Þjóðviljinn - 25.10.1983, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 25.10.1983, Qupperneq 3
Þriðjudagur 25. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Guðrún Helgadóttir með ályktun á þingi Stöðvum Seðlabankabyggmguna! í gærdag unnu starfsmenn Rásar 2 við að koma sér fyrir í nýja útvarpshús- inu við Bústaðaveg, en að sögn Þorgeirs Ástvaldssonar munu útsendingar hefjast í byrjun nóvembermánaðar. Rás 2 verður fyrsta deild ríkisútvarps- ins sem flytur í nýja húsið og á meðfylgjandi mynd má sjá þrjá starfsmenn hennar koma sér fyrir. Frá vinstri Ragnheiður Þórðardóttir fulltrúi, Helga Margrét Reinhardsdóttir, auglýsingastjóri og Þorgeir Ástvaidsson, útvarpsstjóri á Rás 2. Ljósm. -eik. í gær var lögð fram á alþingi þingsályktunartillaga frá Guðrúnu Helga- dóttur um stöðvun framkvæmda við byggingu Seðlabanka íslands. í ályktuninni segir að alþingi feli ríkisstjórninni að stöðva nú þegar þær framkvæmdir við byggingu Seðlabankans sem ekki hefur þegar verið samið um við verktaka. í greinargerð gerir Guðrún grein fyrir efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar þarsem segir m.a. að markmið sé að „beina fjárfestingu fyrst og fremst í arðbær verkefni“. — óg. Haukur Bjömsson látínn Haukur Björnsson stórkaup- maður í Reykjavík og einn af for- ystumönnum íslenskra kommún- ista á fyrri tíð, lést sl. föstudag. Haukur Björnsson var fæddur 27. júlí 1906. Gerðist hann snem- ma virkur á vinstri væng íslenskra stjórnmála og m.a. í stjórn Félags .ungra kommúnista 1922. Tveimur járum síðar var hann kjörinn í mið- stjórn Sambands ungra kommún- ista. Síðla nóvembermánaðar árið 1930 var Kommúnistaflokkur ís- lands stofnaður á heimili Hauks og konu hans Marcibil Ingibjargar Guðjónsdóttur að Bergstaðastræti 72 í Reykjavík. Sinnti Haukur mjög skipulagsmálum hreyfingar- innar og þótti mjög hæfur á því sviði. Hann var einn af stofnendum Sameiningarflokks alþýðu, Sósíal- istaflokksins árið 1938. Kirkjuþingið gegn kjarnorkuvopnum Þjóðviljanum barst í gær eftir- farandi samþykkt frá Kirkjuþingi: Kirkjuþing 1983 skorar á Is- lendinga og allar þjóðir heims að vinna að friði í heiminum, stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins og út- rýmingu gereyðingarvopna. Þingið beinir því til stjórnmála- flokkanna og ríkisstjórnarinnar að fylgja þessu máli eftir bæði innan- lands sem og á alþjóðavettvangi. Þingið lýsir samstöðu með þeim samtökum sem vinna að friði, frelsi og mannréttindum á þeim grund- velli sem Kristur boðar og brýnir fyrir fslendingum að meta það frelsi sem þjóðin býr við og nýta það til að skapa réttlátari heim, þar sem almenn afvopnun verður liður í þeirri nýskipan efnahagsmála að lífsgæðum verði jafnað meðal jarð- arbarna allra. Þessi ályktun var samþykkt sam- hljóða á Kirkjuþingi í gær en þing- inu lýkur í dag. -S.dór Frostskemmda kjötíð í matí Eins og menn eflaust rekur minni til, krafðist Heilbrigðiseftirlitið endur- mats á frostskcnrmda kjötinu sem Afurðasala SÍS geymdi í gamla ísbjarn- arhúsinu á Seltjarnarnesi. Að sögn Andrésar Jóhannssonar kjötmats- manns er enn verið að meta kjötið og sagðist hann vænta þess að vcrkinu lyki í þessari viku. -S.dór Banaslys á Reykjavíkurflugvelli Síðastliðinn laugardag varð banaslys á Reykjavíkurflug- velli. Farþegi