Þjóðviljinn - 26.11.1983, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 26.11.1983, Qupperneq 9
« Helgin 26.-27. nóvember 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9 Svavar Gestsson í viðtali um landsfund Alþýðubandalagsins „ Þessi landsfundur okkar stað- festi mjög ákveðið þá stefnu sem hefur verið boðuð alveg frá því í borgarstjórnarkosningun- um í fyrra þegaríhaldið vann meirihluta á nýað eina svarið við framsókn hægri aflanna sé ein- ing og samstaða vinstri manna ”, sagði Svavar Gestsson formað- urAlþýðubandalagsins í upphafi samtals um niðurstöðurlands- fundar flokksins sem lauk sl. sunnudag. „Kjörorðið sem við settum fram á flokks- ráðsfundi 1982 var til orðið af nauðsyn. Ég minnti á það í setningarræðu á flökksráðs- fundinum að hætta væri á því að framboðs- listar í Reykjavík yrðu sex og svo varð því miður þó að fáir væru þá á það trúaðir. Ákall okkar um einingu vinstri manna hafði þó veruleg áhrif og styrkti stöðu Alþýðu- bandalagsins en engu að síður eru vinstri menn nú í mörgum þingflokkum. Nýju flokkunum tókst að kalla til sín kjósendur sem voru orðnir þreyttir á málflutningi og úrræðum sem aðrir höfðu upp á að bjóða”. Það sem skiptir máli þegar rætt er um einingu vinstri manna er að margir straum- ar falli saman í einn streng. Landsfundurinn tók eindregið undir þá skoðun að hlutverk Alþýðubandalagsins sé að beina þeim að fremsta mætti í einn farveg.“ Pólitískur vinstrimeirihluti En hvað er til marks um það í Ijósi þessa 7 sftissa*. / áralHhv?rn'3 srt.U,e9u i landjf r,nnar verdSJn 1S e,nn»gaA’6,n v'Sþuríheré arsým*,6 ský'a f£*Un' n'anná'enskra viT'j'6- fyrir&i9.9f>r*gr»Stri V“Sn'nááaáan<ii*áZn ■ Viljum greiða fyrir samstöðu allra vinstri manna á íslandi landsfundar að Alþýðubandalagið muni leggja áherslu á samstarf og einingu vinstri manna? „Málatilbúnaður okkar er við það miðað- ur að vera samkomulagsgrundvöllur vinstri manna. Tillögur Alþýðubandalagsins eru hugmyndir um áfanga sem eru mikilvægir í stöðunni eins og hún er í dag, og gætu sam- einað þjóðina um pólitískan meirihluta á komandi árum. Þessi málatilbúnaður er í beinu framhaldi af flokksráðsfundinum í iyrra þar sem við settum fram áætlun um þriggja ára áætlun sem var ætlað að verja þjóðina gegn þeirri neyð sem hægri stefnan hefur nú búið alþýðuheimilunum. f Ávarpi til íslendinga sem landsfundurinn sendi frá sér er bent á hversu fráleitt það sé að markaðsöflin geti ráðið við þann vanda sem þjóðarbúið stendur nú frammi fyrir. Þar sem lítið er til skipta verður að jafna á milli og taka á í félagi, því annars gleypir sóunin stóran hluta af því litla sem til er, og bilið eykst milli ríkra og snauðra. Aldrei eru gróðalögmál kapítalismans fáránlegri en þegar smáþjóð þarf að takast á við kreppu í efnahagsmálum. Engum ætti að vera ljós- ara en Islendingum að úrræði í ætt við sósí- alismann geta ein dugað til langframa”. Pótitískur málsvari vinnandi fóiks „f öðru lagi staðfesti landsfundurinn ský- lausa samstöðu Alþýðubandalagsins með verkalýðshreyfingunni í baráttu hennar gegn kaupránsstefnu ríkisstjórnarinnar. Borgaralegir fjölmiðar höfðu gert sér vonir um að Alþýðubandalagið væri að bregðast hlutverki sínu sem pólitískur málsvari vinn- andi fólks í landinu. Þær vonir íhaldsins urðu að engu. í ræðum forystumanna flokksins og forystumanna úr verkalýðs- hreyfingunni kom fram samhljóða vilji til samvinnu á komandi misserum sem hefur það markmið að hnekkja stjórnarstefnunni og þrengja að þeim flokkum sem að ríkis- stjórninni standa”. Flokkur sem gefur af sjáifum sér „í þriðja lagi samþykkti landsfundurinn Ef svo fer fram sem horfir markar þessi landsfundur þáttaskil í þróun vinstri- hreyfingarinnar laga- og skipulagsbreytingar á Alþýðu- bandalaginu. Ég ber fulla virðingu fyrir sjónarmiðum þeirra sem hafa áhyggjur af slíkum breytingum, því að þær bera vott um jákvæða afstöðu til flokksins. Hitt er hins vegar ljóst að ef Alþýðubandalagið ætlar sér stærri hlut en nú á vettvangi íslenskra stjórnmála verður flokkurinn að sýna að hann þori og þoli að gefa nokkuð af sjálfum sér, taka jafnvel áhættu til að gera flokkinn aðgengilegri öðrum íslenskum vinstri mönnum. f lagabreytingunum er því fólgin bein pólitísk skírskotun til allra vinstri manna, sem ég er sannfærður um að hafa þegar tekið vel eftir þeim”. Vill greiða fyrir samstöðu „í fjórða lagi nefni ég ályktanir um