Þjóðviljinn - 12.11.1983, Qupperneq 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.-13. nóvember 1983
leíkhús
Góð sýning
°g
skemmtileg
Ég fór að sjá Gúmmí Tarzan um
daginn. Ég bjóst við öðru en ég sá,
vegna þess að stundum eru barna-
leikrit gerð svo apaleg (að vísu var
fullt af öpum í þessu leikriti, en það
er annað mál). Til dæmis var notuð
hressileg tónlist allt Ieikritið frá
upphafi til enda:
Mér fannst allir leika mjög vel,
en þeir sem ég hugsa mest um eftir
á voru ívar Olason (Gúmmí-Tarz-
an), nornin, sem var skemmtilega
brjáluð mótorhjólaskvísa, vesal-
ingurinn hann Tarzan konungur
apanna, sem var algjör kroppur, og
pabbinn sem var meiriháttar leið-
indapúki (ekki vildi ég eiga svona
pabba!).
ívar Ólason var klaufi að nota
óskina sem nornin gaf honum eins
og hann gerði. (Hann vildi fá allar
sínar óskir upþfylltar en það var
bara hægt í einn dag). Ég myndi
nota hana í að verða bestur í fót-
bolta í öllum heinum.
Þetta var sem sagt góð sýning.
Atli Jarl Maríuson, 10 ára.
Leikritið Gúmmí-Tarzan var
mjög gerfilegt, eða af því að hlut-
irnir voru ekki notaðir, t.d. bækur
og svo framvegis.
En leikritið var mjög skemmti-
legt, fínt leikið og svoleiðis.
Laufey Ólafsdóttir, 9 ára.
HVADA
HÚSIÐAD
HEITA?
HAPPDRÆTTl
SAÁ1983
daegurmál (sígiid?)
Góðir gestir
væntanlegir
Það er skammt stórra högga í
milli í tónleikahaldi hér á landi. Á
næstunni munu tveir góðir gestir
sækja okkur heim. Fyrst mun
hljómsveitin Psychic TV halda tón-
leika hér en síðan mun Linton
Kwesi Johnson koma til landsins
með hljómsveit sína. Tónleikar
PTV verða í Menntaskólanum í
Hamrahlíð 23. þessa mánaðar en
hljómleikar LKJ verða fyrst í des-
ember. PTV hefur ýmsar skemmti-
legar hugmyndir fram að færa en
ekki gefst rúm um þessa helgi til að
fjalla um þær en bætt verður úr því
um næstu helgi. Þess í stað er ætl-
unin að fjalla um nýjustu plötu
hljómsveitarinnar „Dreams Less
Sweat”.
PST er fimm manna hljómsveit
og aðal menn hennar eru Genesis
P-Orridge og Sleazy Christopher-
son. Þeir kumpánar eru jafnframt :
hugmyndafræðingar hópsins og
ráða miklu um þá tónlist sem
hljómsveitin leikur. Tónlist PTV er
allsérstök, einkanlega sökum
óvenjulegrar hljóðfæraskipanar og
hvert þau leita sér fyrirmynda. Ef
byrjað er á síðara atriðinu þá sækir
PTV hugmyndir sínar m.a. í kirkju-
tónlist og austurlenska tónlist.
En ekki er öll tónlist hljómsveitar-
innar þessu marki brennd því á
plötunni má heyra hugljúf lög sem
eru samboðin hvaða hljómsveit
sem er. Pælingar PTV eru elcki nýj-
ar af nálinni. Ýmsar hljómsveitir
sjöunda áratugarins voru með svip-
aðar tilraunir. Þó deila megi um
frumlegheitin, þá eru fáar hljóm-
sveitir í dag í svipuðum pælingum
og PTV. Annað einkenni PTV er
leikur þeirra að hljóðum. Þannig
má heyra urr í hundi samhliða
hljóðum sem minna einna helst á
skothríð. Oft og tíðum verka sum
lög plötunnar á mig eins og sam-
safn af hljómum frekar en lag í
venjulegum skilningi þess orðs.
Genesis P-Orridge og Sieazy
Christopherson, mennirnir á bak
við PTV.
Bygging laganna felst þá í því að
raða hljóðum/tónum saman.
Hljóðfæraskipan PTV er að því
leyti frábrugðin „standard” hljóm-
sveitum að lítið fer fyrir hinum
hefðbundnu hljóðfærum - gítar,
bassa og trommum. Þess mun
meira ber á allskyns bjöllum og
blásturshlj óðfærum.
Tónlist PTV er nokkuð sérstök
en deila má um hversu áheyrileg og
skemmtileg hún er. Það er gaman
og skemmtilegt að hlusta á hana í
nokkurn tíma og heyra hvað þau
eru að gera. En hræddur er ég um
að ég myndi ekki endast í marga
mánuði við að hlusta á PTV og aðr-
ar ámóta hljómsveitir. Sum lögin á
plötunni eru þrælgóð en önnur eru
mér ekki eins að skapi.
Sándið á plötunni er sérstakt,
svo nefnt „Helophonic” sánd. Ekki
kann ég að skýra skilmerkilega frá
þeirri hugmynd er að baki liggur.
Þetta byggist upp á fullkomnum
rafeindabúnaði og eru engir
hljóðnemar, að sögn, notaðir við
upptökuna. Með þessu tæki fæst
betra sánd og tónarnir eiga að
koma úr hverju horni stofunnar
ekki aðeins úr hátölurunum tveim.
Víst er að þessi aðferð er góð og
skilar vel þeirri tónlist sem PTV
flytur. En eins og annað í þessum
sándmálum þá fer það að miklu
leyti eftir gæði græjanna. Gæði
upptökunnar ráða ekki öllu þar
um.
Að lokum langar mig að minnast
á það að PTV er tilvalin hljómsveit
fyrir alla „tónlistapælara” og þá nýj-
ungagjörnu. Vona ég að sem flest-
ir mæti í MH þann 23. því þar gefst
tækifæri til að hlýða á eitthvað sem
ekki hefur heyrst hér áður.
-JVS