Þjóðviljinn - 16.11.1983, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 16. nóvember 1983 ÞJÖÐVILJINN - SÍPA 11
íþróttir ■ Víðir Sigurðsson
1. deild í
Kópavogi!
Fyrsti 1. deildarleikurinn í hand-|
knattleik í Kópavogi verður háður í
nýja og glæsilega íþróttahúsinu við
Skálaheiði í kvöld. Stjarnan úr
Garðabæ, sem þar hefur fengið
heimavöll, tekur á móti ís-
landsmeisturum Víkings og hefst
viðureignin kl. 19.45. Búast má við
baráttuleik, Stjarnan er á uppleið
eftir slaka byrjun og Víkingar hafa
unnið fjóra af fimm fyrstu leikjum
sinum í deildinni.
Bjarni og
Halldór
meistarar
Bjarni Friðriksson, Ármanni, og
Halldór Guðbjörnsson, ÍR, urðu
Reykjavíkurmeistarar í júdó en
mótið var haldið í íþróttahúsi
Kennaraháskólans á laugardaginn.
Þátttaka var heldur dræm og að-
eins keppt í tveimur þyngdarflokk-
um, -5-70 kg og +80 kg.
Halldór sigraði í léttari flokkn-
um, Karl Erlingsson, Ármanni,
varð annar og Hilmar Jónsson, Ár-
manni, þriðji. Bjarni vann í þyngri
flokknum, ÍCristján Valdimarsson,
Ármanni varð annar og Gísli
Wíum, Ármanni, þriðji.
Flokkakeppn-
in er hafin
Fyrstu leikirnir í flokkakeppn-l
inni í borðtennis fóru fram um'
heigina. Úrslit urðu þessi:
1. deild karla:
KRa-KRb..........................6-1
Víkingurb-Örnlnn a................Oí
Víkingur a-Víkingur b............6-0
Kvennaflokkur
UMSBa-Víkingur...............3-0
UMSBa-Örninn b...............3-0
Vikingur-UMSB c..............3-1
Örninnb-UMSBc............... 1-3
Leikir liða frá sama félagi gilda
tvöfalt og liðin mætast ekki aftur.
KR-a og Víkingur-a hafa þar með
hlotið 4 stig í 1. deild karla.
Guðríður Guðjónsdóttir verður at-
kvæðamikil í landsleikjunum ef að
líkum lætur.
Tarantínl
frá
Bastía
Alberto Tarantini, argentínski
landsliðsmaðurinn í knattspyrnu
er hættur hjá franska 1. deildarlið-
inu Bastia eftir aðeins fjögurra
mánaða dvöl, Tarantini, sem lék
um tíma með Birmingham, náði
aldrei að festa rætur á Korsfku og
átti auk þess í rifrildi vegna launa-
greiðslna við stjórnarmenn Bastia
-VS
Þrír kvennalandsleikir í vikunni:
Sjáum hvar
við stöndum
„Þessir leikir eru afar þýð-
ingarmiklir fyrir okkur því nú
fáum við tækifæri til að sjá
hvernig við stöndum
gagnvart hinum Norðurlönd-
unum. Bandarísku stúikurn-
ar unnu Norðmenn og Dani
fyrir stuttu og gerðu jafntefli
við Svía. Okkar stúlkur hafa
sýnt að þær eru reiðubúnar
til að leggja mikið á sig til að
ná góðum árangri og hafa
æft stíft undanfarið“, sagði
Viðar Símonarson landsliðs-
þjálfari kvenna í handknatt-
leik í gær.
ísland og Bandaríkinleika þrjá
landsleiki hér á landi í vikunni.
