Þjóðviljinn - 12.11.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.-13. nóvember 1983
bókmenntir
Og snarpur vindsveipur
sleit þá upp frá rótum
Zaharia Stancu:
Meðan eldarnir brenna.
Kristín R. Thorlacius þýddi.
Iðunn. 344 bls.
Þýðingarsjóður er farinn að
hafa áhrif góðu heilli - en hann á
að auðvelda merkum bók-
menntum erlendum leiðir að ís-
lenskum lesendum. Nú kemur út
hjá Iðunni mikil skáldsaga eftir
rúmenska sagnameistarann Za-
haria Stancu, en áður höfðu Ber-
fætlingar hans verið þýddir á ís-
lensku.
Astir og
sígaunar
Um Stancu er stundum talað
sem arftaka Rússans Maxíms
Gorkís. Og víst er að „berfætl-
ingar“ voru Gorkí hugstæðir,
sem og sígaunar - en frá þeim
segir í „Meðan eldarnir brenna".
Gorkí hafði sérstakan áhuga á
fólki utan þjóðfélagsins - hvort
þeir voru sígaunar, flakkarar,
drykkjurútar, sértrúarmenn eða
undirheimafólk - vegna þess að
honum fannst það stærra í ást og
hatri, hugrekki og lífsþorsta en
venjulegir smáborgarar, mesj-
ane. í lýsingum á þessu fólki fann
meistarinn rússneski meira svig-
rúm fyrir þá rómantísku sýn á
manninn sem lengi einkenndi
verk hans.
Fyrst í stað gæti Stancu sýnst á
svipuðum slóðum og Gorkí í æsk-
uverkum hans. Við erum stödd í
vagnbúðum sígauna, mitt í lífs-
háttum sem lítið breyttust um
aldir. En á þeirri andrá hefur ást-
in truflað agann í ættarsamfélagi
þessa undarlega flökkufólks.
„Ástin á alla sök“ segir Lísandra
hin fagra, sem er gift Gósju en
elskar Ariston. Hann getur ekki
lifað án hennar, Gósjú ekki held-
ur og Lísandra mun vissulega
deyja án Aristons og er engin
lausn á því máli nema grípa til
beittra hnífa. Þeir kviðmágarnir
berjast af grimmd með svipum,
en við þeim ástamálum, sem eru
einna sterkust þeirra rauðu þráða
sem halda sögunni saman, fást
engin svör fyrr en löngu síðar - og
þá er heimur sígaunanna orðinn
allur annar en í upphafi.
Upphaf sögunnar gæti semsagt
fengið lesandann til að halda að
hér sé á ferð „fólklórísk" skáld-
saga úr skrautlegu þjóðasafni
Balkanskagans. Svonefndar
„frumstæðar ástríður ráða ferð-
inni“, ástin er sú skapanorn sem
rekur æstan lesara áfram yfir
fróðleik um veröld sem var. Og
Meðan eldarnir brenna hefur
reyndar ýmis einkenni slíkrar
sögu. Ástin er á sínum stað sem
fyrr segir, þrjóskari en and-
skotinn og án sálfræðilegra
Árni
Bergmann
skrifar
eins og gyðingum. En taki menn
eftir því, að höfundur forðast að
vísa til ákveðinna þjóða í lýsingu
sinni. Ekki aðeins vegna þess að
hann láti stríðið koma fram frá
sjónarhóli sígaunanna sjálfra,
sem skilja ekki forsendur þess og
vona í lengstu lög að þetta sé ekki
þeirra stríð frekar en öll hin.
Sagan er ekki barasta um síg-
Stríðið kemur okkur ekkert við... Já en stríðið á erindi við ykkur...
undanbragða: Lísandra segir
aldrei minna en hug sinn allan,
svo dæmi sé nefnt - ef þú drepur
Ariston, Gosjú, þá drep ég mig!
Og sígaunasiðir eru á sínum stað,
höfðingjavaldið, dansandi birnir,
spákonur, regngaldur og svo sú
sérstæða heimsmynd sem lýst er
með þessum orðum:
„Sígaunarnir báðu ekki til guðs,
því að þeir trúðu ekki á neinn
guð. Hver hafði þá f árdaga
skapað heiminn og allt sem í
heiminum var? Enginn. Síg-
aunarnir trúðu því, eins og for-
feður þeirra höfðu gert frá
ómunatíð, að jörðin hefði orðið
til af sjálfri sér. Sígaunarnir og
allir aðrir menn höfðu þá sprottið
upp úr jörðinni eins og grasið og
trén. Síðan hafði komið snarpur
vindsveipur, ef til vill frá enda
veraldar,og slitið þáupp meðrót-
um. Upp frá því höfðu þeir orðið
að flakka um heiminn, ganga,
ganga...“ (bls. 126).
Ein þjóð
og margar
En þar með er ekki hálf sagan
sögð. Höfundur hefur sterka til-
burði til alhæfinga í þessari sögu.
