Þjóðviljinn - 13.12.1983, Blaðsíða 4
4 ;SÍÖAÞ/ÓöVlLjfríNr ’ Þríáíjudagur 13'. desember lí»á3 ‘
MOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglysingastjórl: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson,
Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Valþór Hlöðversson.
íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Augiýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Ðfistjóri: ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Viðskiptahalli
heimilanna
Verðbólgan hefur verið rekin út úr stjórnarráðinu og
inn á heimili fólks. Verðbólgutölur í opinberum skýrsl-
um skipta nú færri tugum en áður og ríkir mikil ánægja
með það hjá stórnarherrunum. Á heimilunum geisar
hinsvegar dýrtíðin sem aldrei fyrr og ástæðan er sú að
kaupið er fast meðan verðlagið á vöru og þjónustu
hækkar linnulaust.
Til þess að átta sig á því hvað hefur verið að gerast á
heimilum launafólks hér síðustu mánuði má taka dæmi
af einstaklingi sem hafði 20 þúsund krónur í mánaðar-
laun í mars síðastliðnum. Hann greiddi fyrir vöru og
þjónustu 15 þúsund krónur í þessum mánuði og 5000
krónur í vexti af verðtryggðu láni samkvæmt lánskjara-
vísitölu. í októbermánuöi var högum þessa „meðal-
jóns“ þannig komið að mánaðarlaun hans voru komin í
22.464 krónur. Hann þurfti þá að greiða 23.271 krónu
fyrir sama magn af vöru og þjónustu og í mars, og kr.
7.417 í vexti og afborganir af láninu. í mars dugði
mánaðarkaupið fyrir nauðsynjum og afborgunum, en í
október átti hann ekki fyrir vöru og þjónustu. Og
hvernig á maður sem hefur ekki einu sinni upp í kostn-
að við heimilisrekstur sinn að standa undir vöxtum og
afborgunum af láni? í októbermánuði vantar 8.224
krónur á að það að kaup „meðal-jóns“ hrökkvi fyrir
útgjöldum. Það er því ljóst að hafi hann ekki haft
möguleika á aukatekjum er heimilisrekstur hans í rúst.
Hér er horft á hlutina af sjónarhóli einstaklings, en
það má einnig velta fyrir sér hvernig gengið hefur verið
á hlut launafólks sem heildar. í lok þessa árs verður
kaupið sem hlutfall af verðmætasköpun þjóðarinnar
komið niður fyrir 70% og hefur þá ekki verið Iægra
hlutfall frá þvi fyrir 1970. Kaupið sem hlutfall af þjóð-
artekjum hefur aldrei verið hærra en á árunum 1981 og
1982, en þá var það 76.5% og 78.7%.
í umræðum á Alþingi í sl. viku sagði Svavar Gestsson
m.a. um þessa þróun: „Það er ekki nóg með að launin
séu lækkuð til samræmis við samdrátt þjóðarframleiðsl-
unnar á árinu 1983. Það er gengið lengra á launin
heldur en fall þjóðarframleiðslunnar segir til um. Það
er skrúfað harðar að launamönnum í landinu heldur en
öðrum. Þetta þýðir einfaldlega það að ríkisstjórnin
flytur til fjármuni frá launasummunni, frá vinnandi
stéttum í landinu, yfir til annarra aðila sem hirða gjöld
fyrir sinn snúð. Það er sem sagt ljóst að ríkisstjórnin er
að vinna það afrek að sökkva hlutfalli launanna niður á
það stig sem var á síðustu árum viðreisnarstjórnarinn-
ar, niður á stig landflótta - og atvinnuleysisáranna. Það
er afrek Framsóknarflokksins núna á síðustu mánuð-
um, að kaupið er lægra hlutfall þjóðarframleiðslunnar
nú en nokkru sinni síðan á viðreisnarárunum. Þeir eru
ekki lengi að snúa ofan af „framsóknaráratugnum“
þessir piltar þegar þeir leggja sig fram.“
í þessum tveimur dæmum er að leita skýringanna á
hallarekstri þúsunda heimila í landinu. Spurningin er
hversu lengi þau geta haldið áfram að auka „viðskipta-
halla“ sinn útávið. Við kaupmanninn, bankana og
þjónustufyrirtækin. Margir höfðu búist við því, að
komið yrði til móts við heimilin með lækkun skatta. Sú
von er nú að engu orðin því að skattbyrði mun aukast
hjá þorra launafólks á næsta ári. Þeir sem gætu rétt hlut
sinn með meiri vinnu geta heldur ekki sett traust sitt á
aukavinnu, því að stjórnarstefnan miðast við það að
koma á „hæfilegu“ atvinnuleysi. Baráttuleiðin er eina
leiðin sem ekki er lokuð.
