Þjóðviljinn - 16.11.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.11.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVlLJlNN Miðvikudagur 16. ■ nóvember 1983 Einvígi Kasparovs og Kortsnojs: 1. skákin tefld næsta mánudag - Gligoric aðaldómari í einvíginu Setningarathöfn vegna áskor- endaeinvígjanna í skák milli þeirra Viktors Kortsnojs og Harry Kasp- arovs og Vasiíy Smyslov og Zoltan Ribli verður næsta sunnudag þann 20. nóvember. Fyrsta skákin í ein- vígi Kortsnojs og Kasparovs verður tefld daginn eftir en upphaf einvígis Smyslovs og Riblis bíður til 22. nóv- ember. Bæði einvígin fara fram á sama stað á Great Easton hótelinu í London. Einvígis Kortsnojs og Kaspara- ovs er nú beðið með mikilli óþreyju af miljónum skákunnenda um all- an heim. Eins og kunnugt er þá munaði litlu að ekkert yrði úr ein- víginu vegna deilna um keppnis- stað. Einvígin áttu að fara fram í Pasadena í Bandaríkjunum og Abu Dhabi í Sameinuðu furstadæmun- um. Þegar ljóst var að hvorki Kasp- arov né Smyslov myndu mæta til leiks dæmdi forseti FIDE, Filipsey- ingurinn Campomanes þá Korts- noj og Ribli sigurvegara. Mál atvikuðust þá þannig að eftir fund þeirra Kortnojs og Kasparovs urðu þeir ásáttir um að tefla einvígið á öðrum stað en í Pasadena. Á svip- uðum tíma tókst samkomulag milli sovéska skáksambandsins og þess ungverska um einvígi Smyslovs og, Riblis. Kortsnoj féllst þó ekki á að tefla án skilyrða en þau voru á þann veg að sovéska skáksambandið bæðist afsökunar á framferði sínu, verðlaunaupphæð á nýjum mót- stað yrði ekki lægri en sú sem átti að tefla um í Pasadena og í þriðja lagi að Sovétmenn hættu að snið- ganga mót þar sem hann væri með- al þátttakenda. Ekki var vitað hvort Sovétmenn hafa gengið að þessum kröfum Kortsnojs, en í öllu falli er hann mættur til London vegna einvígisins. Gligoric aðaldómari Júgóslavneski stórmeistarinn Svetozar Gligoric hefur verið ráð- inn aðaldómari í einvígi Kortsnojs og Kasparovs en spænski Medina verður dómari í einvígi Riblis og Smyslovs. Það vekur nokkra at- hygli að sá sem stendur fyrir báðum einvígjunum er enski stórmeistar-j inn Raymond Keene, en hann var aðstoðarmaður Kortsnojs um langt skeið m.a. í einvígi hans við Karp-i ov í Baguio á Filippseyjum 1978. j Eftir einvígið slettist ærlega upp á vinskapinn hjá honum og skjól- stæðingnum Kortsnoj og hafa verið fáleikar með þeim síðan. Keene hefur um langt skeið verið meðal sterkustu skákmanna Englendinga en hefur í seinni tíð hallað sér æ| meir að skákmótahaldi og þvíum- líku. Breska skáksambandið mun hafa hönd í bagga með framkvæmd einvígisins. Harry Kasparov mætti í London. fyrir nokkrum dögum ásamt fylgd- arliði. Aðstoðarménn hans eru sem fyrr tveir lítt þekktir skák-| menn sovéstir, Nikitin og Sakhar- ov. Aðstoðarmaður Kortsnojs er ísraelsmaðurinn og fyrrum þegn Sovétríkjanna, Lev Gutman. -hól.! Húsgögn fyrir aldraða og hrevflskerta HúsgagnaiÖja Kaupfélags Rang- æinga hefur