Þjóðviljinn - 25.10.1983, Qupperneq 16
PWÐV/um
Þriðjudagur 25. október 1983
Aðalsími Þjóðvlljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaösins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
skattur á orku til stóriöju en oft hár
erlendis.
Eins og áður sagði kom fram á
fundinum að hvergi nokkurs staðar
í iðnríkjum heimsins færi svo stór
hluti orkuframleiðslu eins ríkis til
stóriðju eins og á íslandi. I fyrra
kostaði um 18 mills að framleiða
kflóvattstundina af rafmagni, en
Alusuisse greiddi aðeins um 1/3
þess verðs þá. Orkuverð til húshit-
unar almennings kostaði um 30
mills og íslensk iðnfyrirtæki þurftu
að greiða um 65 mills, en þá var
verðjöfnunargjald og söluskattur
innifalinn í verðinu.
Á síðasta ári var 70% af orku-
þörf landsmanna sinnt með inn-
lendri orku og um 30% með inn-
fluttri, þ.e. olíu og kolum. Ef orku-
þörf landsmanna, fyrir utan stór-
iðju, hefði verið mætt með inn-
fluttri olíu, hefði viðbóta-
rkostnaður
vegna þess innflutnings numið um
200 miljónum dollara, en allar
langtímaskuldir landsmanna námu
þá um 1200 miljónum dollara.
- v.
Yfirlýsing vegna kosninga
í sambandsstjórn VMSI
þessarar kosninga, að Bjarnfríður
Leósdótir var felld úr Sambands-
stjórninni.
Bjarnfríður hefur um langt ára-
bil verið einn af traustustu máls-
vörum láglaunafólks innan verka-
lýðshreyfingarinnar og sérstaklega
látið þar til sín taka málefni verka-
kvenna, sem fjölmennastar eru í
þeim hópi.
Verkalýðshreyfingin stendur í
dag frammi fyrir fjandsamlegra
ríkisvaldi og geigvænlegri kjara-
skerðingu en nokkru sinni fyrr í
sögu lýðveldisins.
Við slíkar aðstæður, er það tjón,
sem verkalýðshreyfingin vinnur sér
sjálf innan frá með því að fella sína
skeleggustu baráttumenn úr trún-
aðarstörfum hörmulegra en flest
annað”.
ísland sker sig úr öllum ríkjum heims
„Hörmulegt tjón”
Stó rh reingern ing
Þær voru í sjónvarpinu á laugar-
dagskvöldið að byggja Borgar-
leikhús með Ijúfum söngvum og
dagskrá sem kom landsmönnum í
gott skap. I gaer voru þær með stór-
hreingerningu í búningsherbergj-
unum í Iðnó. í haustrigningunum
hefur margsinnis flætt inn í kjalla-
rann í Iðnó og búningar legið undir
skemmdum. Ekki er heldur laust
við möl í fötum, enda erfitt að halda
hlutunum á þurru þegar allt er á
floti. En þær voru hressar við verk-
ið og gerðu að gamni sínu Iðnóleik-
konurnar Margrét Helga Jó-
hannsdóttir, Soffla Jakobsdóttir,
Valgerður Dan, Lilja Þórisdóttir,
Hanna María Karlsdóttir og Sig-
ríður Hagalín. Að því er Þjóðvilj-
inn skilst eru búningsherbergin í
nýja Borgarleikhúsinu, sem er að
rísa í Kringlubæ, höfð upp á ann-
arri hæð þar sem Iðnóleikarar ætla
að hafa allt sitt á þurru. Ljósm.
-eik.
Dagbjört Sigurðardpttir, Stok-
kseyri, Einar Karlsson, Stykkis-
hólmi, Helgi Bjarnason, Húsavík,
Herdís Olafsdóttir, Akranesi, Jó-
hanna Friðriksdóttir, Vestmanna-
eyjum, Jón Kjartansson,
Vestmannaeyjum, Kolbeinn Frið-
bjarnarson, Sigluflrði, Kristján
Asgcirsson, Húsavík, Sigurður
Örn Hannesson, Höfn, Hornafirði,
og Sigurður Lárusson, Grundar-
firði, hafa sent Þjóðviljanum eftir-
farandi yflrlýsingu:
Vegna þeirra umræðna og blaða-
skrifa, sem orðið hafa útaf kosn-
ingu sambandstjórnar
Verkamannasambands íslands og
þingi þess í Vestmannaeyjum nú
nýverið, viljum við undirrituð
korna eftirfarandi á framfæri:
„Við hörmum þá niðurstöðu
Hæsta stóriðjuMutfallið
Orkuverð til heimilisnota var tæp 100 mills á kílóvatt-
stundina á sl.ári en það var 15-16 sinnum hærra verð en
álverksmiðja Alusuisse greiddi á sama tíma. Alusuisse
kaupir tæpan helming allrar orkuframleiðslu landsins og
munu þess engin dæmi í iðnríkjum heims að svo stór hluti
raforkuframleiðslu eins Iands fari til stóriðju.
