Þjóðviljinn - 16.11.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Húsnæðismálin á þingi
Trygging fyrir húsnæðislánum
Lagt til í nefndaráliti að ákvæði verði sett í lög um að loforðin verði ekki svikin
í lagagrein sem minnihluti fjárhags-
og viðskiptanefndar í efri deild alþingis
leggur til að verði samþykkt sem
breyting á stjórnarfrumvarpi er lagt til
að húsbyggjendur fái viðbótarlán úr
Byggingasjóði ríkisins, sem Seðla-
bankinn skuli lána sjóðnum, 200 milj-
ónir til bráðabirgða á meðan séð verð-
ur hvernig fjármagn skilar sér í sjóðinn
af sölu ríkisskuldabréfa. Nefndar-
mennirnir Ragnar Arnalds, Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir og Magnús H.
Magnússon segja í nefndaráliti: „Meg-
inatriði þessa máls er að loforðin um
viðbótarlán til húsbyggjenda verði ekki
svikin. Yfirlýsingar hæstvirts fjármála-
ráðherra undanfarna daga vekja ótta
um að svo gæti farið“.
Þess vegna leggja nefndarmenn til að
áðurnefnd breyting verði á frumvarp-
inu um innlenda lánsfjáröflun. Þar
segir einnig að takist ekki að selja
skuldabréf eins og ráðgert er, skuli
bráðabirgðalán Seðlabankans gert upp
með innlendri fjáröflun ríkissjóðs á ár-
Stærsta verslun landsins opnuð:
, ,Raunhæf
kjarabót að
versla hér“
segir ÞrösturÓlafsson,
stjórnarformaður Miklagarðs
Stærsta verslun landsins, Mikli-
garður, Sameign KRON sem á
rösklega helmingshlutdeild í versl-
uninni, SÍS og þriggja kaupfélaga í
Hafnarfirði, Kjalarnesþingi og á
Suðurnesjum, tekur til starfa á
morgun. Mikligarður er til húsa í
gamalli vöruskemmu Sambandsins
út við Sund og er tæpir 8 þúsund
fermetar að stærð, þar af er gólf-
rými sölugólfs tæplega fímm þús-
und fermetrar.
Þyrlu-
flakið
flutt
suður
Laust eftir kl. 13 í gær tókst
að hífa flak þyrlu Landhelgis-
gæslunnar TF-RÁN um borð í
strandferðaskipið Öskju sem
kom á vettvang til björgunar-
aðgerða. Fyrr um daginn
hafði verið náð líkum þeirra
Þórhalls Karlssonar flugstjóra
og Bjarna Jóhannssonar
flugvélstjóra. Leit að líkum
Björns Jónssonar flugstjóra
og Sigurjóns Inga Sigurjóns-
sonar stýrimanns heldur
áfram í dag.
Flakið af TF-RÁN var
komið fyrir í varðskipinu
Óðni sem verið hefur í Jökul-
fjörðum allt frá því að slysið
varð síðastliðið þriðjudags-
kvöld. Óðinn er væntanlegur
til Reykjavíkur í dag. Við
björgunaraðgerðir í gær unnu
auk tveggja fyrrnefndra skipa
vélbáturinn Siggi Sveins frá
ísafirði, menn frá bandaríska
landhernum og flotadeild,
fulltrúar Sikorsky-verksmiðj-
anna í Bandaríkjunum, og
fulltrúar flugmálastjórnar.
Þyrlan var í allgóðu ástandi
miðað við aðstæður þegar hún
kom upp á yfirborðið. Rann-
sóknir á flakinu, sem ættu að
geta gefið vísbendingu um or-
sakir slyssins, fara fram í
Reykjavík.
- hól.
