Þjóðviljinn - 12.11.1983, Síða 8

Þjóðviljinn - 12.11.1983, Síða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNf Helgin 12:-13. nóvember 1983 fréttaskýrina lagsins þó allir séu sameinaðir í andstöðu við ójöfnuð og andfé- lagslega stefnu borgaraflokk- anna. Innan Alþýðubandalagsins eru margir harðsvíraðir andstæð- ingar hvers konar stóriðju og margir sem vilja stóriðu undir ís- lensku forræði. í álitsgerð starfs- hóps um efnahags- og kjaramál á vegum Alþýðubandalagsins í Reykjavík er að finna nýstárlega nálgun, þar sem meira er lagt upp úr því að skýrgreina vandamálin heldur en berja í brestina. í álits- gerð þessari er t.d. bent á að rán- yrkja í sjávarútvegi og landbún- aði sé afleiðing óréttláts og úrelts efnahagskerfis og beri að skoða í samhengi við verðbólgu og of- fjárfestingar. Bent er á dýrkeypt mistök í virkjanaframkvæmdum og orku- sölusamningum við stóriðjufyrir- tæki. Nær helming skulda þjóðar- búsins megi rekja til orkufram- kvæmda og stóriðjufyrirtæki fái raforku á spott prís meðan al- Óskar þannig sem hápunktur í starfi sem löngu er hafið og á eftir að halda áfram. En áreiðanlega munu hin blæbrigðaríku sjón- armið takast á í afgreiðslu þess- ara málaflokka á landsfundinum. Ný stjórn kosin Sú alþýðlega breiðfylking sem hittist á fimmtudaginn fær einnig það hlutverk að velja nýja stjórn. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins mun gefa kost á sér áfram og engar aðrar hug- myndir hafa heyrst um formann í Alþýðubandalaginu að þessu sinni. Svavar hefur nú verið for- maður í 5 ár én kjörgengi í slík embætti í Alþýðubandalaginu erí þrjú kjörtímabil. Alþýðleg breiðfylking heldur landsfund sinn Hin alþýðlega breiðfylking heldur landsfund sinn um næstu helgi. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins mun flytja setningarræðu í Austurbæjarbíói síðla fimmtudags. Fleira verður þar til hátíðarbrigða. Að öðru leyti mun landsfundurinn haldinn á Hótel Loftleiðum. Strax á fimmtudagskvöld hefj- ast þar almennar stjórnmálaum- ræður og verður þeim fram hald- ið á föstudagsmorgun. Síðan hefjast nefndarstörf. Á laugar- dag verður fjallað um laga og skipulagsbreytingar og nefndará- Iit. Á sunnudaginn verða svo kosningar um embætti og af- greiðsla nefndaálita. Landsfund- inum verður slitið kl. 18.00 á sunnudag. Alþýðubandalagsfélagar hafa undirbúið þennan landsfund um langan tíma. Laga og skipulags- nefnd var kosin á síðasta flokks- ráðsfundi og hefur starfað ötul- lega síðan. Hugmyndir og til- lögur nefndarinnar hafa á ýmsum stigum verið ræddar og reifaðar af Alþýðubandalagsfélögum út um allt land. Haldnar hafa verið ráðstefnur um þessar hugmyndir, miðstjórnarfundir og félagsfund- ir. Tillögurnar sem lagðar verða fyrir landsfundinn fela í sér mörg nýmæli. Einar Karl Haraldsson formaður nefndarinnar sagði í samtali við fréttaskýranda, að helstu nýmælin væru þau að gert væri ráð fyrir að hvort kyn (þ.e. karlkyn og kvenkyn) hefðu a.m.k. 40% fulltrúa í ráðum og nefndum í og á vegum flokksins. Þetta væri jafnræðisreglan. Hins vegar væri gert ráð fyrir að flokk- urinn opnaðist og leiðum til inngöngu og tengsla einstaklinga og hópa við flokkinn fjölgaði. „Alþýðubandalagið er breiðfylk- ing - og skiplagið á að vera viður- kenning þess í praxis”, sagði Ein- ar Karl, sem einnig hefur brenn- andi áhuga á Njálu. Bæði Einar Karl og aðrir við- mælendur Þjóðviljans í Alþýðu- bandalaginu viðurkenndu að ekki ríkti einhugur um þessar rót- tæku skipulagsbreytingar. „Það eru margir hræddir við breyting- ar”, sagði Einar Karl, „en miklu fleiri sem vilja þær”. Það er því nokkur spenna ríkjandi vegna