Þjóðviljinn - 08.12.1983, Síða 16

Þjóðviljinn - 08.12.1983, Síða 16
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mónudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Vilhjálmur Egils- son hagfrœðingur Vinnuveitenda- sambandsins: Fella gengið á morgun - Ég myndi telja þörf fyrir gengisfellingu strax á morg- unm sagði Vilhjálmur Egils- son hagfræðingur Vinnu- veitendasambandsins I við- tali við Þjóðviljann. - Ýmislegt af því sem ég benti á sl. sumar hefur komið fram í geng- isþróuninni. Ég hef alltaf talið að gengislækkunin hafi verið of lítil í sumar. Hins vegar hefur spá Pjóð- hagsstofnunar að miklu leyti ræst. Þannig hafa togararnir ekki verið seldir á uppboði eða stöðvast með öðrum hætti. Spurningin er sú hvort grundvöllur sé fyrir hendi um fast gengi eða ekki. Ef grundvöllu- rinn er ekki fyrir hendi springur þetta fyrr eða síðar, sagði Vil- hjálmur Egilsson hagfræðingur. Vilhjálmur sagði ennfremur að tölur Seðlabanka um breytingar á raungengi íslensku krónunnar (87.8 stig á fyrsta ársfjórðungi, 93.2 stig á fjórða ársfjórðungi) segðu ekki alla söguna. Éessi mæ- ling væri vísbending og ekkert meira. Sú mæling sem segði mest um þessa gengisþróun væri fram- leiðslukostnaðarvísitala, en hún væri ekki mæld hér á landi. -óg Sjá 3 Orkukostirnir á Reykjanesi gefa okkur möguleika umfram aðra Þannig lítur Sandhverfan út, en hún er sjaldgæfur fiskur við íslands- strendur. Sandhverfueldi á Suðumesjum Fiskifélag íslands er nú að kanna móguleika á eldi Sandhverfu hérlendis og horfa menn til sjóefnavinnsl- unnar á Reykjanesi og þeirrar orku sem par er að fa ur borholum sem ákjósan- legan stað fyrir eldisstöð. Sandhverfan er mjög dýr fiskur og eftirsóttur. „Það er verið að skoða þessa möguleika, sagði Ingimar Jóhanns- son fiskifræðingur hjá Fiskifé- laginu í samtali við Þjóðviljann. Ingimar sagði að frumeldi Sandhverfunnar væri mjög flókið og erfitt, en nú nýlega hefði náðst góður árangur í þeim efnum í fisk- eldisstöð sem Norðmenn reka í „Erum að skoða þennan mögu- leika“, segir Ingi- mar Jóhannsson hjá Fiskifélaginu Skotlandi og menn væru nú bjartsýnni en áður á eldi Sand- hverfunnar þótt enn væru ýmis vandamál óleyst. „Þetta er geysilega dýr fiskur, í sama verðflokki og laxinn og góður markaður fyrir hann í Evrópu. í Bretlandi er notast við kælivatn frá kjarnorkuveri við eldið, en fiskur- inn þarf að alast upp í 14 gráðu stiga heitum sjó en það gefur okkur hérlendis einmitt möguleika um- fram aðrar nágrannaþjóðir að rækta þennan fisk vegna þeirra orkukosta sem vi búum við eins og á Reykjanesi“, sagði Ingintar. Sandhverfa getur orðið 12 kg að þyngd. Fiskurinn hefur lítið veiðst hér við land en aðalheimkynni hans eru í austanverðu Atlanshafi frá vesturströnd Noregs, Eystras- alti , við Bretlandseyjar og allt inn í Svartahaf. Sandhverfan er feitur fiskur og bragðgóður og ekki síst verðmætur. -Ig- Skeiðarár- hlaup hófst í gær Skeiðarárhlaup hófst í gærmorg- un og er vatnsmagnið í ánni sem að sumarlagi. Vatnið er mjög dökkt og leggur af því mikinn fnyk. Hlaupið fer hægt af stað og