Annað kvöld verður í Seijaskóla í
Reykjavík, á föstudasksvöld í
Laugardalshöllinni og á laugardag-
inn á Selfossi. Liðið sem leikur
fyrsta Ieikinn var tilkynnt í gær og
verður það þannig útlítandi:
Markverðir:
Jóhanna Pálsdóttir, Val
Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram
Aðrir leikmenn:
Erla Rafnsdóttir, ÍR, fyrirliði
Ingunn Bernótusdóttir, ÍR
Guðríður Guðjónsdóttir, Fram
Oddný Sigsteinsdóttir, Fram
Margrét Theodórsdóttir, FH
Kristín Pétursdóttir, FH
Sigurborg Eyjólfsdóttir, FH
Valdís Hallgrímsdóttir, KR
Eva Baldursdóttir, Fylki
Erna Lúðvíksdóttir, Val
Aðrar í hópnum eru Málfríður
Sigurhansdóttir, KR. Eiríka Ás-
grímsdóttir, Víkingi, Þorgerður
Gunnarsdóttir, ÍR, Rut Baldurs-
dóttir, Fylki og Karen Guðnadóttir
og fá þær allar að spreyta sig í síðari
leikjunum.
Leikirnir eru liður í tveggja ára
prógrammi landsliðsins þar sem
stefnt er á heimsmeistarakeppnina
Eins og kunnugt er mæta FH-
ingar Maccabi Tel Aviv frá ísrael í
Laugardalshöllinni og í Hafnarfírði
í IHF-keppninni í handknattleik
um næstu helgi. Leikið verður í
HöIIinni á föstudagskvöldið og í
Firðinum á sunnudagskvöld.
Forleikir verða að báðum
leikjum, og þeir ekki af lakara tag-
inu. Á föstudagskvöldið verður
kvennalandsleikur milli íslands og
útgáfuna!
Mótabók HSÍ er cnn ekki kom-
in út einsog frægt er orðið og ekki
flýtti innkaupadeild SÍS fyrir.
Sambandið styrkir HSÍ og kostar
prentun mótabókarinnar og
innkaupadeildin stöðvaði prent-
unina i eina tíu daga. Ástæðan
var sú að í fyrri landsleiknum við
Tékka í október lék Einar Þor-
varðarson markvörður í mark-
mannspeysu frá Val með auglýs-
ingu Innkaup. Ekki féll sú fram-
koma í kramið hjá SÍS sem
auglýsir á landsliðspeysunum, og
því var gripið til fyrrnefnds ráðs.
- VS
Bandaríkjanna á undan Ieiknum í
Höllinni og á sunnudagskvöldið
mætast „Gullaldarlið" FH og Vals
frá árunum 1968-77. Eldhressir
unglingar á ferðinni í báðum lið-
um, þeir ætla að sýna nokkrar lauf-
léttar leikfléttur og allir segjast þeir
vera í formi til að taka þátt í Evr-
ópuleiknum á eftir, verði þess ósk-
að!
- VS
Fram á sigurbraut
árið 1985.
-VS
FH—Maccabi um helgina:_
Fjörugir forleikir
„Orrusta eftir að
strlðinu er lokið”
„Mér líður eins og hershöfðingja
sem er að senda liðsmenn sína í orr-
ustu eftir að stríðinu er Iokið“,
sagði Bobby Robson landsliðs-
einvaldur Englendinga í knatt-
spyrnu í gær. England þarf að
treysta á að Dönum mistakist að
sigra í Aþenu í kvöld og vinna síðan
Luxemburg til að komast í úrslit
Evrópukeppni landsliða. - VS
Framarar eru enn á sigurbraut í
1. deild karla í körfuknattleik og á
sunnudaginn unnu þeir Þór frá Ak-
ureyri 80-62 í Hagaskólanum. í
hálfleik var staðan 37-17, Fram í
hag. Davíð Arnar skoraði 18 stig
fyrir Fram, Ómar Þráinsson 17 og
Þorvaldur Geirsson 15. Eiríkur
Sigurðsson var stigahæstur Þórs-
ara með 18 stig, Björn Sveinsson
gerði 16 og Ingvar Jóhannesson 15.
