Þjóðviljinn - 25.10.1983, Side 7

Þjóðviljinn - 25.10.1983, Side 7
Þriðjudagur 25. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Bandarískir landgönguliðar lenda í Líbanon: 160 þeirra létu lífið á sunnudaginn. Eftir sprengingarnar í Beirút: Hermaður úr Amalsveitum kemur félaga sínum særð- um í skjól: einkaherir eru margir. Líbanon kviksyndið Um tvö hundruð bandarískir og franskir hcrmenn týndu lífi í miklum sprengingum í bækistöðvum þeirra í Beirút, höfuðborg Líbanons á sunnudag, og er líklegt að tala látinna eigi eftir að hækka enn þegar björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun. Sjálfsmorðssveitir voru að verki: var herbíl- um hlöðnum sprengiefni ekið inn undir húsin og þau sprengd í loft upp. Samtök sem nefna sig „Frjálsa íslamska byltingar- hreyfíngin“ hafa lýst ábyrgð á hendur sér, en þegar þetta er skrifað virðist enginn vita neitt um þau samtök. lengra neyta um opinbera fjárfestingu voru lagðar fram til umræðu. Á fundum sem þessum sagði fólk álit sitt og kom með tillögur um það sem því þótti brýnt. Allar slíkar til- lögur komu síðan til ríkisstjórnar- innar áður en endanlega var gengið frá fjárlögunum, og ég varð vitni að því að tillit var tekið til þeirra til- lagna sem fram komu á þessum fundi sem ég sat í endanlegri gerð fjárlaganna, þannig að þetta var ekki bara til að sýnast. Fleiri mikilvæg lög hafa verið af- greidd með sama hætti, en fjárlag-l afundina sóttu á milli 40 og 50 þús- und íbúar. Hagvöxtur hefur verið á Gren- ada síðustu ár þrátt fyrir verðfall á ávöxtum, og hefur jákvæður ár- angur í efnahagsmálum verið stað- festur í skýrslu Alþjóðabankans. Helstu viðskiptaþjóðir Grenada eru Bretland (43%), Holland, V- Þýskaland, Belgía og Trinidad. Flugvöllurinn Bandaríkjastjórn hefur litið stjórn Maurice Bishop hornauga, sérstaklega vegna vinsamlegra samskipta Grenada við Kúbu. Það sem Reagan Bandaríkjaforseti hef- ur helst sett fyrir sig í þeim efnum er bygging alþjóðlegs flugvallar á Grenada, sem Kúbanir hafa að- stoðað við. Hafa Bandaríkjamenn hvað eftir annað ráðist á þessa fram- kvæmd í orði og haldið því fram að hér sé um sovésk/kúbanska her- stöð að ræða. Slíkar ásakanir eru fáránlegar og út í hött. Bygging flugvallarins, sem hófst 1980, er hins vegar for- senda þess að hægt sé að byggja upp ferðamannaþjónustu í landinu. Eins og er, er ekki hægt að komast til Grenada frá Evrópu nema með því að millilenda á Kúbu eða Bar- bados og fara þaðan með lítilli vél sem rúmar ekki nema 20 farþega í sæti. Flugvallarsvæðið er opið öllum, og þar er ekki hægt að leyna neinu. Ég hefsjálfséð teikningar af framkvæmdum og farið um svæð- ið, og það er vinsælt hjá eyjar- skeggjum að fara í sunnudaga- göngu á flugvöllinn og dást að framkvæmdunum þar. Byltingar- afmælið Ég tók þát í undirbúningi hátíða- haldanna fyrir 3 ára afmæli bylt- ingarinnar í mars 1982. Það voru starfandi undirbúningsnefndir á vinnustöðum og víðar. Á sjálfri hátíðinni mættu um 35.000 manns á íþróttaleikvanginn í St. George’s, þar á meðal margir erlendir gestir. Þar voru bæði ræðuhöld, söngur og dans. Leikin var Reggae- og calypso-tónlist og fólkið dansaði. Mauice Bishop talaði í 2 klst. en það var áberandi að fólk hlustaði með athygli allan tímann og lét við- brögð sín í ljós með húrrahrópum og frammíköllum. Bishop naut ótrúlegra vinsælda meðal fólksins. Hann var frábær ræðumaður og gleymdi sér þegar hann talaði. Ég hlustaði einu sinni á hann skýra út fjárlögin fyrir fólki úti undir beru lofti í steikjandi sól. Hann byrjaði á að segja að hann ætlaði ekki að tala í nema 15 mínútur. En síðan gleymdi hann sér og talaði í nærri 2 klukkustundir. Bishop var sýnt banatilræði sumarið 1980, og var bandaríska leyniþjónustan grunuð um að hafa staðið að baki þess. Hann slapp, en 3 skólastúlkur biðu bana. Ég skil ekki hvað nú hefur gerst, en það er ljóst að hann var drepinn gegn vilja fólksins. Mannfjöldinn frelsaði hann úr stofufangelsinu áður en hann var drepinn, og það sýnir best að hann hafði fólkið á bak við sig. Grenada verður ekki það sama eftir þetta blóðbað. Það stingur í stúf við alla reynslu mína af þessu yndislega landi og þeirri nýsköpun sem þar átti sér stað. Ég kvaddi Grenada með tárin í augunum og fór strax við heimkomuna að safna mér fyrir annarri ferð. En nú get ég ekki vitað hvað framtíðin ber í skauti sér.... ólg. Fljótt eftir að fregnir bárust frá Beirút voru hafðar uppi kenningar um að hér væru íranir að verki, en stjórnvöld þar í landi neita þeim áburði. Sýrlenska stjórnin afneitar einnig þessum sprengingum, en hún hefur um leið ítrekað