Þjóðviljinn - 12.11.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 12.11.1983, Side 4
4-SÍÐA — ÞJÓÐVIL'JINN -Helgin 12.-13. nóvemBer 1983 Ast hins afbrýðisama er systir hatursins. Moliére Útsýn austur yfir Tjörnina í Reykjavík einhvern tíma upp úr aldamótum. Gamli bærinn fyrir miðri mynd mun vera Hólakot. Brúðuleikhúsiö er smám saman að festa rætur í íslensku menningarlífi og um næstu helgi verður frumsýnt á Kjar- valsstöðum nýtt íslenskt brúðuleikhús- verk eftir Messíönu Tómasdóttur sem nefnist Bláa stúlkan en tónlist við það hefur Karólína Eiríksdóttir samið. Við gengum áfund Messíönu vesturá Brekkustíg þar sem hún var í önnum að undirbúa sýninguna og spurðum hana um tildrög þessa verks. - Ég sótti fyrir tveimur árum alþjóðlegt brúðuleikhúsnámskeið í Charleville í Frakklandi og þar fékk ég hugmyndina að sögunni um bláu stúlkuna og vann þá aðal- brúðuna sem að vísu hefur breyst töluvert síðan. §íðan hef ég verið að íhuga þessa sögu. Reykjavíkurborg veitti mér svo starfslaun í hálft ár á þessu ári og það gerði mér kleift að fullvinna sýninguna til flutn- ings sem ella hefði verið mér ókleift. Leik- brúðulistin hefur ekki enn fengið fulla við- urkenningu sem listgrein hér á landi og ég lít því á þessi starfslaun mín sem viðurkenn- ingu fyrir hana. - Hvað táknar bláa stúlkan? í sýningunni eru tvær stúlkur: brúna stúlkan og bláa stúlkan og sú síðarnefnda er eins konar spegilmynd eða draumur þeirrar fyrrnefndu. Verkið fjallar um frelsisþrá og ást, drauma, togstreitu og innri veruleika. Það er án orða því að þannig finnst mér að brúðuleikhús eigi að vera. Brúðurnar tjá tilfinningar sínar með hreyfingum en tala ekki. Fyrir mér eru brúðurnar ekki tak- mark í sjáifu sér heldur tæki til að koma einhverju á framfæri. Þær geta snert eitthvað viðkvæmt í fólki líkt og ballett, tónlist eða ljóð. Stærð brúðunnar er líka mikilvæg því að það er eins og hún fái meira líf því minni sem hún er og viðkvæmari. - Nú fékkstu hugmyndina í Frakklandi. Nafnið á verkinu minnir ósjálfrátt á Picasso og bláa tímabilið í málaralistinni. Er ein- hver skyldleiki þarna á milli? - Ekki segi ég það. Mér fannst allt svo- lítið grænt og grátt þarna í N-Frakklandi og það getur vel verið að ég hafi saknað bláa litsins frá íslandi, hafs og himins. íslenskir listamenn eru óskaplega háðir hinum tæru- litum hér heima t.d. hinum bláa lit hafsins. Sjálf reyni ég t.d. að komast niður að sjó á hverjum einasta degi. - Blátt og brúnt. Er það himinn og jörð? - Já, þettá er dæmisaga um manneskju en sögð abstrakt eins og ballett og sam- þjappað eins og ljóð. - Hvernig varð tónlistin við verkið til? - Ég hafði alltaf ætlað mér að koma þessu verki upp og það áður en ég fékk starfslaunin og var því búin að tala við Karólínu áður en þau komu til. Fyrst urðu söguþráðurinn og persónurnar til, síðan tónlistin og þá var komið að því að endur- semjá verkið við tónlistina. Það var rosa- lega skemmtileg og mikil vinna. Þetta er eins og að semja ballett, allt þarf að passa saman. - Og hvernig er tónlistin flutt? - Hún er flutt af þeim Guðnýju Guð- mundsdóttur, Snorra Sigfús Birgissyni og Óskari Ingólfssyni. - Af segulbandi eða lifandi? - Hún er flutt lifandi á