Þjóðviljinn - 25.10.1983, Síða 11
Þriðjudagur 25. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J5
Minning
Ólafur S. Magnússon
kennari
18. júlí 1918 - 18.
Á kveðjustundu hvarflar hugur-
inn til liðinna ára, stríðsáranna
1939-45. Á tímum þess hildarleiks
kynntumst við Ólafur S. Magnús-
son fyrst, höfðum báðir hrifist af
þeirri hugmynd að þjóðir heims
ættu að taka upp eitt sameiginlegt
hjálparmál sem engin þeirra gæti
eignað sér öðrum fremur.
Ólafur hafði lært esperanto á
unglingsárum sínum, fyrst á náms-
keiði hjá Þórbergi Þórðarsyni og
síðan hjá Ivani H. Krestanov frá
Búlgaríu sem hér var á ferð
skömmu fyrir stríð. Nú var Ólafur
orðinn virkur félagi í alþjóðasam-
tökum esperantista sem þá höfðu
aðsetur sitt í London, en á þessum
tímum áttu hugsjónir eins og al-
þjóðlegt og hlutlaust hjálparmál
ekki upp á pallborðið hjá stjórn-
endum heimsins - og eiga raunar
ekki enn. í ríki foringjans þýska
var alþjóða- og jafnréttishyggja á
borð við þá sem esperanto boðar
að sjálfsögðu bönnuð, og í raun
einnig í stórveldinu sem stóð mest í
nasistum.
Það var á þessum tímum sem
Ólafur, þá ungur kennari í Reykja-
vík, var nægilega bjartsýnn til að
hefja á ný merki esperanto-
hreyfingarinnar á íslandi, semja og
gefa út á eigin spýtur bréfanám-
skeið í esperanto, sannfærður um
að innan skamms ætti eftir að birta
í samskiptum þjóða þegar skipt
hefði verið um forystu. Slík
bjartsýni var alla tíð einkenni
Ólafs, enda vann hann alþjóða-
málshugsjóninni alla ævi, þegar
tóm gafst frá kennslu og öðrum
daglegum skyldustörfum. Síðasta
fund esperantista sótti hann fyrir
tveim vikum í Esperantistafélaginu
Auroro í Reykjavík.
Hann var stofnandi þess félags,
safnaði á stofnfundinn í aprfl 1944
nemendum sínum og nokkrum
öðrum sem til náðist. Hann var
fyrsti formaður þess og driffjöðrin
árum saman - „la motoro“ eins og
einhverjir erlendir gestir orðuðu
það, en þeir hafa margir komið á
félagsfundi og verið víða að.
Heima hjá Ólafi í Bergstaðastræti
30 B mátti kalla miðstöð hreyfing-
arinnar hérlendis. Þá bjó hann hjá
foreldrum sínum Magnúsi Jónssyni
sjómanni frá Eyrarbakka og Mar-
gréti Einarsdóttur frá Stokkseyri.
Þangað var gott að koma.
Ólafur ferðaðist töluvert er-
Iendis og notaði þá esperanto eftir
þörfum, þótt hann hafi að sjálf-
sögðu verið fullfær í fleiri málum. í
einni slíkri ferð kom hann til Hol-
lands og sagði þar frá íslandi á
fundi esperantista í smábænum
Lochem. Þar var þá stödd ung
stúlka, Gerda Leussink, sem fylgd-
ist af athygli með þessari frásögn
um eyjuna norður í höfum. Hjá
henni vaknaði áhugi á landi og
þjóð, og af þeim áhuga spruttu síð-
ar kynni sem leiddu til þess að þau
október 1983
Gerða gengu í hjónaband 1953.
Hjónavígslan fór fram í
Vestmannaeyjum, á esperanto.
Þar þjónaði þá sr. Halldór Kol-
beins, forseti Sambands íslenskra
esperantista, en Ólafur var þá ritari
þess, hafði verið helsti frum-
kvöðull að endurstofnun þess
1949. Að öðru leyti eru störf Ólafs
fyrir esperantohreyfinguna nánar í
öðrum minningargreinum.
