum á réttum tíma hefur gleymst í allri tæknigleðinni. Þess vegna erum við nú að reka áróður fyrir því að upp- lýsingaöflun verði gerð að sérstakri kennslugrein á framhaldsskóla- og háskólastigi. Það þarf að tilreiða upplýsingar fyrir skólafólk um hvernig upplýsinga- og gagnasöfn- un er skipulögð þannig að fólk geti tileinkað sér þessa þjónustu og þessa tækni, þegar það kemur út úr skólunum. Vanþekkingin á þessu sviði veldur því að tækniþróunin verður bæði hægari og dýrari fyrir bragðið. Þú segir að aðalmálið við það að tileinka sér tölvutæknina sé undir- búningsvinna við forrit og skipu- lagningu. Er ekki slík þjónusta fyrir hendi á alþjóðlcgum mark- aði? Jú vissulega, en erlend forrit hæfa ekki alltaf íslenskum aðstæð- um. Við komumst ekki hjá því að vinna þessa vinnu einnig hér heima. En nú er einnig hafin sam- ræming á stefnumótun í upplýsing- amiðlun á öllum Norðurlöndun- um, og þar ættu einnig að opnast nýir möguleikar. Þetta þýðir vænt- anlega að í framtíðinni verði hægt að fara út í sameiginleg verkefni á þessu sviði, þar sem kostnaði yrði skipt til hagræðingar fyrir alla að- ila. Þá ætti slíkt samstarf einnig að geta haft mikla þýðingu í menntakerfinu, þar sem sameigin- legur norrænn markaður á tölvu- forritum í hinum ýmsu námsgrein- um myndi lækka kostnað til muna. Erum við farin að sjá fram á að örtölvur geti orðið almenningseign og að almenningur geti tiíeinkað sér þessa tækni. Já, nú eru komin tæki á markað- inn sem eru farin að nálgast það að verða nægilega ódýr. Og það er til dæmis ekkert því til fyrirstöðu að hér verði tekinn upp rafeindapóst- ur, þar sem menn skiptast á skila- boðum eða upplýsingum eftir tölv- urásum í gegnum miðstöð. Við höfum þegar forrit fyrir slíkt, og slíkt rafeindaboðkerfi er nú í gangi innanhúss á Reiknistofnun Há- skólans. Menn slá þá inn ákveðinn lykilkvóta á lesborðið og þá birtist á tölvuskjánum sá póstur eða þau skilaboð inn á miðstöðina merkt ákveðnum viðtakanda. Er hægt að segja að hin nýja upp- lýsingatækni sé viðbót við möguiegt þekkingarsvið mannsins? Það er augljóst, að hversu vel sem maður er menntaður í ákveð- inni háskólagrein, svo dæmi sé tekið, þá hefur hann ekki fræði- legan möguleika á að kynna sér nema brot af þeirri þekkingu sem er fyrir hendi í hans fræðigrein. Ennþá síður er það mögulegt fyrir nokurn mann að fylgjast með öllum þeim nýjungum sem fram koma í fræðigreininni. En með því að notfæra sér þá tækni sem fyrir hendi er í upplýsingaöflun getur viðkomandi fengið á augabragði í hendurnar margar þær upplýsingar um nýjungar í greininni sem hann vanhagar um. Hæfni manna í starfi mun í sívaxandi mæli bygjast á því hversu vel þeir kunna að tileinka sér upplýsingaöflun á faglegan hátt. -ólg. ÆTLAR IHJ AÐ FJÁRFESTA I TÖLVU? Við kynnum: ÁSTRALSKA SÚPERTÖLVAN □ Frábært lyklaborö (m/ísl. stöfum). □ 36 K RAM minni (cmos). □ 28 K ROM minni. □ „Bank selection" (virkarsem minnisstækkun). □ 80 tákn x 24 línur. Q 512 x 256 punkta grafik. □ Microworld Basic. □ Vélamáls monitor. □ Z 80 A örtölva. □ RS 232 Seríu og Parallell port. □ S 100 port. □ 12‘“grænn skjár m/20 MHZ bandbreidd. MICROBEE IC Stækkanleg í 64 K og hægt aö fá tvöfalt 5,25“ diskadrif (500 K byte hvort), CP/M 2,2, CBasic, MBasic, Pascal, World-Bee ritvinnslu, Busy Calk áætlanaforrit, litaunit og prentara. (Hægt er að nota forrit af t.d. Osborne og IBM PC). verð*0 -est Hvað kostar að tölvuvæða fyrirtækið? VÉLBÚNAÐUR PANDA 64 tvö diskdrif, skjár og prentari, frá Kr. 69.200.- INNBYGGT ER: • 64k RAM • 20k ROM • 80 stafir í línu • tölulyklaborð 0 prentarakort 0 kiukka 0 DOS/6502 • CP/M-Z80 HUGBUNAÐUR ÍSLENSKUR: Viðskiptamannabókhald kr. 12.000,- fjárhagsbókhald kr. 12.000,- lagerbókhald kr. 12.000,- launaforrit kr. 12.000,- aðflutningsforrit kr. 10.000,- veröútreikningsforrit kr. 10.000,- ERLENDUR: áætlanagerð — MULTIPLAN ritvinnsla — Gutenberg áætlanagerð. ritvinnsla — Incredible JACK of all trades skráagerð. Hafið samband við sölumenn okkar og leitið upplýsinga. iRí i . Pálmason hf. Ármúla 36 - Sími 82466 Texas Instruments Stýrikerfi Heimilistalvan margeftirspurða, Tl 99/4A er væntanleg í nóvember. TEXAS INSTRUMENTS stýrikerfi eru sérhannaðar tölvur fyrir erfiðar aðstæður. Verð eru mjög hagstæð. Veitum fullkomna tæknilega aðstoð og ráðgjöf. Bjóðum einnig örtölvuborð og smárásir frá TEXAS INSTRUMENTS. Kúlulegasalan h.f./ Stýritæknideild Suðurlandsbraut 20 sími 84500.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.