Þjóðviljinn - 16.11.1983, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 16. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
bömum. Ég áfjögurbömog einn
sonur minn sem er trúboði fyrir
Bræðrasamkomuna hefur verið
mikið á íslandi. Fyrst vann ég al-
menn störf í fiski en nú vinn ég sem
eftirlistmaður, leiðbeini við störf
og fylgist með gæðum fram-
leiðslunnar.
Ábyrgðin er því talsverð. En
mér líkar þetta starf vel þó pappírs-
vinnan mætti stundum vera minni.
Samkeppnin á erlendum mörkuð-
um er mikil, og þar getur eitt lítið
bein haft úrslitaþýðingu.
Sá sem er í verkstjórn og eftirliti
verður oft að hafa í sér brotabrot af
sálfræðingi. Það þarf ekki einungis
að fylgjast með og leiðbeina fólki
við vinnubrögð heldur og kemur
það oft í hlut eftirlitsmannsins að
taka á þeim vandamálum og
deilum sem risið geta upp. t>að er
ekki svo óalgengt á vinnustað eins
og við öll þekkjum og ekki síst þar
sem bónuskerfi er við lýði og
stöðugt er verið að keppa við sjálf-
an sig og aðra.
Minn draumur var að skrifa með blýanti og það má segja að hluti bernsku- Það er erfitt að vinna í fiski og ég
draumanna hafi ræst, segir Kittý Poulsen brosandi og mundar blýantinn. held að launin séu nokkuð góð
miðað við það sem gerist. En það
er líka áreiðanlegt að þeir sem
vinna í fiski vinna fyrir hverjum
einasta eyri.
Það er skortur á vinnu hér í
Klaksvík fyrir ungt fólk, því er ekki
skortur á vinnuafli við Fiskverkun-
arstöðina. Tímarnir hafa líka
breyst að því leytinu til að nú þykir
ekki lítils vert að vinna í fiski. Okk-
ur hefur loksins skilist að fiskurinn
er það mikilvægasta í Færeyjum og
undirstaðan fyrir lífi okkar hér.
Allt of fáir fara og læra til fiskverk-
unar og fiskimats. Þó er nokkuð
um það að drengir fara til Noregs
og afli sér þekkingar.
f landinu er ekki enn sem komið
er neinn fiskvinnsluskóli. Um-
ræðan um stofnun hans er enn
þann dag í dag nær því að vera
draumur en veruleiki.
„Svo ég braut blýant-
inn og fleygði honum
langt aftur fyrir
bak...“
Jafnréttismál tölum við ekki
mikið um. Flér er það svo enn á
flestum heimilum, þó bæði hjón
vinni út, að karlarnir setjast bara í
inniskónum í eldhúskrókinn og
bíða eftir mat og þjónustu að lokn-
um vinnudegi. Áuðvitað eru til
heiðarlegar undantekningar en
kannski sanna þær einungis regl-
una. Viðhorfið er að það sé verk-
svið kvenna að sjá um heimilið og
annast uppeldi barnanna, þrátt
fyrir að þeir, sem vilja, sjá að for-
sendur fyrir því eru brostnar.
Það er hvorki talið karlmannsverk
né það heldur karlmannlegt að
standa í heimilisverkum. Það er allt
að því talið skömm ef slíkt fréttist
húsa í millum.
Ef konurnar mótmæla segja þeir
bara: „Þú átt ekki að vinna úti“. En
dæmið er ekki svona einfalt. Stað-
reyndin er sú að flest heimili þurfa
þess með að bæði hjónin vinni úti
eins og nú háttar. Svo konurnar
sitja uppi með tvöfalda vinnu hér
sem svo víða um heim.
Samtíð okkar er í kreppu að
þessu leyti því hvorki karlar né
konur voru alin upp til þess þjóðfé-
lags sem við lifum í nú. En vonandi
batnar þetta með næstu kynslóð
sem ætti að hafa áttað sig á raun-
veruleikanum. Ég hef sagt það í
spaugi að áður fyrr hafi það verið
hrein og bein nauðsyn að vera gift-
ur en nú er það bara gott að eiga sér
mann.
