Þjóðviljinn - 16.11.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. nóvember 1983
Asdís Skúladóttir skrifar frá Færeyjum
Séð yfir byggðina við Klakksvík þar sem Kittý Poulsen hefur unnið í fiski alla sína tíð.
„Við segjum hingað
og ekki lengra...”
Þær f réttir bárust f rá Fugla-
firði í Austurey að verkakon-
ur í Fiskvinnslustöðinni þar
væru í setuverkfalli á kaffi-
stofu stöðvarinnar. Ástæðan
var almenn óánægja með
hvernig staðið var að því að
reikna út „bónus“. Verka-
konurnar sögðust ekki skilja
aðferðirnar sem notuð var og
að auki væri hún ekki rétt
miðað við það sem annars
staðartíðkaðist. Sumirsegja
að ýmislegt annað liggi að
baki verkfallsins m.a. óá-
nægja með það að sú aðferð
sem notuð er við útreikninga
á „bónus“ hafi aldrei verið
borin upp við þær né verka-
lýðsfélagið og kerfið settá
án þeirrarvitundar.
Eftir árangurslausa samninga-
fundi við stjórn Fiskvinnslustöðv-
arinnar var sú samþykkt gerð á
fundi Verkakvennaféiagsins í
Fuglafirði að félagsmenn skyldu
vinna á tímakaupi án þess að af-
henda „vinnunúmer" meðan
samningar stæðu yfir.
En þegar konurnar mættu til
vinnu árla morguns daginn eftir var
þeim tilkynnt af stjóm stöðvarinn-
ar að þær sem ekkí afhentu „yinnu-
númer“ sín gætu farið heim.
Heim fóm þær ekki en efndu allar
sem ein til setuverkfalls í kaffistof-
unni í mótmælaskyni.
Þá var formaður Verkamanna-
samba ds Færeyja, Ingeborg Vint-
her, kolluð á staðinn til þess að
freista þess að ná samningum.
Verkakonurnar héldu fast við á-
lyktun fundarins. Unnið skyldi á
tímakaupi án þess að afhenda
„vinnunúmer“ meðan samningar
Rætt við
Kittý Poulsen
fyrrverandi
formann
Verkakvenna-
félags
Klakksvíkur
„Ég óttaðistað við
konurnaryrðum settar
meira í erfiðisvinnu en
áður og var þessvegna
á móti launajafnrétti,
en nú er ég komin á
aðraskoðun“, segir
Kittý Poulsen.
stæðu yfir og svo vera þar til samið
hefði verið um nýtt „bónuskerfi".
Stjórn Fiskvinnslustöðvarinnar
hélt einnig fast við sitt. Unnið
skyldi á tímakaupi og „vinnunúm-
er“ afhent meðan samningar stæðu
yfir. Jafnframt höfnuðu þeir að
gefa fyrirfram nokkurt loforð um
breytt „bónuskerfi". Vinnu-
veitendasamband Færeyja neitaði
að koma nálægt samningagerð og
taldi það utan síns verkahrings.
Ingeborg Vinther sagði að þar með
hefðu þeir brotið ákvæði í samn-
ingum milli Vinnuveitendasam-
bandsins og Verkamannasam-
bandsins. Þar kveði svo á um sam-
kvæmt 24. gr. að þá deilur rísi um
verklaun sem ekki falla beint undir
samninginn skuli þessir aðilar taka
málið upp.
Verkamannasambandið setti
þegar bann á að meðlimir sam-
bandsins tækju að sér að landa eða
verka fisk úr þeim bátum sem
landa í Fuglafirði. Þetta bann gilti
fyrir allar Færeyjar nema Klaksvík
og Þórshöfn þar eð félögin þar
standa utan Verkamannasam-
bandsins. En félögin þar brugðust
skjótt við og settu einnig verkbann
á sína félagsmenn í þessu tilliti.
