Þjóðviljinn - 12.11.1983, Síða 9
Helgin 12.-13. nóvember 1983 ÞJOÐVILjINN - SÍÐA 9
Ási i Bœ:
Sjálfskaparvíti
„Hvað sagði ég ekki, þið mynduð
fordjarfa miðin og útrýma fisk-
inum“.
Korríró, Iðunn, Rvík 1974
Það er þessi eilífa spurning:
hvort á að hlæja eða gráta?
Dökka skýrslan var sossum lík
því sem við mátti búast; það eru
viðbrögðin sem koma á óvart.
Maður skal kyngja því með
súrmjólkinni að ráðamenn þjóðar-
innar hafi ekki minnstu hugmynd
um hvað hefur verið að gerast á
miðum manna. Hverskonar gátt-
læti er á þessum mönnum, hefði
verið spurt hér áður.
Forsætisráðherra: Æ, þessir
fiskifræðingar, hvað vita þeir, þið
munið nú delluna í þeim hérna um
árið, ætli ég viti ekki betur en fyrr-
verandi sjávarútvegsráðherra. Það
er nú líkast til.
Matthías fægir gleraugun og
tyggur varir: Svona helvítis vit-
leysa, þetta er ekki hægt, hvað
meina mennirnir, ég er líka fyrr-
verandi sjóarmálaráherra og hef
nú hingað til vitað mínu viti, 200
þúsund tonn, nei það skal sko
aldrei verða svo víst sem ég er kom-
inn af vestfirskum hákarladrápur-
um í ættir fram.
Hvort á að hlæja eða gráta?
Og enn úr vestfjarðakjördæmi:
Það er bara þegar við höfum farið
yfir 400 þús. tonn þá fer stofninn
niðrávið, já, það sýnir 60 ára saga.
Veiddum þetta 1913..33..53..
osfrv. Alveg sama hvort við vorum
með fáa gufutogara með hárnet í
rassgatinu plús nokkra súðbyrta
mótorbáta 1913 eða fimmfaldan
flota ’33 og tvítugfaldan ’73 með
tilheyrandi græjum. Þetta er for-
láta vestfirska hjá hönum langa
Manga. Hvar haldið þið herrar
mínir (og frúr) að nútíma skutari
hefði verið lengi að fylla sig eigum
við að segja á Selvogsbanka í apríl
1932? þegar fiskignóttin var þvílík
að sama var hvaða veiðarfæri fór í
sjó. Hef oft sagt söguna af föður-
bróður mínum sem þurfti að af-
skeina eitt bjóð með kasúldinni
beitu og fékk á það 300 þorska
væna.
Og þá er það náttúran hér
norðurfrá, grálynd og grettin með
kuldann í sjónum. Jónas st.Guð-
mundsson alfræðingur vitnar til
annála: svona var nú aflaleysið þá
og þá. En sá góði skríbent gleymir
því að þá áttu landsmenn kænur
einar sem ekki varð sótt á nema
rétt útfyrir landsteina með öngul á
spotta og hann beran.; Ég er
smeykur um maður fengi ekki
marga fiska á það veiðarfæri nú þó
svo hann væri nógur undir og svo
gat hann verið ögn dýpra. Annálar
geta sagt frá aflaleysi en þeir segja
ekkert um fiskimagnið í sjónum.
Það eina sem ég veit með vissu um
áhrif sjávarkulda á fisk eru rann-
sóknir á Grænlandi, en úr fornum
skarnhaugum inúíta verður lesið
að þar komu löng tímabil að ekki
Ási í Bæ.
fékkst þorskur, beinaleifarnar
segja frá því, og fer saman við
kuldaskeið mæld í jökli landsins.
Það má vel vera að hér við land hafi
einnig komið ördeyðutímar, en
það er löng leið frá Síðugrunni
norður á Stórlúðufláka. Jú, jú, það
er fjasað um þessi mál fram og aft-
ur svo sem vænta má hjá gáfuðustu
þjóð á vesturhveli, en eitt má ekki
nefna og það er sú gegndarlausa
ofveiði sem við höfum stundað og á
okkar ljúfu túngu heitir rányrkja,
morð. Og aftökusveitin á heima í
Sambandi Far og Fiskimanna: at-
hæfi þeirra við ýsuna hérna um árið
verður ekki með orðum lýst, þeir
gengu frá síldinni, hefðu gjöreytt
loðnunni hefðu þeir fengið að ráða
og eru nú á síðasta snúning í þorsk-
inum. (Auðvitað er þeim vorkunn
strákunum, þeir sækja á þann
græna til að ná í afla sem er nú
einusinni lifibrauð þjóðarinnar og
ekki vantar dugnaðinn, sorgin sú
að ekki skuli vera nóg af þessu
drasli til viðhalds veiðigleðinni) og
samþykkja því að sjálfsögðu að
passlegt sé að veiða 300 þús. tonn
hvað sem hver segir, líka til að
gleðja þá Steina og Matta. En
kannski hefði verið óhætt að bíða
með að rétta upp þessar sigghend-
ur þar til útséð verður hvort þeir
hafa séns á þessum 200 þús. tonn-
um.
