Þjóðviljinn - 12.11.1983, Síða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.-13. nóvember 1983
Veistu...
að fyrsta hljómsveitin, sem
stofnuð var í Reykjavík, hét
Lúðurþeytarafélag Reykja-
víkur. Það var stofnað árið
1876.
að elsta starfandi félag í Reykja-
vík er Hið íslenska biblíufé-
lag. Það var stofnað árið
1815.
að um skeið voru Landsbóka-
safnið, Þjóðminjasafnið og
Þjóðskjalasafnið til húsa í Al-
þingishúsinu.
að á stríðsárunum var veitinga-
staður í Baldurshaga við
Suðurlandsveg, skammt frá
Rauðavatni, sem hét Café
Broadway.
að bærinn Breiðholt, sem
Breiðholtshverfi í Reykjavík
er kennt við, var kirkjustaður
á miðöldum.
að rétt vestan við þar sem
veitingahúsið Klúbburinn
stendur núna var áður tjörn
og samnefndur bær, hvort-
tveggja kallað Fúlatjörn.
að þar sem nú er Grensás í
Reykjavík (sbr. Grensásveg-
ur) var áður kallað By-
grænsen eða mörk bæjarins.
Það afbakaðist svo í Grensás
eða Grensháls.
að Grandinn, sem liggur út í Ör-
fisey, var áður ófær nema á
fjöru og drukknuðu allmargir
menn á honum er þeir voru á
leið milli lands og eyjar.
að kirkja í Gufunesi við Reykja-
vík var lögð niður fyrir tæpum
100 árum en altarið úr henni
hefur varðveist og er notað
við guðsþjónustur á Reykja-
lundi.
að Lækjargata í Reykjavík var
stundum nefnd Heilagsand-
astræti á síðustu öld, því að
bæði biskupinn og dóm-
kirkjupresturinn bjuggu þar
hlið við hlið.
að á skipulagstillögu Reykjavík- :
ur frá árinu 1927 er gert ráð
fyrir járnbrautarstöð þar sem
nú eru gatnamót Gunnars-
brautar og Flókagötu.
bæjarrölt
Réttur er settur
Ég hlýddi á málflutning í
merkilegu dómsmáli í sakadómi
Reykjavíkur nú í vikunni. Þetta
var að morgni dags og þó að mál-
ið hefði vakið mikla athygli í
blöðum og þarna væri kannski
verið að dæma í „prinsípmáli"
vorum við aðeins tveir áheyrend-
ur sem fylltum harða bekki dóm-
salarins. Og ósköp var þetta nú
syfjulegt allt saman.
A slaginu 9.30 opnaði dóm-
vörður dyrnar á dómsalnum og
inn gengu ákærði, saksóknari,
verjandi og ég. Fyrir enda sátu
þrír ábúðarmiklir dómarar á palli
í stólum með háu baki, fóðruðum
með rauðu flosi. Ákærði og verj-
andi hans settust til vinstri handar
dómaranna, skör lægra, en sak-
sóknari til hægri handar. Fyrir
miðju sat hljóðlát kona, ritari
réttarins. Mér var vísað til sætis á
hörðum trébekk með háu og
beinu baki en dómvörðurinn sett-
ist í mjúkan stól við dyrnar.
Skömmu síðar kom hinn
áheyrandinn og settist mér við
hlið.
