Þjóðviljinn - 26.11.1983, Page 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. nóvember 1983
Arni
Bergmann
skrifar
bókmenntir
urson sinn, sem er oröinn mikill
húskross á fylliríum áöur en lýkur,
bfladellu Hlyns, snargeggjaða kók-
drykkju nískrar fjölskyldu á Þor-
láksmessu.
Samúðin
Gamanmál sögunnar eru ekki
eins ærslafengin og í „Þetta eru
asnar Guðjón“ - enda eins gott, því
rammari hnútar eru bundnir bragg-
afólkinu en nýlegri útflippandi
kynslóð menntskælinga. Einar
Kárason hefur, eins og fyrr segir,
utangarðsfólk milli handanna. En
hann vill bersýnilega forðast þá
eftirlætisiðju margra raunsæishöf-
unda að vísa með lýsingu sinni;
beint á þjóðfélagslega sökudólga,
sem bera ábyrgð á volæði. Hitt er
svo ljóst, að sögusamúðin er með
braggafólkinu, þó nú væri. En
þessi samúð er nokkuð svo kald-
tempruð. Lesandinn getur stund-
um verið á báðum áttum um það
hvort hann sér skopleikinn fremur
en harmleikinn í því sem fram fer.
Gerir reyndar ekkert til þótt hann
lendi í þeim bobba, líklegast að
hann verði fyrir bragðið enn
áhugasamari um braggahverfið.
Að lokum skal minnst á einn
kafla bókarinnar þar sem kostir
sögunnar í frásagnargleði og sam-
þjöppun koma einkar skýrt fram.
Hann segir frá „degi í lífi“ bragga-
búa, mánudeginum þe'gar Baddi og
Grjóni seldu Vísi sem þeir áttu að
bera út, brutust inn í geymslur í
Listamannablokkinni er Hregg- j
viður setti heimsmet í kúluvarpi !
sem var byggt á vitlausri kúlu, þeg-
ar Diddi litli var fullur og Lína spá-
kona kvað í kútinn kvörtunarnefnd
úr fínna húsi með mælsku sinni. Og
verður gaman að fylgjast með því
hvað höfundur gerir næst við þá
súpu sem nú kraumar glatt á hans
hlóðum.
ÁB.
lítið utanveltu sumir. Aftur á móti
verður lýsing á bálför sænsks vík-
ingahöfðingja austur á Kúrlandi
mjög vel virk í sögunni - sjálfur
atburðurinn hinn hrikalegasti, og
tengist um leið við örlög sögu-
mannsins, Ubba Ragnarssonar:
það er ambáttin sem á að deyja
með höfðingja sínum sem verður
konan hans elskuleg, Tófa.
Persónur
Enn misjafnari verður árangur-
inn þegar nútímamaðurinn fer að
skoðast um í hugarheimi víkinga-
aldarfólks. Verst gengur Jónasi -
eins og reyndar mörgum höfund-
um öðrum sem hafa notað efni úr
fornbókmenntum - þegar tilfinn-
ingamál eru á dagskrá, þá gerist
nútímamaðurinn frekastur til fjörs-
ins og breiðir út sinn skilning og sitt
málfar. Það er hinsvegar miklu
minna um slík vandræði þegar
komið er að bardögum og víga-
mennsku, ránum og nauðgunum
og öðru þesslegu; þar er höfundur
miklu betur settur og tungutak
hans allt miklu sterkara og betur
sannfærandi.
Persónulýsingar eru fremur tví-
víðar en þrívíðar og þá athyglis-
verðust lýsingin á ívani beinlausa,
bróður sögumanns, miklum hag-
leiksmanni og herstjóra og í raun
útsmognum valdapólitíkus. En
Ubbi sjálfur er sá sem látinn er
skipta mestu máli - sonur víkinga-
höfðingja og friðsemdarkonu, sem
klerkar segja einn þeirra sem sé
kristileg sál í eðli sínu. Hann er
teygður á milli tveggja heima, er
kristinn bóndi heima fyrir en varg-
ur í hernaði og nauðgari - fær þó
kristileg iðrunarköst einatt þegar
vígamóður og annar losti er runn-
inn af honum. Höfundi hættir til að
ofsegja um þessa hluti, útskýra
óþarflega margt, en engu að síður
verður lesanda ýmislegt eftirminni-
legt úr þessari sálarstyrjöld, sem er
sannfærandi svo langt sem hún
nær.
