Þjóðviljinn - 25.10.1983, Side 5

Þjóðviljinn - 25.10.1983, Side 5
Þriðjudagur 25. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Dæmigerð kvennastörf: Lítfls metin og mjög illa laumið Er nýtt starfsmat nauðsynlegt til að rétta hlut kvenna á launamarkaðnum eða þurfa konur að segja skilið við karla í verkalýðs- hreyfíngunni og taka málin í eigin hendur? Er kannski nóg að konur taki virkari þátt í störfum stéttafélaganna og ef svo er, hvernig á að gera þeim það mögulegt? Þetta eru spurningar sem veit hefur verið * upp í umræðunni um kaup og kjör kvenna á vinnumarkaðnum undanfarið. Yfirgnæf- andi meirihluti giftra kvenna á íslandi vinn- ur úti, enda viðurkennt að daglaun eins manns duga ekki fyrir framfærslu fjöl- skyldu hér á landi. En fjöldi barna, reyndar svo þúsundum skiptir, hafa hins vegar að- eins eina fyrirvinnu sem í flestum tilfellum er kona. Á næstu dögum mun Þjóðviljinn kynna dæmigerð kvennastörf, sem eiga það sam- merkt að vera lítils metin og lágt launuð eins og einn viðmælandi blaðsins orðaði það í gær. í dag eiga viðmælendur okk2r það sammerkt að vera eina fyrirvinnan á heimil- inu. Ljósmyndir tók Magnús. -ÁI Tíu ár í mötuneyti „Maður rcynir auðvitað að taka allar aukavaktir sem gefast, en ég er nú bara orðin svo illa farin af þræfdómi að því eru takmörk sett hvað ég get”. Fríða Helgadóttir hefur unnið á Borgarspítalanum í tæplega 10 ár, fyrst í eldhúsinu, síð- an í bakaríinu og nú afgreiðir hún starfsfólk spítalans í mötuneytinu. Hún er með þriggja manna heimili og hvað skyldi kaupið vera? „Rúm- lega 15 þúsund með álagstímunum öllum”, segir Fríða. Fríða er búin að vera tæp 5 ár ein með tvo drengi. Annar er farinn að vinna og borgar heim, - hinn er enn í skóla. „Þessir endar ná auðvitað ekki saman”, sagði hún. „Petta er stíf vaktavinna hér alltaf aðra hvora helgi og oft um hátíðir, en án þess yrðu launin enn lægri”. - Er ekki dýrt að halda úti ung- lingi í framhaldsskóla? „Jú. Hann vinnur auðvitað yfir sumarið, en það hrekkur varla fyrir bókum. Þetta er orðið þannig hér að það þarf að skipta um bækur á hverjum vetri, jafnvel þótt krakk- arnir séu í sama skóla. Og þær eru ofsalega dýrar þessar bækur sem þeir þurfa að kaupa í Tækniskólan- um. Auðvitað finnst manni það líka synd þegar þessi grey vilja læra að geta ekki stutt þau eitthvað”. -AI 17 ár í verslun „Ég er búin að vera 17 ár í VR og taxtinn er um 15 þúsund á mánuði. Ég get nokkurn veginn ráðið því hvað ég tek mikla yfirvinnu og þá hækkar auðvitað kaupið”, segir Sigrún Einarsóttir afgreiðslustúlka í Vörumarkaðnum. Sigrún er ein með tvö börn 13 og 15 ára og býr í eigin húsnæði. „VR taxtinn var betri hér áður fyrr í samanburði við verðlag og aðra taxta”, sagði hún. „Maður lifir á yfirvinnunni núna, en það var erf- iðara áður þegar börnin voru lítil, því þá gat maður ekki tekið neina yfirvinnu”, sagði Sigrún. „Það er líka eins gott því það er mikið dýr- ara að klæða börn sem komin eru á þennan aldur en þegar þau eru lítil”. -ÁI Starfsstúlka á spítala „Ég hef getað haldið heimilinu af því að ég hef smá leigutekjur af iðn- aðarhúsnæði sem maðurinn minn átti hlut í. Launin mín myndu aldrei hökkva til og af því maður- inn minn var sjálfstæður atvinnu- rekandi, þá hef ég engan lífeyri eftir hann”, sagði Kristjana Guðmunds- dóttir, starfsstúlka á Borgarspítal- anum. Kristjana hefur unnið þar í 2 ár en er á 5 ára taxta þar sem húsmóð- urstörf eru metin til 3ja ára starfs- reynslu í samningum Sóknar. „Eftir að 4% koma nú í lok þessa mánaðar er taxtinn 11.786 krón- ur”, segir hún. „Launin fara í 14-15 þúsund með vaktaálagi og vinnu tvær helgar í röð og frí þá þriðju”. Kristjana er ekkja og býr ein með 18 ára dóttur sinni sem er í skóla. Hún býr í eigin húsnæði. - Nú áttu von á 4% kauphækkun í mánaðarlok? „Ég er hrædd um að það hafi ekki mikið að segja. Launin hafa dregist svo mikið afturúr og allt annað hefur hækkað svo óskap- lega”, segir hún. -ÁI 10% afsláttarkort Ákveðið hefur verið að gefa fé- lagsmönnum Kaupfélags Hafn- firðinga kost á 10% afslætti út á afsláttarkort. Kortin gilda frá október til 31. desember, eitt kort fyrir hvern mánuð. Nýir félagar fá einnig að njóta þessara viðskiptakjara. Hægt er að gerast félagsmaður í verslunum og skrifstofu Kaupfé- lagsins á Strandgötu 28, Miðvangi og Garðaflöt Garðabæ. Með félagskveðju og þökkum fyrir góð samskipti. Kaupfélag Hafnfiröinga Rautt þríhyrnt merki á lyfjaumbúðum táknar að notkun lyfsins dregur úr hæfni manna í umferðinni

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.