Að sjálfsögðu var heimilismál
þeirra Gerðu fyrst í stað eingöngu
esperanto. Hún lærði þó brátt
móðurmál hans og gat fljótlega tal-
að við tengdaföður sinn sem þá var
Það var í miðjum próflestri vorið
1947 að allt í einu rifjaðist fyrir mér
gamall ásetningur: að læra alþjóð-
amálið esperanto. Er ekki að orð-
lengja það, að ég lagði frá mér það
sem ég var að fást við og hljóp út í
bókabúð að kaupa kennslubækur í
alþjóðamálinu. Þesar bækur
reyndi ég að notfæra mér eftir því
sem stopular stundir frá prófönn-
um og löngum vinnudögum í
sumarvinnu leyfðu. Ég Var að von-
um feginn að sjá á haustdögum
auglýst námskeið í esperanto og
við eftirgrennslan komst ég að því
að Ólafur S. Magnússon kennari,
til heimilis að Bergstaðastræti í
Reykjavík, stóð fyrir þessu nám-
skeiði. Fór ég til fundar við Ólaf á
heimili hans og hófust þar með
kynni, sem leiddu til kunnings-
að þrjátíu þjóðlöndum, og síðar
ritstörf, einkum þýðingar, munu
ekki hvað síst liafa gert hann að
hálærðum esperantista.
Störf Ólafs í þágu esperanto-
hreyfingarinnar voru svo margvís-
leg að hætt er við að það sem hér
fer á eftir verði aðeins ófullkomin
upptalning. Þegar Ólafur hóf nánr í
esperanto mun hafa verið hér starf-
Ölafur S.
Magnússon
in memoriam
Konvinko pri la celo: jen la spron’
kiu vin portis daure en laboro
por Esperanto, kiesplena son’neniam est-
ies for de via koro.
Vi planis kaj plenumis: bela lig’
funkciis chiam inter pens’ kaj faroj,
agnoskis ja realon, sed instig
oí plio vin agigis, malgrau baroj.
Vi vivis por konstrui lau la fid'
ke lingvo servas por forigi limojn,
ke pacon povas krei nur la gvid’
de plena scio kiel rompi timojn.
Certigas pri si vintro kaj la vent’
kun firma teno kiel diktas legho~
di nia lando; nia norda sent’
akceptas tion: venu Vintra Regho!
Sed vivu tamen flamo, por futur'
pli varma kaj pli luma en naturo,
sed antau chio por gvidado sur
la pinto elstaranta kiel turo
el la nebulo, kiu baras nin
de pli rapida iro al hom-amo
interkomprena, kaj jen mi vidas vin,
unu el tiuj nutrintoj de la flamo,
vin, kiu malaperis, sed jam nun
sentigas vian eston pluinstige t
en niaj pensoj pri kreskonta sun’
de Esperanto, vaste kaj ivige.
Amik’, adiau, dankojn pro kunir’ '
dum tridek jaroj en labor, samcela,
cheestu vi en mia nuna dir’
kaj plue vivu malgrau bat’ kruela.
Baldur Ragnarsson
í heimilinu hjá þeim, en hann lést
1964. Heimili þeirra var alla tíð í
Reykjavík, fyrst í Hamrahlíð 9, en
nú eina tvo áratugi í Skálará,
Blesugróf hér í bæ. Þessi umskipti á
högum Ólafs urðu að sjálfsögðu til
að styrkja tengslin við esperanto-
hreyfinguna, þótt nú kölluðu fleiri
skyldur að.