Þegar síðast fréttist frá Fugla-
firði hafði Vmnuveitendasam-
bandið látið undanogþingað með
Verkamannasambandinu, raunar
árangurslaust. En samkomulag
varð hins vegar milli stjórnar fisk-
vinnslustöðvarinnar og verka-
kvenna að þær ynnu, á meðan þess
væri freistað að leysa deiluna, á
tímakaupi, án „bónus“ og þyrftu
ekki að afhenda vinnunúmer.
En í Klaksvík var unnið af fullum
krafti í báðum fiskverkunarstöðv-
um þrátt fyrir átökin í Fuglafirði.
„Flakavirki" P.J.F. Kjölbro er
stærsti vinnuveitandi Klaksvíkur
og þar hittum við Kittý Poulsen að
máli mitt í önn dagsins.
„Bónus er slítandi og
mannskemmandi
launakerfi... “
Hér vinna allt að 150 manns þeg-
ar mest er og togararnir landa. En
að jafnaði vinna hér um 115
manns, u.þ.b. 100 konur og 15
karlar. Bónuskerfið er við lýði í
flest öllum fiskvinnslustöðvum hér
á landi. Það fellur ekki beint undir
samninga. í þeim er einungis samið
um tímakaupið. Hvort unnið er
undir bónusícerfi eða ekki er háð
einstökum vinnuveitendum og
verkalýðsfélögum á hverjum stað.
Vinnunúmerin sem deilt var um í
Fuglafirði er það númer sem hver
kona fær og fylgir með þeim fiski
sem hún hefur unnið úr. Nú er
tímakaupið 56 kr. (sbr. dönsk
króna), eftirvinna 74 kr. og nætur-
vinna 87 kr. á tímann. Bónus getur
hæst farið upp í 19.50 kr. á tímann.
Til að ná góðum árangri í bónus
er best að vinna alltaf sama verkið
og því er ætíð reynt á sömu hluta
líkamans. Bónusinn leiðir til þess
að fólk vinnur hratt en það er Iíka
hætta á að illa sé unnið. Góðar
verkakonur í fullu fjöri geta jafn-
framt því að vinna hratt unnið vel.
En þær sem það ekki megna fá lítið
út úr bónus nema slitið og álagið.
Það er ekkert sem segir að þær séu
verri vinnukraftur en hinar, sé litið
til langs tíma við aðrar aðstæður.
Bónus er slítandi og mann-
skemmandi launakerfi og er til
fyrir vinnuveitandann. En endan-
lega græða hvorki vinnuveitendur
né verkafólk á bónuskerfi. Ég hef
sjálf starfað undir bónuskerfi og
fór illa í herðunum á því. Slíkt held-
ur enginn út nema skamman tíma
og „verkalaunin" eru að fólk slítur
sér út fyrir aldur fram og situr eftir
með vöðvabólgu og slitgigt.
Hér fara nánast allir heim í há-
degismat. Sumir hafa með sér nest-
isbita en hér er einungis aðstaða til
að hita sér kaffi. Því er það svo hér í
Klaksvík að hádegishléið er ein
klukkustund og fimmtán mínútur.
í staðinn vinnum við til klukkan
fimmtán mínútur yfir fimm. Kon-
urnar verða jú að hafa tíma til að
elda ofan í fjölskylduna og ganga
frá áður en þær fara aftur til
„vinnu“.
Annars held ég að vinnuaðstað-
an hér sé á margan hátt góð. Við
vinnum við 18 gráður á Celcíus en
það kólnar stundum hastarlega
þegar stóru hurðimar eru opnaðar
og fiskvagnarnir keyrðir inn. Þá er
eins gott að vera vel klæddur og
helst í færeyskum nærbrókum.
„Ég var á móti
launajafnréttinu... “
Það eru tvö ár síðan launa-
jafnrétti komst hér á milli karla og
kvenna. Frómt frá sagt var ég á
móti því. Ég óttaðist að við kon-
urnar yrðum settar í erfiðisvinnu
meir en áður. Síðan hef ég komist á
aðra skoðun að athuguðu máli og
þá reynslu sem komin er af launa-
jafnrétti. Konur geta að vísu ekki
unnið ýmsa þá erfiðisvinnu sem
karlar geta unnið, en að mínu viti
er það staðreynd að konur eru al-