hverri sýningu. - En stjórnar þú ein brúðunum? - Nei, við erum þrjú. Ég, Anna Einars- dóttir leikkona og Pétur Knútsson, maður- inn minn, sem er með ljós og grípur í brúð- urnar. Þess skal svo getið að Árni Ibsen er Þorsteinn Erlingsson. „Þegar vetrar þokan r» gra Þorsteinn Erlingsson verður ávallt talinn með höfuðskáldum okkar og hver kannast ekki við kvæði hans: Þeg- ar vetrar þokan grá. Þegar vetrar þokan grá þig vill fjötra inni: svífðu burt og sestu hjá sumargleði þinni. Þar var löngum lokið skjótt lífsins öllum mœðum. Manstu, hvað þœr flýðu fljótt fyrir hennar kvœðum? Taktu öruggt hennar hönd, hún mun aftur finna þau hin sælu sólskinslönd sumardrauma þinna. Þar sem loftsins létti son leið með skœrum hljómi, þar sem yndi, vor og von vögguðu hverju blómi. Fljúgðm helst á hennar fund, hvenær s*m þú getur, við það hiunu stund og stund styttast nótt og vetur. En ef iétt er lundin þín, loftið bjart og næði: sestu þar sem sólin skín, syngdu lítið kvæði. Það er líkt og ylur í ómi sumra braga; mér hefur hlýnað mest á því marga kalda daga. Messíana með bláu stúlkuna: Verkið fjallar um frelsisþrá og ást, drauma, togstreitu og innri veruleika. Ljósm.: Magnús. Bláa stúlkan Viðtal viö Messíönu Tómasdóttur um nýtt leikbrúöuverk sem frumsýnt veröur um næstu helgi listrænn ráðunautur og Ágúst Pétursson er ljósahönnuður. - Hvers konar brúður eru í sýningunni? - Þær eru sambland af búnraku, sem byggir á japanskri hefð, og stangarbrúðum. - Eruð þið sýnileg? - Við erum í búningum sem hvorki fela okkur né sýna okkur. Við erum eins konar loftandar og það eru bara augun sem eru skýrð og dregin fram. Við höfum grisju fyrir andlitunum og búningarnir eru eins og leiktjöldin. Brúðustjórnandinn er nokkurs konar skapandi sögunnar. - Af hverjum hefurðu helst lært? - Ég hef lært mest af listamönnum en ekki kennurum þ.e.a.s. þeim kennurum sem líta á nemendur sem listamenn í mótun og virða sérkenni þeirra og draga frekar fram það sem í þeim býr en að troða í þá frá sjálfum sér. Svona kennara hafði ég á Lista- akademíunni í Árósum, Turi Astrup, og þannig kennari er Hörður Ágústsson og ekki síst Magnús Pálsson. Innan brúðu- leikhússins hef ég lært mest af Michael Meschke. Hann er einn af stjórnendum Marionettuleikhússins í Stokkhólmi, hefur verið með gestaleiki hér heima og nám- skeið og kenndi einnig í Charleville. - Ætlarðu að stofna þitt eigið brúðu- leikhús? - Ef þetta gengur vel langar mig að fara meira út í brúðuleikhús. Við ætlum að fara með þetta verk á brúðuleikhúshátíð í Vasa í Finnlandi í sumar og ennfremur til N- Svíþjóðar og Lapplands. Ég er með ýmis plön í gangi. Það er t.d. í bígerð að semji verk með dansahöfundi og einnig hef ég verið að reyna að koma ljóðaprógrammi á framfæri. - Að lokum, Messíana. Er Bláa stúlkan fyrir börn eða fullorðna? - Það er samið gagngert fyrir fullorðna. Bæði leikurinn og tónlistin krefjast mikillar einbeitingar af áhorfendum þannig að hætt er við að börn undir 12 ára aldri geti ekki notið verksins. Bláa stúlkan tekur 30 mínútur í flutningi og verður sýnd 8 sinnum yfir tvær helgar á Kjarvalsstöðum og a.m.k. eina helgi í Gerðubergi. - GFr.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.