sem var að koma með 10 manna flugvél austan af Egilsstöðum opnaði hurð vélarinnar og fór út áður en skrúfurnar höfðu stöðvast. Gat flugmaðurinn ekk- ert að gert og lenti maðurinn í vinstri skrúfu vélarinnar og lést samstundis. Hann hét Ólafur Torfason, fertugur að aldri, búsettur í Garðinum. Hann lætur eftir sig foreldra og son. Halló 002 skipti! Bílasímar eru nú tæplega 20 á landinu og kannski ekki nema von, hvert tæki kostar 100-120 þúsund krónur. Stofngjaldið er hins vegar það sama og hjá venjulegum símnotendum. Fyrsta mínútan kostar 11.70 og 7.80 hver mínúta úr því, hvoru tveggja að viðbættum söluskatti. Þóra Marinósdóttir, varðstjóri hjá Landsímanum sagði í gær að ekki væri mjög mikið að gera á 002, en það er númerið sem hringt er í þegar beðið er um samtal við bíl. Starfsstúlkur Landsímans afgreiða samtalið á svipaðan hátt og venjulegt landssímtal nema hvað oft þarf að leita að bflnum á fleiri en einu svæði. Ovenju mikið um lús í frétt frá borgarlækninum í Reykjavík kemur fram að óvenju mikið hefur borið á lús í haust einkum í grunn- skólum, leikskólum og dagheimilum. Lúsin breiðist auðveldlega út milli heimilisfólks, ef sessunautar t.d. halla saman höfðum, ef fatnaður er lagður frá sér eða hengdur upp saman á íþrótta- og sundstöðum o.s.frv. „Veðjað á verðbólguna“ Á morgun, miðvikudaginn 26. októbergengst Kaupþing hf. fyrir almennum fræðslufundi um fasteignamarkaðinn að Hótel Loftleiðumog hefst fundurinn í Kristalssalnum kl. 20.30. Á fundinum, sem ber yfirskriftina „Fasteignamarkaður- inn í ljósi breyttra aðstæðna“, flytja erindi Stefán Ingólfs- son, Fasteignamati ríkisins og dr. Pétur Blöndal, Lífeyris- sjóði verslunarmanna. Fjallar Stefán m.a. um vandamál kaupenda um þessar mundir, þróun fasteignaverðs, hvað ráða muni verðinu á næstunni og nauðsynlegar breytingar, á fasteignamarkaði. Erindi Péturs ber yfirskriftina „Veðj- að á verðbólguna“. Sjávarútvegur á Nýfundnalandi í kvöld kl. 20.30 heldur Sigfús Jónsson fyrirlestur um sögulega landafræði sjávarútvegs á Nýfundnalandi. Fyrir- lesturinn verður haldinn í stofir 102 í Lögbergi Háskóla íslands og sýnir Sigfús fjölda skuggamynda frá Nýfundna- landi. Eitt banaslys í september Eitt banaslys varð í umferðinni í september og 56 slösuð ust, samkvæmt bráðabirgðayfirliti Umferðaráðs. Á fyrstu 9 mánuðum ársins hafa því 12 látið lífið í umferðarsl- ysum, sem er 3 færri en á sama tíma í fyrra. 474 hafa siasast á árinu fram til 1. október s. 1. og er það 110 færra en á sama tíma 1982. Loðnurannsókninni lokið Loðnurannsóknarleiðangri norskra og íslenskra fiski- fræðinga sem hófst 4. október sl. lauk sl. sunnudag. í leiðangrinum tóku þátt 3 rannsóknarskip, tvö íslensk og eitt norskt. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur vildi í gær ekki tjá sig um niðurstöður leiðangursins, en sagði að í dag, þriðjudag, hæfist í Kaupmannahöfn fundur í alþjóðlegri síldar- og loðnuvinnslunefnd og sagðist hann búast við að niðurstöður þessa leiðangurs lægju fyrir í vikulokin. - S.dór. Loðnuveiði í haust í sjónvarpsviðtali í gærkveldi sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra að loðnuveiðar hér við land yrðu leyfðar í haust, jafnvel þegar í næstu viku. -óg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.