Þjóðviljinn - 16.11.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. nóvember 1983
Landsfundur ■
Alþýðu-
bandalagsins
17.-20.
nóvember 1983
Dag-
skrá
Fimmtudagur 17. nóvember:
kl. 19:00 Setningarhátíð
í Austurbæjarbíó
kl. 21:00 Að Hótel
Loftleiðum
Kosning fundar-
stjóra
Kosning fundar-
ritara
Kosning kjörbréfa-
nefndar
Kosning nefnda-
nefndar
Skýrslur: Formanns
Skýrslur: Fram-
kvæmdastjóra
Skýrslur: Gjaldkera
Almennar
stjórnmálaumræður
kl. 24:00 Fundi frestað
Föstudagur 18. nóvember:
kl. 10:00 Almennar umræður
kl. 12:00 Hádegisverðarhlé
kl. 13:30 Almennar umræður
kl. 14:30 Lagabreytingar og
skipulagsmál:
Fyrri umræða.
kl. 15:30 Kaffihlé
kl. 16:00 Áframhald fyrri
umræðu um laga-
breytingar
kl. 17:00 Störf nefnda og
hópa
kl. 19:00 Kvöldverðarhlé
kl. 21:00 Störf nefnda og
hópa
kl. 23:30 Fundi frestað
Laugardagur 19. nóvember:
kl. 09:00 Lagabreytingar:
Síðari umræða.
kl. 10:00 Afgreiðsla laga-
breytinga
kl. 12:00 Störf nefnda og
hópa
kl. 12:00 Hádegisverðarhlé
kl. 13:30 Störf nefnda og
hópa
kl. 15:30 Kaffihlé
kl. 16:00 Afgreiðsla nefndar-
álita
kl. 17:00 Kosningar
kl. 20:00 Sameiginlegur
kvöldfagnaður í Fé-
lagsstofnun stúd-
enta.
Sunnudagur 20. nóvember:
kl. 10:00 Afgreiðsla mála
kl. 12:00 Hádegisverðarhlé
kl. 13:30 Kosningar
kl. 14:00 Afgreiðsla
stjórnmála-
ályktunar
kl. 15:30 Kaffihlé
kl. 16:00 Afgreiðsla mála
kl. 18:00 Fundarsiit
Nýsjálenskur Skaftfellingur gerir garðinn frægan í alþjóðlegri keppni
Vann Maraþonhlaup!
Andrew Dennis frá Hala í Suður-
sveit vann hlaupið íklæddur skyrtu
með áskorun um stöðvun
framleiðslu kjarnorkuvopna
Sunnudaginn 6. nóvember var
haldið veglegt maraþonhlaup,
undir nafninu Holgeir danski, í
Helsingor á Sjálandi. Einn af þeim
nálægt 70 hlaupurum sem lögðu af
stað þennan sólbjarta morgun var
Andrew Dennis frá Nýja Sjálandi,
en hann var reyndar skráður til
keppninnar á vegum Úlfljóts, ung-
mennafélags Austur-Skaftafells-
sýslu. Og Skaftfellingar höfðu fulla
áistæðu til að vera ánægðir með
þennan fulltrúa sinn, því að hann
vann glæsilegan sigur í hlaupinu á
tímanum 2.28.47, heilum sex mín-
útum á undan næsta manni.
Saga
togara-
skipstjóra
Örn og Örlygur hafa gefið út
bókina Togarasaga Magnúsar Ru-
nólfssonar, skráða af Guðjóni
Friðrikssyni blaðamanni.
Magnús Runólfsson var alinn
upp í litlum steinbæ við Bræðra-
borgarstíginn, fór til sjós á togara
aðeins 15 ára gamall, tók stýri-
mannspróf og vann sig upp í að
verða togaraskipstjóri án þess að
hafa nokkuð á bak við sig annað en
eigin dugnað og harðfylgni.