Börn þeirra eru tvö, Margrét og
Einar, sem bæði hafa stofnað eigið
heimili. Margrét er búsett vestan-
hafs og þar dvöldust þau Ólafur og
Gerða um tveggja mánaða skeið sl.
sumar. Sökum starfa manns síns
verður Margrét hér heima á íslandi
í vetur með dætur sínar tvær, Berg-
lindi 9 ára og Lísu 6 ára. Þær mæðg-
ur voru komnar til landsins nokkru
áður en Ólafur veiktist nú og telp-
urnar byrjaðar að læra íslensku hjá
afa sínum. Einar er búsettur hér í
bænum og eiga þau tvo drengi.
Samvistin við fjölskylduna verð-
ur stoð Gerðu á komandi vetri. En
vandamönnum og vinum er gott að
minnast góðs drengs þar sem
Ólafur var.
Árni Böðvarsson.
skapar, samvinnu og vináttu æ síð-
an, en síðast bar fundum okkar
saman á vegum Esperantistafélags-
ins Auroro þann 7. október síð-
astliðinn. Þá tjáði hann mér, að í
vetur hefði hann meiri tíma en áður
til að sinna sameiginlegu áhugaefni
okkar. Þó að mér væri þá ljóst að
Ólafur gekk ekki heill til skógar,
verð ég að viðurkenna að fréttin
um lát hans hinn 18. október kom
yfir mig eins og reiðarslag. Svo
vakandi var hugur Ólafs og vinnu-
fús að ekki var hægt að hugsa sér að
verkalok væru skammt undan.
Ólafur hafði fengist við esper-
anto og störf í þágu esperanto-
hreyfingarinnar í nærfellt hálfa öld
er hann lést. Áhugi hans á málinu
vaknaði þegar 1933 og fylgdi í
kjölfarið nám hjá Þórbergi Þórð-
arsyni og síðar hjá búlgarska espe-
rantistanum Ivan Krestanov á ár-
unum 1934-38. Síðar mun hann
hafa notið góðs af fyrirlestrum ým-
issa esperantofræðara af mörgum
þjóðum,%en ötult sjálfsnám með
lestri og bréfaskiptum, en hann
mun hafa skrifast á við fólk úr allt
andi „Esperantofélagið í Reykja-
vík“, sem síðar lognaðist út af.
Vildi hann ekki una því að hér væri
ekkert félag esperantista starfandi
og boðaði því til stofnunar nýs fé-
lags þann 18. apríl 1944. Hlaut það
nafnið „La Esperantista Societo
Auroro og hefur starfað óslitið síð-
an. Var Ólafur formaður félagsins
á árunum 1944-49, 1955-59 og
1963-79. Hann var einnig í stjórn
íslenskra esperantosambandsins
frá 1949.
Ólafur gaf út bréfanámskeið í
esperanto árið 1944 og starfrækti
það uns Bréfaskóli Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga tók við
rekstri þess, en Ólafur annaðist
kennsluna lengst af. Auk þessa
kenndi hann á ýmsum námskeið-
um, í seinni tíð einkum framhalds-
námskeiðum. Hann var hvatamað-
ur þess, að íslenskir esperantistar
hófu að gefa út blaðið „Voco de
Islando" og var ritstjóri þess ásamt
öðrum. Birtist í því blaði nokkuð af
því sem hann þýddi úr íslenskum
bókmenntum. Þá var Ólafur í
nefnd á vegum íslenska esperant-
osambandsins, sem unnið hefur að
undirbúningi sýnisbókar úr ís-
lenskum bókmenntum (Islandia
Antologio) og munu ýmsar þýðing-
ar hans, einkum úr fornbók-
menntum, birtast þegar þeirrar
bókar verður útkomu auðið. Þýð-
ingar Ólafs bera vott um vand-
virkni og vald hans á alþjóðlegum
stíl á esperanto.
Þó að störf Ólafs að málefnum
esperantos væru flest unnin í þágu
íslensku hreyfingarinnáf starfaði
hann einnig í þágu Alþjóðlega esp-
erantosambandsins. Var fulltrúi
þess hér í allmörg ár og sótti nokk-
ur þing þess í ýmsum löndum.
