Þjóðviljinn - 21.10.1983, Page 18

Þjóðviljinn - 21.10.1983, Page 18
18 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Föstudagur 21. október 1983 Minning Eiríkur Asgeirsson Þegar samferðamenn falla skyndilega frá er maður alltaf jafn óviðbúinn og oft tekur það tíma að átta sig á því að aldrei gefist tæki- færi til að hitta þá aftur - það er oft svo margt ósagt. Eiríkur Ásgeirsson, sem við kveðjum nú gerðist forstjóri Stræt- isvagna Reykjavíkur fyrir rúmum 30 árum, þá liðlega þrítugur í blóma lífsins, fullur af starfsorku og staðráðinn í því að gera SVR að blómlegu fyrirtæki í þágu borgar- búa. í mörg ár fór allur hans tí.ni meira og minna í að sinna þessu starfi og að flestra dómi tókst hon- um það. í nóvember 1953 eru birtarfrétt- ir frá SVR í Morgunblaðinu og þar segir m.a.: „Eiríkur Ásgeirsson hefur frá öndverðu sýnt mikinn dugnað og árvekni í starfi sínu og hefur á skömmum tíma tekizt að koma fótunum vel undir þetta bæjarfyrirtæki,...“ Fjölskyldan hefur án efa fylgst náið með samgöngumálum í höf- uðborginni, því Eiríkur var eins og samgróinn fyrirtækinu og tók áhyg- gjur og gleði starfsins með sér heim. Við ræddum stundum um jafnréttisbaráttu kvenna - hann var mér ákaflega ósammála þar - minntist oft á að það væri nauðsyn- legt fyrir börnin og eiginmanninn að eiga hauk í horni heima, sem hægt væri að leita til á erfiðum stundum og fá þar huggun og upp- örvun. Ég taldi að þetta ætti að vera gagnkvæmt - en vissi að þarna var hann að lýsa samskiptum sínum og barnanna við eiginkonu sína Katrínu Oddsdóttur, sem lést fyrir Þetta var óneitanlega svolítið erfitt fyrír okkur bæði, það fór ekki hjá því að við yrðum ósammála - aðallega þó um leiðir, bæði vildum við stefna að því að borgarbúar ættu kost á ódýrum og góðum al- menningsvagnasamgöngum. Ég var oft óþolinmóð og vildi láta hjól- in snúast hratt - en hann reyndur embættismaðurinn, sem oft hafði orðið fyrir vonbrigðum vegna skilningsleysis borgaryfirvalda á málefnum SVR, vildi frekar vinna hægt og sígandi - taldi það væn- legra til árangurs. Ágreiningur eyðilagði ekki vin- áttu okkar og aldrei gleymast hát- íðisstundir bæði með fólki hjá SVR og fjölskyldunni, þar sem Eiríkur fór á kostum - spilaði á tvöföldu harmónikkuna sína af mikilli snilld. Hann var fjarska músíkalskur og hafði gaman af því þegar hann var beðinn að spila rómantískt stef í lagi á íslenskri poppplötu. Eiríkur átti góða vini meðal kol- lega sinna á hinum Norðurlöndun- um og sótti þangað ýmsan fróðleik sem nýttist honum vel í starfinu hér heima. Síðast þegar við hittumst var hann að koma úr einni slíkri ferð, við urðum samferða heim frá Kaupmannahöfn í flugvél. Eiríkur lést fyrir aldur fram, frá- fall hans var sviplegt. Við hjónin sendum Oddi, Hildi, Halldóri og Ásgeiri, mökum þeirra og börnum, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guðrún Ágústsdóttir Auglýsing Vegna útfarar Eiríks Ásgeirssonar, forstjóra veröa skrifstofur, farmiöasölur Hlemmi og Lækjartorgi og verkstæöi