klippt
Vinnuálagið
„í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem
nú situr hefur þess að vísu gætt
jafnvel meira en oft áður að ráð-
herrar fara sínu fram og tilkynna
áform sín opinberlega áður en
þau hafa hlotið þá meðferð í
stjórnkerfinu sem nauðsynleg er
til að þau komist til fram-
kvæmda“. Svona er skrifað í
leiðara Morgunblaðsins nú um
helgina. Og það er hverju orði
sannara að ráðslag einræðisins
einkennir hæstvirta ríkisstjórn.
í téðum leiðara er Mogginn að
fjalla um hugmyndir svokallaðrar
Stjórnkerfisnefndar. Frumvörp
hennar voru fyrst kynnt á blaða-
mannafundi í lok síðustu viku.
Morgunblaðið nefnir einmitt þá
kynningu sem dæmi um gerræðis-
leg vinnubrögð. Hugmyndirnar
höfðu þá ekki fengið umfjöllun í
ríkisstjórn eða í stjórnarflokkun-
um. Ekki þarf að spyrja að
stjórnarandstaða var hvergi með
í ráðum, en Morgunblaðið hefur
minni áhyggjur af því, að stjórn-
arandstaðan njóti ekki umfjöll-
unarréttar í mikilsverðum mál-
um. En það er að sínu leyti til
marks um vinnulag ríkisstjórnar-
innar að Morgunblaðinu skuli
blöskra.
Miðstjórnar-
valdið
Þau lög sem nú er starfað eftir
um Stjórnarráð íslands, eru af-
rakstur Bjarna Benediktssonar
þáverandi forsætisráðherra frá
1969 og eru því ekki svo gömul.
Það er eftirtektarvert að ríkis-
stjórn Steingríms Hermanns-
sonar leggur áherslu á að afnema
þessa skipun Bjarna Benedikts-
sonar á æðstlu stjórn ríkisins.
Það býr áreiðanlega fleira
undir en „sparnaður í kerfinu“,
þegar hugmyndir af þessum toga
skjótast uppá yfirborðið nær
formálalaust. Og dokið við;
Morgunblaðið skrifar: „Tillagan
um virkari fjármálastjórn innan
hvers ráðuneytis er viðnám gegn
því miðstjórnarvaldi sem fjár-
málaráðuneytið hefur innan
stjórnarráðsins“.
Og þegar Morgunblaðið hefur
haft uppá sökudólgnum, Albert
Guðmundssyni sem miðstýrir
ríkiskerfinu, er ekki að sökum að
spyrj a: „Er ekki að efa að dreifing
valds og ábyrgðar á þessu sviði á
fullan rétt á sér.“
Albert
að missa völdin?
Þanng virðist Mogganum
áfram um að Albert missi völdin
sem hann hefur sem fjármálaráð-
herra og hinir ráðherrarnir eru nú
heldur ekki að sýta ófarir fjár-
málaráðherrans í þessu máli frek-
ara en öllum öðrum.
Fyrir nokkrum dögum var lagt
fram ríkisstjórnarfrumvarp á
þingihu, um að heimila ríkis-
stjórninni erlendar lántökur fyrir
flugstöð Bandaríkjamanna á her-
vellinum í Keflavík fyrir 616 milj-
ónir króna.
Inn í þetta heildarfrumvarp er
laumað sérstakri grein um að
utanríkisráðherra (Geir Hall-
grímsson) hafi yfirstjórn allra fra-
mkvæmda við flugstöðina á sín-
um höndum. Þetta er gert án
nokkurs rökstuðnings, en sam-
kvæmt núgildandi lögum ættu
framkvæmdirnar að heyra undir
fjármálaráðherra (Albert Guð-
mundsson). í stað rökstuðnings í
greinargerð kemur svona setn-
ing: „Nú þegar komið er að hinni
verklegu framkvæmd þykir best
henta að yfirstjórn byggingafr-
amkvæmdanna verði jafnframt í
höndum utanríkisráðherra“.