nú byrjað framleiðslu sérstakra húsgagna sem ætluð eru fólki, sem tekið er að reskjast og stirðna í hreyfingum eða á við ein- hvers konar fötlun að stríða. Hús- gögnin eru hönnuð af dönskum arkitekt, Flemming Hvidt og hefur verslunin Epal, Síðumúla 20 haft milligöngu um framleiðslu þeirra hér. Húsgögnin eru klædd íslensku Gefj unar áklæði. í gær opnaði Epal sýningu á þessum húsgögnum, sem eru ætluð til nota á einkaheimilum, sjúkra-^ húsum og dvalarheimilum. Epal er til húsa að Síðumúla 20 og verður sýningin opin kl. 9-18 virka daga nema laugardaga frá 10 til 12 fram- til 1. desmeber n.k. í dag verður Flemming Hvidt til viðtals í Epal, sýnir þar litskyggnur og flytur fyrir- f lestra um húsgögnin og notkunar- möguleika þeirra kl. 20.30. Stólar Hvidts bjóða ótal mögu- leika til að auðvelda fötluðu eða hreyfiskertu fólki erfiðar hreyfing- ar, svo sem að standa upp og setj- ast, halla sér afturábak eða lúta fram. Þeir eru bæði til með sérstök- um mótorum sem lyfta setunni og reisa fólk upp og eins með einfaldri fjöður sem gegnir sama hlutverki. Þeir eru líka til á hjólum og meðal möguleika sem þeir bjóða uppá má nefna að armarnir dragast til hlið- ar, þannig að hægt er að setjast á hlið inn í stólinn og í baki þeirra má koma fyrir sérstökum loftfylltum púðum til stuðnings við ákveðið svæði á baki og hálsi. Allir eru velkomnir á sýninguna, sem er opin á venjulegum verslun- artíma út mánuðinn. —AI’i Blaðberi óskast í Skerjafjörð strax. UOWIUINN Sími: 8Í333 leikhús • kvikmyndahús ^ÞJÓOLEIKHÚSIfl Návígi 3. sýn. í kvöld kl. 20 graen kort gilda 4. sýn. sunnudag kl. 20 Skvaldur fimmtudag kl. 20 laugardag kl. 20 Eftir konsertinn föstudag kl. 20 Fáar sýningar eftir Lina langsokkur sunnudag kl. 15 Litla sviðiö Lokaæfing fimmtudag kl. 20.30. Miðasala 13.15-20, sími 11200. LEIKFEIAG r+L(* REYKIAVlKUR Hart í bak [ kvöld kl. 20.30 Guð gaf mér eyra 4. sýning fimmtudag uppselt gul kort gilda 5. sýn. sunnudag uppselt Gul kort gilda 6. sýning þriöjudag kl. 20.30 Græn kort gilda Guðrún Aukasýning föstudag kl. 20.30 Úr lífi ánamaðkanna laugardag kl. 20.30 Siöasta sinn. Miðasala í Iðnó kl. 14-20.30, sími 16620 JSLENSKA ÓPERAN La Traviata föstudag 18. nóv. kl. 20 sunnudag 20. nóv. kl. 20 Miðasalan opin daglega frá kl. 15- 19 nema sýningardaga til kl. 20. Sími 11475. TÓNABfÓ ,SÍMI: 3 11 82 Verðlaunagrinmyndin: Guðirnir hljóta að vera geggjaðir (Tha Goda Ifcist be Crazy) . Með mynd þessari sannar Jamie Uys (Funny People) að hann er snillingur í gerð grínmynda. Myndin hefur hlotið eftirfarandi verðlaun: Á gnnhátíðinni í Chamro- usse Frakklandi 1982: Besta grin- mynd hátíðarinnar og töldu áhorl- endur hana bestu mynd hátíðar- innar. Einnig hlaut myndin sam- svarandi verðlaun í Sviss og Nor- egi. Leikstjórí: Jamie Uys. Aðalhlutverk: Marius Weyers, Sandra Prinsloo. Sýndkl.5, 7.10 og 9.15. Uf og fjör á vertíð í Eyjum með grenjandi bónusvíkingum, fyrrver- andi fegurðardrottningum, skip- stjóranum