Mikligarður mun starfa með
svipuðum hætti og Hagkaup, öll
áhersla er lögð á hagstæð innkaup
og lágt vöruverð. Vöruúrvalið
verður í 20 deildum. Matvöruúr-
valið samanstendur af u.þ.b. sjö
þúsund vörutegundum. 10 metra
langt kjötborð þar sem framleiddar
verða velflestar tegundir kjötmetis
þar sem meistarar og matsveinar
munu leiðbeina við meðferð. Þá
verður komið fyrir sérstakri græn-
metisálmu þar sem fjölbreytt úrval
garðávaxta verður á boðstólum.
Framkvæmdastjóri Miklagarðs er
Jón Sigurðsson en stjórnarformað-
ur Þröstur Ólafsson.
„Það hefur verið á dagskrá í ára-
tugi að koma á fót slíku samstarfi
sem hér hefur orðið staðreynd.
Meginmarkmiðið með stofnun
fyrirtækisins er að lækka vöruverð
til neytenda og það held ég að okk-
ur eigi að takast þar sem við störf-
um eftir dálítið öðrum leikreglum
en venja er. Það er ekki ætlunin að
græða á versluninni heldur þjóna
neytendum og þess vegna held ég
að það sé raunhæf kjarabót fyrir
fólk að koma hingað að versla,“
sagði Þröstur Ólafsson í viðtali við
Þjóðviljann í gær.
Þröstur sagði að þó lengi hafi
verið í bfgerð að koma á verslun af
Þröstur Ólafsson stjórnarformaður í Míklagarði hinum nýja stórmarkaði út við Sund ásamt framkvæmda-
stjóranum Jóni Sigurðssyni. Ljósm.: - eik.
þessari stærðargráðu þá hafi lengi
verið sá þröskuldur á framkvæmd-
um að leyfisveitingar og hentugt
húsnæði fengust ekki. Leyfi fékkst
1981 og þá var þegar hafist handa.
Síðustu vikurnar hefur verið unnið
látlaust að uppsetningu innréttinga
og hefur það verk gengið afbragðs-
vel. Ýmsar athyglisverðar tækni--
nýjungar sem snúa að öryggisat-
riðum verða reyndar í versluninni.
Þannig hefur verið komið upp
svokölluðu Sprinkler-brunavarn-
arkerfi, sem ekki einasta gefur
merki um að eldur sé laus, heldur
ræðst beear til atlöeu við hann.
Sjónvarpsmyndavélar innanhúss
hafa það hlutverk með höndum að
hafa eftirlit með deildum verslun-
arinnar. Allir afgreiðslukassar eru
tölvustýrðir og gefa þeir upplýsing-
ar um vörustreymi og veltuhraða.
Innkaupastjórar fyrirtækisins geta
því fylgst náið með sölu einstakra
vörutegunda. Að sögn Jóns
Sigurðssonar framkvæmdastjóra
munu um 100 manns starfa í Mikl-
agarði. Bflastæði er fyrir um 500
manns, þar af eru merkt bflastæði
fyrir fatlaða.
Mikligarður mun opna kl. 10
árdegis á morgun. Fyrstu dagana
verða sérstök kynningarverð á fjöl-
mörgum vörum, opnunarverð og
ýmis tækifærisverð. Verðmunur á
ýmsum vörutegundum mun vera
verulegur að sögn kunnugra.
Vegna opnunarinnar verður lögð
áhersla á kynningu á aðkomu að
versluninni en Mikligarður er í
Holtagörðum, við gatnamót
Kleppsvegar, Holtavegar og Ellið-
avogs.
- hól.
Dómar gengnir í Lerwick:
95 þús. króna sekt
fyrir eggjaþjófnafl
Hér í blaðinu birtist í sumar frá-
sögn af því, að á Bretlandseyjum
væru menn reiðubúnir til að dæma
eg&juþjófa í strangar sektir fyrir at-
hæfi þeirra svívirðilegt. En þar er
samkvæmt lögum hægt að dæma
menn í allt að 1000 punda sekt fyrir
hvert eitt egg sjaldgæfs fugls sem
þeir hafa stolið.
