Þjóðviljinn - 13.12.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.12.1983, Blaðsíða 12
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. desember 1983 Leiðín á toppinn Fyrir stuttu kom út hjá Bók- hlöðunni h.f. bókin Leiðin á toppinn, eftirenska knatt- spyrnumanninn Glenn Hoddle. Það þarf vart að kynna Hoddle fyrir þeim sem fylgjast með knattspyrnu á annað borð, hann er einhver besti leikmað- ur í ensku knattspyrnunni um þessarmundirog hefurverið mikið í sviðsljósinu það sem af Töfrar Wembley Hinn 22. nóvember 1979 er dag- ur sem ég gleymi aldrei. Þá lék ég á Wembley leikvanginum fyrsta A- landsleik minn fyrir Englands hönd, gegn Búlgaríu í Evrópu- keppni landsliða. Ég hafði aldrei verið valinn í landsliðshópinn áður og reiknaði ekki með því að leika með. Þegar hópurinn kom saman á sunnudeg- inum fyrir leikinn, og ég hitti Ron Greenwood í fyrsta skipti sem um er talandi, vonaðist ég í mesta lagi eftir því að vera útnefndur sem einn varamannanna. Kevin Reeves hafði einnig bæst í hópinn og við vorum saman í hótel- herbergi þannig að spenningur okkar var svipaður. Ég þekkti auðvitað þegar marga hinna; ég hafði t.d. leikið með Ray Wilkins og Peter Barnes í unglingalandslið- inu. Eldri leikmennirnir reyndust okkur allir frábærlega og hjálpuðu okkur við að aðlagast; sögðu okkur frá æfingunum, hvernig morgun- verði væri háttað, hvað gert væri við knattspyrnuskóna o.s.frv. Þetta virðast smámunir sem hinn almenni áhorfandi tekur aldrei með í reikninginn, en þeir geta gert útslagið um hvort leikmanni finnist hann eiga heima í hópnum eða líti á sig sem aðskotadýr - og þetta hefur áhrif á frammistöðu hans inni á vellinum. Ég komst að því að ég væri í lið- inu í rútunni á leið heim af æfingu á þriðjudeginum. Bíllinn stansaði framan við hótelið, Ron Green- wood stóð bara upp úr sæti sínu og las upp liðið, að mér meðtöldum. Hann hafði ekki sagt við mig áður, „ég ætla að láta þig leika“, eins og sumir framkvæmdastjórar gera. Það var reyndar ekki fyrr en á sjálf- an leikdaginn sem hann tók mig afsíðis og sagði: „Farðu bara inn á völlinn og gerðu það sama og hjá Spurs.“ Ron fór að sjálfsögðu beint inn úr rútunni og skýrði blaða- mönnunum frá liðsvalinu, þannig að ég þurfti að tala við þá líka. En allan tímann sem ég var að svara spurningum þeirra, iðaði ég í skinninu, ég gat vart beðið eftir því að komast í símann og tala við mömmu og pabba, og síðan reyna að útvega þeim miða. Hver leik- 'maður fær eingöngu fjóra að- göngumiða og það eru að sjálf- sögðumargirumhituna! Þaðgekk, og um þrjátíu vinir og vandamenn komu á leikinn... í bæði skiptin. í bæði skiptin, segi ég, því það þurfti að fresta leiknum frá mið- vikudegi til fimmtudags vegna þoku. Ég held að ég hafi aldrei orð- ið jafn vonsvikinn og þennan mið- vikudag. Þetta var í fyrsta skipti sem ég steig fæti mínum á sjálfa grasflötina á Wembley. En þegar ég stóð þar og horfði í kringum mig klukkustund áður en leikurinn átti að hefjast, sá ég ekki áhorfendap- allana. Á leiðinni til vallarins hafði einhver í rútunni sagt að leiknum yrði kannski frestað en að var ekki tekið alvarlega. Við héldum að flóðljósin myndu eyða mistrinu. f staðinn þéttist þokan og strax og við höfðum skoðað völlinn var okkur sagt að enginn leikur færi fram. Ég var miður mín. Ég hafði búið mig af kostgæfni undir leikinn og er þessum vetri vegna frábærr- arframmistöðu ídeildaleikjum, bikarleikjum, Evrópuleikjumog landsleikjum. Hérbirtumvið hluta at áttunda kafla bókarinnar, sem nefnistTöfrar Wembley. Hoddlesegirsjálfur frá ífyrstu persónu. Víðir Sigurðsson þýddi bókina á íslensku. ég vissi að fjölskyldu minni þætti þetta jafn fúlt. Að lokum sagði ég við sjálfan mig: „Ef til vill er þetta ágætt - kannski hefði ég átt slakan leik.