dulræna, Júlla húsverði, Lunda verkstjóra, Sigurði mæjón- es og Westuríslendingunum John Reagan - frænda Ronalds. NÝTT UF! VANIR MENN! Sýnd kl, 5, 7 og 9. SÍMI: 1 89 36 Salur A Midnight Express Heimsfræg amerísk verðlauna- kvikmynd í litum. Aðalhlutverk: Brad Davis, Irene Miracle. Endursýnd kl. 9.10 og 11.10. Bönnuð börnum innan 16 ára. ANNIE Heimsfræg ný amerfsk stónnynd I litum og Cinema Scope um mun- aðarlausu stúlkuna Annie hefur farið sigurför um allan heim. Annie sigrar hiörtu allra, ungra sem aldinna. þetta er mynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Leik- stjóri: John Huston. Aðalhlutverk: Aileen Quinn, Albert' Finney, Carol Bumett, Ann Reinkinq o.fl. Sýnd kl. 4.50 og 7.05. Hækkað verð. Myndin er sýnd í Dolby Stereo. Salur B Heimsfræg ný verðlaunakvik- mynd, sem farið hefur sigurför um allan heim. Aðalhlutverk: Ben Kingsley. * Sýnd kl. 9. Síðustu sýningar. Hækkað verð. Á örlagastundu Hörkuspennandi ný amerísk sak- amálamynd i litum með Perry King í aðalhlutverki. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð bömum innan 16 ára. Helmsfræg stórmynd: Blade Runner Óvenju spennandi og stórkostlega vel gerð stórmynd, sem alls staðar hefur verið sýnd við metaðsókn. Myndin er í litum, Panavision og Dolby Stereo. Aðalhlutv.: Harri- son Ford, Rutger Hauer, Sean Young. Islenskur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýndkl. 5, 7.05, 9 og 11.10. Hækkað verð. Q 19 OOO í greipum ' UIS iLLONE 9 I iJtHIlMJM Hin æsispennandi Panavision- litmynd, um ofboðslegan eltinga- leik. Hann var einn gegn öllum, en ósigrandi, með Sylvester Stal- lone, Richard Crenna. - Leik- stjóri: Ted Kotcheff. Islenskur texti. - Bönnuð innan 16 ára. Myndin er tekin í Dolby-stereo. Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Þrá Veroniku Voss Mjög athyglisverð og hrífandi ríý þýsk mynd, gerð af meistara Fass- binder, ein hans síðasta mynd. Myndin hefur fengið margskonar viðurkenningu, m.a. Gullbjörninn í Beriín 1982. Aðalhlutv.: Rosel Zech, Hilmar Thate, Annemarie Dúringer. Leikstjóri: Rainer Werner Fassbinder. Islenskur texti. Sýndkl. 7.05, 9.05 og 11.05. Spyrjum að leikslokum eftir sögu Alistair MacLean. Sýnd kl. 3.05 og 5.05. Borgarkúrekinn F|ðrug og skemmtileg Panavision- litmynd, með Johna Travolta og Debra Winger (leikur í „Foringi og fyrirmaður"). fslenskur textl. Endursýnd kl. 5 og 9.10. Jagúarinn Harðsoðin og afar spennandi bar- dagamynd, með Joe Lewis - Christopher Lee. Islenskur lexti. Bönnuð innan 14 ára. Endursýnd kl. 3,10 og 7,20. Arabísk ævintýri Spennandi og bráðskemmtileg ævintýramynd, um baráttu við vonda kalífa og allskyns galdra með Christopher Lee, Oliver To- bias - Mickey Rooney. Islenskur texti. Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. SÍMI: 2 21 40 Flashdance Þá er hún loksins komin - myndin sem allir hafa beðið eftir. Mynd sem allir vilja sjá - aftur og aftur og... Aöalhlutv.: Jennifer Beals, Michael Nourl. Sýndkl. 