Þjóðviljinn - 16.11.1983, Blaðsíða 15
1
Miðvikudagur 16. ■ nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN’ — SÍÐA 15
RUV0
Miðvikudagur
16. nóvember
. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum
degi. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Sólveig Ásgeirsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Katrín"
eftir Katarina Taikon Einar Bragi les þýð-
ingu sina (2).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónieikar.
9.45. Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar
syngja.
11.15 Ur ævi og starfi íslenskra kvenna Um-
sjón: Björg Einarsdóttir.
11.45 fslenskt mál. Endurt. þáttur Ásgeirs
Blöndals Magnússonar frá laugard.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
13.30 Amerískir sveitasöngvar
14.00 ÁbókamarkaðinumAndrésBjömsson
sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra
Ingvadóttir.
14.30 Miðdegistónleikar Gideon Kramer,
Kari Leister og Aloys Kontarsky leika „Sögu
hemtannsins", svitu fyrir fiðlu, klarinettu og
pianó eftir Igor Stravinsky.
14.45 Popphólfið - Pétur Steinn Guðmunds-
son.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Sinfóníuhljómsveit
Kölnarútvarpsins leikur Sinfóníu nr. 9 ettir
Franz Schubert; Erich Kleiber stj.
17.10 Síðdegisvakan
18.00 Snerting Þáttur Amþórs og Gísla
Helgasona.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Guðlaug
Maria Bjamadóttir og Margrét Ólafsdóttir.
20.00 Ungir pennar Stjórnandi: Hildur Her-
móðsdóttir.
20.10 Sögur frá æskuárum frægra manna
„Svarta gríman", saga um Bismark eftir
Ada Hensel og P. Falk Rönne Ástráður
Sigursteindórsson les þýðingu sína.
20.40 Kvöldvaka a. Kristin fræði fom. Stefán
Karisson handritafræðingur tekur saman og
flytur. b. Ferðaminning. Siguriína Davíðs-
dóttir les frásöguþátt eftir Guðrúnu Aðal-
steinsdóttur frá Vaðbrekku. Umsjón: Helga
Ágústsdóttir.
21.10 Einsöngur. Nicolai Gedda syngur lög
eftir Mozart, Weber, Goldmark og Wagner
með hljómsveitarundirieik.
21.40 Útvarpssagan: „Hlutskipti manns"
eftir André Malraux Thor Vilhjálmsson les
þýðingu sina (24).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Við - Þáttur um fjölskyldumál. Umsjón:
Helga Ágústsdóttir.
23.15 Islensk tónlist. a. Píanósónata nr. 1
eftir Hallgrim Helgason. Ross Pratt leikur. b.
Fiðlusónata eftir Jón Nordal. Hlif Sigurjóns-
dóttir og Glen Montgomery leika.
23.45 Fréttir. Dagskráriok.
RUV
18.00 Söguhornið Kötturinn sem hvarf -
Myndskreytt ævintýri eftir Nínú T ryggvadótt-
ur. Sögumaður Sigrún Kristjándóttir. Um-
sjónarmaður Hrafnhildur Hreinsdóttir.
18.05 Amma og átta krakkar Lokaþáttur.
Norskurframhaldsmyndaflokkurgerðureftir
bamabókum Anne-Cath Vestly. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision - Nor-
ska sjónvarpið)
18.25 Smávinir fagrir. Smádýr í skóginum
Sænskur myndaflokkur í fimm þáttum. Þýðandi
Óskar Ingimarsson. Þulur Karitas Gunnars-
dóttir. (Nordvision - Sænska sjónvarpið)
18.40 Fólk á förnum vegl Endursýning - 2.
Málverkið Enskunámskeið 126 þáttum.
18.55 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.45 Úr fórum Chaplins Lokaþáttur- Fallnn
fjársjóður
Breskur myndafiokkur um meistara þöglu
myndanna og áður ókunn verk hans. Þýð-
andi Dóra Hafsteinsdóttir.
21.50 Dallas Bandariskur framhaldsmynda-
flokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.35 Úr safni Sjónvarpsins Maður er
nefndur Guðmundur G. Hagalln
Helgi E. Helgason ræðir við Guðmund Glslason
Hagalín, rithöfund. Viðtalið fór fram árið
1971 og var sýnt I Sjónvarpinu það haust.
