Þjóðviljinn - 13.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrigjudagur 13. desember 1983__ bókmenntir Hlutskipti mannsins - að flýi a frelsið? André Malraux: Hlutskipti manns, þýðing eftir Thor Vilhjálmsson, Svart á hvítu 1983. André Malraux (1901-1976) lifði . ævintýralegu lífi. Hann var í Kína á tíma borgarastyrjaldar árin 1923- 27, fór til Moskvu, fann merkar fornleifar í Afríku, barðist móti fasistum á Spáni, og nasistum í Frakklandi og varð loks mennta- málaráðherra hjá de Gaulle. Hlut- skipti manns kom út árið 1933 og varð strax fræg bók og verðlaunuð. Þetta er spennandi skáldsaga um uppreisnina í Sjanghæ árið 1927, sem var barin miskunnarlaust nið- ur af flokki þjóðernissinna (Kúom- ingtang) undir forystu Tsjang-kæ- séks. Um leið er sagan merkileg heimspekipæling. Það verður að teljast meiriháttar bók- menntaviðburður er þetta verk kemur nú út á íslensku í ágætri þýð- ingu. < Aðalpersónur bókarinnar eru nokkrar talsins, en byltingarmað- urinn Kyo virðist hafa einna mesta samúð höfundar og liggur beinast við fyrir lesandann að setja sig í spor hans. Fyrri hluti sögunnar fjailar um hvernig uppreisnartil- raun undir forystu kommúnista í Sjanghæ er skipulögð lið fyrir lið og heppnast að lokum eftir talsverð átök. Um sama ieyti nálgast upp- reisnarher Kúomintang og kom- múnista borgina óðfluga. Eftir sig- urinn makka erlendir erindrekar og auðmenn við Tsjang-kæ-sék og fá hann til fylgis við sig með þeim árangri að þjóðernissinnar slátra kommúnistum hvar sem til þeirra næst, og lýsir seinni helmingur bókarinnar þeim atburðum. Nokkrar helstu persónur sem koma við sögu eru Kyo, faðir hans Árni Sigurjónsson skrifar Gisors að nafni, sem er ópíum- neytandi og fyrrverandi lista- söguprófessor, hetjan Katoff, Tséng hryðjuverkamaður sem skipuleggur morðtilræði við Tsjang-kæ-sék, franski stórkapít- alistinn Ferral og loks Clappique, fallinn barón og hálfgerður trúður. Þá koma við sögu fleiri byltingar- menn, útsendarar Alþjóðasamb- ands kommúnista og May, eigin- kona Kyos, og loks Valérie, ást- kona Ferrals. Öldungurinn Gisors er notaður til að halda sögunni saman, enda nýtur hann trúnaðar iykilpersónanna sem sækja hann heim. Frásögnin er að einhverju leyti miðuð við huga Kyos, en ann- ars er sögumaður alvitur (les hug- sanir persóna). Sögusviðunum er haganlega fléttað saman og lesand- inn er borinn frá götuóeirðum yfir í svefnherbergi og svo framvegis. Undirstöðutemað, sem skýrir heiti bókarinnar, varðar viðleitni manna til að flýja örlög sín og fá meiningu í lífið. Gisors flýr lífið með því að reykja ópíum, og það er hann sem segir: „Menn verða alltaf André Malraux. að Iáta ölvast: þetta land hefur til þess ópíum, Islam hefur hass, Vesturlönd konuna... Kannski er ástin framar öðru meðalið sem Vesturlönd beita til að losa sig undan sínu mannlega hlut- skipti...“. Söguhöfundur segir um þetta: „Undir orðum hans var önd- verður straumur mannlegra tengsla ógreinilegur og dulinn: Tséng og morðið, Clappique og geggjun hans, Katoff og byltingin, May og ástin, hann sjálfur og ó- píurnið." Hver og einn finnur sína leið. Ferral er holdgervingur valdasýkinnar í sögunni. Kama lifir fyrir listina. Sagt hefur verið að persónur Malraux séu haldnar af vilja, þær forðast að láta hluti ganga yfir sig eða vera þolendur atburðarásar og taka heldur málin í sínar hendur, þær kjósa sér dauða. Persónurnar eru einhvern veginn að reyna að yfirvinna sjálfar sig og velja til þess hver sína leið. Þær eru líka mjög meðvitaðar um gerðir sínar. Af þessum orðum mínum að dæma mætti ætla að sagan sé yfir- drifið heimspekileg og allegórísk (þ.e.a.s. holar persónur sem eru holdtekja dyggða og lasta); en það er nú einmitt einn af merkum eigin- leikum þessarar skáldsögu hvernig athygli lesandans er haldið með því að stöðugt er skipt á milli djúpra hugleiðinga höfundar eða persóna og ytri atburða, sem halda spenn- unni uppi. Viðleitni persónanna til að kjósa sér