Pórsarar áttu að leika við
Laugdæli á Selfoss í sömu ferð, á
laugardaginn. Bæði Iið mættu til
leiks en engir dómarar þannig að
enginn leikur fór fram. Þórsarar
ætla nú að láta KKÍ greiða fyrir sig
ferðakostnaðinn þegar þeir reyna
öðru sinni að leika á Selfossi.
Staðan í 1. deild er þessi:
Fram................6 6 0 486-366 12
IS..................5 3 2 402-336 6
Grindavík...........5 3 2 349-342 6
ÞórAk...............5 2 3 376-377 4
Laugdælir...........3 1 2 210-190 2
Skallagrímur........6 0 6 333-545 0
- VS.
Þorsteinn Jóhannesson skrifar um landsliðsmál kvenna í handknattleik:_
Bylting — eða hvað?
Á undanförnum vikum hafa málefni
kvennalandsliðsins í handknattleik ver-
ið nokkuð til umræðu. Undirrituðum
þykir sú umræða vera nokkuð einhliða.
Svo virðist sem núverandi landsliðs-
nefnd ætli sér þann hlut stærstan að
gera lítið úr störfum fyrrverandi lands-
liðsnefndar og landsliðsþjálfara. Látið
er að því liggja að allt sé komið á botn-
inn, kvennahandboltinn sé í rúst, en að
nú loksins hafi dugmikil landsliðsnefnd
og hæfur þjálfari fengist til starfa, eða
með öðrum orðum, byltingin er hafin.
Ekki veit ég hvort þetta er gert af
þekkingarleysi, eða hvort það sé virki-
lega skoðun landsliðsnefndar að ekkert
hafi verið unnið af viti undanfarin ár. Ef
þetta er tilfellið, langar undirritaðan til
þess að rifja upp það sem gert hefur
verið undanfarin 3-4 ár.
Eftir tveggja ára algert aðgerðar-
leysi, var ákveðið af þáverandi lands-
liðsnefnd, sem var skipuð þeim Jóni Kr.
Óskarssyni og Elínu Helgadóttur, að
ráða Sigurberg Sigsteinsson sem lands-
liðsþjálfara. Þetta var um áramótin
1979-80, framundan voru leikir við
Færeyjar og þátttaka í Norðurlanda-
móti stúlkna. Þess vegna var valinn stór
hópur, um það bil 30 stúikur, til æfinga.
Allar þessar stúlkur fengu A-landsleiki
við Færeyjar. Sumarið 1980 var haldið
uppi æfingum en því miður féll niður
Norðurlandamót stúlkna, vegna þess
að Norðmenn og Finnar hættu við þátt-
töku.
Næsta verkefni var þátttakan í for-
keppni HM. Leikið var gegn Norð-
mönnum heima og heiman og einnig
var leikinn vináttuleikur við Dani.
Sumaræfingar voru sumarið 1981.
Haustið 1981 var farið til V,-
Þýskalands í 4-liða mót og á
heimleiðinni var leikið við Englend-
inga. Sumaræfingar voru einnig 1982
vegna þátttöku A-liðs í turneringu á
Spáni og unglingalandsliðs á NM á Sví-
þjóð, hvorttveggja í nóvember 1982.
Febrúar 1983 var ieikið gegn Englend-
ingum, og við Dani í apríl, heima og
heiman, vegna þátttöku í undankeppni
HM.
Árangur
Góð stígandi var hjá liðinu á þessu
tímabili og miðað við reynsluleysi, má
telja að árangur hafi verið góður. Liðið
hefur færst nær þeim bestu, og hafa
framfarir liðsins vakið athygli erlendis,
t.d. turneringin á Spáni, svo og hagstæð
úrslit gegn Dönum í Danmörku síð-
astliðið vor.
