Þjóðviljinn - 25.10.1983, Blaðsíða 12
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ÞriðjUdagUt -25. október 1983
veröur haldin í Félagsstofnun stúdenta í
Reykjavík laugardaginn 29. og sunnudaginn
30. október.
UMRÆÐUEFNI:
- Starfsskýrsla liöins starfsárs.
- Pólitísk staöa herstöövamálsins.
- Umsvif hers og hermangsafla.
- Hermangsmútur, flugstöövar og radarmál.
- Kjarnorkuvopnalaust svæði á Noröurlöndum.
- íslenskar friöarhreyfingar og möguleikar þeirra.
- Eldflaugamálið og íslensk kjarnorkuvopnastefna.
- Starfs- og fjárhagsáætlun SHA fyrir næsta ár.
- Fræöslu- áróöurs- og útgáfumál.
- Kvöldvaka á laugardagskvöldið.
- Fylgist meö auglýsingum næstu daga.
ALLIR HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGAR VELKOMNIR
RÍKISSPÍTALARNIR
Lausar stöður
LANDSPÍTALINN
YFIRLÆKNIR óskast við krabba-
meinsiækningadeild Landspítalans.
Umsóknir sendist stjórnarnefnd ríkis-
spítalanna fyrir 15. desember n.k. á
sérstökum umsóknareyðublöðum fyrir
lækna.
Nánari upplýsingar veitir forstjóri.
STARFSMAÐUR við heilalínurit
(heilaritari) óskast við taugalífeðlis-
fræðideild nú þegar. Stúdentspróf eða
sambæriieg menntun æskileg. Upp-
lýsingar veitir deildarstjóri heilarits, í
síma 29000 milli kl. 10-12 f.h. næstu
daga.
GEÐDEILDIR RÍKISSPÍTALA
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast
nú þegar eða eftir samkomulagi við
deild XIII að Flókagötu 29.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í
síma 38160.
Reykjavík, 23. október 1983
Auglýsið í Þjóðvil.janum
Samvinnuferðir
— Landsýn
Nýr fram-
i kvæmda
stjóri
Helgi Jóhannsson hefur verið
,ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri
ferðaskrifstofunnar Samvinnu-
ferðir-Landsýn frá 15. október sl.
Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu
frá 1978 og unnið að uppbyggingu
innanlandsdeildar og þjónustu við
erlenda ferðamanna auk þess að
vera sölustjóri erlendra ferða.
Þá hefur Eysteini Helgasyni
framkvæmdastjóra ferðaskrifstof-
unnar veitt heimild til að halda til
nýrra starfa hjá SÍS í Bandaríkjun-
um við markaðs- og sölumál. Mun
.Helgi gegna störfum hans á meðan.
V erðlagsgrundvöllur
búvara:
8 gjalda-
liðir
Miðað við þær hækkanir, sem
orðið höfðu á gjaldaliðum verð-
iagsgrundvallar búvöru frá 1. júní
til 1. sept. sl. þá hefði hann þurft að
hækka um 8,7% við síðustu á-
kvörðun um verð á búvöru.
Rekstrarliði varð því að lækka að
því marki, að afurðaverð til bænda
hækkaði ekki umfram 4%.
Gjaldaliðir verðlagsgrundvallar-
ins eru 8 og það er allsendis óvíst að
sumir blaðamenn - sem eiga þó að
vera „Ijós á vegum“ lesenda þekki
þá alla, hvað þá ýmsir aðrir. Lítum
aðeins á þessa liði, í sambandi við
síðustu verðlagningu.
Kjarnfóður: Það hækkaði að
þessu sinni um 4,4% en hefði
hækkað mun meira ef ekki hefði
komið til frádráttar vegna þeirra 15
millj. kr., sem Bjargráðasjóður
veitti bændum á harðindasvæðun-
um sl. vor. Nú er þessari upphæð
deilt niður á alla bændur og þeir
endurgreiða hana með lækkuðu
búvöruverði.
Tilbúinn áburður: Hann lækk-
aði nú um 8,5% vegna þess, að
ríkisstjórnin ákvað að endurgreiða
sauðfjár-, nautgripa- og kartöflu-
bændum hluta af áburðarverðinu
frá í vor. Nemur endurgreiðslan
4,83% af þeirri upphæð, sem
bændur vörðu til áburðarkaupa í
vor. Alls var í þessu skyni varið
18,3 millj. kr.
Liðurinn vegna viðhalds húsa
hækkaði um 24,8% og kostnaður
vegna reksturs véla um tæp 23%.
