Þjóðviljinn - 26.11.1983, Síða 20
Veistu...
að Brattagata í Grjótaþorpi í
Reykjavík var oft nefnd
Rósustígur á fyrri öld, eftir
skörungskerlingu sem bjó í
húsi við götuna.
að þar sem nú stendur húsið
Vinaminni í Grjótaþorpi
. (Mjóstræti 3) var bærinn
Brekka. Þar bjó Sigríður Ein-
arsdóttir, en um hana var
frægur húsgangur ortur: „Sig-
ríður, dóttir hjóna í Brekku-
bæ, sú kann að gera skóna,
ha-hæ, ha-hæ“, o.s.frv.
að Óli skans sem kvæðið er um
bjó í Skansinum, sem enn
stendur í landi Bessastaða á
Álftanesi. ÓIi var kotbóndi og
kenndur við Skansinn.
að Frakkastígur í Reykjavík er
kenndur við Franska spítal-
ann neðst við götuna, en það
hús hýsir nú Tónmenntaskóla
Reykjavíkur.
að Eimskipafélag íslands er
stofnað í Fríkirkjunni í
Reykjavík.
að Bókhlöðustígur í Reykjavík
er nefndur eftir Bókhlöðu
Menntaskólans í Reykjavík
sem yfirleitt er kölluð íþaka,
en enskur maður arfleiddi
skólann að peningum til þess
að húsið mætti rísa.
að elsta bókasafnshús hér á landi
er í Flatey á Breiðafirði.
að gamli Glaumbær, sem á að
hýsa Listasafn ríkisins í fram-
tíðinni, var upphaflega íshús
og var þá kallað Herðubreið.
að Tónlistarskólinn í Reykjavík
hóf göngu sína í Hljómskál-
anum við Tjörnina árið 1932.
að fyrsta myndastyttan eftir alís-
lenskan mann', sem reist var í
Reykjavík er stytta af Jónasi
Hallgrímssyni sem nú er í
Hljómskálagarðinum. Hún
var sett upp árið 1907 og var
þá á lóð svokallaðs Gunn-
laugssenshúss.
að tvö fræg skáld á síðustu öld
bjuggu í Fjalakettinum við
Aðalstræti, sem reyndar var
kallað Hákonsenshús um það
leyti. Þetta voru þeir fjandvin-
irnir Sigurður Breiðfjörð og
Jónas Hallgrímsson.
bæjarrölt
Nú er tæpur mánuður í vetrar-
sólstöður og verður æ erfiðara að
vakna á morgnana og æ betra að
kúra undirheitri sænginni. Ég tek
mér yfirleitt hálfan annan tíma til
að vakna, læt útvarpið vekja mig
upp úr sjö og er svo að smávakna
og smásofna á víxl til klukkan
hálf níu. Þá hef ég mig yfirleitt
upp þó að ekki sé það einhlítt.
Ég vakna allvel við fyrstu frétt-
ir kl. 7.10ensteinsofnasvoíbæn-
inni nema í henni sé pólitískur
áróður sem kemur fyrir. Oftast
verð ég svo strax var við þáttinn
Á virkum degi en greini þó stund-
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. nóvember 1983
Nr. 399
sunnudagskrossgatan
Morgunseremómur
um ekki á milli drauma minna og
hans. Um daginn heyrði ég t.d.
konu spyrja þessarar spurningar í
þættinum: „Hver er lágmarks-
kurteisi húsmæðra sem bjóða
gömlum konum í jólakaffi?" Ég
veit ekki nema þetta hafi verið
draumur.
Mesta hættan er á ferðinni þeg-
ar morgunleikfimi Jónínu Bene-
diktsdóttur byrjar því að þá
hættir mér við að seilast í útvarp-
ið og skrúfa alveg niður í þvi og
steinsofna sfðan. Jónína fer
nefnilega dálítið í taugarnar á
mér. Hún er svo ógeðslega hress
og heilbrigð. Svo segir hún líka
„hæg-vinst, hæg-vinst“ þegar hún
á við „hægri-vinstri, hægri-
vinstri". Þessi asi fer í taugarnar á
mér. Jónína á stundum sök á því
að ég kem of seint í vinnuna.