örlög og fá vilja sínum fram- gengt og yfirvinna þannig tómleika sinn er ekki eina efnið í heimspeki- lega átt, sem er fróðlegt í þessari bók. Vangaveltur um'einsemdina (í sambandi við Tséng og ranar alla hina líka meira eða minna) og um stjórnmál og stjórnmálaviðburði þessa tíma eru einnig athyglisverð- ar. Þá má nefna viðhorf Malraux til ástarinnar, sem virðast nú ekki lýsa mikilli bjartsýni. Tilraun Kyos og May til að halda uppi óeigingjörnu ástarsambandi strandar á óviðráð- anlegri afbrýðisemi Kyos þegar hún heldur framhjá, og botnlaus sérplægni liggur að baki bæði hjá Ferral og Valérie í þeirra sam- bandi. Hetjuskapur er eitt viðfangsefnanna í sögunni, og hef- ur verið á það bent að eiginlega er byltingarmaðurinn Katoff sá sem virðist einna jákvæðastur maður í bókinni þegar upp er staðið, þótt hann veki ekki athygli fyrr en í bókarlok. Fórn hans fyrir bylting- armálstaðinn byggist á einhvers konar hugmynd um bræðralag og samstöðu, en ekki virðist vera pláss fyrir ást milli karls og konu í því samhengi. Hugmyndir Malraux hafa al- menna mannlega tilvísun, en bókin er kannski sérstaklega merkileg frá sjónarmiði sósíalista af því að sögu- efnið er uppreisn kommúnista og stjórnmálaátök. Mér virðist niður- staða bókarinnar nokkuð von- döpur um árangur og tilgang stjórnmálabaráttu, og má á það benda að drifkraftur í byltingar- starfi Kyos er persónulegur og ekki félagslegur: hann hefur gerst kommúnisti til að efla virðingu mannsins og komast hjá niðurlæg- ingu hans. Engu að síður flytur sag- an að minnsta kosti þann boðskap, sem er í anda tilvistarstefnunnar, að manninum beri að taka örlög sín í eigin hendur, eftir því sem unnt er. Allir deyja; en skárra er að deyja fyrir gott málefni en vont. Og frekar en að fljóta hugsunarlaust að feigðarósi ættu menn að fljóta þangað hugsandi. Og ástin brá fæti Opinbert kossamet úr dagdraumi (Teikning eftir Önnu Cynthiu Lepl- er við sögu Andrésar Indriða- sonar). Andrés Indriðason: Fjórtán... bráðum Timmtán. Mál og menning. Reykjavík 1983. Indriði Úlfsson: Sumarið 69. Ástarsaga fyrir unglinga. Skjaldborg 1983. Það fylgir víst tímum sérhæfing- ar, að hugsanlegir lesendur bóka skiptist í æ fleiri hópa með sérþarf- ir. Og einn þáttur í þeirri þróun er sá, að þeim sögum fjölgar sem eru beinlínis skrifaðar fyrir vissa ald- ursflokka. Til að mynda unglinga. Og hvað er meira spennandi á þeim aldri en fyrsta ástin? Ekkert. Enda fjaljar þessar sögur tvær báðar um hana. Sumarið 69 segir frá Viðari, sem var að Ijúka við skylduna og fær vinnu við breikkun sumarbústaðar við Þingvöll. Skólabræður hans Árni Bergmann skrifar nokkru yngri, hlálegir hvolpar með drjúg mannalæti, vilja draga hann á kvennafar og helst fyllirí, en Viðar sinnir því engu. Hann hefur allan hugann við Onnu, sem er í næsta bústað með móður sinni. Það dregur saman með þeim fljótt og vel. Engu líkara en lagt sé upp með tiltölulega auðvelda sælu í hinu geðslegasta umhverfi. Svo er þó ekki: Indriði Úlfsson stillir sig um farsæl málalok, það er alltaf eitthvað í vegi fyrir að draumarnir rætist, stundum eigin vandræða- skapur Viðars, stundum meinleg slysni, stundum foreldravandamál- ið sem aldrei lætur unglinga í friði. Elías, sem Andrés Indriðason skrifaði áður um í „Viltu byrja með mér“, er enn í sögunni „Fjórtán... bráðum fimmtán" í vandræðum með sjájfan sig og bróður sinn, sem er nýlegur faðir, og heiminn yfir- fyrir þá leitt. Og kemur varla til mála að reyna að kynnast Evu af Skagan- um, þótt hún sé aðlaðandi og ein- hverjir neistar fljúgi fljótt á milli. Samt sem áður tekst smám saman að yfirstíga feimni og annan ves- ældóm og áður en sögunni lýkur hafa þau unglingarnir verið ein saman um nótt - en það var allt saklausara samt en þið kannski haldið. Það hefur líka komið á dag- inn að í mikilli sorg sem Elías verð- ur fyrir reynist Eva skilningsríkur félagi. Hvorug þessara unglingasagna er átakamikil. Báðar eiga það sam- eiginlegt að vera