Þjóðviljinn - 12.11.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVÍLJINN Helgin 12.-13. nóvember 1983
skammtur
Af lífi og dauða
Ég hef lengi veriö þeirrar skoöunar, að menn eigi aö
gjalda varhuga við vísindunum. Sagan hefur sýnt okk-
ur aö engin vísindaleg niðurstaða fær staöist stundinni
lengur. Þaö sem var sannað með vísindalegri aðferð í
gær, verður umsvifalaust afsannað í dag. Nú er meira
að segja búið að afsanna afstæðiskenningu Ein-
steins, eins og hún var nú orðin manni hugleikin.
Þegar ég var krakki var hafragrautur það hollasta
sem hægt var oní sig að láta, og þessvegna var sífellt
verið að troða þessu gumsi í mann, og reynt með
kanel og klókindum að láta mann halda grautnum
niðri. Þegar ég var svo orðinn unglingur og búinn að
stræka á hafragrautinn, voru þær niðurstöður lækna-
vísindannagerðar heyrinkunnar, að hafragrautur væri
það óhollur að nálgaðist rottueitur. Síðan hafa verið
svona áraskipti að því hvort hafragrautur vseri mann-
drápsfæða eða heilsukostur.
Hvernig staða hafragrautsins er í dag hvað hollustu
snertir, veit ég ekki, skiptir mig raunar sáralitlu máli,
því ég mun aldrei í lífinu framar leggja mér hann til
munns, hollan eða óhollan.
Einhver merkasta vísindaniðurstaða aldarinnar er
þó tvímælalaust sú, þegar tókst að sanna um árið, að
akureyringar, sem kæmu undirájólanótt, fengju af því
sykursýki útaf saltpétrinum í jólahangiketinu.
Þetta varð til þess að saltpéturinn var fjarlægður úr
jólahangiketi akureyringa og sérapéturinn af staðn-
um. Og til vonar og vara steinhættu svo akureyringar
að „gera hitt“ eftir matinn á aðfangadagskvöld, eins
og það hafði nú verið vinsælt.
Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til
laga um tóbaksvarnir og fylgir frumvarpinu vísindaleg
niðurstaða, sem að vísu kollvarpar fyrri kenningum
um líf og dauða.
Um þetta mál fjallar Morgunblaðið s.l. fimmtudag
undir fyrirsögn, sem lítur þannig út:
. VÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983
Frumvarp um tóbaksyamin
iDánarlíkur reykingafólks
.verulega meiri en annarra'
Síðan tíundar Morgunblaðið, hvað þingmenn, með
vísindin að leiðarljósi höfðu um málið að segja:
„Steingrímur Sigfússon, taldi frumvarpið horfa til
réttrar áttar, en Matthías Bjarnason heilbrigðismála-
ráðherra taldi bann við reykingum í leigubifreiðum
hafa gefist vel“.
Til að gera sér grein fyrir því, hvert heljarstökk vís-
indin hafa tekið með þessum niðurstöðum um „dán-
arlíkur reykingafólks", verður að fara nærri tvöhundr-
uð ár aftur í tímann.
Það var árið 1793, að við Kölnarháskóla var gerð
fyrsta tilraunin, sem vitað er um, varðandi óhollustu
tóbaksreykinga. Teknir voru 240 karlar á miðjum aldri.
Helmingur þeirra (120) reyktu að staðaldri, en hinn
helmingurinn reykti ekki.
Fyrstu árin virtist tilraunin ekki gefa neina marktæka
vísbendingu um hollustu reykinga eða óhollustu. Svo
sáralítil var „tíðni dauðsfalla". En eftir því sem árin og
áratugirnir liðu, jókst upplýsingastreymið til muna, og
þegar fram liðu stundir, varð það Ijóst að hægt væri að
draga ályktanir og jafnvel leggja fram gögn, sem ótví-
rætt bentu til þess að óyggjandi niðurstaða væri feng-
in.
Aldamótaárið 1900 - 170 árum eftir að tilraunin
hófst - voru svo endanlegar niðurstöður birtar í hinu
kunna vísindatímariti: „Allgemeine Wissenschaft".
Þeir 120, sem höfðu reykt, voru allir látnir. En það
sem vakti þó enn meiri athygli, var að hinn hópurinn,
þeir 120, sem ekki höfðu reykt, voru líka dánir.
Þetta gaf ótvíræða vísbendingu um, að eitt sinn
skuli hver deyja.
En nú virðast vísindin, semsagt hafa kollvarpað
oeirri kenningu, með því að leggja það til grundvallar,
jegar frumvarp um tóbaksvarnir er lagt fram á Alþingi
slendinga að „dánarlíkur reykingafólks séu meiri en
annarra".
