Þjóðviljinn - 16.11.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.11.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINn| Miðvikudagur 16. nóvcmber 1983 NOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. JEramkyæmdastjóri: Guöxún Guðmundsdóttir. . ^itstjórar: Árni Bergmann^ Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs; Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geírsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. Iþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson. / ' Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haráldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías. Mar. Aujllvsjngar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónssen. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Jóhannes Harðarson. SimavarsUb-Sigrtður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Husmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ÓW Sigurðaájabr. ' ' Inriheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun; Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóftir^ Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sjmi 81333. Umbrot og setning: Prdnt. Prentun: Blaðaprent h.f.t Bann við kjarnorkuvopnum verði lögleitt Umræðan sem Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins hóf á Alþingi í fyrradag um nýjustu hug- mynd Pentagon þess efnis að æskilegt sé að koma upp í Keflavík eldflaugakerfi með meðaldrægum stýri- flaugum var mikilvæg. Þar fékkst skýr yfirlýsing frá utanríkisráðherra um að aldrei hefði komið til álita að setja hér upp eldflaugar, og það myndi aldrei koma til greina. Geir Hallgrímsson sagði afdráttarlaust að stað- setning eldflauga á íslandi myndi breyta „eðli herstöðv- arinnar“ og brjóta í bága við tvíþætt hlutverk hersins samkvæmt „varnarsamningnum“, það er eins og sagt er „að annast beinar varnir landsins og eftirlit umhverfis það“. Utanríkisráðherra kvað það „óviðurkvæmilegt“ að íslendingar skyldu ekki fá að fylgjast með vangavelt- um, sem snertu öryggishagsmuni þeirra, í bandaríska hermálaráðuneytinu. Hinsvegar Iagði hann þunga áherslu á að þetta væri aðeins ein af ótölulegum skýrsl- um um hernaðarmálefni sem væru skúffumatur í Pen- tagon. Engu að síður er hér um hættulega hugmynd að ræða, og þessvegna full ástæða til þess að mótmæla henni formlega, þannig að ekki leiki hinn minnsti vafi á hvar íslensk stjórnvöld draga markalínuna fyrir banda- rísk hernaðarumsvif á íslandi. Raunar sýnir umræðan á ; Alþingi að nauðsynlegt er að leiða í lög bann við stað- setningu kjarnorkuvopna á íslandi, þannig að það sé aldrei í valdi ríkisstjórnar né einstakra ráðherra að leyfa gjöreyðingarvopn íslenskri lögsögu. Sú skoðun kom frá hjá utanríkisráðherra á Alþingi, að fyrir engan mun mætti skilgreina herstöðvar Banda- ríkjanna á íslandi sem árásarstöðvar. Hann ætti þó að vera betur að sér í umræðum um öryggismál en að láta sér detta í hug að slíkar einfaldanir sé hægt að bera á borð. Herstöðvar Bandaríkjamanna á íslandi eru samskipta-, miðunar- og stj órnstöð í kj arnorkuvopna,- kerfi stórveldisins á Norður-Atlantshafi.Tæknibúnaður' herstöðvanna hér er engu þýðingarminni en sjálfarvíg- ivélarnar, því sá sem gerir árás þarf engu minna að halda á „augum og eyrum“, heldur en sá sem verst. Herstöðvar Bandaríkjamanna á íslandi eru því sam- kvæmt skilgreiningu mikilvægur hlekkur í árásar- og varnarkerfi kjarnorkuherafla Bandaríkjanna. ísland er atómstöð þó að hér séu ekki kjarnorkuvopn. Enda þótt utanríkisráðherra kjósi að kyrja „Gamla Nóa“ í umræðum um öryggismál, þá var auðheyrt á máli alþingismanna að sú mikla umfjöllun sem friðar- og hernaðarmálefni hafa fengið á síðustu árum er farin að skila sér inn í þingsalina. Og enda þótt hér sé margt á seyði í hernaðarframkvæmdum sem draga mun íslend- inga enn frekar inn í hildarleik kjarnorkuvígbúnaðar stórveldanna er engu að síður mikilvægt að Sjálfstæð- isflokkurinn skuli vera reiðubúinn að draga markalín- una einhversstaðar. Það er svo