Þjóðviljinn - 12.11.1983, Síða 15

Þjóðviljinn - 12.11.1983, Síða 15
ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 15 14 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Við Öldugötu í Reykjavík er gamalt skólahús úr timbri, sem í 85 ár hefur gegnt því hlutverki að hlúa að æsku þessa lands og hýsir nú Vesturbæj- arskólann þarsem börnin íVestur- bænum eiga sér athvarf til þroska og menntunar. Vesturbæjarskólinn var byggður árið 1898 og var í fyrstu stýrimannaskóli, síðan unglinga- skóli, en þar hef ur nú verið starf- ræktur barnaskóli í réttan aldar- fjórðung. Það vekur athygli þegar við komum inn í þetta gamla skóla- hús, hvað kennslustof urnar eru hei m- ilislegar og að þar eru athafnasöm börn við einhverja iðju í hverju horni þótt minna fari fyrir hinum hefð- bundnu einkennum gömlu skólastofunnar, þar sem borð og bekkireru í röðum, kennaraborð upp á palli, taf la og reyrprik. Kristín G. Andrésdóttir skólastjóri í Vesturbæjarskóla segir frá nýjungum í skólastarfi og hugmyndum sínum um skóla sem villkomatilmótsviðnemendur og taka mið af reynslu þeirra í skólastarfinu. Að takast á við umhverfi sitt í Vesturbæjarskólanum ræður ríkjum Kristín G. Andrésdóttir skólastjóri, sem er viðmælandi okkar þessa vikuna, og við ætl- um að fræðast af henni um kennslustarfið og nýjungar í skólastarfi sem teknar hafa verið upp í Vesturbæjarskólanum, þar sem Kristín er nú að hefja sitt fjórða skólaár sem skólastjóri. Það sem fyrst vekur athygli okkar við komuna hingað í skólann, Kristín, er heim- ilislegt andrúmsloft í skólastofunum, þar sem hefðbundin uppröðun borða og stóla er ekki lengur fyrir hendi. Að hvaða leyti hefur þetta gamla mynstur breyst og að hverju miða þær breytingar? Jú, í mörgum skólum eru kennarar farnir að sveigja þetta gamla umh verfismynstur til innan sinnar stofu, og nokkrir skólar hafa tekið upp markvissar breytingar á kennslu- háttum. Ég veit þegar um 4-5 skóla sem það hafa gert. Ef við göngum út frá umhverfinu, þá felast þessar breytingar fyrst og fremst í því að skapa frjórra umhverfi sem jafn- framt er vistlegt og hlýlegt. Það er stokkað upp í stofunni og borðum er raðað upp á annan veg en áður. Síðan er grundvallar- breytingin fólgin í því að námsgreinabundin stundaskrá í venjulegum skilningi er felld niður, en þess í stað kemur sveigjanleg stundaskrá, sem nemendur geta haft áhrif á, misjafnlega mikið þó eftir skólum. Sumir skólar hafa ákveðna valtíma nemenda, en aðrir skólar byggja meira á því að nemend- ur velji sér viðfangsefni daglega í samræmi við námsframboð og þá í samráði við kenn- ara sinn. Viðfangsefnin taka líka breyting- um, og það gefur auga leið, að þegar nem- endum er gefið valfrelsi eru mörg mismun- andiverkefni í gangi í einu innan kennslu- stofunnar. Eru þær skólabyggingar sem við höfum reist á undanförnum áratugum í samræmi við þær kröfur, sem nútíma kennsluþættir gera? Þeir skólar sem byggðir hafa verið síðasta áratug eru hannaðir í samræmi við nútíma kennsluhætti. En hvað varðar breytingar á kennsluháttum þá snýst spurningin ekki eingöngu um skólabyggingu heldur fyrst og fremst um vilja og skilning stjórnenda skólanna og síðast en ekki síst kennaranna. Hverju breytir þetta nýja kennslufyrir- komulag