23.20 Dagskrárlok
f irá lesendum
Skuttogarinn Vigri. - Farðu bara, ég á ekkert í þér.
Vegna ummœla Sverris Hermannssonar
Útgerðarmaður
frá Vestfiörðum
Sjómaður hringdi:
Ekki alls fyrir löngu voru þeir
að ræða saman í útvarpsþætti
Sverrir Hermannsson iðnaðar-
ráðherra og Guðmundur H.
Garðarsson blaðafulltrúi SH.
Sverrir neitaði því í téðum þætti
að hann væri útgerðarmaður en
hverjir skyldu eiga og sitja í
stjórn Ögurvíkur hf. sem hefur
gert út togarana Vigra RE 71 og
Ógra RE 72 um margra ára
skeið? Stjórnarmenn eru þeir
bræður Gísli Hermannsson,
Þórður Hermannsson og Sverrir
Herinannsson, sá sami og sór það
af sér að hann fengist við útgerð.
Fjórði stjórnarmaður þessa fyrir-
tækis er Björn Þórhallsson vara-
forseti ASI, Halldór Þorbergsson
vélstjóri situr þar einnig og þar er
og Hans Sigurjónsson skipstjóri,
Pétur Gunnarsson, sonur Gunn-
ars Jóhannssonar frá Siglufirði.
Þessir menn ásamt öðrum hlut-
höfum eiga Ögurvík og Kirkju-
sand hf. að hluta á móti SÍS
auðvaldinu.
Þessi sami Sverrir Hermanns-
son titlar sig gjarnan Austfirðing
Sverrir sver af sér útgerðina
því hann þarf að snapa þar at-
kvæði. Maðurinn er frá Ögurvík
við ísafjarðardúp, sem er á Vest-
fjörðum eins og allir ættu að vita.
Frekar ætti hann að kalla sig
Reykvíking að hálfu því hann býr
sem kunnugt er í einu helsta
auðmannahverfiborgarinnar. En
útgerðarmaður er Sverrir Her-
mannsson. Það ættu allir að vita.
Gamla kaupfélagið
„Ytri búðin er besta búð í heimi“, sagði Magnús
skáld á Vöglum í Blönduhlíð eitt sinn á góðri
stundu. „Ytri búðin“ var önnur af tveimur verslun-
arbúðum, sem Kaupfélag Skagfirðinga rak þá og
stóð að sjálfsögðu norðar en Syðri búðin, en þó
skammt á milli.
Margt var frumstætt í „bestu búð í heimi“ miðað
við þann útbúnað sem nú þykir sjálfsagður og ómiss-
andi í verslunum en þó munu margir, með vissum
hætti, sakna þeirra. Líklega er Pálmi Eyjólfsson á
Hvolsvelli einn af þeim, en hann hefur sent okkur
eftirfarandi ljóð, sem hann nefnir „Gamla kaupfé-
lagið“:
Gulmálub bárujárnsbygging
með bröttu risi og skúr.
Gluggar með gömlu lagi,
gisnir og lausir við flúr.
Slitnar tröppur úr steini
standa við húsabak,
þar sem að ótaldir áttu
um árin sitt fótatak.
Blá var búðin að innan,
á borðinu lóðavigt.
Strangar af vefnaðarvöru,
viðfeldin búðarlykt.
Olíulampi í lofti
lék þar á stórum krók.
Svolítið púlt við símann
fyrir svarta og þykka bók.
Hérna var hornsteinninn lagður.
Hingað kom afi þinn. -
Trúði að vor fylgdi vetri
verslaði og lagði hér inn.
Öfund hann aldrei þekkti,
sín erindi traustlegur rak.
Og lagði með hæglátum hœtti,
hönd undir Grettistak.
Guðmundur G. Hagalín
Sjónvarp kl. 22.35
Helgi ræðir
við Hagalín
Einu sinni var Sjónvarpið með viðtalsþætti undir
samheitinu „Maður er nefndur“. Þar voru ýmsir
ágætir menn teknir tali. Meðal þeirra var Guð-
mundur G. Hagalín, rithöfundur. Helgi E. Helga-
son, fréttamaður, ræddi við Hagalín árið 1971 og
kom viðtalið í Sjónvarpinu þá um haustið. Nú verð-
ur það endurflutt og -sýnt í kvöld.