SVR lokað frá kl. 12 í dag föstudaginn 21. október. Strætisvagnar Reykjavíkur. Þú lest það í Þjóðviljanum Áskríftarsíminn: 81333 Laugardaga kl. 9—12: 81663 rúmu ári. Til hennar hafði hann sótt mikinn styrk og varð það hon- um mikið áfall þegar hennar naut ekki lengur við. En manneskjan getur verið býsna sterk og það sýndi Eiríkur þá. Hann stóð heldur ekki einn, því þau Katrín eignuðust fjögur hlý og ánægjuleg börn og fjögur elskuleg tengdabörn, sem öll voru boðin og búin að vera föður sínum og tengdaföður innan handar og gleðja hann. í fjölskyldunni ríkti mikil samheldni. Þegar ég varð stjórnarformaður SVR vorið 1978 hafði Eiríkur verið forstjóri í 27 ár eða frá því skömmu eftir að ég fæddist. Við vorum and- stæðingarípólitík, en vinirsamtfrá gamalli tíð eða frá því að fjölskylda hans fluttist í nágrenni við mig og við Hildur dóttir Eiríks urðum vinkonur 10 ára gamlar. fcfel m HATIÐARFUNDUR / tilefni af 25 ára afmæli Bandalags háskóla- manna efnir bandalagid til hátíðarfundar laugardaginn 22. okt. kl. 15:00 í hátíðarsal Há- skóla íslands. Dagskrá fundarins verður þessi: Ávarp: Gunnar D. Schram, formaður BHM. Stofnun og markmið BHM: Ármann Snævarr, fyrsti formaður BHM. BHM og samstaða háskólamanna: Valdimar K. Jónsson, fyrrverandi formaður BHM. Einsöngur: Kristín Sigtryggsdóttir syngur við undirleik Jórunnar Viðar. Hátíðarfundurinn er öllum opinn. Þjónustusíða Þjóðviljans Reyking og sala á matvælum ÉjjR® s“72,221 REYKOFNINN HF. Skemmuvegi 14 200 Kópavogi Hellusteypan r STETT Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211. II.# ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA Sveinbjörn G. Hauksson I Pípulagningameistari Sími 46720 Nýlagnir Jarðlagnir Ari Gústavsson Pipulagningam Simi 71577 Viðgerðir Breytingar Hreinsanir VÉLA- OG TÆKJALEIGA Alhliða véla- og tækjaleiga. Heimsendingar á stærri tækjum. Sláttuvélaleiga. Múrara- og trésmiðaþjónusta, minni háttar múrverk og smíðar. BORTÆKNI SF. Vélaleiga, sími 46980 — 72460, Nýbýlavegi 22, Kópavogi, (Dalbrekkumegin) Steypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa. STEYPUSÖGUN vegg- og gólfsögun VÖKVAPRESSA i múrbrot og fleygun KJARNABORUN fyrir öllum lögnum Tökum aö okkur verkefni um allt land. — Fljót og góö þjónusta. — Þrifaleg umgengni. BORTÆKNI S/F Vélaleiga S: 46980 - 72460. Verkpantanir trá kt. 8—23. TRAKTORSGRÖFUR L0FTPRESSUR SPRENGIVINNA 46297 GEYSIR Bílaleiga_____ Car rental BORGARTUNI 24 ->105 REYKJAVIK, ICELAND - TEL. 11015 LIPUR ÞJ0NUSTA VIÐ LANDSBYGGÐINA PÖNTUM - PÖKKUM SENDUM - SÆKJUM TRYGGJUM Leyfið okkur að létta ykkur sporin og losa ykkur við kvabb á vinum og vandamönnum. • ••• Ekkert er auðveldara en slá á þráðinn og afla upplýsinga. •••• Opið frá kl. 9-19 alla virka daga. ' Símsvari opinn allan sólarhringinn. ^7 iLandsþjónustan s.f. Súðavogi 18. S. 84490 box 4290 GLUGGAR 0G HURÐIR |lfönduð vinna á hagstæðu verði\ Leitið tilboða. ÚTIHURDIR Dalshrauni 9, Hf. S. 54595.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.