Þjóðviljinn - 26.11.1983, Page 4
Bylgjan rýkur, bylur hvín,
byrgist vík og ögur,
hár þitt strýk ég, heillin mín,
hrundin ýkja fögur.
Fellur ofan fjúk og snær,
flest vill dofa Ijá mér,
myrk er stofa, mannlaus bœr,
- má ég sofa hjá þér?
Hart mig sló oft heimur bráður,
hugarins nóga átta eg pín,
harmi sóar helst sem áður
hýrust móins-beðjalín.
Fljótt sem galdur
framhjá þustur
flýgur skvaldur tvítugs manns,
furðu kaldur feigðargustur
fer um aldinn vanga hans.
Reykjavik.
4 SÍJAÞJÓÐ’Vltj'lNN Helgin 26.-27. nóvember 1983
Astin er líkust blómi, vinátt-
an er eins og tré sem veitir
okkur skjól.
S.T. Cooleridge
,-maeg
sofa
hjá
þér?“
Steinn Steinarr var á sínum tíma þekkt-
astur fyrir nýstárlegt ljóðform, en hann
var jafnframt svo hagmæltur upp á gamla
mátann að enginn gat efast um ljóðsnilli
hans, ekki einu sinni verstu andskotar
nýja ljóðsins. Meðal þess sem liggur eftir
Stein er brot úr Hlíðar-Jóns rímum, og
hér birtum við brotabrot úr þeim.
Lífs um angurs víðan vang
víst ég ganginn herði,
eikin spanga, í þitt fang
oft mig langa gerði.
Bragarföngin burtu sett,
botn í söng minn sleginn,
situr löngum sorgum mett
sál mín öngu fegin.
Brautargengi brestur mig,
bót ég enga þekki,
ó hve lengi þreyði ég þig,
þó ég fengi ekki.
Aldamótamynd frá
Reykjavík. Fremst á
myndinni eru Brunn-
hús (t.h.)og síðan
smiðja Björns B. Hjalt-
ested, en t. v. er íbúðar-
hús Björns sem í sumar
var flutt í Árbæ. Takið
eftir h vað Tjörnin nær
langt þó að uppfy lling í
hana sé þegar hafin.
XJtíí SijSf. Kymumistnn, Reytijavík
Karólína og Musica Nova
Þaö er mikið um að vera í íslensku
tónlistarlífi. Á þriðjudaginn kemur
verða tónleikar í Bústaðakirkju á veg-
um Musica Nova þar sem frumflutt
verða fjögur ný íslensk tónverk. Karó-
línaEiríksdóttirtónskálderformaður
Musica Nova um þessar mundir og við
heimsóttum hana einn dag í vikunni á
Hallveigarstíginn til að forvitnast um
tónleikana, starfsemi félagsins og
hana sjálfa.
- Musica Nova er orðinn nokkuð gamall
félagsskapur, ekki satt?
- Hann starfaði hér á árum áður og sú
starfsemi var mjög blómleg en svo lognaðist
hann út af og dó. Það var svo fyrir þremur
árum og félagið var endurvakið og stóð
Leifur Þórarinsson aðallega fyrir því.
- Er ekki tilgangurinn aðallega að flytja
nýja músík eins og nafnið bendir til?
- Jú, við pöntum ný verk og borgum fyrir
þau og einnig er hugmyndin sú að flytja
erlenda samtímatónlist en af því er alltof
lítið gert. Við erum ótrúlega einangruð að
þessu leyti...
- Þú sagðir að þið pöntuðuð ný verk og
borguðuð fyrir þau. Hvar fáið þið peninga?
- Þetta er ógurlegt basl. Tónskáldasjóð-
ur ríkisútvarpsins lagði út fé fyrir tvö verk í
fyrra og menntamálaráðuneytið fyrir eitt. f
vetur hafa nokkur stórfyrirtæki styrkt okk-
ur og það bjargar okkur alveg.
- Segðu mér af tónleikunum á þriðjudag.