Fjármál
Helsti höfuðverkur í allri starfsemi
kvennalandsliðsins hafa verið fjármál-
in. Á þessu tímabili, 1980-83, má segja
að liðið hafi sjálft þurft að afla um það
bil 90 prósent af því fé sem þurft hefur,
til þess að standa straum af ferða-
kostnaði, uppihaldskostnaði og
þjálfunarkostnaði. Ég vil halda því
fram að meiri tími hafi farið í að afla
peninga en til æfinga. Landsliðsnefndin
hefur stutt vel við bakið á stúlkunum,
og hafa þau Þórður Sigurðsson, Jón Kr.
Oskarsson, Elín Helgadóttir, Björg
Guðmundsdóttir og Sigurbergur Sig-
steinsson þjálfari unnið geysileg störf
við fjármögnun ferðanna.
Þjálfun
Sigurbergur Sigsteinsson hefur þjálf-
að kvennalandsliðin á þessu tímabili.
Hann hefur unnið gott starf af miklum
áhuga og skilað góðum árangri. Sigur-
bergur er einn af frumherjum um
sumaræfingar hjá handknattleikskon-
um. Honum hefur tekist ótrúlega vel að
nýta erfiðar aðstæður, svo sem húsnæð-
isleysi og þá ákvörðun landsliðsnefndar
að láta velja endanlegt landslið strax
vegna þess hvernig fjármálum er hátt-
að, það er að segja að láta aðeins þær
sem ferðirnar fara safna fé. Eins hefur
Sigurbergur sýnt stúlkunum þá fórnfýsi
að taka algjör lágmarkslaun, varla fyrir
kostnaði.
Húsnæði
Vandamál handknattleiksins númer
1 er húsnæðisleysið, og af því hefur
kvennalandsliðið ekki farið varhluta.
Liðið hefur fyrir velvilja Sigurbergs
fengið æfingatíma á sunnudagskvöld-
um í sal sem er 24x21 m og allir vita
hvað hægt er að æfa mikið í svo litlum
sal. Aðra tíma hefur helst ekki verið
hægt að fá, nema með betli hjá félögun-
um, bæði í formi æfingaleikja og æfing-
atíma.
Liðið sjálft
Þolinmæði stúlknanna sjálfra er með
ólíkindum, það sem stúlkurnar hafa
látið bjóða sér hefur ekkert landslið
annað látið bjóða sér; samanber fjár-
mögnun ferða, æfingaaðstöðu og margt
annað. Landsliðið hefur ávallt staðið
vel saman og verið landi og þjóð til
sóma.
Lokaorð
Ég vona að með þessum orðum verði
núverandi landsliðsnefnd ljóst að
eitthvað hafi verið unnið. Áuðvitað
hefur ekki verið gert nóg, verkefni hafa
verið of fá og ekki hefur verið unnið
nægilega markvisst að því að fá verk-
efni. Ég held þó að með því fyrirkomu-
lagi sem var á fjáröflun hafi verið erfitt
að hafa verkefnin fleiri. Hvort árangur,
þjálfunaraðferðir, liðsval og fjáraflanir
hefðu getað verið betri má deila um, en
ég tel að allt þetta hafi verið viðunandi.
Um byrjunina á starfi núverandi
landsliðsnefndar vil ég segja: Áformin
eru stór, mikið er talað, þjálfunar-
kostnaður óhóflegur, en ef allt tekst
sem talað er um, verða störf nefndar-
innar metin að verðleikum. Um störf
nýja landsliðsþjálfarans vil ég segja:
Byrjunin lofar góðu, landsliðshópurinn
er góð blanda af ungum og efnilegum
stúlkum og reyndum landsliðskonum.
Sumar stöður verða vandamál til að
byrja með því þær stúlkur, sem ekki
gefa kost á sér í landsliðið nú, hafa und-
anfarin ár verið máttarstólpar liðsins.
Með bestu óskum um gott gengi.
Áfram ísland.
Þorsteinn Jóhannesson
fyrrv. landsliðsnefndarmaður.