Fjallar sagan þá um átök heiðni
og kristni í huga eins þeirra, sem
var blendinn í trú á víkingaöld? Að
nokkru leyti - en það væri misskiln-
ingur að leggja of mikið upp úr
þessum hlutum sem kjarna máls-
ins. Miklu líklegra er að Jónas
Kristjánsson hafi blátt áfram viljað
bregða á leik með þekkingu sína á
þessum tíma sér og öðrum „til fróð-
leiks og skemmtunar" eins og þar
segir: hvað er hægt að komast með
efnivið þennan? Þó nokkuð, já þó
nokkuð langt, svarar einnig sá, sem
hefur nokkra tilhneigingu til að
tortryggja sögulegar skáldsögur
yfirhöfuð.
vitum ekki enn hvert höfundur ætl-
ar sér.
Hópur og
einstaklingar
En skemmtileg er þessi saga og
fjörið gott í frásögninni, sögu-
ramminn fýllist greiðlega af hús-
um, pollum, lykt, ljósi - og fólki.
Það er galli á mörgum „hópsögum"
að einstaklingar vilja í þeim eins og
hverfa í hópinn, í „andrúmsloftið"
en sá háski er hér ekki verulegur.
Höfundur hefur einmitt augljósan
áhuga á að sérkenna persónur sínar
með vissum ofstopa í viðbrögðum
þeirra við uppákomum lífsins - og
hefur þar eftir takmarkaðan áhuga
á því hvunndagsfólki úr hinum lit-
litla meirihluta sem hefur lengri
eða skemmri dvöl í braggahverf-
inu. Sama hvort er um að ræða fót-
boltaofstopa strákanna, takmarka-
laust eftirlæti Línu við Badda dótt-
Afsonum
Ragnars
loðbrókar
Jónas Kristjánsson.
Eldvígslan.
Söguleg skáldsaga.
Bókaklúbbur Arnar og
Örlygs 1983.
324 blaðsíður.
Þessi saga er réttlætt á þann hátt,
að kristinn víkingur frá Danmörk,
Ubbi sonur Ragnars loðbrókar,
hefur leitað skjóls í írsku klaustri
og er hvattur til að skrifa ævisögu
sína. Og hefur að sönnu úr nógu að
moða, því margt hefur á daga hans
drjfið.
Höfundur gefur mikið rúm
kynningu víkingaaldar á Norður-
löndum í fyrsta hluta bókarinnar
sem fjallar um uppvaxtarár Ubba í
Hleiðru, kynningu á híbýlum og
búskaparlagi, veislum og leikjum,
heimkomu víkinga úr hernaði og
fleiru þesslegu. Svo líður fram tím-
inn og Ubbi er sjálfur orðinn þátt-
takandi í atburðum, hann er með í
Frakklandsferð þegar Parísarborg
er tekin og brennd og hann fer í
leiðangur austur í Svíþjóð og Kúr-
land, bæði til að hjálpa til við að
hressa upp á kristindóm og aðstoða
hálfbróður sinn við skattheimtur.
Hann er einnig með í för þegar
bræður hans taka austurhéruð
Englands og setja upp ríki þar en er
út úr þeim hildarleik árið 874 og
klausturhvíld feginn á írlandi,
enda ekkjumaður barnlaus með
margt óuppgert við Hvítakrist.
Fræði og
skáidskapur
Það er um margt skemmtilegt að
fylgjast með því, þegar fræðimaður
tekur upp á því að sigla skáldskap-
arskútunni um sjó sinna fræða.
Fylgjast með því, hvernig tekst að
bræða saman staðgóða þekkingu á
fornum sögum, sögu, þjóðlífshátt-
um víkingaaldar og viðhorf og
reynslu samtímamannsins. Verk-
efnið er í senn þakklátt og erfitt.
Þakklátt vegna þess, hve miklu af
góðu söguefni hinir fornu textar
miðla og vegna þess að fáir okkar
komast hjá því að hafa áhuga á
þessum fjarlægu, grimmu og ævin-
týralegum tímum. Erfitt vegna
þess, hve óralangt sögufólkið er frá
okkur og þar eftir erfitt að vita
nokkuð með sanni um hugarfar
í kröggum
í bröggum
Einar Kárason.
Þar sem djöflaeyjan rís.
Mál og menning 1983.