“ Við dvöldum um nóttina á Crest-hótelinu. Þar sem við vorum þegar komnir í úrslit Evrópu- keppninnar ákvað Ron Greenwo- od að leyfa Kevin Keegan að snúa aftur til Vestur-Þýskalands. Hann lék enn með Hamburger og þetta var ráðkænska hjá Ron. Þess vegna komst herbergisfélaginn nýi, Ke- vin Reeves, einnig í byrjunarliðið í fyrsta skipti. Úr herbergisglugganum sáum við turnana tvo á Wembley og þeg- ar við fórum aftur inn á herbergi til hvíldar eftir æfingu morguninn eftir, vorum við báðir of spenntir til að geta slappað af. Við gengum stöðugt yfir að glugganum, litum út og töluðum um leikinn. Þótt furðu- legt megi virðast, höfðum við mest- ar áhyggjur af áhorfendafjöldan- um. Við héldum að frestunin hefði í för með sér að færri kæmu í þetta skiptið. En þetta voru óþarfa áhyggjur, 71 þúsund komu eftir sem áður. Um leið og í búningsherbergið ■var komið, var sem enn væri mið- vikudagur og allt komst í eðlilegt horf. Ég hafði horft á bikarúrslita- leiki af áhorfendapöllum Wembley en hafði aldrei komið niður í klef- ana. Égvarðfyrirvonbrigðum með þá, þeir voru ekki eins stórir og þægilegir og ég hélt. En stemmningin ígöngunum bætti það upp. Wembley er... töfrandi. Leik- menn með margfalt meiri lands- leikja reynslu en ég segjast geta farið þangað hundrað sinnum og alltaf sé það jafn heillandi og í fyrsta skiptið. Áhorfendafjöldinn, sögufrægðin og allur hávaðinn, allt sameinast um að gera þetta sem dýrlegast. Það yrði sorglegt ef landsliðið yrði einhvern tíma hindrað í að leika þar. Ég er viss um að jafnvel áhorfendurnir eru sammála. Leikvangurinn er að vísu kominn til ára sinna og þægindin eru ekki alveg upp á það besta en Wembley skapar óneitanlega stemmningu. Ég held að Wembley hafi í gegn- um tíðina verið nokkurra marka virði fyrir landsliðið. England hef- ur að vísu tapað stöku sinnum þar gegn þjóðum af meginlandinu en Wembley dregur kjark úr flestum útlendingum. Völlurinn, og jafnvel bílastæðin, hleypa í mig spennu! Það er því ógleymanleg minning að hafa leikið sinn fyrsta landsleik þar. Ron sagði ekki margt við okkur fyrir leikinn, aðeins að við værum ekki undir neinni pressu þar sem við værum þegar komnir í úrslit og við skyldum njóta leiksins óhindr- að. Mesta álagið var á nýliðunum tveimur, mér og Kevin Reeves, þar sem þetta var fyrsti leikurinn okk- ar. Ég er virkilegur þjóðernissinni og verð uppnuminn þegar þjóð- söngurinn er leikinn. Áldrei hef ég verið jafn stoltur og þegar við stóð- um í röð og hlýddum á þjóðsöng- inn. Meðan á því stóð tókst mér að koma auga á konuna mína og mömmu innan um mannfjöldann. Ég var með stóran kökk í hálsin- um. En um leið og leikurinn var hafinn, leið mér vel og ég tel mig hafa átt góðan leik - enda þótt heildarframmistaðan gleymdist algerlega eftir leikinn því enginn gat talað um annað en „Markið“. Dave Watson hafði þegar komið okkur yfir í fyrri hálfleik og um miðbik þess síðari kom tækifærið. Á þeirri stundu var ég enn óánægð- ur með sjálfan mig því mér hafði mistekist að skora úr opnu færi fimm mínútum áður. Ég vildi vera öruggur og hikaði en hefði átt að skjóta viðstöðulaust. Ég var á- kveðinn að vera ekkert að slóra ef annað tækifæri gæfist. Það er eins og það hafi gerst í gær. Knötturinn sveif þvert yfir vítateiginn og til Trevor Francis á hægri kantinum. Ég kallaði og hann renndi boltanum til mín. Ég var rétt utan vítateigs og ætlaði að þruma af krafti. Þá tók ég eftir varnarmanni sem lokaði færinu svo ég skipti um skoðun, skaut við- stöðulaust, innanfótar á lofti, og knötturinn flaug í bláhornið. Ég held að