Hann var ritari undirbúnings-
nefndar 62. Alþjóðlegs þings esp-
erantista sem haldið var í Reykja-
vík 1977.
Ólafur var kennari að mennt,
lauk kennaraprófi 1939. Svo vildi
til að þessi fyrrverandi kennari
minn og ég áttum eftir að verða
bekkjarbræður er við stunduðum'
báðir nám í framhaldsdeild Kenn-
araskóla íslands 1970-1971. Minn-
ist ég góðs samstarfs við Ólaf þá
eins og endranær.
Ólafur átti rheð vissum hætti
heimilishamingju sína esperanto
að þakka. Hann og kona hans,
Gerda Harmina (fædd Leussink)
frá Lochem í Hollandi kynntust
vegna kunnáttu beggja í alþjóð-
amálinu. Börn þeirra tvö, Margrét
Sólveig og Einar ásamt tengda-
börnum og barnabörnunt eru nú
Gerðu til styrktar á erfiðum stund-
um.
íslenskir esperantistar, sem not-
ið hafa samstarfs við heiðurshjón-
in, Gerðu og Ólaf, og gestrisni á
heimili þeirra, bra fram þakkir á
þessari stundu.
Daginn áður en Ólafur lést
fékkst hann við að þýða 36. kaflann
í Njálssögu. Þar er stórt höggvið
eins og víðar í þeirri bók. Nú hefur
stórt skarð verið höggvið í raðir ís-
lenskra esperantista og verður
vandfyllt. En Ólafs S. Magnús-
sonar verður ekki minnst á verðug-
ri hátt en með öflugu starfi hreyf-
ingar okkar.
Gerðu, börnum hennar, tengda-
börnum og barnabörnum vottum
við dýpstu samúð.
Hallgrímur Sæmundsson
form.
íslenska esperantosambandsins.
Áhugafólk um friöar- og afvopnunarmál
Heimsfriðarráðiö
stefna þess og starf
Fundur verður haldinn nk. miðvikudag, 26. október kl. 20:30 í fundarsal Tannlæknafélagsins að
Síðumúla 35.
Á fundinn mæta og ræða starf og stefnu Heimsfriðarráðsins, og starfsemi friðarhreyfinga í
heimalöndum sínum:
Romesh Chandra, forseti Heimsfriðarráðsins.
Gus Newport, varaforseti Heimsfriðarráðsins (frá Bandaríkjunum)
Veronica Sieglin frá Þýska sambandslýðveldinu.
Carl-Oscar Rosschou starfsmaður Heimsfriðarráðsins (frá Danmörku).
Fundurinn er öllum opinn og eru allir áhugamenn um friðar- og afvopnunarmál eru hvattir til að
mæta á fundinn, og kynnast starfsemi og stefnu stærstu og viðamestu friðarsamtaka sem starfa í
heiminum í dag.
Islenska friðarnefndin.
UTBOÐ
Stjóm verkamannabústaða, Stokkseyrí, óskar eftir
tilboðum íbyggingu tveggja íbúða íparhúsi að íragerði
11-13, Stokkseyrí.
Húsið er 698m3að rúmmáli, 198 m2að flatarmáU,
gert úr timbrí á steyptum sökkli.
Útboðsgögn verða afhent á skrífstofu Stokkseyrar-
hrepps og hjá tæknideUd Húsnæðisstofnunar ríkisins
frá fimmtudeginum 27. okt. 1983.
Hér er ekki um endanlegt útboð að ræða, aðeins
veríð að koma útboðsgögnum tU væntanh gra
bjóðenda, svo hægt sé að tUkynna með stuttum
fyrírvara um opnunardag tilboða.
AUar tímasetningar framkvæmdarínnar verða
tilkynntar á sama tíma og tUkynning um opnunardag
tilboðs.
F.h. Stjómar verkamannabústaða,
tæknideUd Húsnæðisstofnunar ríkisins.
cRoHúsnæðisstofnun ríkisins