Þegar útlendu skipin voru horfin
af miðunum og við búnir að vinna
þorskastríðið með tilburðum sem
vísuðu til fornsagna, þá hélt maður
nú að sigrinum yrði fylgt eftir af
yfirvegun og framsýni þar sem allt
lá í okkar eigin höndum. En þá
fyrst byrjaði ballið fyrir alvöru. Og
náttúrlega að forsjálum ráðum
peningapostulanna í Seðlabankan-
um og annarra hagspekinga, það
glampaði á gullið í hafdjúpunum,
skuttogarinn varð tákn mestu
hugsanlegrar karlmennsku, annað-
hvort skip ellegar kransæðastífla,
sjúkdómurinn komst á það skraut-
lega stig að mínum ræfli var harð-
neitað um smáaura fyrir trilluhorni
sama dag og ausið var tugmiljónum
í einhvern útvalinn fósa. Bara stórt
bara fínt. Það greip urn sig æði,
engu líkara en æðsta takmark út-
vegsins væri að útrýma öllu lífi úr
fítá
HEILSUGÆSLUSTÖÐ
í ÓLAFSVÍK
INNANHÚSSFRÁGANGUR
Tilboð óskast í innanhússfrágang Heilsugæslustöðv-
ar í Ólafsvík.
Húsið er ein hæð, um 740 m2. Byggingin er fokheld.
Verkinu skal að fullu lokið 1. nóv. 1984.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn
5.000.- kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikud. 30.
1983, kl. 11.00
nov.
Innkaupastofnun rikisins
Borgartuni 7, Rvik.
sjónum og það sem fyrst, hvorki
horft né spurt. En það kom á dag-
inn að nútímatækni verður ekki
beitt á náttúruna án þess það dragi
dilk á eftir sér. Með skutaratækni
gætum við hæglega drepið allan
okkar lax á svo sem þrem dögum,
en hann er verndaður svo pottþétt-
um lögum að hver sem þau brýtur
er nánast réttdræpur snólfur, hafa
sem sé verið margir sportidjótar á
því háa Alþingi, en þorskurinn átt
sér formælendur fáa.
Það eru tvö stríðstímabil sem
bjargað hafa þorskinum okkar
fram að þessu, hagstæð náttúru-
skilyrði kunna þar líka að spila
inní, en það er engin tilviljun að
stofninn nær hámarki 16-17 árum
eftir að friðun hefst, nefnilega
1930-33 og 1955-57, en friðun nefni
ég það þegar útlendu skipin eru
néydd til að halda til síns heima og
koma ekki í gagnið að ráði fyrr en
tíu árum síðar, okkar floti svo
smátækur að litlu skipti enda fisk-
urinn fljótur að taka við sér. Ég
gæti nefnt hundruð dæma því ég
var með í báðum toppunum ’33 og
’57, en læt mér nægja að fullyrða án
þess að hiksta ef síðara tímabilið
hefði ekki átt sér stað væri þorskur
fyrir löngu uppurinn á íslandsmið-
um. Janframt skal þess getið sem
fáir virðast hafa lagt á minnið að
meðan allt var á fullu voru útlendu
skipin 200-250, alls ekki fleiri að
jafnaði við landið. Nú erum við
einir komnir með flota sem
jafngildir 500 síðutogurum svo
ekki er að undra þó menn gapandi
spyrji: hvað hefurorðið af þorskin-
um?
r>f f, ‘ 3
9
„Fáir virðast hafa lagt á minnið að meðan allt var á fullu, voru útlendu
skipin 200-250, alls ekki fleiri að jafnaði við landið. Nú erum við einir
komnir með flota sem jafngildir 500 síðutogurum“.
Forði mér guðinn Re(agan) frá
því að gefa mig út sem vitring á efri
árum, en ég hef verið í návígi við
þann gula frá því ég fæddist og síð-
ustu vorin rennt færi á Heimaslóð
mér til líkams-heilsubótar, augu
mín hafa ekki komist hjá að sjá
hvað gerst hefur á bestu miðum í
heimi. Það er of sárt að sinni að
rekja orsakirnar, sjálfskaparvítin
verst, en það segi ég með sanni að
það hrafl sem þar hefur synt inná
breiðurnar undanfarin ár er aðeins
lítið brot af því sem var þegar best
lét. Þetta þurfti ekki að fara svona
og er nú best að hætta þessu rausi,
þykist vita af langri reynslu að hafi
lítið uppá sig, græðgin söm við sig
og þorskinum verði eytt til síðasta
seiðis, vona þó að þeir sæki þá ekki
inn í Fiskasafn Eyjanna, að þar í
búrunum hans Figga mættum við
enn um stund minnast þess hvernig
þessi eftirsótta skepna leit út með-
an hún stýrði sporði við Flúðir Svið
og Dranga.
Ási í Bæ.
P.s. Hugmyndalega séð er hægt að
snúa dæminu við, en það er dýrt,
dýrara þó að gera það ekki.
Hvað á að borða
í hádeginu?
Því er auðsvarað þegar matborðið er annars vegar:
Maturinn er pantaður með einu símtali fyrir kl.
10.00 og þegar búið er að sækja hann kl. 12.00
breytist vinnustaðurinn í fyrsta flokks
veitingastað:
* Fjölbreyttur vikumatseðill
*Tví- og þríréttaðar máltíðir
* Sérstakir hitabakkar halda matnum heitum og
Ijúffengum
*Frábær lausn fyrir einstaklinga og starfshópa
Matborðið útbýr einnig veislumat
fyrir ferminguna, giftingarveisluna, árshátíðina,
stórafmælið o.s.frv.
Skipholti 25 Pantanir í síma 21771