skipulagsmálanna. Andstæðing- ar skipulagsbreytinganna skipt- ast í tvö horn, þá sem telja þær ganga alltof skammt - og þá sem telja að engra breytinga sé þörf. Ólíkar áherslur í efnahagsmálum og atvinnu- málum eru einnig mismunandi áherslur innan Alþýðubanda- Landsfundur Alþýðubandalagsins verður settur fímmtudaginn í Austurbæjarbiói. (Ljósmynd -eik). kl. 19.00 á menningur og innlendur atvinnu- rekstur greiði raforkuverð sem er með því hæsta sem þekkist. Þá er fjallað um eftirlitslítil einokunar- fyrirtæki í einka og opinbera geir- anum. Nóg um það, á landsfund- inum verða áreiðanlega nokkur átök um ályktun í efnahags- og kjaramálum. Margir málefnahópar hafa ver- ið starfandi á vegum ABR til undirbúnings landsfundi og enn aðrir hópar á vegum fram- kvæmdastjórnar og miðstjórnar. Tessir hópar hafa flestir unnið upp drög að ályktunum sem lögð verða fyrir landsfundinn - og full unnar þar í nefndum og til lokaaf- greiðslu. Landsfundurinn kemur En í kringum aðra hluta stjórn- arinnar kraumar nú og bullar eins og alþjóð veit. Kjartan Ólafsson varaformaður, Guðrún Ilelga- dóttir ritari og Tryggvi Þór Aðal- steinsson gjaldkeri hafa öll lýst því yfir, að þau muni ekki gefa kost á sér til þessara embætta á landsfundinum. Eins og kunnugt er hafa konur í Alþýðbandalaginu á að skipa. öflugri sveit í pólitíkinni. Á und- anförnum árum hafa þær tekið æ virkari þátt í stjórnmálabarátt- unni innan flokks og utan. Þær hafa t.d. lagt mikið af mörkum í friðarbaráttu kvenna sem mikið líf hefur færst í síðustu misseri. Þá hafa konur í AB í undanförnum Guðmundsson skrifar kosningum haldið uppi kosninga- starfinu að miklu leyti. Á síðasta flokksráðsfundi voru konur kosnar í meirihluta miðstjórnar bandalagsins. „Hvert vígi karl- rembunnar fellur af öðru”, sagði ein í kvennahópnum, með stríðn- isglampa í augum þegar undirrit- aður leitaði fregna af undirbún- ingi kvenna fyrir landsfundinn. Fyrir landsfundinn hafa konur lagt mikla vinnu í ályktanagerð og tillögur, utan þess að velja frambjóðanda úr sínum röðum. Úr röðum verkalýðsforystunn- ar berast einnig fregnir af því að hugur sé á frambjóðanda til vara- formennsku úr þeirra hópi. „Við höfum marga góða kandidata”, sagði stjórnarmaður í verkalýðs- félagi við fréttaskýranda. Ef svo fer, sem margir halda, að landsfundarfulltrúar eigi að standa frammi fyrir vali á milli félaga úr verkalýðsforystu annars vegar og félaga úr kvennahópi hins vegar, verður ekki annað sagt en hið fræga „miskunnar- leysi” komi til sögunnar. Hvernig eiga menn að velja á milli fulltrúa kvenna og fulltrúa verkalýðs? f sósíaliskum flokki er það tæpast hægt, því allir telja jafnréttisbaráttu kvenna jafn mikilvæga og samofna baráttu verkalýðshreyfingar. Ýmissa nafna er getið úr þess- um hópum. Úr forysturöðum verkalýðshreyfingarinnar heyr- ast nöfn Grétars Þorsteins- sonar og Helga Guðmundssonar, úr röðum kvenna nöfn Vilborgar Harðardóttur, Gerðar Óskars- dóttur, Guðrúnar Hallgrímsdótt- ur, Álfheiðar Ingadóttur og fleiri eru nefndar til sögu. Allt þetta fólk nýtur trausts og álits innan Alþýðubandalagsins fyrir sjónar- mið í verkalýðs- og jafnréttismál- um - og afmarkast hvorki af kyni né afstöðu til verkalýðsbaráttu. Mér sýnist val á milli þessara tveggja sjónarmiða vera fjar- stæðukennt, nánast ekki hægt. í slíku bandalagi eins og Al- þýðubandalaginu eru líka öll störf trúnaðarstörf eins og vera ber í jafnréttisflokki. Og það verður einnig kosið til fleiri emb- jetta en varaformennskunnar. Nú er það einnig svo að skipu- lagsbreytingar geta orðið á stjórn Alþýðubandalagsins og þá t.d. þannig að varaformenn yrðu fleiri