þá af- stöðu sína að hersveitir Vestur- veldanna, sem eiga að sinna frið- argæslu, verði á brott frá Líbanon. Frelsissamtök Palestínumanna, PLO, og svo Drúsar, eru einnig andvígir því að bandarískar her- sveitir séu í landinu, enda hafi þær í reynd tekið afstöðu með sveitum kristinna manna í bardögum að undanförnu. Skoðanir munu hins- vegar skiptari um nærveru Frakka -t.d. varþaðhafteftirhermálaráð- herra Frakka í gær, að Walid Jumblatt, leiðtogi Drúsa vildi, að Frakkar væru með í friðargæslu í landinu. Og enn hafa ítalskir her- menn í fyrrnefndum gæslusveitum ekki orðið fyrir teljandi skakkaföll- um. Slitið valdakerfi Ef gera á grein fyrir rótum á- standsins í Líbanon þurfa menn helst að bregða sér aftur á Krossfaratímana, en það verður reyndar ekki reynt hér. Það nægir vonandi að minna á það, að þegar Líbanon varð sjálfstætt ríki fyrir um 40 árunt var búin til stjórnar- skrá, sem tryggði kristnum mönnum meirihluta á þingi sem og forseta landsins, en deildi ýmsum valdastöðum að öðru leyti með nokkru tilliti til þess, að um helm- ingur íbúanna var múhameðstrúar. (Forsætisráðherrann átti t.d. jafn- an að vera múhameðstrúarmaður úr flokki Súnníta en þingforsetinn Sjííti). Með stjórnarskrá af þessu tagi var lagt upp með ótal tilefni til ófriðar í landinu - einkum þegar múhameðstrúarmönnum fjölgaði sýnu meira en kristnum, bæði vegna meiri viðkomu og tilkomu palestínskra flóttamanna. Þær borgarastyrjaldir sem staðið hafa með hléum í um það bil tuttugu ár, eru meira eða minna tengdar þessu úrelta valdakerfi, sem byggir á hæpnu manntali frá því á fjórða áratugnum - ótta kristinna manna við að missa völd og áhrif og óá- nægju hinna ýmsu sveita íslams með hlutskipti sitt. Það gerir svo málið flóknara, að hvorki kristnir né liðsmenn íslams eru sameinaðir í samstæðar fylkingar, heldur leita menn oftlega bandalaga út fyrir grófar trúarbragðalínur. Innrásir Ef til vill hefði samt verið hægt að finna lausn á þessari valda- streitu ef ekki kæmu til erlendar íhlutanir. Á sjötta áratugnum var bandarískt landgöngulið sent á vettvang til að halda Líbanon á vestrænum brautum í utanríkis- málum. En verst hefur það leikið landið, að ísrealar hafa hvað eftir annað gert innrásir í það og hafa nú búið um sig í suðurhluta þess og að því er virðist til frambúðar. Á hinn bóginn hafa Sýrlendingar, sem fyrir nokkrum árum sendu her á vettvang, sem átti að gegna friðar- gæsluhlutverki, bersýnilega lítinn áhuga á að sleppa þeim ítökum, sem þeir hafa náð í landinu austan- verðu. En þess er að geta, að Sýr- lendingar hafa hallast að því að líta á Líbanon sem gerfiríki, til orðið upp úr skiptingu fyrrum Tyrkja- veldis í áhrifasvæði vestrænna stór- velda eftir heimsstyrjöldina fyrri. Hvað næst? Það gæslulið frá Bandaríkjun- um, Frakklandi og fleiri ríkjum, sem nú um helgina varð fyrir miklu mannfalli, er svo tengt viðleitni til að efla ríkisstjórn Líbanons, sem hefur séð umboð sitt myljast í sundur milli ótal einkaherja trú- flokkanna og svo innrásarliða. En sá er mestur hængur á þeirri friða- rgæslu, að mikill hluti múhameðs- trúarmanna mun líta svo á, að með því að efla ríkisstjórnina og ríkis- herinn sé verið að framlengja völd hinna kristnu maroníta, sem er stærsta einstakt trúfélag í landinu. Að vísu hefur svo átt að heita, að hefjast ættu viðræður um þjóðar- sátt og var fyrir helgi búið að semja um að fundarstaðurinn yrði í Genf í Sviss. En hvort sem til meiriháttar mannvíga hefði komið nú um helg- ina eða ekki, voru ekki miklar líkur á að þær viðræður bæru árangur, allra síst skjótan. Á Bandaríkjaþingi höfðu verið uppi raddir um að farsælast væri að kveða bandarísku landgönguliða- sveitirnar heim frá Líbanon. Reag- anstjórnin mun ekki, af við- brögðum hennar við sprengjutil- ræðunum í fyrradag að ráða, hafa í huga að fara að þeim ráðum - og nú eru nýjar sveitir bandarískar á leiðinni austur í stað þeirra manna sem féllu eða særðust. Eiginmaður minn Haukur Björnsson stórkaupmaður Sólheimum 23, Reykjavík lést á Landspitala íslands föstudaginn 21. október. Ingibjörg Guðjónsdóttir Björnsson. Kristín Jensdóttir frá Árnagerði verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. október kl. 3. Árni Björnsson Guðný Bjarnar Ingi Lövdal og barnabörn. ÁB tók saman. Konur í Alþýðubandalaginu! FUNDUR fimmtudaginn 27. október kl. 20.30 aö Hverfisgötu 105. Undirbúningur fyrir landsfund Umræöur í hópum m.a. um: Atvinnu- og menntunarmál kvenna Fjölskyldupólitík Flokksstarfið í Ijósi kynjajafnréttis Fjölmennum Miðstöð kvenna

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.