Já, kannske lifir maður dauðann af, ef maður hættir
að fá sér vindil eftir matinn.
skráargatiö
Fyrir
nokkrum árum var leikmaður hjá
hinu fræga knattspyrnuliði Li-
verpooi í Englandi, sem heitir Fa-
irclough. Hann er frægur marka-
skorari, en samt sem áður fékk
hann nær aldrei að vera í byrjun-
arliðinu, hann var ævinlega vara-
maður, en alltaf settur inná og
skoraði þá jafnan mark eða
mörk. Þess voru mörg dæmi að
hann ynni leiki fyrir liðið. Samt
var hann alltaf varamaður og
kölluðu fréttamenn hann „Super
Sub.“ eða frábæri varamaðurinn.
Gárungar hafa nú, eftir lands-
fund íhaldsins, snúið þessari
nafngift uppá Friðrik Sófusson
varaformann flokksins og kalla
hann nú „Super Sub.“.
S
I
gær afhentu forystumennfélags
eðlisfræðinga á íslandi Steingrími
Hermannssyni forsætisráðherra
undirskriftarlista 12 þúsund eðl-
isfræðinga víðsvegar úr heimin-
um, með áskorun til forystu-
manna þjóða heims að stöðva
vígbúnaðarkapphlaupið. Það
vakti athygli viðstaddra að
Steingrímur spurði ekki um
heimilisföngin.
Það
hefur vakið nokkra athygli hve
jólabækurnar eru seint á ferðinni
í ár. Bókaflóðið er rétt að byrja
um þessar mundir en hefur verið
mun fyrr á ferðinni oft áður.
Skýringin er sú, segja sannfróðir,
að bókaútgefendur eru í vand-
ræðum með að verðleggja bæk-
urnar og eru alltaf að bíða eftir að
hinir gefi sig upp. Þeir séu komnir
með fjölmargar bækur á lager.
Búist er við að markaðurinn
verði erfiður í ár vegna efna-
hagsþrenginga fólks og vill eng-
inn vera með dýrari bækur en
annar.
Mikil
grein var um Þorstein Pálsson for-
mann Sjálfstæðisflokksins í síð-
asta Helgarpósti undir heitinu
Nærmynd. Þetta er eins konar út-
tekt á þessari nýju stjörnu íhald-
sins. Eitt vantaði þó í æviferil
hans í þessari nærmynd. Þegar
hann var aðeins tvítugur að aldri
gerðist hann einn af helstu kosn-
ingastjórum Kristjáns Eldjárns í
forsetakosningum 1968 og mun
andúð hans á Gunnari Thorodd-
sen hafa ráðið þar nokkru um.
Það var því fljótt séð hvert krók-
urinn beygðist innan Sjálfstæðis-
flokksins.
Réttað
var í svokölluð Spegilsmáli sl.
fimmtudag og verður líklega
dæmt í málinu innan fárra daga.
Allt þetta mál er mjög dularfullt
og virðist svo sem ákærurnar séu
yfirvarp fyrir eitthvað allt annað
sem að baki liggur. Þórður
Björnsson ríkissaksóknari hefur
leikið aðalleikinn í þessu máli og
gaf út alls kyns yfirlýsingar eftir
að Spegillinn var gerður upp-
tækur og gaf þá m.a. út ástæður
sem ekki var svo kært út af þegar
til kom. Þess vegna kemur það
spánskt fyrir sjónir í réttarhöld-
unum var það ekki hann sjálfur
sem sótti málið heldur sendir
hann undirtyllu til þeirra verka.
Það hefi einhvern tíma ekki þótt
mjög stórmannlegt.
S
I
gær birtist á baksíðu Moggans
frétt um björgun TF-Ránar af
hafsbotni. Fyrirsögnin var svona:
„Utanríkisráðuneytið leitar til
flotans". Já, til flotans, hugsuðu
menn með sér er þeir lásu þetta.
Hvaða floti skyldi það nú vera?
Fiskiskipaflotinn eða floti Land-
helgisgæslunnar? Hvaða flota
eigum við annan? Þegar rýnt var
ofan í fréttina kom svo í ljós að átt
var við bandaríska flotann. Það
er sem sagt Flotinn í augum
Moggans. Flotinn okkar. Var
nokkur að tala um ameríska ís-
lendinga?
s
A
sömu baksíðu Moggans var sagt
frá afnámi samningsréttar-
bannsins. Fyrirsögnin á þeirri
grein sem var neðst á síðunni og
ekki mjög áberandi var: „Þreng-
ing samningsréttar verði felld
út“. Þrenging samningsréttar
heitir það á Moggamáli. Dálítið
sérkennilegt mál.
Björgun TF-Ránar af hafsbotni:
Utanríkisráðiineyt-
ið leitar til flotans
_ I I.'„„ n. 1/AmlA nX lnrn^^l
_______ |r _Eram ..hefur komið, að „sva
Afar ------
^Samkomulag innan ríkisstjórnar um að breyta bráðabirgðalögum:
Þrenging samnings-
éttar verði felld út
gsætisráðherra kunngerði á Al-
ríkisstjórnin hefði
Verðbólgan
nytjafisks okkar, þorsksins.
Brýna nauðsyn ber til að
viðræðum ríkisstjón
vinnumarka