Hann varð síðan skipstjóri á
breskum og íslenskum togurum og
lenti í mörgum sjávarháska og
ævintýrum. Á stríðsárunum sigldi
hann 70 ferðir til Englands og
bjargaði þá mörghundruð manns
af sökkvandi skipum og úr sjó. Síð-
ast var hann hafnsögumaður í
Reykjavík og vann þá mikil björg-
unarafrek.
Saga Magnúsar Runólfssonar er
jafnframt saga gömlu síðutoga-
ranna um meira en þriggja áratuga
skeið.
Hlaupinu er ýtarlega lýst í Hel-
singör Dagblad og segir þar m.a.:
„Þó að lengi væri útlit fyrir að
Henrik Albahn tryggði danskan
sigur þá var það Islendingurinn
sem kunni best að nýta kraftana og
tók forystu eftir 34 km og vann
glæsilegan sigur. Eftir 25 km hafði
Albahn 44 mín. forskot en nú var
það spurningin hvort hann gæti
haldið uppi þessum hraða því að
fyrir aftan hann tók íslendingurinn
sig nú út úr hópnum og var alhress
að sjá. Níu kílómetra frá marki
hafði Albahn enn forystu, en nú
var íslendingurinn kominn á fulla
ferð og fór fram úr Albahn, sem
var alveg uppgefinn og varð að
hætta hlaupinu“.
Á meðfylgjandi mynd kemur
sigurvegarinn í mark íklæddur bol
með áskorun um að stöðva út-
breiðslu kjamorkueldflauga. Þess
má geta að í sumar sigraði Andrew
Dennis í maraþonhlaupi á íslandi,
en lítið var minnst á þátttöku hans
og sigur í íslenskum fjölmiðlum.
Ætla að bera
út í vetur
segir Ellen
Símonardóttir
í Árbæjarhverfi
,Já, ég er ákveðin í að vera í
blaðburðinum í vetur og næsta
sumar vegna þess að ég og bróðir
minn erum að safna okkur fyrir
ákveðnum hlut sem við ætlum að
kaupa“, sagði Ellen Símonardóttir
sem ber út Þjóðviljann í Árbæjar-
hverfi.
Við spurðum Ellen hvort ekki
væri erfitt að vakna á morgnana til
að bera út blöðin?
„Stundum, sérstaklega núna
þegar dimmt er frameftir. Ég á að
vera mætt í skólann um kl. 8 á
morgnana og er auðvitað búin að
bera út áður en ég fer í skólann. Ef
færðin er vond getur verið svolítið
erfítt að komast yfír, en annars er
þetta enginn vandi“.
Hvað með rukkunina? Eru ekki
allir blankir núna?
„Það er misjafnt en yfirleitt
gengur mér vel að rukka. Ég hef
líka oft verið spurð hvort ég ætli
ekki að bera út í vetur þannig að ég
held að fólkið sé ánægt með út-
burðinn. Þá er enginn vandi að
rukka“.
Færðu góðan vasapening fyrir
þetta starf?
„Ég er með Þjóðviljann, Tímann
og Alþýðublaðið og fékk eitthvað
um 2500 kr fyrir síðasta mánuð.
Svo hefur þetta verið að smáhækka
eftir að Þjóðviljinn fór að bæta við
sig áskrifendum. Annars borga
blöðin misjafnlega. Þau borga 7% í
rukkun en svo er Þjóðviljinn líka
með vetrarálag frá október og fram
í mars sem er hugsað til að umbuna
okkur yfír háveturinn", sagði Ellen
Símonardóttir í stuttu spjalli í gær.
Ellen Símonardóttir einn af mörg
um blaðberum Þjóðviljans: F.nginr
vandi að bera út ef snjórinn er ekk
nyög mikill. Ljósm. Magnús.
Baldur afgreiðslustjóri bað okk-
ur að koma því áleiðis til allra sem
vildu bera út Þjóðviljann í vetur að
hafa samband við afgreiðslu blaðs-
ins, s. 81333, og láta skrá sig. Sér-
staklega vildi hann benda full-
orðnu fólki á að ekki væri til betri
heilsubót en að bera út blöðin auk
þess sem það gæfí af sér aukapen-
ing í krepputíðinni. -v.