Sjálfstæðisflokknum til lítils sóma að hann skuli hafa tekið að sér sölumennsku fyrir Bandaríkja- her, og reyni að koma í kring nýjum radarherstöðvum og hernaðarflugvelli með tilvísunum til þess hve íslend- ingar muni græða mikið á kaupunum. Hann hefur gefist upp á að ræða málin út frá öryggishagsmunum íslands og NATÓ, en fiskar nú í gruggugum vötnum Aronsk- unnar. íslendingum eru „seldar“ hernaðarframkvæmd- ir í smáskömmtum, án þess að þeir fái nokkurntíma að vita um heildarmyndina og tengsl þeirra við áform Bandaríkjastjórnar um stóraukin umsvif flota og flug- hers á norðurslóðum. klippt íljic 4\)úsljiitgton .poöt THE U.S. Navy this week large fleet of warships in the Medi ment officials in Washington in< about possible military action ii terrorist bombing that killed at lc men, or to preempt another attf Eisenhower and the battleship US a fleet of a dozen ships already nc carriers USS Independence and 1 were reported headed in that dire groups. Altogether, at Ieast 29 N 300 aircraft could soon be in the a The dozen ships near Lebanon precautions in the wake of intell creasing danger from Syrian missneo, imed credit” for the bombing. who did it,” Vessey said. "I 3 urged President Reagan at the for fear that any U.S. mili- iamage prospects for long-term ast. A military response to the i be “counterproductive” and unless “our Marines are in irter. ur cool," said Gerald R. Ford. out in some reckless military w (the Marines) precipitously. It review of our policy — and then or other sources, officials said. The ships are staying “Meél 'the Press” (NCB), said that “several dif- strong action once wc decidb what our policy is.” A Foreign Policy — Or a Recipe for Disaster? Ahyggjur af Reagan Ólíkt hafast menn að. Meðan hinir lítilþægu skriffinnar Morg- unblaðsins halda áfram að leggja margar síður undir málsvörn fyrir Reagan Bandaríkjaforseta (síð- ast í gær tvær síður út af Gren- ada), fyllast blöð austan hafs og vestan af áhyggjum út af af- glöpum þess sama forseta og efa- semdum um færni hans til að bera þá ábyrgð sem embætti hans fylg- ir. Gott dæmi er grein eftir Ro- bert Kaiser sem fyrir skömmu birtist í Washington Post. Par er fyrst varið allmiklu máli til að sýna fram á það, hve heimskulegt það sé hjá Reagan að túlka flókin og um margt aldagömul innan- landsátök í Líbanon sem bandarísk-sovéska glímu og efla bandarískan flotastyrk þar við strendur án þess að hafa hug- mynd um til hvers í raun á að nota hann. Skopstœling sögunnar Kaiser segir í framhaldi af Líb- anonmálum og svo umræðum um vígbúnaðarmál við Sovétríkin: „Sagan? Hún á sér hvergi sýni- legt athvarf í heimsmynd Reag- ans, nema í þeirri skopstældu mynd af henni sem hann hefur dragnast með í höfði sér árum saman. Þetta skaust upp á yfir- borðið í svari á blaðamannafundi við spurningu um það, hvort hann byggist við að ná samkomu- lagi við Rússa um eftirlit með víg- . búnaði á yfirstandandi kjörtíma- bili sínu. „Ég geri mér grein fyrir því, að saga samningaviðræðna á undan- förnum árum hafi mjög dregist á langinn“, sagði Reagan. „En ef þið skoðið sumar viðræður áður fyrr, þá drógust þær ef til vill á langinn vegna þess, að því lengur sem Sovéríkin sátu yfir þeim, þeim mun meir afvopnuðumst við einhliða, og þau komust að því að þau gætu fengið það sem þau vildu barasta með því að bíða“. Fáfrœði Hvenær gerðist þetta? spyr svo Robert Kaiser. „Aðeins í hugar- heimi Reagans sjálfs. Bandaríkin hafa aldrei afvopnast einhliða, við höfum jafnt og þétt bætt kjarnorkuvopnabúr okkar árum saman. Það hafa orðið tafir á við- ræðum um afvopnunarmál en oftar hefur verið um að kenna bandarískum pólitískum aðstæð- um en nokkru öðru.