Þjóðviljinn - 16.11.1983, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN
Maurice Bishop
leiðtogi Gren-
adamanna var
fórnarlamb
kreddumarx-
ista.
Sjá7
'nóvember 1983
miðvikudagur
262. tölublað
48. árgangur
Umræður utan dagskrár um ratsjárstöðvar hersins
„Engin formleg beiðni”
Aðstoða Landhelgisgæslu og Flugmálastofnun, segja Geir og félagar
• „Varnarliðið”
lýsir áhuga sinum
• ögrun við
almenning
• Ingvar Gíslason
frekar á móti
• Reyrðir í viðjar
kjarnorkuvíg-
búnaðar segir
segir Steingrímur
Sigfússon
„Engin formleg beiðni hefur
komið fram, en fulltrúar Varnar-
liðsins hafa lýst áhuga á að reisa hér
ratsjárstöðvar“, sagði utanríkis-
ráðherra landsins Geir Hallgríms-
son í svari við fyrirspurn Stein-
gríms Sigfússonar á alþingi í gær
um ratsjárstöðvarnar á Norð-
Austurlandi og Vestfjörðum.
„Ráðherrann hefur margoft
látið hafa það eftir sér í fjölmiðlum
að því er virðist að óathuguðu máli
að við íslendingar gætum haft not
af þessum stöðvum. Síðan kemur í
ljós að fyrst nú er verið að skipa'
nefnd til að kanna málið“, sagði
Steingrímur Sigfússon.
Guðmund-
ur J. Guð-
mundsson
í veikindafrí
„Ég orðaði það víst svo við frétta-
mann Moggans á dögunum að ég
væri að fara í pólitískt veikindafrí,
sagði það svona í bríaríi.
Sannieikurinn er sá að ég er að
koma af sjúkrahúsi og iæknar hafa
skipað mér að taka mér algera
hvfld frá félagsstörfum í nokkrar
vikur og til þess að fá frið verð ég að
vera erlendis og ætla mér það“,
segir Guðmundur J. Guðmunds-
son alþingismaður formaður
Verkamannasambandsins m.a. í
viðtali við Þjóðviljann í dag.
Sjá 5
Steingrímur sagði frá nýju kerfi
með B-52 og Bl-B sprengjuþotum
sem ætlað er að fljúga í árásarflugi
til Varsjárbandalagsríkjanna
norður yfir Kanada og Grænland
og svo ýmist í lágflugi rétt fyrir
norðan Island og niður yfir Skand-
inavíu eða í háflugi norðar. Awacs
ratsjárvélamar á Keflavíkurflug-
velli eru einnig inní þessu kerfi og
óhjákvæmilegt sé að spyrja hvort
það væri tilviljun að formaður
Sjálfstæðisflokksins ber upp kröf-
una um ratsjárstöðvar í Varðarferð
um svipað leyti og áðurnefnd áætl-
un kemst á dagskrá í Bandaríkjun-
um.
Ingvar Gfslason sagði í umræð-
unum að hann væri í hópi efa-
semdarmanna um ratsjárstöðvarn-
ar og kvað hyggilegra að fara með
mikilli gát.
Alþýðubandalagsmennirnir
Steingrímur Sigfússon, Skúli Alex-
andersson, Svavar Gestsson og
Hjörleifur Guttormsson bentu á
fjölda ályktana gegn þessum rat-
sjárstöðvum, en Steingrúnur Her-
mannsson formaður Framsóknar-
flokksins sagði ástæðu til að skoða
sérstaklega að hvaða gagni fyrir
Landhelgisgæslu og Flugmála-
stjórn ratsjárstöðvarnar kæmu.
Slík atriði myndu vega þungt þegar
Framsóknarflokkurinn mótaði af-
stöðu sína.
Ríkisstjórnin gaf engar ýtarlegri
upplýsingar um það hvers konar
hlutverki ratsjárstöðvarnar myndu
gegna fyrir bandaríska herinn, en
fulltrúar stjórnarandstöðunnar,
nema Alþýðuflokksins, lýstu áhyg-
gjum sínum af þessum áformum.
-óg
A skllti sem komið hefur verið fyrir fyrir framan Norræna húsið mátti lesa í gær auglýsingu fyrir fund
Samhygðar í kvöld: Hverjir brenna skammdegið burt? er spurt á skiltinu, og það var ekki skammdegið í sál
barnanna sem notuðu skiltið sem kærkomið leikfang.
Djúprækjuveiðar gætu
bætt upp þorskleysið
Rækjuaflinn hérlendis hefur aukist
um 43% en 86% hjá Norðmönnum
A sama tíma og rækjuafli á íslands-
miðum hefur aukist um tæp 43% á
10 fyrstu mánuðum þessa árs mið-
að við sama tíma í fyrra og þótt
mjög í frásögur færandi á þessum
samdráttartímum í fiskveiðum
hafa Norðmenn frændur vorir
aukið rækjuveiði á sínum heima-
slóðum um hvorki meira né minna
en 86% frá síðasta ári.
Rækjuaflinn á íslandsmiðum á
þessu ári til októberloka var sam-
kvæmt tölu Fiskifélagsins 10.283
tonn en var á sama tíma í fyrra
7.209 tonn. Munar hér mest um
auknar djúprækjuveiðar fyrir
norður- og vesturlandi. Þrátt fyrir
þessa auknu veiði hafa rækju-
vinnslustöðvar hérlendis þurft að
flytja inn rússneska rækju úr Bar-
entshafi til að anna eftirspurn á er-
lendum mörkuðum og tryggja
rekstur verksmiðjanna árið um
kring. íslensk fiskiskip hafa lítið
sinnt djúprækjuveiðum við landið
þar til í sumar og að áliti fiskifræði-
nga er hægt að veiða mun meira af
rækju við strendur landsins en gert
’hefur verið til þessa.
Norðmenn hafa hins vegar í ár
lagt stóraukna áherslu á rækju-
veiðar sem hefur skilað sér í 86%
meiri afla það sem af er árinu. 25.
,sept. sl. var búið að landa í Norgi
69.304 tonnum af rækju en á sama
tíma árið áður aðeins 37.243 þús.
tonnum samkvæmt opinberum
tölum norsku fiskimálastjórnar-
innar. Þessi mikla afláaukning hef-
ur fengist með því að senda sí-
stækkandi veiðiflota á djúprækju-
veiðar. Hérlendis skammast menn
hins vegar yfir of stórum skipaflota
sem hafi engin verkefni á sama
tíma og djúprækjuveiðum er ekki
sinnt sem skyldi. Þannig má gera
því skóna að hefði fiskveiðum okk-
ar verið stýrt á sama hátt og hjá
Norðmönnum á þessu ári hefði
djúprækjuafli bætt upp tregfiski á
þorskveiðum. Sveltur sitjandi
kráka en fljúgandi fær.
- J. Kúld/lg.
ErNávígi Jóns
Laxdals fyrir
„dúllaranátt-
úru“ íslendinga
oglátlaustþjark
þar sem aldrei er
komið að kjarna
máls?-Sigurð-
urA. Magnús-
son ritar um-
sögn.
„Þeir sem vinna í
fiskivinnafyrir
hverjumeyri11,
segir Kittý Po-
ulsenfyrrver-
andi formaður
Verkakvennafé-
lags Klakksvík-
uríFæreyjumí
viðtalivið Ásdísi
Skúladóttur.