Já, ég er kvenréttindakona. Þeg-
ar ég var ung átti ég þá ósk heitasta
eins og svo margir aðrir að læra;
lesa og skrifa. í þá daga var ekki
um annað að ræða fyrir fólk eins og
mig, hvað þá kvenmann, en að fara
beint að vinna. Svo ég braut blý-
antinn og fleygði honum langt aftur
fyrir bak. Minn draumur var að
vinna einhvers konar skrifstofu-
störf, kunna erlend tungumál og
skrifa méð blýant.
Það má segja að hluti bernsku-
draumanna hafi ræst því nú geng ég
með blýant í höndunum allan dag-
inn.
Handils- og frystivirkið í Fuglafirði:
Kvinnurnar
farnar
til hús
í gjár frættíst úr Fuglafirði, at kvinnurn-
ar, ið starvast á Handils- og frystivirki-
num, vóru farnar í verkfall. Orsekin
skuldi vera, at kvinnurnar ikki vildu ar-
beiða undir ávísari bonusskipan og tær
noktaðu at nýta merkini, ið logd verða í
kassarnar.
Tað gekst okkum illa at Stríðið stendur eftir
fáa nakrar viðmerkingar ollum at doma um eina
úr Fuglafirði. Tað eyd- bonusskipan, har kvin-
naðist okkum hvorki at nurnar nokta fyri at nýta
fáa orðið á stjóran, Egil tey sokallaðu „meíTcT-
Toftegaard, ella á virki- ~ffP, ið log'd véfðaTkas-
sleiðaran, Petur Knud- sarnar. 011 flakavirki ný-
sen. Hesir vóru upptiknir taHésa skipán og léigslln
á fundi allan metir, at tað er nevðuat
seinnapartin. bléði fyri góðsku- og
Uttanumvcgir frættu framleiðslukanningar og
vit frá álitandi keldum í heldtn ti fasTunThesa
Fuglafirði, at kvinnurnar slaþám
noktaðu at arbeiðajgjár, Seinast vit frættu í gjár
samstundis sumleiðslan var formansskapurin i
hévði „ÍklL—teiouim Foroya Arbeiðarafelag á
greitt at um tær ikki ar- Veg til Fuglafjarðar at ta-
~5éiadu undir Ifínum ka Upp samráðingar við
ásettu treytunum—se- Leiðsluna á Handils- og
sTúlHli tær als jkki frystivirkinum, vegna
aTbélSæ arbeiðsfólkið.
Úrkiippa úr Dagblaðínu í Færeyjum þar sem segir frá verkfalli
kvennanna í Fuglafirði á Austurey.
fundi. Það er að vísu satt að þeir
sem hafa sínar skoðanir á hlutun-
um og segia þær verða að hafa
sterk bein. I fámenninu er það ekki
auðvelt að hafa skoðanir sem fjöld-
inn ekki viðurkennir. En ég held að
við séum samt sterkar og það sem
kvenfólkið segir nú er meira metið
en áður var. Við segjum: „Hingað
og ekki lengra“, stöndum við það
og það er hlustað eins og dæmin
sanna.
„Þeir sem vinna ífiski
vinna fyrir hverjum
eyri... “
Ég hef unnið í fiski frá því ér var
18 ára gömul. Það hefur verið mitt
líf ásamt heimili, eiginmanni og
mennt handlagnari og handfljótari
en karlar. Svo hér er um að ræða
hvaða mat við leggum almennt á
þau störf sem unnin eru og hvaða
verðgildi við gefum þeim eigin-
leikum sem hver og einn hefur til
að bera. Verkakvennafélag var
stofnað hér í Klaksvík árið 1922.
Karlmennirnir höfðu stofnað sitt
félag nokkru áður. í samningum
stöndum við saman og þá sitja full-
trúar frá báðum félögum við samn-
ingaborðið.
Það verður að segjast sem er að á
fundum okkar eru konurnar ekki
nógu duglegar að segja sína
skoðun. Það er eins og það er. Það
er hættuminna og auðveldara að
segja skoðun sína yfir kaffibolla
heima í eldhúsi en á opinberum
Hér byrjaði Hreyfill...
... hér er hann nú.
Samvinnufélagið Hreyfill
Ætlar að taka
tölvutæknina í
þjónustu slna
Þegar Samvinnufélagið Hreyfill var stofnað fyrir 40
árum var það eitt meginmarkmið þess, að leigubíl-
stjórar í Reykjavík sameinuðust allir í einu félagi og á
einni stöð, sem rekið væri á samvinnugrundvelli. Töldu
stofnendur félagsins að það fyrirkomulag yrði til ótví-
ræðra hagsbóta, bæði fyrir bifreiðastjóra og viðskipta-
vini. Af því hefur á hinn bóginn enn ekki orðið.