Guðmundur G. Hagalín hefur verið einna mikil-
virkastur íslenskra rithöfunda. Fyrsta bók hans,
Blindsker, ljóðabók, mun hafa komið út 1921 og
síðan hver af annarri, stundum allt upp í þrjár á ári.
Eru þær af ýmsum gerðum: smásögur, lengri skáld-
sögur, viðtalsbækur, æviminningar o.fl. Munu
bækur hans verða orðnar yfir 50 auk þýðinga. Eru
afköstin með ólíkindum ekki síst þegar þess er gætt,
að hann hefur sinnt ótal störfum öðrum en ritstörf-
um.
Guðmundur G. Hagalín varð 85 ára þann 10. okt.
nú í haust. Hann hefur löngum, hin síðari árin, setið
uppi í Borgarfirði og unað þar vel hag sínum.
- mhg
skák
Karpov að tafli - 233
Bent Larsen var i miklu formi
á skákmótinu í Buenos Aires.
Eftir að allar biðskákir höfðu
verið kláraðar eftir 7 umferðir
þótti sýnt að hann yrði ekki
stöðvaður. Fyrir biðskákirnar
var hann með 272 vinning af
þrem mögulegum og fjórar bið-
skákir. Hann leiddi allar þessar
biðskákir til lykta einn og sama
daginn, og þegar hann stóð upp
frá þeirri síðustu, vígmóður í
meira lagi hafði hann innbyrt
fjóra vinninga! Hjá Karpov gekk
allt á afturfótunum og það var
ekki fyrr en undir lok mótsins að
rofaði til. „Stakkels lrina“, skrif-
aði Bent Larsen eftir mótið og
skírskotaði þá til þess að i fyrsta
sinn frá því að Irina Karpov gift-
ist heimsmeistaranum hefði
hún fylgt bónda sínum á
skákmót. Nóg um það, niður-
lagið úr skák Karpovs og Quint-
eros í síðustu umferð:
Karpov - Quinteros
32. f5! Hxh7
(Ekki 32. - gxf5 33. Hxg7+
Kxg7 34. Bxf5+ Kf7 35. Dg6+
og mát í næsta leik.)
33. fxg6+ Kg8
34. gxh7+ Kh8
35. Rf4!
- og Argentínumaðurinn gafst
upp. Lokastaðan varð þessi: 1.
Larsen 972 v. (af 13) 2. Tim-
man 9 v. 3. Ljubojevic 8 v. 4,-
5. Karpov og Andersson 772
v. 6.-7. Hort og Najdorf 7 v.
8.-10. Friðrik, Balashov og
Kavalek, allir með 6 vinninga
o.s.frv.
bridge
Flestir kannast við merkingu
orðsins „skákblinda". En það
er einnig til sama hugtakið í bri-
dge (nefnist þar bridgeblinda..).
Eitt frægasta dæmið um
„bridgeblindu" (Vottfest í Enc-
yklo Brittanica of Bridge) kom
fyrir á Evrópumótinu í Aþenu
1971. Og sá lánssami (óláns-
sami?) er enginn annar en okk-
ar Stefán Guðjohnsen.
Spilið birtist á forsíðu Bridge
Magazine í janúar blaðinu
1972:
Á Á10982 ÁG62 G104
Félági þinn opnar á 3
gröndum sem þýðir „solid"
langlitur í láglit. Hvað viltu segja
á spilin?
Nú jæja, Páll B. sagði pass
(hafði steingleymt sagnvenj-
unni). Og út kom hjarta, sem
Stefán drap á ás, eftir nokkra
umhugsun. Tók spaðaásinn,
inná lauf og „trompaði" smáan
spaða. Ekki vildu þeir bresku
samþykkja það (í gröndum),
þannig að spiliö endaði þrjá nið-
ur og Stefán „meikaði" á forsíð-
una á Bridge Magazine.
Annars voru þeir bresku ansi
kurteisir í umfjöllun sína á spil-
inu og lögðu villu Stefáns út á
þann veg, að þegar blindur
lagði upp spilin sín, voru laufin
lengst til hægri (þarsem tromp-
ið á að vera, í litarsamningum)
og mögulega hefði það eitthvað
ruglað sagnhafa í ríminu (Þetta
eru „sjentilmenn“ Stefán, ekki
satt?)
Hendurnar voru þannig:
Á D62
Á10982 5
ÁG62 4
G104 ÁKD97652