208 blaðsíður
í fyrstu bók sinni, Þetta eru asn-
ar Guðjón, dró Einar Kárason upp
háðska mynd af ýmislegu villuráfi
eigin kynslóðar og hafði einn ráð-
lítinn nýstúdent að samnefnara
einskonar fyrir liðið. í þessari nýju
bók hverfur Einar lengra aftur í
tíma og skrifar hópsögu um bragg-
ahverfi eftirstríðsáranna, athvarf
utangarðsmanna, sérvitringa og
’annarra fátæklinga. Lýsir hvunn-
idagsleika sem er snúinn saman úr
drykkjuskap, slagsmálum, nokkuð
augljósu kvennafari, klögumálum
yfir krakkaandskotunum, stríði
þeirra við íbúa betri húsa, lögreglu-
heimsóknum - og samstöðu í sport-
Fjölskyldan
Ein fjölskylda situr í sögumiðju
og tekur til sín mesta athygli -
Tommi karlinn sem rekur litla búð
þar í hverfinu, konan hans, spá-
konan Lína, og dotturbörn hennar
sem eru komin í heiminn með að-
stoð ýmissa útlendinga. Þetta fólk
á sér óðal í stórskrýtnu forsköluðu
timburhúsi í braggahverfinu miðju
og þangað liggja margir straumar
því þau Tommi eru á sinn hátt
bjarghringir í eymdarelgnum allt
um kring. Þar í „Gamla húsinu“
eiga harðsvíraðir strákþrjótar og
síðar glæponar eins og Grjóni at-
hvarf, þar er fundið upp á því eina
félagslega framtaki sem braggabú-
um dugar til nokkurs - stofnun fót-
boltafélagsins Kára. Braggabörnin
eru fyrirfram sek í hverju máli, en í
fótboltanum einum eiga þau sér
nokkra uppreisn. Allar persónur
bókarinnar eru í einhverjum tengsl-
um við þetta hús - ekki bara Tóti
frændi og Fía, sem eru sjúklega
nísk og komast í nýja blokk
skammt frá, heldur og Hreggviður,
sá drykkfelldi kúluvarpari, Hlynur
hinn laghenti, meira að segja Sæ-
unn kattakerling, sem brann inni.
Einar Kárason kann vel með
þennan efnivið að fara. Hann hefur
kosið sér þá leið að líkja eftir
Einar Kárason.
endurminningum - þó með þeim
hætti að sögumaður er horfinn á
bak við einhvern forvitinn náunga
sem heyrir margt og sér, þó ekki
allt. Það er í þessum anda, að hann
fer frjálslega með tímann, hneigir
sig ekki fyrir almanakinu. Sagan
hefst á fyrstu jólunum sem haldin
eru í Gamla húsinu, smíðasaga
þess kemur nokkru síðar, og það er
ekki fyrr en eftir svosem hundrað
síður að lesandi fréttir, hvernig
stendur á þessum skrýtnu hjónum,
Tomma og Línu - og þá að gefnu
tilefni. Þessi sami stjórnandi sög-
unnar getur svo átt það til að skjóta
inn fréttum af sögufólkinu sem eru
nær okkar en sögutíminn og gefur
þar með til kynna að hann hefur
ekki sagt skilið við hverfið þegar
þessari bók lýkur. Lesandinn getur
bersýnilega búist við framhaldi,
þótt ekki sé það tekið fram sérstak-
iega - og þar með verður að bíða
með umfjöllun ýmissa atriða - við
Jónas Kristjánsson
þess — nema þá kannski að ^>ví er
varðar vígaferli og garpskap.
Og hvernig tekst þá Jónasi Krist-
járnssyni, margfróðum handrita-
meistara, að kveikja saman þessa
þræði? Það er skemmst frá að
segja, að niðurstaðan er einkar
læsileg bók og oft „spennandi“
með þeim hætti sem gerist í sögu-
legum skáldsögum: ekki þarf að
kvarta yfir atburðaleysi. En í ein-
stökum þáttum gengur verk hans
misvel. Til að mynda er alloft
brugðið upp myndum af hvunn-
dagslífi og siðum víkingaaldar, sem
bera sterkan keim fræða: það er
sagt frá vinnu þræla, undirbún-
ingi víkingaferða, veisluhöldum og
skemmtun, húsagerð í víkingabæ
og fleiru þesslegu. Þessir kaflar eru
góðir fyrir sinn hatt en kannski dá-