A blaðamannafundi sem þeir
Hreyfilsmenn héldu kom fram, áð
um 30% af akstri bifreiðastjóra
væri „dauður tími“, þ.e.a.s. eyðsla
en engar inntektir. Samt hefur
vinnutíminn alltaf verið að lengj-
ast. Með samvinnu og bættu skipu-
Iagi á að vera hægt að koma í veg
fyrir -þetta. Ef allir ynnu á einni
stöð gæti þessi „dauði tími“ horfið.
Athugun sem gerð var 1980 sýndi,
að með sameiningu væri hægt að
spara á 12. milj. kr. í rekstri og
bættri nýtingu vinnutímans.
Hreyfill hefur nú í athugun, að
taka tölvutæknina í þjónustu sína
svo sem gert hefur verið í
nágrannalöndunum. Mundi það
valda byltingu í afgreiðsluháttum.
Þetta kerfi vinnur með þeim hætti,
að allar þær sendingar, sem bif-
reiðarstjóri er kvaddur til, koma til
hans á prentara í bflnum, en tölvan
sér um að velja næsta bfl á sending-
arstað og hver sending tekur aðeins
örfáar sekúndur. Þessi nýjung á að
leiða til þess, að bflakostur stöðv-
arinnar nýtist mun betur og við-
skiptavinurinn á að vera öruggari
með að fá fljóta og góða afgreiðslu.
Þegar Hreyfill flutti í hin nýju
húsakynni við Fellsmúlann
breyttist öll aðstaða fyrir bif-
reiðastjórana mjög til hins betra.
Þar er ágæt þvottastöð, aðstaða til
smærri viðgerða á nóttu jafnt sem
degi, bensín- og olíusala ásamt
smásöluverslun, rúmgóður og
ágætlega búinn afgreiðslusalur þar
sem bflstjórar geta dvalið milli
ferða, fylgst með sjónvarpi og út-
varpi, stundað spil og tafl o.s.frv..
Þarna er aðgangur að böðum og
þrekþjálfun og kaffistofa, seni
rúmar 35 manns.
Félagsheimili Hreyfils, rúmir
200 ferm. að stærð, auðveldar
mjög alla félagsstarfsemi, sem
raunar hefur alltaf verið mikil.
Starfandi eru bæði taflfélag og
bridgefélag sem tekið hafa þátt í
gagnkvæmum heimsóknum og
keppni við hliðstæð félög á hinum
Norðurlöndunum.
Innlánsdeild var stofnuð í tengsl-
um við samvinnufélagið þegar árið
1951. Vöxtur hennar hefur verið
ör, einkum hin síðari ár og hefur
hún reynst félaginu mikill styrkur
til margháttaðra framkvæmda.
Meðal annars eiga félagsmenn þess
kost að fá þar lán til endurnýjunar
á bflum sínum.
Þegar Hreyfilsmenn stofnuðu fé-
lagsskap sinn fyrir 40 árum ákváðu
þeir að byggja hann á grundvelli
samvinnustefnunnar. Þeir telja
reynsluna hafa sannað, að sú
ákvörðun var rétt. - mhg.
Æskan
Tíunda tbl. Æskunnar er ný-
komið út. Af hinu fjölbreytta efni
þess skal þetta nefnt:
Viðtal þeirra tvíburasystra
Ragnhildar og Steinunnar Ás-
geirsdætra við ömmu sína, Guð-
laugu Helgadóttur, en það er eitt af
Gagnvegaviðtölum, sem nú eru
farin að berast. Rætt er við íþrótta-
mennina Þórdísi Gísladóttur og
Þráin Hafsteinsson. Talað er við
krakka sem liggja á Borgarspítal-
’anum og nokkrir krakkar greina
frá því, hvað þau hafi helst haft
fyrir stafni í sumar. Talað er við
Guðna Kolbeinsson. Grein er um
tónlistarmanninn David Bowie. Þá
er heilmikið viðtal við Ladda. Sagt
er frá vormóti ungtemplararegl-
unnar á Norðurlandi og fjölmargt
efni annað, bæði til fróðleiks og
skemmtunar. - mhg.