Þjóðviljinn - 12.11.1983, Síða 17

Þjóðviljinn - 12.11.1983, Síða 17
Helgirí 12.-Í3. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 T Sænsk gæðavara ^VNGAPO^ REKKJAN Sænsk gæðavara 1 1 I FJORUM LITUM Opið í öllum deildum: mánud.-miðvikud. 9—18, fimmtud. 9—20, föstud. 9—22 og laugard. 9—12 JlSi (ccciös^ . Bl iE Í5 Eii S | ci l_„ cj Liijoa-j: Jón Loftsson hf._____________ Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild Sími 28601 s*tts*ftritoftí:ttsssi4ai uiin. Ingres og þaðan gegnum Cézanne til Léger og Herbin, má finna beinan þráð kartesíanskrar hugs- unar. Hið nýja flatarmálverk má því skoða sem beina formræna af- leiðingu hins harðsoðna klassis-, isma 17. aldarinnar, sem runninn er undan jafn harðsoðinni form- skynjun endurreisnarinnar. Það virðist Herði mikilvægt að Monsieur Maitre, frá 1951 sanna skyldleika hinnar nýju listar við gamlan merg. „í vinnuhléi“ frá 1948 er unnin á klassískan hátt út frá fjölmörgum vinnuteikningum. í verkinu virðast blandast áhrif Gi- otto og Léger í jafn stórum skömmtum. Kolateikningin „Skírnin í Jórdan“ frá 1949 sýnir líkt og fjölmargar aðrar teikningar Harðar skilning hans á mikilvægi Ingres og teikningunni sem undir- stöðu allrar myndlistar. Nú má ekki skilja það svo að Hörður sé einn íslenskra lista- manna til að sjá samhengið milli nútímalistar og listar fyrri alda. Þeir eru fjölmargir sem það hafa gert. En fáir hafa gengið jafn langt í að tjá þetta samhengi eða dregið það fram á jafn skýran hátt. Leit Harðar virðist m.ö.o. fólgin í til- raunum til að heimfæra hefðina upp á módernismann. Pedagógía Þetta er afstaða fræðimannsins og mótar sérstöðu Harðar meðal samferðamanna sinna í myndlist- inni. Hann er hinn sanni pedagóg íslenskrar nútímalistar og þegar á fyrstu árum 6. áratugarins fetar hann í fótspor forvera sinna á því sviði; lærimeistaranna frá Bauhaus. Ef marka má yfir- litssýninguna er það fremur gegn- um smáverk eða lítil verk, sem þró- un Harðar birtist. Hvort heldur í vinnuhléi, frá 1948. Halldór B. Runólfsson skrifar Þessa dagana stendur Listasafn íslands fyrir yfirlitssýningu á verk- um Harðar Ágústssonar. Þar eru hálft annað hundrað verka sem veita innsýn í þróun og hugmynda- heim listamannsins. Elsta verkið er frá 1945, trúlega frá námsárunum í Kaupmannahöfn. Hin yngstu frá seinni hluta áttunda áratugarins, þegar litirnir taka að losna frá strang-geómetrískri umgjörð sinni. Sýningin leiðir í ljós að Hörður er ekki listamaður einnar stefnu. í verkum hans kennir margra grasa og ólíkra sjónarhorna þótt afstað- an sé hin sama. Þótt þróunarferli hans fylgi ekki hinum beina og breiða vegi og starfskraftar hans hafi jafnframt dreifst í aðrar áttir, þá er fullt samræmi í vinnu- brögðum hans. Hörður er m.ö.o. hvarvetna samkvæmur sjálfu sér í list sinni. Mótun og leit Frá því að Hörður lýkur stúd- entsprófi árið 1941 og þar til hann hverfur heim frá París að loknu sjö ára námi erlendis, .eiga sér stað gagngerðar breytingar á verkum hans. Hann fetar sig frá hlutbund- inni túlkun til óhlutbundinnar á markvissan hátt. Strax í elstu myndunum gætir áherslu á form- sköpun; ögun í flataskiptingu og uppbyggingu. Eflaust hafa straumar þeir sem léku um listalíf Parísar á árunum eftir stríð ýtt undir og staðfest þessa formrænu afstöðu. Þó er bersýnilegt að mótun Harðar á sér aðrar og víðtækari forsendur. Það er ekki geómetrían einvörðungu sem áhrjf hefur á listamanninn, heldur einnig og engu að síður hin klassíska mynd- hefð Frakka. Honum hefur greini- lega skilist að þá list sem höfð var í frammi á Salon des réalités nouvel- les og sýningarsal Denise René og kalla mátti endurvakningu á form- alisma 2. og 3. áratugarins, mátti rekja mun lengra aftur í tímann. Þannig verða söfnin honum jafn mikilvægur skóli og sýningarsalirn- ir. Hann skynjar að frá Poussin til hann hellir sér út í geómetríska list eða frjálsa abstraktlist, skoðar hann viðfangsefnið sem rannsókn. í formála að sýningarskrá bendir Bera Nordal réttilega á tvær and- stæðar leiðir í abstraktlist Harðar: hina rökrænu og hina ljóðrænu sem þróist hlið við hlið. En hvernig svo sem litið er á þessar andstæður, virðist Hörður oftar en hitt vinna ljóðrænar mynd- ir sínar eftir rökrænum brautum. Munurinn á þessum tveimur leiðum virðist fólginn í því að ann- ars vegar kannar listamaðurinn form og uppbyggingu, á hinn bóg- inn liti og birtu. Það er einmitt eftirtektarvert hversu lausar geó- metrísku myndirnar frá 6. áratugn- um eru við liti aðra en grátóna. Summan af öllum þessum rann- sóknum er fólgin í verkum sem kallast „Úr formsmiðju" og ná hápunkti í límbandaverkum 8. ára- tugarins. í rúma tvo áratugi glímir Hörður við rannsóknir sem að skyldleika og innri hugsun mega teljast eitt samfellt verk. Þessar stúdíur fylla innsta sal listasafnsins og er það athyglisverðasti hluti sýn- ingarinnar. Límbandaverkin má skoða sem synþesu hinna tveggja póla: formfræðinnar og litafræð- innar. Þau eru öguð og vandvirkn- islega unnin, en splundrandi að inntaki og ásýnd. Þótt umfang Harðar sé ekki stórt og oft hafi hann orðið að gera hlé á listamannsstörfum sínum, hvílir yfir verkum hans andi samræmis og heiðarleika. Hann er fullkomlega samkvæmur sjálfum sér. Slíkt er því miður aldrei vænlegt til vin- sælda, enda hafa íslendingar aldrei kunnað að meta fræðilega (intell- ektúela) skapaða list. En áhrif Harðar á yngri kynslóðir lista- manna eru þeim mun sterkari. Það er ekki síst vegna einarðlegrar af- stöðu hans og trúar á að harðfylgni og staðfesta séu undirstaða sannrar listsköpunar. Gluggar, frá 1975. Janúar, frá 1953. Formsmiðja Harðar Agústssonar: Yfirlitssýning í Listasafni Islands

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.