fyrir nemandann? Þetta nýja kennslufyrirkomulag gerir nemandanum kleift að velja sér viðfangs- efni innan þess ramma sem skólinn býður uppá. Þetta þýðir í raun að hluti af ábyrgð skólastarfsins færist yfir á nemandann. Við ætlumst til þess að nemendur skipuleggi starf sitt sjálfir í samráði við kennarann og jafnframt felur starfið það í sér að það hvet- ur nemendur til að leita sér þekkingar á eigin spýtur bæði innan skólans sem utan. Það er því hluti af starfinu að nemendur temji sér sjálfstæð vinnubrögð. Þannig er nemendum gefið tækifæri til þess að axla ábyrgð. Mikilvægur þáttur í skólastarfinu felst í því að nemendur finni að þeim er treyst til að vinna verkin jafnframt því að gerðar eru kröfur til þess að þeir standi við sína áætlun eða val sitt. Hafa nemendur á grunnskólastigi þroska til þess að axla slíka ábyrgð? Já, ég tel það vera.Þaðverður hinsvegar að taka mið af þroska hvers og eins. Við gerum meiri kröfur til einstaklingsins eftir því sem hann eldist og eflist að þroska. Hvernig hafið þið framkvæmt breytingar á kennsluháttum í Vesturbæjarskólanum? Til að færast ekki of mikið í fang ákváð- um við að byrja breytingar hjá yngstu nemendum og fylgja þeim síðan eftir o; jafnframt bæta við nýjum árgangi ár hvert. dag starfa nemendur frá forskóla til 11 ára í þessu fyrirkomulagi. Hefur stærð skólans ekki gert breyting- una auðveldari? Jú, ef einungis er litið á nemendafjöldann er stærð skólans hin ákjósanlegasta eða 280 nemendur. Hins vegar er húsnæðið mjög óhentugt, alltof lítið miðað við fjölda nem- enda, litlar stofur og þröngir gangar og stig- ar, sem leiðir til þess að erfitt er að byggja upp samstarf á milli kennslustofa. Þar að auki gerir það breytingarstarfið þyngra í vöfum að skólinn er starfræktur á fjórum stöðum, þar sem sérgreinakennsla fer fram í nærliggjandi skólum. Þar fyrir utan er eng- in vinnuaðstaða fyrir kennara og annað starfslið skólans. Að hversu miklu leyti skipuleggja nem- endur skólans sitt eigið nám? Fyrst og fremst er það samstarfshópur kennara sem skipuleggur þau viðfangsefni, sem nemendum stendur til boða hverju sinni. En nemandinn getur síðan ráðið t.d. þegar hann gerir vikuáætlun um starfið, hvert þessara viðfangsefna hann vill vinna við hverju sinni. Hins vegar eru sett ákveð- in tímamörk við sum viðfangsefnin t.d. verkefni í samfélagsfræði og nemendur verða að hafá lokið þeim fyrir ákveðinn tíma. Á öðrum sviðum t.d. í stærðfræði og lestri fá nemendur að halda sínum hraða og kennari gerir áætlun með hverjum nem- anda, allt eftir getu og þroska hvers og eins. Hvernig er venjulegur dagur í ykkar skóla? Nemendur byrja daginn á því að safnast saman með umsjónarkennara sínum, gjarnan á einhverjum þægilegum stað (stof- unni. Starfið er skipulagt þannig að það eru tveir til þrír kennarar sem starfa saman í jafnmörgum kennslustofum og nemendur þeirra blandast saman í starfi. Þetta geta verið bekkjardeildir á sama eða mismun- andi aldri. í upphafi dagsins gera nemend- urnir áætlun um hvað þeir ætli að gera þann daginn. Þegar því er lokið dreifast nemend- ur á vinnusvæðin. Hvert vinnusvæði er mið- að við ákveðin viðfangsefni. Ræður því val nemandans á viðfangsefni á hvaða vinnu- Viðhorf til skólans