en einn - og hver þeirra hefði yfir afmörkuðum mála- flokkum að ráða. Fleiri slíkar hugmyndir um breytingar hafa heyst nefndar. En alít þetta með- al spennandi verkefna hinna al- þýðlegu breiðfylkingar sem sam- an kemur í nafni þjóðfrelsis, jafnréttis og verkalýðshreyfingar á fimmtudaginn kemur. -óg r i tst jór nargr ci n Hamúeikur við Tripoliborg Það var haft eftir einum af for- ystumönnum Palestínuaraba á dögunum, að með stuðningi sín- um við uppreisnaröfl innan PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, og herförinni gegn flóttamanna- búðunum við Tripoli í Líbanon væri Assad, Sýriandsforseti að reka smiðshöggið á innrás þeirra Begins og Sharons í Líbanon í fyrra - en höfuðtilgangur þeirrar innrásar var að flæma sveitir Pal- estínumanna frá Líbanon. Þessi í ummæli segja margt um þann beiska harmleik sem Palestínu- mönnum er att út í, einnig af þeim arabísku ríkjum sem hafa haft hæst um stuðning við mál- stað þeirra. Margar flóknar ástæður liggja til þess, að erkifjendurnir ísrael og Sýrland hafa í reynd sameinast um að reyna að hrekja Jassir Arafat frá áhrifum og éyðileggja PLO sem öflug sameiningar- samtök Palestínuaraba. Það er vitað, að ísraelar hafa talið Arafat sér hættulegri en þá sem öfgamenn eru kallaðir innan PLO. Ástæðan er sú, að þegar Arafat og hans menn taka þá stefnu að berjast fyrir palestínsku smáríki á hernumdu svæðunum, þá er sú stefna líklegri til að hljóta stuðning á alþjóðlegum vettvangi en krafa uppreisnarmanna innan PLO um „frelsun allrar Palest- ínu“. Sú krafa mundi kosta PLO mikið í alþjóðlegum meðbyr pól- itískum ef ofan á yrði innan PLO, vegna þess að ef hún á að verða að veruleika kostar það margfalt blóðugri stríð á Austurlöndum nær en hingað til hafa verið háð. Og ísraelar hafa heldur ekkert á móti því, að leifarnar af herstyrk PLO verði álitnar handbendi Sýrlendinga. Það hefur Assad Sýrlandsfor- seti ekki heldur. Fyrri atburðir í Líbanon og víðar sýna það greini- lega, að fyrst og síðast hefur hann hugann við að gera Sýrland að stórveldi í Arabaheiminum. Hann sendi á sínum tíma sýr- lenskar hersveitir inn í Líbanon, ekki til þess að styðjá við bakið á Palestínumönnum, heldur fyrst til að rétta hlut kristinna maron- íta, sem þá áttu í vök að verjast fyrir PLO og vinstriöflum líbön- skum. Það er því ekkert nýtt að Arni sýrlenskum byssum sé beint að mönnum Arafats. En það er nýtt, að Assad hefur tekist að kljúfa lið PLO í Líbanon - og því falla nú Palestínumenn einnig fyrir kúl- um Palestínumanna. Valdatafl þetta og hernaðar- brölt, þar sem við sögu koma fs- rael og Bandaríkin, Sýrland, Lí- býa, fran og mörg ríki önnur - er svívirðilegra en orð fái lýst - vegna þess að þegar allt kemur til alls verður niðurstaðan ætíð sú sama: hinir landlausu Palestínu- menn eru ofsóttir og hraktir land úr landi og vinir þeirra í gær hafa svikið þá í dag. Sá er helstur von- arneisti í stöðunni nú, að Jassir Bergmann skrifar Arafat nýtur, að því er best er vitað, sem fyrr stuðnings flestra Palestínumanna á hernumdu svæðunum og í „herleiðingunni" (örlög Palestínumanna minna óneitanlega á sumar aldir í sögu frænda þeirra gyðinga). En þetta fólk er dreift um mörg lönd, og á hernumdu svæðunum er það frelsi svipt. Það er sjálfsögð skylda að láta uppi samúð með hinni hrjáðu og ofsóttu palestínsku þjóð á þess- um myrku dögum. „Samúð heimsins“ er að sönnu ekki mikils virði, eins og dæmin sanna. En við getum þó leyft okkur að vona, að Palestínumönnum takist að af- stýra þeirri tilraun sem nú er gerð til þess að tvístra samtökum þeirra. _ÁB

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.