Jamm, það þykir „best henta“
að rýra völd Alberts Guðmunds-
sonar og fer enda vel, að maður
sem telur að ríkið sé alls staðar til
ills, sé fríaður frá rótum hins illa.
Því getum við tekið undir með
kellingunni sem hló og sagði þeg-
ar bóndi hennar fékk niðurgang
eftir að hafa drukkið smyglaða
ölið: Það var ekki nema gott á
hann.
Hafið ykkur hœga
Morgunblaðið er sammála
öðrum valdastofnunum ríkis-
stjórnarinnar um að rýra völd Al-
berts Guðmundssonar. Hins veg-
ar telur blaðið önnur atriði skipta
minna máli, enda eigi eftir að
fjalla um þau á viðeigandi stöð-
um. „Á þessu sviði er ekki þörf á
að knýja neitt í gegn,“ segir blað-
ið í lok leiðarans eftir að hafa sagt
ráðherrum að önnur verkefni eigi
að hafa forgang.
Hitt er ekki síður eftirtektar-
vert að meira að segja Mogginn
gerir grín að ríkisstjórninni sem
hleypur og tilkynnir áform sín op-
inberlega áður en þau hafa fengið
nauðsynlega meðferð. Og nú er
bara að vita hvort kemur ný yfir-
lýsing frá Albert eða hinum ráð-
herrunum í dag, sem Mogginn
þarf svo að draga til baka á morg-
un, eða hvort ríkisstjórnin ætlar
að taka upp þá nýbreytni að
standa að málum eins og stjórn í
þingræðisríki.
~óg
og skorið
Peð hjá alþjóð-
legu auðvaldi
í DV um helgina birtist einkar
athyglisvert viðtal við Inga Þor-
steinsson agent í Afríku. Hann
starfar fyrir „þýskt fjölþjóðafyr-
irtæki“ sem hefur með ráðgjöf að
gera. „Starfssvið mitt nær yfir
Uganda, Tanzaníu, Zambíu og
Mauritius", segir Ingi, en hann er
sjálfur hluthafi í þessu firma.
Auk þess á hann annað smærra
ráðgjafarfyrirtæki prívat og per-
sónulega. í viðtalinu kemur
glöggt fram að maðurinn er peð á
skákborði hins alþjóðlega
auðvalds sem hefur síður en svo
verið athafnalaust á þessu svæði.
Eins og hjá
Albert og Ragnari
í álinu
Ingi Þorsteinsson „tók mikinn
þátt í að fjármagna kosningabar-
áttu Obotes" í Uganda. „Þá átti
ég töluverðan þátt í mótun
stefnuskrár flokksins".
Ingi lagði áherslu á þrjú atriði:
l(Alþjóðlegum fjármálastofnun-
um gert Ijóst að í Uganda væri
opið hagkerfi. 2) Verslun gefin
algerlega frjáls og einstaklingum
gert kleift að festa kaup á ríkis-
fyrirtækjum. 3) Lagður grund-
völlur að heppilegum jarðvegi
fyrir erlenda fjárfestingu í
landinu með því að bjóða skatt-
fríðindi og tollfríðindi og tryggja
sjálfkrafa gjaldeyrisyfirfærslu á
hluta hagnaðar erlendra fjárfest-
ingaraðilja.
Góð uppskera
Eins og þetta ber með sér, er
um sams konar stefnu að ræða og
Verslunarráð íslands hefur
hampað með Heimdalli og Al-
bert fjármálaráðherra. Stefnan
er tæpast til þess fallin að tryggja
sjálfsforræði þjóða og sjálfstæði
þeirra, en hverju skiptir það í
samanburði við gróðann?
Ingi sér árangurinn m.a. í við-
brögðum Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins: „En Uganda fékk 180
miljónir dollara lán frá Alþjóð-
agjaldeyrissjóðnum bundið þeim
skilyrðum sem koma m.a. fram i
efnahagsstefnunni" - og hvaða
íslendingur öfundar ekki Ugand-
abúa af þessu hlutskipti? -óg
-ekh.