Blessuð stelpan.
En um kl. hálf níu tek ég sem
sagt á öllu því þreki sem ég á til,
velti sænginni ofan af mér og rís
úrillur upp við dogg og sit stund-
arkorn á rúmgaflinum áður en ég
Iæt til skarar skríða og stend upp.
Svo klæði ég mig hægt og bítandi,
fer inn á baðherbergi, þvæ stír-
urnar úr augnkrókunum og pissa.
Þegar hér er komið sögu er
skapið að komast í gott lag. Kon-
an er löngu komin á fætur og búin
að hita kaffi og setja súrmjólk,
smjör og ost á eldhúsborðið. Það
er góðra gjalda vert og ég get sest
beint að morgunverði og dag-
blöðum. Yfirleitt er þó stjúp-
sonur minn einmitt með það
blað, sem ég vildi fyrst Iíta í, og
stundum ríf ég það af honum með
frekju. Á þessum tíma dags verð-
ur mér stundum á að gefa frá mér
viss búkhljóð og yfirleitt kem ég
því yfir á stjúpsoninn með
meinfýsnu glotti og er þá óðar
kominn í ljómandi skap. Hann
tekur því sannarlega ekki með
þegjandi þögninni og baunar ein-
hverju illyrmislegu á mig í stað-
inn. En allt er þetta þó góðlátlegt
og notalegt.
Klukkan fimm mínútur fyrir
níu er allt tilbúið til brottfarar
nema þá daga sem Jónína hefur
látið mig sofá yfir mig. Og þá er
haldið út í myrkrið og morg-
unsvalann og sest inn í ískaldan
bílinn. Nokkur tími fer í að koma
honum í gang og svo er brunað í
Síðumúlann og smám saman fer
miðstöðin að gefa frá sér hita. f
vinnunni þarf líka ákveðnar ser-
emóníur til að komast í gang.
Fyrst þarf að fá sér kaffi og í pípu
og grandskoða morgunblöðin.
Þegar loks er sest við ritvélina
er farið að skíma vel af morgni.
- Guðjón.
/ Z 5 v— r ; 7- <V 9 JO 3— V II
31 V W~ 3 6 ir~ J+ (s> T~ /r 12 s t>
/(* 77~ /s 18 19 20 V- (? 3 r 10 // 3 T'
£ S' (p + V 6~ 2 7 2/ 2/ t, s? 2 V-
zz i? V V- 2 7 n V 23 W 7 zi s 7
K 9- iT (o 3 V 2 7 23 ?- s- 7- 23
J(? Z 12 R? H> 18 ZS /8 s? £> v 5 T~
é> V 2J 19 G 22 21 V 3 22 jT /5
7 V s? W 9* V / 7 /<Á d 26 22
9 jsr á> é> V 3 2 7 21 & 2 'Y'
2 2? T T /5' // r 7 23 21 <2 3 28 w
7 2! Zt W J9- 3 /</■ S? s s V /0 "m
5" V 30 5 6 V IO R/ 29 3 2 7- H u ~T~
aábdðeéfghiíjklninoóprstuuvxyýþæö
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá kven-
mannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj-
ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 399“. Skila-
frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
3 7 2/ ó~ 9 28 3/ 3 26
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti
hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er
sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp
því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því
eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt.
Verðlaunin
Verðlaun fyrir krossgátu nr.
395 hlaut Ragnar Hansen,
Háaleitisbraut 57, 105 Rvík.
Þau eru bókin Mómó eftir
M. Ende. Lausnarorðið var
Völuspá.
Verðlaunin að þessu sinni er
Poppbókin eftir Jens Guð-
mundsson en hún er nýkom-
in út hjá Æskunni.