Á fréttamannafundi sem Jakob
Björnsson orkumálastjóri boðaði
til í gær kom fram að enda þótt
raforkuverðið til ísal yrði hækkað
stórlega þyrfti það alls ekki að
koma fram í lækkuðu raforkuverði
til almennings. Það væri pólitísk
ákvörðun hvert þær auknu tekjur
rynnu. Jakob Björnsson taldi að
raforkuverðið til ísal væri allt of
lágt enda byggt á gömlum samningi
og fram kom að lágmarksorkuverð
til nýrrar stóriðju í dag þyrfti að
vera um 20 mills. Á fundinum var
lögð fram skýrsla um nýtingu inn-
lendra orkugjafa.
Meðalorkuverð á íslandi á sfð-
asta ári var 33 mills, en á sama tíma
var það um 20 mills í Noregi, 75 í
Bretlandi og 58 mills í Bandaríkj-
unum. Erfitt mun hins vegar að
bera saman orkuverð í mismun-
andi löndum þar sem gjaldskrár
væru mjög mismunandi upp byggð-
ar og hér á landi væri enginn
Umræður á alþingi um skuldir útgerðarinnar
Albert Guðmundsson fjármálaráðherra:
Kjarkmiklir stjórn-
málamenn myndu
strika út skuldirnar
- Kjarkmiklir stjórnmálamenn myndu
strika út skuldir útgerðarinnar með einu
pennastriki og byrja á nýjum grunni, sagði
Albert Guðmundsson í efri deild alþingis í
gær.
Sagði Albert að kominn væri tími til að
lyfta sér uppúr meðalmennskunni og segja
yfirbyggingunni stríð á hendur. Albert not-
aði myndmál í ræðu sinni og sagði að ef
horft væri til sjávar þá væri þar að finna
uppsprettu velsældar okkar ísiendinga. En
ef horft væri til lands, þá væri þar að finna
þá yfirbyggingu sem fitnað hefði og
bólgnað fyrir ágóðann af útgerðinni.
Eiður Guðnason stakk uppá því, að fjár-
málaráðhqrra færi á fundinn hjá jókanum
Mahesh YogiJsem var með auglýstan fund á
Hótel Borg um vanda ríkisstjórna klukkan
hálf sex í gær. Árni Johnsen lýsti sig sam-
mála Albert.
-óg
Halldór afneitar Albert
- Það er aldrei hægt að strika út allar
skuldir útgerðarinnar, sagði Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsmálaráðherra í um-
ræðunum á alþingi í gær. Einhver verður
um síðir að borga þessar skuldir sem væru
að hluta til erlend lán.
Þá sagði Halldór Ásgrímsson, að hins
Albert
Halldór
vegar mætti hugsa sér að velta þessum
skuldum yfir á ríkissjóð - og landsmenn
myndu þannig greiða þær sameiginlega. En
þá þyrfti væntanlega skattaþynging að
koma til. Einhvers staðar yrði að fá fjárm-
agnið.
-óg
Skúli Alexandersson:
Skúli
Fjármagnið frá
milliliðunum
- Það eru mörg ár síðan stjórnmálamaður hefur lýst því
yfir að hægt væri að leysa efnahagsvandamál með einu
pennastriki, sagði Skúli Alexandersson um þau ummæli Al-
berts Guðmundssonar að það ætti að strika út allar skuldir
útgerðarinnar með einu slíku striki.
Skúli gerði ummæli Alberts um „yfirbyggingu“ í sjávarút-
vegi að umræðuefni: Það kann að vera að fiskvinnsla og
útgerð hafi verið látnar borga of stóra yfirbyggingu. En það
er ekki yfirbyggingin í sjávarútvegi. í bankakerfinu eru sagð-
ar vera þrjár stöður fyrir hverja eina í nágrannalöndunum.
Og hve mikil er sóunin í bankabyggingum útum allt land?
Öfugt er farið um útgerðina þarsem færri vinna hliðstæð
störf miðað við nágrannalöndin.
- Og hvað má segja um verslunina hér á landi? Þar eru
einnig alltof mörg störf og gegndarlausar offjárfestingar í
byggingum. Hvers konar þjóðfélag er það sem lætur banka
og verslun græða á sama tíma og undirstöðuatvinnugreinar
einsog sjávarútvegur, landbúnaður og iðnaður væru látnar
tapa. Það er rétt að draga úr yfirbyggingunni sem kerfis-
flokkarnir Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa komið sér
upp - og láta framleiðslugreinarnar njóta góðs af sinni verð-
mætaskapandi framleiðslu, sagði Skúli Alexandersson.
3.2 miljarðar í skuldir
Um síðustu áramót voru erlendar skuldir í sjávarútvcgi
3.2 miljarðar af tæplega tuttugu miljörðum sem Islendingar
skulduðu í erlendum lánum, að því er segir í grcin sem
Kristján Pálsson framkvæmdastjóri í Ólafsvík skrifaði í
Morgunblaðið fyrir skömmu.
í greininni kemur einnig fram að á sama ári voru útflutn-
ingstekjur landsmanna 9.5 miljarðar, en þaraf voru gjald-
eyristekjur af sjávarútvegi 7.3 miljarðar eða 76.8% af
heildartekjunum. - óg.