tengjast lífsviðhorf- umfólksogeðli- legast væri að menn fengju að velja sér skóla eftirlífs- skoðun... Skólastarfið erf eðli sínu þróunarstarfog ég tel að íslenski grunnskólinn hafi ekki sinnt því nægi- lega vel... Breytingará skóla- kerfinu eiga ekki að koma ofanfrá... Kennarastarfið er vanmetið á íslandi í dag... Breyttirkennslu- hættirskapa jákvæð- ari viðhorf nemand- anstilnámsins... svæði hann lendir. Kennarar skiptast á að bera ábyrgð á vinnusvæðum gjarnan hálfan mánuð í senn. Þannig verður kennslustofan að eins konar verkstæði þar sem hver nem- andi starfar að sínu viðfangsefni og kennar- inn virkar þá sem verkstjóri og leiðbeinandi. Eru þá ekki hefðbundnar frímínútur á 40 mínútna fresti? Nei, við erum með lengri vinnulotur, sem eru gjarnan tvær kennslustundir. Hvernig fylgist þið með því hvort námið skilar árangri hjá nemendum? Þó svo að allir kennarar séu jafnábyrgir fyrir námi nemenda á vinnusvæðum ber umsjónarkennari samt endanlega ábyrgð á nemendum síris umsjónarhóps, það er að segj a, hann sér um eftirlit og er sá sem skilar mati á nemandanum. Þá er árangur starfs- ins metinn sí og æ á samstarfsfundum kenn- ara, þar sem spurt er spurninga eins og þeirra, hvort gerðar séu nægilegar kröfur, eða hvort nemendur skili því sem þeir gætu skilað. Slíkt mat er gjarnan unnið í sam- vinnu við nemandann líka, þar sem hann er spurður hvort hann hafi lagt sig fram eins og hann mögulega geti. Við höfum einnig for- eldradaga tvisvar á skólaárinu og höfum við haft þann háttinn á þeim, að nemendur mæta með foreldrum til viðtals við kenn- ara, þar sem tekin er fyrir staða nemandans í skólanum, bæði hvað varðar vinnulag og árangur. Hvaða þættir eru metnir í starfí nemand- ans? Allir þeir þættir sem við leggjum áherslu á í skólastarfinu, svo sem áhugi, framfarir, frumkvæði, sköpunargleði, samvinnuhæfni o.s.frv. Við gefum ekki einkunn í tölum eða bókstöfum, heldur er gefin umsögn í sam- felldu máli. Hefur þú ekki orðið vör við að foreldrar taki þessum kennsluháttum með tor- tryggni? Jú, í einstaka tilfellum, en það er í raun- inni ósköp eðlilegt því þetta eru kennslu- hættir sem foreldrar þekkja ekki af eigin raun. Einn liður í því að koma á nýjum kennsluháttum er fólginn í því að fræða foreldra um skólastarfið. Það gerum við með kynningarfundum á hverju hausti, fyrir utan foreldradagana. Það er reynsla okkar að eftir því sem foreldrar fylgjast betur með skólastarfinu og sjá þá mögu- leika sem þessir starfshættir bjóða upp á, þeim mun betri verður árangur nemend- anna. En viðhorf fólks til skólans tengjast jafnframt viðhorfum fólks til lífsins og til mannlegra samskipta almennt, þannig að mér fyndist í rauninni eðlilegast að fólk fengi að velja sér skóla eftir sínum lífsvið- horfum. Eru það þá breytt lífsviðhorf sem knýja á um breytta skólahætti? Já, fólk er farið að átta sig á að skólinn sem var fullægir ekki þörfum nemenda og þörfum samfélagsins. Þetta tengist vissu- lega spurningunni um það, hvernig við vilj- um lifa lífinu almennt. Ég segi fyrir mitt leyti að það sem hefur rekið mig út í þessar breytingar er fyrst og fremst ósk um já- kvæðan og mannúðlegan skóla. Ég vil að nemendur fái að læra að nýta sér umhverfi, sitt á hverjum tíma. Ég tel