Þjóðviljinn - 12.11.1983, Side 28

Þjóðviljinn - 12.11.1983, Side 28
DJOBVIUINN Helgin 12.-13. nóvember 1983 Áskorun 12 þúsund eðlisfræðinga frá 43 löndum um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar: Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími 1 Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er haagt að ná I afgreiðslu blaðsins I sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Engir þekkja hættuna betur — sagði Hans. Kr. Guðmundsson eðlisverkfræðingur þegar hann afhenti forsætisráðherra áskorunina „Engir þekkja hættuna af kjarnorkuvopnum betur en við eðlisfræðingar“, sagði Hans Kr. Guðmundsson eðl- isverkfræðingur m.a. þegar hann afhenti Steingrími Hermannssyni forsætisráð- herra áskorun um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar, sem 12 þúsund eðlisfræðingar, þar á með 32 Nóbelsverð- launahafar í eðlisfræði og 45 íslenskir eðlisfræðingar hafa skrifað undir. Þessi aiþjóð- lega áskorun var í gær 11. nóvember afhent Samein- uðu þjóðunumog ríkisstjórn- um þjóðríkja og fjölmiðlum um allan heim, en þá voru 65 ár liðin síðan fyrri heims- styrjöldinni lauk. Áskorun eðlisfræðinganna hljóðar svo: „Við köllum eftir samkomulagi um að stöðva tilraunir með kjarn- orkuvopnum og kjarnorkuflaugar, framleiðslu þeirra og útbreiðslu. Á meðan ætti hvergi að koma fyrir kjarnorkuvopnum né flaugum fyrir þau“. Þeir 12 þúsund eðlisfræðingar, sem undirritað hafa þessa áskorun eru frá 43 þjóðlöndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, löndum Austur og Vestur-Evrópu, Ástralíu og Japan. Undirskrifta- söfnunin fór fram í október mánuði sl. og þegar þess er gætt að hún fór fram af handahófi, án miðstýring- ar, þá táknar hún að náðst hefur Hans Kr. Guðmundsson eðlisverkfræðingur afhendir Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra áskorun 12 þúsund eðlisfræðinga frá 43 þjóðlöndum um stöðvun áhrifameiri eining um þetta mál en nokkru sinni hefur gerst um opin- bera yfirlýsingu á þessu samfélagi. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði þegar hann tók við undirskriftalistunum að hann tæki undir hvert orð sem þar væri sagt og ef hann væri eðlisfræðingur hefði hann skrifað undir þessa áskorun. - S.dór. kjarnorkuvígbúnaðar. Á myndinni Síðustu fréttir Undirskrift eðlisfræðinganna gegn kjarnorkuvígbúnaði og af- eru einnig eðlisfræðingarnir Þórð ur hending listanna um allan heim í gær hefur að sjálfsögðu vakið mikla athygli. Seint í gær barst skeyti frá Genf, þar sem sagði að 2 þúsund eðlisfræðingar hefðu bæst við, þannig að talan er komin í 14 þúsund, þar af hafa 750 sovéskir eðlisfræðingar skrifað undir. í skeytinu sagði jafnframt að búist væri við því að mun fleiri eðlisfræð- og Þorbjörn Sigurgeirsson (ljósm.: magnús). ingar myndu æskja þess að fá að vera með í þessari merkilegu frið- arbaráttu eðlisfræðinga. Hans Kr. Guðmundsson sagði að í gær hefði aðalritara Samein- uðu þjóðanna verið afhentur list- inn og í gær var svo haldinn frétta- mannafundur vegna málsins í aðal- stöðvum SÞ. - S.dór. Einkunnarorð landsfundar Alþýðubandalagsins sem hefst á fimmtudags- kvöld í Austurbæjarbíói eru „Framtíð án i]ötra“ enda verður baráttan gegn ólögum ríkisstjórnarinnar eitt helstá málið á fundinum. Frábær árangur í áskrifendasöínun Þjóðviljans 1.310 nýlr áskrifendur Landsfundur Alþýðubanda- lagsins hefst nk. fimmtudag Mikil verk- efni Landsfundur Alþýðubandalags- ins hefst nk. fimmtudag, 17. nóv- ember með setningarhátíð í Aust- urbæjarbíói í Reykjavík. Hátíðin hefst kl. 19.15 með ræðu Svavars Gestssonar en að henni lokinni hefst fjölbreytt dagskrá sem ætlun- in er að Ijúki um kl. 20.45. Eru allir liðsmenn hreyfingarinnar hjartan- lega velkomnir á þessa hátíð, að sögn Baldurs Óskarssonar fram- kvæmdastjóra flokksins. Hinn eiginlegi landsfundur hefst sama kvöld kl. 21.00 í Kristalssal Hótel Loftleiða. Fundurinn verður haldinn í heyranda hljóði en 280 fulltrúar flokksdeilda af öllu landinu eiga þar rétt til setu. Fund- inum lýkur á sunnudagskvöldið 20. nóvember með kosningu nýrrar stjórnar Alþýðubandalagsins, þ.e. formanns, varaformanns, ritara og gjaldkera auk miðstjórnar. Ef frumvarp um breytingar á skipu- lagi flokksins verður að lögum á þessum fundi mun einnig verða kjörið í framkvæmdastjórn. „Stærstu mál þessa landsfundar Alþýðubandalagsins verða eflaust baráttan gegn ríkisstjórninni og efnahags- og kjaramálastefnu flokksins annars vegar og svo hins vegar umræður um laga- og skipu- lagsmál flokksins", sagði Baldur Óskarsson framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins. - v. Stefnum á 2000 markið fyrir áramót, segir Guðrún Guðmundsdóttir framkvstj. „Skil eru enn að berast úr ann- arri lotu áskriftarherferðarinnar sem lauk um sl. mánaðarmót en nýir áskrifendur frá því 1. sept- ember eru orðnir 1.310 talsins sem að okkar mati er geysigóður árang- ur“, sagði Guðrún Guðmundsdótt- ir framkvæmdastjóri Þjóðviljans í gær. „Það er alveg greinilegt á þess- um undirtektum að Þjóðviljinn hefur góðan byr um þessar mundir. Fólk telur nauðsyn á að brýna rödd stjórnarandstöðunnar sem allra mest. Við hér á blaðinu hljótum einnig að draga okkar lærdóma af þessu og erum auðvitað staðráðin í að gera okkar besta til að gera gott blað ennþá betra. Forsenda þess eru fleiri áskrifendur", sagði Guð- rún ennfremur. „Ég vil þakka sérstaklega öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn og gerðu þennan góða árangur mögu- legan. Um leið má minna á að í haust settum við okkur það mark- mið að reyna að safna 2000 nýjum áskrifendum að Þjóðviljanum fram að áramótum. Okkur miðar vel að því marki og ef velunnarar blaðsins taka enn á næstu vikurnar hef ég góða trú á að við náum því marki“, sagði Guðrún framkvæmdastjóri Þjóðviljans að lokum. - v. Fréttaskýring — Sjá 8

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.