Flutningskostnaður hækkaði um
19,6% og liðurinn annar kostnaður
um 16,5%. Liðurinn endurnýjun
véla og húsa lækkaði um 9,7%,
vegna niðurfellingar söluskatts á
varahlutum. Launaliður í grund-
vellinum hækkaði um 4%.
Gangi þetta dæmi upp eiga
bændur að fá sömu kauphækkun
og launþegar en ekkert umfram þá.
Að sjálfsögðu gildir hið sama um
tekjuhlið grundvallarins að afurða-
verð til bænda hækkar um 4% og á
það við um afurðir af nautgripum
og sauðfé. Þessi hækkun kemur þó
ekki á kindakjötið í verðlagsgrund-
vellinum. Það hækkar aðeins um
0,8% til bænda en gærur hækka
hinsvegar um 56,6% og slátur um
11,2%.
Enn er ekki séð hvort verðið á
gærum og innmat skilar sér til
framleiðenda. Geri það ekki þýðir
það lækkun á kaupi sauðfjárbænda
og ná þeir þá ekki þeirri 4% hækk-
un, sem launþegum er ætlað að fá.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Seltjarnarnesi
Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 25. október að
Bergi (Vesturströnd 10) kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundar-
störf. Geir Gunnarsson og Elsa Kristjánsdóttir koma á fundinn. Fé-
lagar fjölmennið. - Stjórnin.
Alþýðubandalagið sunnan heiða
á Snæfellsnesi
Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 26. október kl. 20 að Stað-
astað. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga; 2. Tillaga laganefndar að
félagslögum; 3. Venjuleg aðalfundarstörf; 4. Kosning fulltrúa á lands-
fund AB; 5. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs, - Mætið vel og
stundvíslega, - pönnukökur með kaffinu! - Stjórnin.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Almennur félagsfundur
verður haldinn í Þinghól, miðvikudaginn 26.10. 1983 kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. Málefni kjördæmisráðs
3. Tillögur Laga- og skipulagsnefndar.
Frummælandi: Asmundur Ásmundsson.
Sérstök áhersla er lögð á að fulltrúar ABK í kjördæmisráði mæti.
Stjórnin.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Starfshópur um menntamál
Þriðji fundur starfshóps um menntamál verður fimmtudaginn 27. október kl.
20.30 að Hverfisgötu 105.
Fjölmennið - Hópurinn.
Alþýðubandalagið
Garðabæ
Aðalfundur
Alþýðubandalagið Garðabæ
heldur aðalfund sinri mánudag-
inn 31. október nk. kl. 20.30 í
Flataskóla. Dagskrá: 1. Venjuleg
aðalfundarstörf. 2. Kosning full-
trúa á landsfund. 3. Kosning full-
trúa í kjördæmisráð. 4. Bæjar-
málin. 5. Önnur mál. Geir Gunn-
arsson alþingismaður og Baldur
Óskarsson framkvæmdastjóri
Baldur Goir Gunnarsson
Óskarsson
mæta á fundinum. Nýir félagar
eru velkomnir á fundinn. Kaffi á
boðstólum. - Stjórnin
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Umræðuhópur um sjávarútvegsmái
Næsti fundur í umræðuhóp um sjávarútvegsmál verður þriðjudaginn 1. nóv-
ember kl. 20.30 að Hverfisgötu 105.
Fundarefni: Menntunarmál greinarinnar.
Allir áhugamenn hvattir til að mæta.
- Hópstjóri
Borgarmálaráð ABR
Á næsta fundi borgarmálaráðs ABR 26. október kl. 17.00 verður rætt um
umferðarmál. - Formaður.
ÁRSHÁTÍD
verdlir árshátíd* AlþýdUbandalagsfélags Grundarf jardHr haldin
laugardaginn z9.október í samkomuhúsinu. HátícTin hefst
kl. ir.oo og verda midár á hana seldir hjá eftirtÖldum adílum
til ftfptudagskvÖlds. (Ath. micTar verda ekki seldir vicT innganginn.
HÚsinu vercfur lokacT kl.Zl‘.30.)
Rósant Egilsson Sæbóli 9 s.879l
Ágúst Jónsson Grundargötu 5l
Gudlaug Pétursdóttir Fagurhölstúni 3 s.87o3
Matthildur Gudmundsd. Fagurhölstúni lo s.87i5
Krístjana Arnadöttír Hlicfarvegi 7 s. 884z
Mirfavercf kr . i$o,oo
AÐEINS MEÐ YKKAR STUÐNINGI
tekst skemmtunin vel og viljum vid þvi hvetja félagsmenn
og sturfninCsmenn til arf fjölmenna og taka merf sér gesti.
Nefndín