æskilegt að nemendur séu sífellt að takast á við 'sitt nánasta umhverfi, þannig að þeir læri að tengja viðfangsefnin í skólanum við það sem þau eru að gera utan skólans og öfugt. Æskilegast væri að við gætum tengt starfið í skólanum við hugðarefni nemendanna heima og öfugt, þannig að skólastarfið verður almennur og virkur þáttur í daglegu lífi barnsins. Frá mfnum bæjardyrum séð eru það þessi viðhorf mín til námsins sem knýja á um breytta kennsluhætti öðru frem- ur. Ert þú þeirrar skoðunar að íslenski grunnskólinn sé að einhverju leyti staðnað- ur? Ég er þeirrar skoðunar að skólastarf sé í eðli sínu og eigi að vera þróunarstarf. Ég tel að skólinn hafi ekki sinnt þessu þróunar- starfi nægilega vel. Fyrir því eru áreiðan- lega margar ástæður. Ein þeirra tel ég vera staða kennarans í þjóðfélaginu í dag. Kenn- arar voru hér áður fyrr sæmilega metnir og stóðu nokkuð hátt í virðingarstiganum í þjóðfélaginu, en nú eru kennarar orðnir láglaunahópur en jafnframt hafa kröfur til kennara breyst og aukist gífurlega. En það er ekki nóg að krefjast betri kjara, við verð- um líka að sýna framá að í skólanum sé unnið með faglegum hætti. Til að svo megi verða verða stjórnvöld að búa þannig að menntastofnunum kennara að þær geti sinnt hlutverki sínu. Eiga skólayfírvöld að taka virkara frum- kvæði að breyttum kennsluháttum með miðstýrðum aðgerðum? Þarna er úr vöndu að ráða. Ég tel ekki að breytingar eigi að koma að ofan frá með miðstýringu. Forsenda breytinga er að kennarar séu tilbúnir að takast á við breytta kennsluhætti. Við getum ekki sagt kennur- um að verða skapandi og sveigjanlegir. Ég tel hins vegar að leiðin til breytinga liggi í gegnum skólastjórann. Hann er lykilper- sóna í öllu breytingastarfi. Ef gerðar eru auknar kröfur til kennarans þá er það skóla- stjórans að hliðra þannig til að breytingarn- ar séu framkvæmanlegar. Skólastjórarnir geta einnig hjálpað til með skipulagsað- gerðum, t.d. hvað varðar niðurröðun bekkjardeilda í skólahúsnæðið, þannig að ytri skipulagsform verki hvetjandi á sam- starf kennara. Tclur þú að þcssir breyttu kennsluhættir hafí á einhvern hátt mótandi áhrif á lífsvið- horf nemandans síðar meir? Já, ég vona fyrst og fremst að þessir breyttu kennsluhættir skapi jákvæðari við- horf til náms hjá nemendunum. Þá leggjum við einnig mikla áherslu á félagsleg sam- skipti nemendanna og að nemendur á mis- munandi aldri fái að starfa saman í námi og ieik. Þegar upp koma ágreiningsmál á milli nemenda er það fastur liður að þau mál séu rædd með kennara og að leitað sé úrbóta. Það eitt tel ég að geti fylgt nemandanum út í lífið, að hafa lært að takast á við persónuleg ágreiningsmál. Er það þakklátt starf að vera kennari í dag? Nei, það tel ég ekki vera. Kennarastarfið er ekki það mikils metið að hægt sé að tala um það sem þakklátt starf. Ert þú persónulega ánægð með þann ár- angur, sem þið hafið náð í Vesturbæjar- skólanum? Já, ég er ánægð með þann árangur sem við höfum náð hingað til, en ég vonast til að við eigum eftir að þróa starfið enn frekar í framtíðinni. ólg. Texti: Ólafur Gíslason Myndir: Einar Karlsson . Hvarermeiri breidd í vöruvali? á mk /MIKLIG4RDUR MARKAÐUR VIÐSUND

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.