Sagan gerist í ónefndu landi -
þótt svo ýmislegt bendi til Rúm-
eníu, sem hefur verið mesta síg-
aunaland Evrópu. Sögutíminn er
einhverskonar eilífð. Að vísu er
styrjöld í löndum, sem hrekur
síg'auna frá þeirra flökkuslóðum
og út í auðn og óbyggð þar sem
bersýnilega er til þess ætlaðst að
þeir farist úr sulti og kulda. Og
herbúnaðurinn vísar til seinni
heimsstyrjaldar, sem og sú stað-
reynd, að sígaunar voru þjóð,
sem nasistar reyndu að útrýma
auna, heldur um svo margar
þjóðir aðrar, sem hafa verið fyrir
eins og það heitir, fyrir umsvif-
um, framfarabrölti og ágirnd
öflugri aðila eða hafa orðið þægi-
legir blórabögglar kaldrifjuðum
leiðtogum. Þessi saga er um leið
saga annarra þjóða og hópa sem
voru upprættir, hraktir út á eyði-
merkur til að deyja - í Tyrklandi,
í Suður-Afríku, í Rússlandi eða
þá í Norður-Amríku - lesandinn
getur fundið furðu margar hlið-
stæður í þessarí sígaunasögu við
indjánasögur í „Heygðu mitt
hjarta við Undað hné“. En ekki
síst segir sagan frá því, hvernig
hörmungar stríðs og neyðar leysir
upp þá samheldni sem þjóðin
hefur lifað í, brýtur niður skipu-
lag og siði - góða sem vonda (síg-
aunarnir eru raunar ekki fegraðir
í þessari lýsingu). Hér er Zaharia
Stancu í einhverjum skyldleika
við nýbakað nóbelsskáld, Wil-
liam Golding.
Allir
gegna öllum
Þessi þáttur sögunnar er mjög
áhrifamikill: lýsingin á því hvern-
ig hrakningar sígaunanna yfir
eyðilegar og saltar steppur og
veturseta þeirra í hellum neyðir
þá til að hverfa langt aftur fyrir
þau lög og það siðerni, sem þeir
höfðu talið gilt. Þeir verða að éta
Iffgjafa sína hestana og slátra
bjarndýrum sínum heittelsk-
uðum og það er eiginlega verra
en að þeir verði manns bani.
Hjúskaparmál eru í upplausn,
fýsnin logar með örvæntingu
þeirra sem geta búist við dauða
sínum á hverri stundu. í hungur-
uppþoti út af rýrum tutlum af
bjarndýri verður svartigaldur
neýðarinnar rammastur: allir
gegn öllum! Höfðinginn Him-
basja gengur út og deyr inn í
vetrarnóttina, kannski síðastur
manna til að halda virðingu sinni.
Þegar vorar er enn drjúgur hluti
ættbálksins á lífi, en hann verður
aldrei samur og hann var og eng-
inn veit nær stríði lýkur.
Vissa galla „kollektíf" skáld-
sögu, sögu sem greinir frá hópi,
heild, hefur þessi bók. Til að
mynda þann, að sérkenni hverrar
persónu verða í daufara lagi, þær
hverfa að miklu leyti inn í sögu-
flauminn. En sá flaumur er sann-
arlega þungur og heillandi, rök-
vís í sínu miskunnarleysi, sem
kemur fram m.a. í mögnuðu
forboðakerfi. Eins og þegar síð-
asta hátíð sígaunanna, brúðkaup
höfðingjasonarins og ungrar
stúlku í síðustu borginni sem
þeim er leyft að þekkja, snýst í
óhugnað sem veldur því að hjón-
in ungu fengu aldrei notist: rás
lífsins hefur verið stöðvuð. Það er
fengur góður í slíkri bók og þýð-
ingu Kristínar Thorlacius, sem
ber ekki þýðingarkeim, sækir í sig
þrótt úr ýmsum áttum og málfar-
ið allt minnir rækilega á að ekki
er sagt frá hvunndagstíðindum
stofuvolgrar samtíðar okkar.
-ÁB.
Úr annálum flugsins
Jóhannes R. Snorrason flugstjóri:
Skrifað í skýin, II.
Snæljós sf. 1983.
Þetta er annað bindi minninga
Jóhannesar R. Snorrasonar flug-
stjóra. Þar hefur sögu, að íslend-
ingar eru að eignast fyrstu flug-
vélar sínar til langferða skömmu
eftir stríðslok. Um það segir höf-
undur m.a. „Við höfðum á undan
flestum öðrum þjóðum í Evrópu
eignast glæsilegar millilandavélar
sem báru hróður lands og þjóðar
vítt og breitt um heiminn og voru
stolt okkar litla samfélags hvar
sem við fórum“.
Þessi setning segir sitt um tím-
ann: í þá daga voru íslendingar
allir sem einn á línu O-flokksins:
þeir voru hlynntir flugi! Flug-
menn voru hetjur dagsins, svipað
því sem verið höfðu bílstjórar
nokkru fyrr og flugfreyjur bestu
kvenkostir sem til voru. Bók Jó-
hannesar er og mótuð af þessum
fljúgandi ungmennafélagsanda:
þar skiptir jákvæð tækniþróun
mestu sem og afrek ýmisleg í
vondum veðrum eða við sjúkra-
flug, eða könnun nýrra slóða - t.d
í Grænlandsflugi. En styrjaldir
milli flugfélaga, fjármálaævintýri
ýmisleg og fleira þessháttar eru
alls ekki á dagskrá.
Þetta er í stórum dráttum ann-
áll fyrir flugfólk, eins og mynda-
kosturinn reyndar staðfestir.
Utanflugsmaður hefur mesta
ánægju af þeim uppákomum sem
tengjast uppivöðslusömum far-
þega eins og Jussa söngvara Björ-
ling, eða þá asna og sæljóni, sem
verða að byggja eitt rými með
farþegum á flugi eða þá undar-
legu flakki farangurs sem misfar-
ist hefur. Hefði mátt vera meira
af svo góðu í bókinni. Frásögnin
er læsileg og á skynsamlegu máli,
en full átakalítil. Jóhannes R.
Snorrason er af minningabók
sinni að dæma maður kurteis og
hlédrægur - en það sem er góður
kostur í umgengni manna í milli
er svo nokkur galli á bókarhöf-
undi, því miður.
-ÁB
Jóhannes R. Snorrason.