þátt- töku Alþýðubandalagsins í jafnréttisbar- áttu kvenna. Þær sýna ásamt ítarlegum samþykktum um umhverfismál, fræðslu- og uppeldismál og húsnæðismál að Alþýðu- bandalagið er alls staðar með í íslenskri þjóðmálaumræðu og er tilbúið til þess bæði í málefnum, mannavali og í skipulagi að greiða fyrir samstöðu vinstri manna á ís- landi. Allar meginályktanir landsfundarins voru samþykktar nær samhljóða. Forysta flokksins fékk afgerandi stuðning. Ályktun um utanríkis- og friðarmál var samþykkt samhljóða eftir nokkrar sviptingar. í landsfundi Alþýðubandalagsins fólst því ákall um sameiningu vinstri manna. Það var rauði þráðurinn í gegnum allan fundinn frá upphafi til enda”. Hægri öflin þurfa áminningu „Verkefnin blasa við. Annars vegar er barátta verkalýðshreyfingarinnar gegn ríkisstjórninni og hins vegar átökin um stöðu íslenskra atvinnuvega gagnvart ein- okunaraðilum og erlendu fjármagni. Það er greinilegt að þessi ríkisstjórn ætlar að velta öllum efnahagsvandanum yfir á herðar launafólks og sér ekkert nema kauplækkun. Hún sér ekki gróða millilið- anna, hún auðveldar innflytjendum aðgang að gjaldeyriseign landsmanna, hótar svo- kallaðri frjálsri verðlagningu frá 1. febrúar og hinn nýi formaður Sjálfstæðisflokksins vill hömlulausa útfærslu bankanna á sama tíma og hann ógnar láglaunafólki með stað- bundnu atvinnuleysi. Þau stjórnmálaöfl sem nú ráða ferðinni ala kerfisbundið á vantrú á íslenskum at- vinnuvegum, en þannig vilja þau ryðja brautina fyrir erlent fjármagn og aukna hernámsvinnu. Það eru þessar óveðursblikur sem íslend- ingar verða nú að horfast í augu við, og margir líta til Alþýðubandalagsins og vilja að það geri sitt til þess að skýla fyrir hægri óáran í efnahagslífinu. Ég tel að eftir þenn- an landsfund okkar sé Alþýðubandalagið betur í stakk búið en áður til þess að takast á við þann háska sem fylgir stjórnarstefn- unni. Þjóðarbúskapur okkar hefur orðið fyrir áföllum en stjórnarstefnan magnar þau með árásum sínum á verkalýðs- hreyfinguna. Þess vegna er hætt við því að hér séu framundan kostnaðarsöm átök fyrir alþýðuheimilin og ríkið. Augljóst er að ríkisstjórnin mun ekki láta sér segjast nema vinnandi fólk sýni það vald sem býr í sam- stöðu launamanna, en þeir eru yfirgnæf- andi meirihluti kjósenda, um 80 þúsund manns. Ég hygg að það gæti verið hollt fyrir hægri öflin að fá áminningu um að þetta vald er fyrir hendi, því það er engu líkara en þau hafi nú gleymt þeirri lexíu sem þau lærðu fyrir 40 árum og fengu að rifja upp 1978. Hitt er líka ljóst að við sjálf getum margt lært af því tímabili sent liðið er frá 1978 og þá lærdóm höfum við verið að til- einka okkur”. Markar þáttaskil í þróun vinstrihreyfingar Svo er að heyra að Alþýðubandalagið ætli sér að byrja endurskoðun stefnuskrár. Er ekki við nóg annað að fást en „nafla- skoðun”? „Það er greinilegt að mikið starf er fram- undan á komandi ári. Það reynir á flokkinn og verkalýðshreyfinguna meira en nokkru sinni fyrr. í baráttu næsta árs ræðst það að verulegu leyti hvernig síðustu 15 ár aldar- innar verða hér á íslandi. Alþýðu- bandalagið mun í samræmi við ákvarðanir landsfundar síns leggja höfuðkapp á starfið útávið, en við munum einnig kalla til fjölda fólks til þess að ræða um stefnuskrá Al- þýðubandalagsins sem ákveðið hefur verið að taka til endurmats. Allar aðstæður í ís- lenskum stjórnmálum eru þannig að þjóðin þarf að eignast mikið sterkara Al- þýðubandalag sem getur boðið miskunnar- leysi fésýsluafla byrginn. Ég hef setið alla landfundi Alþýðubanda- lagsins frá upphafi og á þeim tíma, fimmtán árum, hafa orðið miklar breytingar á þjóðfélaginu og flokknum. Eftir þennan landsfund getum við sótt fram á grundvelli mikillar reynslu í stjórn og stjórnmálaand- stöðu. Ef svo fer fram sem horfir markar þessi fundur þáttaskil í þróun íslenskrar vinstrihreyfingar. Stefnuskrárumræðan hefur ekki einasta þann tilgang að sameina fólk urn svipuð viðhorf til vandamála líðandi stundar, held- ur er henni ekki síður ætlað að skýra fram- tíðarsýn íslenskra vinstri manna og gera grein fyrir því íslandi og því þjóðfélagi sem við viljum að þróist fram á nýja öld: Friðlýst og fullvalda samfélag jafnréttis og lýðræðis. Við leysum aldrei hin erfiðu viðfangsefni daglegrar baráttu nema við eigum framtíð- arsýn sem gefur okkur von og afl til átaka”. -ekh.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.