Stuttar fréttir
Beið bana í veiðiferð
22 ára piltur úr Skagafirði varð úti í rjúpna-
veiðiferð í Sæmundarhlíð miðja vegu milli
Sauðárkróks og Varmahlíðar í gær.
Pilturinn fór einn til veiða síðdegis í fyrradag
en kom ekki fram um kvöldið. Var þegar hafin
víðtæk leit, en pilturinn var vanur veiðiferðum
á þessum slóðum. Á annað hundrað manns úr
björgunarsveitum frá Sauðárkróki, Varma-
hlíð, Blönduósi og Hofsósi auk fjölda bænda-
fólks úr sveitinni leitaði í alla fyrrinótt við erf-
iðar aðstæður. Bloti var í snjó, mikið um aur-
skriður í hlíðum og gekk á með hríðarveðri.
Um sjöleytið í gærmorgun fannst pilturinnn
látinn skammt vestan við bæinn Dæli í Sæ-
mundarhlíð. Er talið að hann hafi hrasað illa í
hlíðinni og hlotið bana af.
Stóra skákmótinu
frestað fram í mars
Jóhann Þórir Jónsson útgefandi og ritstjóri
tímaritsins Skákar hefur ákveðið að fresta
stóra skákmótinu sem fyrirhugað var að halda
um næstu helgi. Er meiningin að halda mótið í
mars á næsta ári. Ástæðurnar fyrir frestuninni
munu helstar vera þær að af þeim 1200 fyrir-
tækjum sem skráð hafa sig til þátttöku höfðu
aðeins um 350 greitt þátttökugjöld. f fréttatil-
kynningu frá Skák kemur fram að mótið verð-
ur haldið þegar eftir lok alþjóðalega skákmóts-
ins í Reykjavík sem fram fer í febrúarmánuði.
Frumvörp um sölu
18 ríkisfyrirtækja
í frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að nú sé
í athugun hjá viðkomandi ráðherrum frum-
vörp sem samin hafa verið um sölu bókaútgáfu
Menningarsjóðs, Söludeildar Námsgagna-
stofnunar, Fríhafnarinnar á Keflavíkurflug-
velli, Sölu varnaliðseigna, íslenska aðalverk-
taka, Grænmetisverslunar landbúnaðarins,
Laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði, Áburðar-
verksmiðju ríkisins, Crænfóðurverksmiðju
ríkisins, Tilraunastöðvar Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, Síldarverksmiðja ríkisins,
Lyfjaverslunar ríkisins, íslenskrar endurtryg-
gingar, Skipaútgerðar ríkisins, Ferðaskrifstofu
ríkisins, Umferðarmiðstöðvarinnar í Reykja-
vík, Landsmiðjunnar og Siglósfldar. Samtals
18 fyrirtækja og stofnana, auk þess sem gert er
ráð fyrir sölu hlutabréfa í almörgum fyrirtækj-
um.
Endurkjörinn
formaður Landverndar
„Landnýting og verndun í landnámi Ingólfs"
var aðalumræðuefnið á aðalfundi Landvernd-
ar, sem haldinn var í Reykjavík um helgina.
Fluttir voru fyrirlestrar um efnið og var fundur-
inn vel sóttur. Ályktanir aðalfundarins munu
birtast í Þjóðviljanum síðai.
Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, var
endurkjörinn formaður Landverndar. Kjörnir
voru 5 nýir rrienn í stjórnina en hana skipa auk
formanns: Ágúst Gunnar Gylfason, nemi,
Árni Guðmundsson, formaður Náttúruvernd-
arsamtaka Suð-Vesturlands, Auður
Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, Hákon Sigur-
grímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambands
bænda, Hulda Valtýsdóttir, borgarfulltrúi,
Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðingur, Páll Sig-
urðsson, dósent, Sigríður Einarsdóttir, kenn-
ari og Tryggvi Jakobsson, landfræðingur.