“ Robert Kaiser heldur áfram með þessi mál og segir það al- mannaróm í Washington meðal þingmanna og sérfróðra, að þekking Reagans á vígbúnað- armálum sé skelfilega léleg. Það geri enginn ráð fyrir því að hann viti hvað hann er að tala um og því séu menn hættir að nenna að leiðrétta hann. Kaiser kallar Reagan „hugmyndafræðilegan“ mann af því tagi, sem aldrei láti sig nýjar upplýsingar neinu varða nema hægt sé að nota þær til að staðfesta gamla fordóma. Samanburðarfrœði Um Grenadamálið, sem hefur orðið íslensku Morgunblaði til- efni til sérstaklega innilegra faðmlaga við Reagan, segir Kais- er í Washington Post á þessa leið: Lítum á staðhæfingar stjórnar- innar um að innrásin á Grenada sé réttlætanleg til þess að „koma á lögum og reglu“ eða endurreisa' „stjórnarstofnanir" eða „lýðræð- islegar stofnanir“. Hafa slíkar staðhæfingar einhverja þýðingu? Nei. Reagan á ekki við það, að sérhvert ríki hafi rétt til að grafa undan öðru - hann á við það eitt, að Bandaríkin taki sér rétt til þess í sumum tilfellum. Síðan kemur Kaiser með svofellda tilvitnun: „Við höfum verið beðnir um að veita brýna aðstoð, þar með talda aðstoð vopnaðra sveita... Þessi ákvörðun er í fullu samræmi við rétt ríkja til sjálfsvarnar - eins ríkis sér eða fleiri saman... Þessi ákvörðun tryggir frið... Herlið okkar verður dregið til baka jafnskjótt og háskinn er liðinn hjá.“ Greinarhöfundi finnst illt til þess að vita, að þessi partur úr yfirlýsingu TASS um innrásina í Tékkóslóvakíu 1968 hljómi undarlega líkt málflutningi Reag- anstjórnarinnar um Grenada. „Þetta þýðir,“ segir hann, „að við (Bandaríkin) erum líka orðin hugmyndafræðiríki, sem Iætur sér ekki annt um skikkanlega hegðun á alþjóðavettvangi held- ur eltir einkaskoðanir forsetans á því hvað er rangt og hvað rétt“. Svo mörg eru þau orð í Wash- ington Post. Þess skal getið að málflutning af þessu tagi kallar Morgunblaðið jafnan „saman- burðarfræði“ sem hafi þann til- gang einn að þjóna Rússum. Að vera ekki flokkur Talsmenn Bandalags jafnaðar- manna, sem hélt landsfund sinn ekki alls fyrir löngu, hafa verið nokkuð drjúgir yfir því að þeir hafi fundið rétta leið til að efla samgang milli þingmanna sinna og kjósenda þeirra. Hún er sú að hafa enga milliliði, m.ö.o. engan flokk sem heitið getur. Aftur á móti er mönnum boðið upp á það að koma á opna þingflokksfundi og leggja orð í belg. Þetta hljómar ekkert illa. En þegar efasemdarmenn hafa bent á það, að slíkt flokksleysi þýði í raun og veru að þingmennirnir séu þeir sem ráða, þá hefur orðið fátt um svör sem duga. Svarað hefur verið í þá veru, að þingmennirnir beri ábyrgð gagnvart kjósendum og verði þá að standa þeim reikningsskil gjörða sinna. Og falla ef ekki vill betur. Mestu skipti að búa ekki til óþarfa „milliliði" milli þing- manna og kjósenda með flokks- Stjórn eða þessháttar. Hvaða kjósendur? í þessu er sú þversögn mest áberandi, að Bandalag jafnaðar- manna hefur vitanlega ekki nema takmarkaða hugmynd um þær þúsundir manna sem greiddu því atkvæði í kosningum. Og það væri reyndar vafasamt í landi þar sem kosningar eiga að heita leynilegar ef væri farið að leita að þeim í alvöru. Þar af leiðir líka, að jafnvel þótt áhugamenn nenntu til lengdar að mæta á þingflokksfundi - segjum jafnvel þrjátíu til fimmtíu stykki í hvert skipti - þá getur það lið með engu móti gefið minnstu hugmynd sem marktæk væri um pólitískan vilja kjósenda BJ yfirhöfuð-þótt ekki væri nema vegna þess, að slíkir fundargestir verða varla úr hin- um dreifðu byggðum landsins. Og ógjörningur fyrir þingmenn að vita hvert mark sé á orðum þeirra takandi. Ef til dœmis... Segjum til dæmis að á fund hjá þingflokki BJ eða jafnvel lands- fund mættu 30-40 manns sem gerðu það að tillögu sinni, að Bandalagið beitti sér fyrir sam- einingu Alþýðuflokksins, Banda-1 lags jafnaðarmanna og Alþýðu-; bandalagsins í ein samtök. Og ef það ekki tækist á fjórum árum þá skyldi leggja BJ niður. Það væri hægur vandi að sýna meirihluta handa á lofti á slíkum fundum með slíkri tillögu (eða einhverri annarri). En hvernig í ósköp- unum ætti að bera slíkar sam- þykktir saman við vilja jafnvel þeirra aðeins, sem að öðru jöfnu væru reiðubúnir til að leggja nafn sitt við BJ - að ekki sé talað um kjósendur yfirleitt? áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.