Nú hefur okkur borist nýlegt ein-
tak af blaðinu Shetland Times þar
sem sagt er frá dómi yfir tveim
eggjaþjófum sem teknir voru í júní
í sumar. Þeir höfðu alls um 80 egg í
fórum sínum og hefði mátt dæma
þá í 1000 punda sekt fyrir sum, en í
mesta lagi 200 punda sekt fyrir
önnur - egg villtra fugla en ekki
eins sjaldgæfra.
Mennirnir tveir hefðu því getað
fengið alls 36 þúsund punda sekt
eða sem svarar til hálfrar annarrar
miljóna króna. Svo harðan dóm
fengu eggjaþjófarnir ekki - en ann-
ar þeirra fékk samt 1300 punda
sket og hinn 1000 punda sekt.
Eftir uppi
Við málaferlin kom það á dag-
inn, að Breska fuglaverndunarfé-
lagið hefði haft pata af því að hinir
dæmdu, Robert Watts og Herbert
Little, ætluðu til Hjaltlands að
stela eggjum. Félagið sendi eftir-
litsmenn á eftir þeim og fylgdist
með athöfnum þeirra og lét síðan
lögregluna hirða þá. Herra Watts
er sjálfur meðlimur í fuglaverndun-
arfélaginu og þykir hlutur hans
þeim mun verri.
Þetta er í fyrsta sinn sem dæmt er
í refsingar fyrir brot á breskum
lögum um vemdun dýraríkis frá
1981.
Þótt mennirnir tveir hafi ekki
verið dæmdir í hámarkssektir þykir
refsingin sem þeir fengu nógu
ströng til að halda aftur af öðrum
þjófum. Fuglavinafélag Hjaltlands
hefur gert ályktun þar sem segir
m.a.:
„Við vonum að vegna þess að
þessir menn náðust muni dómur-
inn verða til að hræða aðra ráns-
menn frá eyjunum í framtíðinni og
einnig muni þessi tíðindi verða til
að halda við athygli lögreglu og al-
mennings á þeirri hættu sem ýmsar
sjaldgæfar fuglategundir okkar
eru í“.
Það fylgir fréttinni, að þjófarnir
hafi tekið egg frá tegundum sem
aðeins eru eftir 200-700 pör af á
öllum Bretlandseyjum, og verpa
þau flest á Hjaltlandi.
Frásögnin af eggjaþjófnaðar-
málunum á Hjaltlandi vakti drjúga
athygli meðal náttúruverndar-
manna hérlendis f sumar, m.a.
vegna þess að þeim finnst að tekið
sé með silkihönskum á slíkum
afbrotum hér.
Þvert á fyrri
upplýsingar
Suðurlínu
lokið á
næsta ári
næsta ári
„Engin ákvörðun hefur ver-
ið tekin um að fresta því að
Ijúka við Suðurlínu þar til á
árinú 1985“, sagði Sverrir
Hermannsson iðnaðarráð-
herra í svari við fyrirspurn
Hjörleifs Guttormssonar.
Hjörleifur þakkaði iðnaðar-
ráðherra fyrir og sagðist
treysta því að af yrði. Hins
vegar hefði hið gagnstæða
komið fram í málgögnum
ríkisstjórnarflokkanna Tím-
'anum og Morgunblaðinu og
ekki væri að flnna fjármögnun
framkvæmdanna í fjárlaga-
og lánsfjáráætlun.
Hjörleifur benti á að fyrir-
liggjandi upplýsingar gæfu
ekki tilefni til að halda að Suð-
urlína væri á dagskrá. Það
hefði greinilega breyst og væri
fagnaðarefni að framkvæmdir
héldu áfram. Kostnaðurinn
væri á annað hundrað miljóna
króna og kvað víst að ríkis-
stjórnin hefði tryggt fjármagn
til þeirra hluta.
Sverrir Hermannsson sagði
að ákveðið væri að ljúka bygg-
ingu Suðurlínu þegar á næsta
ári m.a. vegna óöryggis við
raforkumiðlun á Austfjörð-
um.
-óg