trúverðugar- eins þótt sneitt sé hjá „ljótleika" ef svo mætti segja og sá heimur sem Páll Pálsson skrifar um (Hallærisplan- Hlemmur) sé hvergi nálægur. Þetta eru semsagt góðir krakkar allt- saman. Höfundum lætur vel að lýsa feimni þeirra og vandræðaskap, einnig að sjá skoplegu hliðina á þeim hnútum öllum. í báðum sögum leyfist ungling- unum ekki að einangra sig í ástinni, eins og þeir kannski helst vildu - erfiðleikar þess lífs sem er í vænd- um koma inn í dagdrauma þeirra og heimta svör. Þetta er sýnu meira áberandi í sögu Andrésar Indriða- sonar, enda eru erfiðleikarnir þar fyrst og síðast tengdir við fjöl- skyldu aðalpersónunnar sjálfrar. Andrési Iætur og einkar vel að halda striki í málfari (þótt það komi fyrir að honum verði fóta- skortur) og að fylgja eftir geðbrigð- um og hugrenningatengslum. Elías karlinn er stundum skoðaður utan- frá, en fær stundum orðið sjálfur og ganga þau skipti vel og greiðlega. Sá sem var unglingur um 1950 er ekki viss um það, hvort ástfanginn jafnaldri hans var um 1970 eins og Viðar eða eins og Elías upp úr 1980, enda verður hverri kynslóð ekki komið fyrir í einum samnefn- ara. En altént kannast eitt mið- aldra fól mætavel við margt í þess- um táningaástum, sem til siðs er að hafa í flimtingum, en eru náttúr- lega hin merkilegustu ævintýri. Barnæska mín í Marokkó Mohamed Choukri: Á einu brauði saman. Halldór B. Runólfsson þýddi. Svart á hvítu 1983. Er þetta ekki fyrsta verk nútíma- höfundar úr arabíska heiminum sem þýtt er á íslensku? Ekki vitum við betur (leiðréttingar velkomn- ar). Höfundurinn er fæddur í Mar- okkó og lýsir í þessari grimmu bók bernsku- og uppvaxtarárum sínum á landi sem þá er enn undir spænskri og franskri yfirstjórn. Bókin minnir iesandann á það fyrst, hve fáfróður hann í rauninni er um þann heim sem við tekur sunnan Miðjarðarhafs. En af því að þetta er sjálfsæfisögulegt verk, tengt uppvexti í örbirgð, þá leiðir það hugann fyrr en varir að skyldum verkum sem samin voru í Árni Bergmann skrifar Evröpu nálægt aldamótum - til að mynda að Barnæska mín, Hjá vandalausum og Háskólar mínir eftir Rússann Maxím Gorkí. Og þótt mikil fátækt og grimmd setji framar öðru svip sinn á uppvaxtar- ár hins rússneska og hins arabíska höfundar; þá er samt ólíku saman að jafna. Nísjní Novgorod á upp- vaxtarárum Gorkís fyrir hundrað árum er mikið menningarpláss í samanburði við Marokkó Moham- eds Choukris fyrir 30-40 árum. Allsleysið er yfirgengilegt. Fólk- ið virðist varla efni í persónur, enda verður þessum höfundi ekki hælt fyrir það að hann reyni að skapa persónusafn á við það sem t.a.m. Gorkí hefur geymt handa okkur. Aftur á móti er lýsing Cho- ukris eftirminnileg sem túlkun á næstum því fullkomlega „siðlausri" tilveru, ef svo mætti að orði kveða. Drengurinn elst upp á milli ösku- tunna sem eru misjafnlega hagstæð „forðabúr“, eftir því hvar í hverfi þær standa. Faðir drengsins drepur bróður hans og gerir varla vart við sig öðruvísi en með drykkjulátum og misþyrmingum. Leiðin liggur á milli nokkurra ömurlegra plássa í Marokkó í þjófnaði, rakvélablaða- orustum, hassi og brennivíni og viðskiptum við hórur. Það skín varla sól í þessari sögu. Hungrið og kynhungrið ráða yfir ríki og deila því ekki með neinum. Undir lokin eru þó einhver kynni af þjóðerms- hyggju og bókum á leiðinni, mjór vísir að því að Mohamed Choukri er nú rithöfundur. Þessi bók er semsagt nokkuð sér- stæð reynsla. Halldór B. Runólfs- sort hefur þýtt bókina. Er ýmislegt vel um verk hans að segja - skal þó fram tekið, að hann leggur sig eftir einhverskonar framandleika í stíln- um, sem verkar ekki nógu sannfærandi á þennan lesanda hér. Kommusetningin er alveg út í hött. Það er að sönnu alltaf álitamál, þegar texti er fluttur hingað heim um langan veg í tíma og rúmi að finna þá íslensku sem hæfir - held- ur vissri fjarlægð án þess að verða annarleg eða sérviskuleg úr hófi fram. ÁB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.