Síðan hófst málflutningur á
sóknarræðu með óteljandi til-
vitnunum í lög nr. þetta og hitt frá
árinu þessu eða hinu. Eins og í
mörgum steinsteypuhúsum var
hljómburður ekki upp á hið besta
og ég átti bágara með að halda
geispanum í skefjum. En allt í
einu glaðvaknaði ég. Byrjað var
að bora með loftbor fyrir utan
gluggann svo að ekki heyrðist
mannsins mál. Sækjandinn hélt
samt áfram um hríð en nú hefði
þurft varalesara til að nema mál
hans. Dómararnir ókyrrðust dá-
Iítið við þetta og gjóuðu augun-
um í ýmsar áttir. Loks var gert
réttarhlé og aðaldómarinn hvísl-
aði einhverju að ritaranum. Hún
stóð upp og gekk hröðum skref-
um út. Nú hófst vandræðaleg bið
meðan borinndansaði á götunni
fyrir utan. Ég stóð upp og leit út
um gluggann. Loks sá ég virðu-
legan jakkaklæddan mann með
bindi og gleraugu ganga út á
götuna og hnippa í loftborsmann-
inn. Hann hætti strax að djöflast,
tók af sér eyrnahlífarnar og leit
spyrjandi á jakkamanninn. Um
leið og borinn hljóðnaði hófst
réttarhaldið á nýjan leik og ekk-
ert hreyrðist framar að utan
nema niðurinn í bílunum.
Þegar saksóknari hafði lokið
máli sínu tók verjandi til máls og
vitnaði í hin og þessi lög af engu
minni ákafa en sækjandinn.
Augnalokin á mér urðu æ þyngri
þangað til ég hrökk skyndilega
upp úr mókinu. Dómvörðurinn í
mjúka stólnum var sofnaður með
hönd undir kinn og byrjaður að
hrjóta eins og sögunarmylla í
Brasilíu. Dómararnir litu hver á
annan, sækjandinn leit á verjand-
ann, verjandinn á ákærða,
ákærði á ritarann og ritarinn á
dómarann. Þetta var frekar vand-
ræðalegt sísona en dómvörðurinn
hélt áfram að hrjóta með hríðum
og slotum. Stundum dró niður í
honum en óðar hækkaði hann
með hryglukenndum andhrinum.
Ekkert var gert í málinu. Svo
leystist allt af sjálfu sér með því
að dómvörðurinn hrökk upp með
andfælum, stóð upp og var far-
inn. Molluleg værð færðist yfir á
nýjan leik.
Brátt var réttarhaldinu lokið.
Ég hraðaði mér út, dró djúpt að
mér andann og vaknaði í þriðja
sinn við hlýja haustgoluna.
- Guðjón.
sunnudagskrossgátan
Nr. 397
/ z 3 T— ú, ? e 7 1 5T /o T V) 12
/3 IV 4 V (r 3 V ><r )4 ? <p Ue 10 II
14- // V? 3 I? IV- 18 10 l<i ? s 8
é> Jo /e IV $ 2J )8 )/ V 22 JO II
/•/ /9 (o 14 á> /É V V /o 7 14 I/ 8
s? 2<é 22 ? V ÍO II (r 8 /é /4 Ý 21 Y~ /5"
/0 /s' )</ ? 27 14 V $ V T~ /8 8 /7
% 3 / O *£> S? 25 V 2& V C 7 /4 1 íp V
2 V e ? )o 24 14 4 Y~ V 14 V ? )4
V/ /? V 21 /8 14 C? )# 4 /4 /5"
V? U )•/■ )? 3 V 23 8 )S V ú K
(p V 'S )4 V i 8 4 1/ /i>~ /é> )o V
7V~ 28 ~T~ V 20 30 V ? 70 II /V II É
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda nafn á landi í
Evrópu. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans,
Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 397“. Skilafrestur er
þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
? 2/ (* // /2 23 14 /5
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort
sem lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá
aö finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp
því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því
eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar ségja til um. Einnig er rétt að taka fram, að i
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
hljóða og breiðum. t.d. getur a aldrei komið í stað áog öfupt.
Verðlaunin
JónÓskar
NÆTURFERÐ
Ljóóumfrelsi
AÁBDÐEÉFGHIÍ JKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
Verðlaun fyrir krossgátu nr.
393 hiaut Kristinn Sigurðs-
son, Strandgötu 26,740 Nes-
kaupstað. Þau eru Misskipt
er manna láni eftir Hannes
Pétursson. Lausnarorðið íSS.
var Benjamín.
Verðlaunin að þessu sinni er
Ijóðabókin Næturferð eftir
Jón Óskar.