- Já,viðákváðumaðsetjaöllnyjuverkin
í vetur saman og flytja þau á fyrstu tón-
leikunum. Þetta gengur þannig fyrir sig að
flytjendur verkanna panta þau. Trómet
blásarasveitin mun flytja verk eftir Áskel
Másson, Nýja strengjasveitin verk eftir Pál
sínu abstrakt og óarðbær. Eg held að hæfi-
leikarnir til að semja tónverk séu ekkert
kynbundnir en konur hafa átt erfitt með að
sameina sín praktísku störf og tónsmíðar.
Þetta er þó að breytast.
- Það er ekki hægt að benda á margar
konur hér á landi sem eru tónskáld.
- Nei, þær eru mjög fáar. Auðvitað Jór-
unn Viðar. Ég held að það sé helst í Bret-
landi sem konur hafa haslað sér völl á þessu
sviði. Þar eru tvær konur sem eru í hópi
mest metnu tónskálda þjóðarinnar. Önnur
er háöldruð en hin erThea Musgrave, kona
á besta aldri.
- Að lokum Karólína. Byrjaðir þú
snemma að semja tónlist?
- Ég var alltaf að semja lög af og til með-
an ég var í Tónlistarskólanum og þótti ekki
tiltökumál.
- GFr
P. Pálsson, Pétur Jónasson gítarleikari verk
eftir Atla Heimi Sveinsson og John Speight
barytonsöngvari verk eftir Þorkel Sigur-
björnsson.
- Og hvað er svo fleira á dagskrá í vetur?
- Við ætlum að halda upp á 100 ára af-
mæli Antons Weberns með tónleikum og
halda aðra með pólitískri samtímatónlist.
Svo eigum við von á erlendum gestum. Wi-
ener Blokfleuten Ensemble kemur hér í fe-
brúar en þeir hafa sérhæft sig í að flytja
gamla og nýja tónlist fyrir blokkflautur.
Fólk tengir blokkflautur fyrst og fremst við
gamla músík t.d. barokkmúsík en þeir
flytja einnig nýja tónlist með þessu hljóð-
færi. Þá kemur Berwald strengjakvartett-
inn frá Svíþjóð í mars á vegum sænsku
Ríkiskonsertanna. Það er stofnun sem
skipuleggur tónleikahald víða um Svíþjóð
og samskipti við önnur lönd. Þeir hafa gert
mikið af því að kynna íslenska tónlist í Sví-
þjóð og nú ætla þeir að endurgjalda heim-
sóknir íslenskra hljóðfæraleikara með því
að senda hingað þennan strengjakvartett
en borga þó allt sjálfir.
- Hvað ert þú sjálf að semja um þessar
mundir?
- Ég hef lítinn tíma til að semja í vetur.
Tíminn fer allur í kennslu og eitthvað ann-
að. Ég hef þó fengið pöntun frá Svíþjóð um
að semja strengjakvartett og verð að reyna
að finna einhvern tíma til þess.
- Er mikið um svona pantanir?
- Öll íslensk tónskáld fá mikið af pöntun-
um og þá einkum frá Noðrurlöndum, sér-
staklega Sviþjóð.
- Nú vakti verk eftir þig sem flutt var á
Scandinavia Today í Bandaríkjunum mikla
athygli. Færðu engar pantanir þaðan?
- Já, það vakti víst athygli. Mér er sagt
það. Nei, ég fæ engar pantanir þaðan.
— Svo að við víkjum að öðru. Hvers
vegna stunda svo fáar konur tónsmíðar sem
raun ber vitni og hvers vegna er engin kona
meðal stóru tónskáldanna á borð við Bach
og Beethoven?
- Þetta er skrýtin spurning. Tónsmíðar
hafa einfaldlega ekki verið kvennasvið.
Konur Hafa um aldir fengist við praktíska
hluti svo sem barnauppeldi og húsverk en
tónlist er ákaflega abstrakt og ópraktísk.
Það er erfitt að benda á nokkurn hlut sem er
! eins erfitt að festa puttann á. Hún er í eðli
Karólína: Fjögur ný íslensk verk verða flutt á tónleikunum á þriðjudag. Ljósm.: - eik.