óx ekki teljandi í gær. Kunnugir telja að ráða megi af upphafinu að hlaupið geti staðið í marga daga, jafnvel vikur. Skeiðarárhiaup eiga upptök sín í Grímsvötnum eða öðrum jarðhita- svæðum undir norðanverðum Vatnajökli. — ekh Alþýöubandalagið Miðstjórnar- fundur Miðstjórnarfundur hefur verið boðaður í Alþýðubanda- laginu á laugardaginn 10. des. kl. 14 að Hverfisgötu 105, og er þetta fyrsti fundur nýkjörinnar miðstjórnar. Rætt verður um stöðuna í efnahags- og kjara- málum, verkefni er landsfund- ur fól miðstjórn og kosið verður í framkvæmdastjórn. Símgjöld út lækka Talsímagjöld til útlanda lækka um næstu helgi og sem dæmi má nefna að símagjöld til Danmerkur, Færeyja, Noregs og Svíþjóðar lækka um 21%, Finnlands og Hol- lands um 23%, Bretlands um 17%, Þýskalands, Frakklands, Belgíu, Luxemborgar, Spánar og Sviss um 19% og til Austurríkis, Grikk- lands, Ítalíu og Portúgals lækka um 20%. Símagjöld til Bandaríkjanna og Kanada lækka aðeins um 10%. Ungir Framsóknarmenn gefa út tímarit Alusuisse og ráðu- neytið styrkja útgáfuna Heilsíðu litaauglýsing frá sjávarútvegsráðuneytinu eru meðal auglýsinga í nýút- komnu hefti af .„Sýn“, sem Samband ungra Framsóknar- manna gefur út. Formaður sambandsins er Finnur Ing- ólfsson aðstoðarmaður sjáv- arútvegsráðherra. Ritstjóri tímaritsins er Heiga Jónsdótt- ir aðstoðarmaður forsætis- ráðherra. Þá vekur og athygli að Alusuisse á íslandi hefur styrkt útgáfu tímaritsins. Fjöldi kaupfélaga hafa og styrkt útgáfu tímaritsins fyrir utan Tomma hamborgara, SÍS fyrirtæki, kjötpokaverksmiðjuna og Fasteignasöiuna í Keflavík. Sérstaka athygli vekur einnig að Hraðfrystihús Patreksfjarðar sem verið hefur í miklum fjárhagskröggum að undanförnu og er á. góðri leið með að Eftirfarandi aðilar hafa styrkt útgáfu blaðsins: I Iraðfrystiluis Patreksfjarðar Patreksfirði ☆ Vírnet hf. Borgarbraut Borgarnesi ☆ Islenska Álfélagið Straumsvík innlimast í hermangsféð í gegn- um Reginn og Olíufélagið, hefur einnig átt aflögu fyrir unga Fram- sóknarmenn. Framsóknarflokkurinn undir forystu Eysteins Jónssonar var skeleggur í andstöðu sinni við Alusuisse-hringinn og erlenda stóriðju, utan þess að Steingrím- ur Hermannson þáverandi samn- inganefndarmaður með Nordal stóð að Aiusuisse-samningnum 1965. Á síðasta þingi gerðist það svo, að Halldór Ásgrímsson stóð að áliti með varaformanni Sjálf- stæðisflokksins, Eggert Haukdal og fleirum af sama toga um að gera samninga við Alusuisse í stað þeirrar kröfugerðar sem þá var til orðin að undirlagi Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjórn. Hall- dór Ásgrímsson er nú ráðherra þess ráðuneytis sem auglýsir í „þjóðmálaritinu Sýn“ ásamt Al- usuisse. -óg ;í hörðustu Vel skípulögð úi-valsgæði sjávaraíurða okkar tryggir hátt verö sem er hagsmunamáí allrar þjóðarinnar. um gæði Islenskra og starfefólk í að bættum Cott fiskvínnslunni kleift að fram leíða úrvals ti5íafurðir, sem verða seldará hæsta fóanlega verði viðsvegar um heim. Sjávarútvegsráðuneytið Kynnirtgarstörf fyrir bættum fiskgæðum

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.