5, 7, og 11.15. ATHI hverjum aðgöngumiða fylgir miði, sem gildir sem 100 kr. greiðsla upp í verð á hljómplötunni FlaShdance. Miðasalan opnar kl. 1.00. Foringi og ffyrirmaður Afbragðs óskarsverðlaunamy.id með einni skærustu stjörnu kvik- myndaheimsins I dag Richard Gere. Mynd þessi hefur allsstaðar fengiðmetaðsókn. Aðalhlutverk: Richard Gere, Lou- ia Cossett, Debra Winger (Urban Cowboy). Sýnd kl. 9. Fáar sýningar eftir. Hækkað verð. Draumar í höffðinu Kynning á nýjum íslenskum skáld- verkum. Leikstjóri Arnór Benónýsson. Leikmynd og búningar Sigríður E. Sigurðardóttir. Lýsing Einar Bergmundsson. Tónlist Jóhann G. Jóhannsson Frumsýning sunnudag 20. nóv. kl. 20.30, I Félagsstofnun stúdenta v/ Hringbraut. Veitingasala sími 17017. -Öími 78900 Salur 1 Skógarlíf (Jungle Book) Einhver sú alfrægasta grínmynd sem gerð hefur veríð. Jungle Book hefur allstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd fyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið óvenjulega lif Mowgus. Aðalhlutverk: King Louie, Mow- gli, Baloo, Bagheera, Shere- Khan, Col-Hathi, Kaa. Sýndkl. 5, 7,9 og 11. X Salur 2 Herra mamma (Mr. Mom) Splunkuný og jafnframt frábær grínmynd sem er ein aðsóknar- mesta myndin í Bandaríkjunum þetta árið. Mr Mom er talin vera grínmynd ársins 1983. Jack missir vinnuna og verður að taka að sér heimilisstörfin, sem er ekki beint við hæfi, en á skoplegan hátt krafl- ar hann sig fram úr því. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Teri Garr, Martin Mull, Ann Jil- lian. Leikstjóri: Stan Dragoti. Sýdn kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 3 Villidýrin (TheBrood) ^ 1 • v \' \ OUVER RFI D SAMAWTHA F.GGAR m * DAV1D CRONEiNBCRG Hfm Hörkuspennandl hrollvekja um þá undraverðu hluti sem varia er hægt að trúa að séu til. Meistari David Cronenberg segir,: Þeir biða spenntir eftir þér til að leyfa þér að bregða svolítið. Aðalhlutverk: Oliver Reed, Sam- antha Eggar, Art Hindle. Leikstjóri: David Cronenberg. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 4 Porkys Hin vinsæla grínmynd sem var 1 þriðja vinsælasta myndin Vestan- hafs í fyrra. Aðalhlutverk: Dan Monahan og Mark Herrier. Sýnd kl. 5 og 7 Vegatálminn (Smokey Roadblock) Skemmtileg og fjörug mynd um trukkakarla og villtar meyjar. Þetta er ein síðasta myndin sem Henry Fonda lék í. Aðalhlutverk: Henry Fonda, Ei- leen Brennan, John Byner, Dub Taylor. Leiksfjóri: John Leone. Sýnd kl. 9 og 11 \ Afsláttarsýningar 50 krónur. Mánudaga til föstudaga kl. 5 og 7 50 krónur. Laugardaga og sunnudaga kl. 3. LAUGARÁS B I O Landamærin Ný hörkuspennandi mynd sem gerist á landamærum USA og Mexíkó. Charlie Smith er þrótt- mesta persóna sem Jack Nichol- son héfur skapað á ferli sínum. Að- alhlutv.: Jack Nicholson, Harvey Keltel, Warren Oates. Sýnd kl. 5, 7.05, 9 og 11.10. Miðaverð á 5- og 7-sýningar mánu- daga tll föstudaga kr. 50,-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.