markvörðurinn hafi náð að snerta knöttinn með hend- inni en ég vissi strax að hann myndi ekki verja. En... ég vissi ekki hvert ég átti að hlaupa til að fagna og fá útrás. Wembley er svo víðáttu- mikill. Við sigruðum 2-0. Áhorfendurnir og fjölmiðlarnir áttu ekki orð til að lýsa markinu og alls kyns spádómar birtust umframtíð mína með lands- liðinu. Reynið því að ímynda ykk- ur hve mikið áfall það var fyrir mig þegar Ron Greenwood skokkaði til mín á miðri æfingu, daginn fyrir Kafli úr sjálfsœvi- sögu enska knatt spyrnu- mannsins Glenn Hoddle næsta leik, gegn írska lýðveldinu á Wembley, og sagði: „Þú verður ekki með í þetta skiptið. Hafðu ekki áhyggjur, þú ert ungur og átt framtíðina fyrir þér.“ Eg féllst á ákvörðun hans. Hvað gat ég annað gert? Ég hugsa að Ron hafi ætlað sér að setja Bryan Robson í liðið. En ég varð fyrir miklum vonbrigð- um. Ég velti því fyrir mér hvað ég hefði eiginlega þurft að gera í við- bót gegn Búlgaríu til að öðlast fast sæti. Allt í einu virtist landsliðsframi minn fara aftur á bak en ekki áfram, því þegar England sigraði Spán 2-0 í Barcelona var ég ekki einu sinni í hópnum lengur. I stað- inn var ég valinn í B-liðið til að leika við við Spánverjana í Sunder- land og að lokum gat ég ekki einu sinni leikið þar vegna meiðsla. Ég hafði heldur ekki verið sérlega ánægður með að vera felldur niður í B-hópinn. Mér fannst ég verð- skulda sæti í aðalhópnum og hafði alls ekki leikið illa. Ég hefði senni- lega sætt mig við að vera varamað- ur í A-liðinu til að öðlast aukna reynslu. Slíkt er hverjum leik- manni mikilvægt og það er þýðing- armikið fyrir liðsandann. Þegar Ron Greenwood valdi mig aftur í hópinn, og í liðið, fyrir bresku meistarakeppnina, vildi svo illa til að við töpuðum 1-4 fyrir Wa- lesí Wrexham. Hörmulegúrslit, en það furðulega er að ég tel mig ekki hafa leikið illa og var nálægt því að skora tvívegis. Mér fannst mér fara fram. En mér leið illa því ég vissi að tap sem þetta bitnaði á öllum. Ég var allan tímann á því að liðsupp- stillingin væri ekki rétt, með Peter Barnes frammi við hlið Paul Mar- iner. Þá vorum við óheppnir með meiðsli; Phil Neal tognaði á læri eftir tíu mínútur og Larry Lloyd slasaðist á ökkla. Við áttum greini- lega ekki að sigra og mér kom ekki á óvart að vera settur út úr liðinu á ný fyrir næsta leik gegn Norður-ír- landi. Úrslit Evrópukeppninnar nálg- uðust þannig að ég var ekki einu sinni viss um að komast í 22-manna hópinn. Að ég skyldi vera valinn, er eitt það furðulegasta sem fyrir mig heftir komið. Fáránlegt virðist það, en aðeins rúmri viku áður en landsliðið átti að fara í úrslita- keppnina á Ítalíu, vorum við skyndilega sendir alla leið til Ást- ralíu og þar átti að fylla endanlega í tvö síðustu götin í landsliðshópn- um. í 12 þúsund mílna fjarlægð á krikketleikvanginum í Sydney lék ég einhvern minn þýðingarmesta leik, gegn Áströlum! Ég var ekki viss um hvort ég færi með til Ítalíu og það var Ron Greenwood senni- lega ekki heldur. Áhættuna varð að taka en það hvatti mig þó að áhorfendur voru margir og flóð- ljósin voru frábær - jöfnuðust á við dagsbirtu. Sem betur fór lék ég vel, skoraði ágætt mark og við sigruðum 2-1. Sigurinn hefði getað orðið stærri en við vorum útkeyrðir tuttugu mínút- um fyrir leikslok. Ferðin hafði tekið heilan dag og hvíldin var lítil. Ég hlakkaði lítt til heimferðarinn- ar, þar til á flugvellinum að stjórinn sagði mér loks að ég færi með til Ítalíu. Ég reiknaði alls ekki með að komast beint í liðið þar sem mér hafði naumlega tekist að komast í hópinn. En ég var meðal vara- mannanna í 0-1 tapinu gegn Ítalíu í Torino. Ég beið, nánast örvænt- ingarfullur, eftir því að komast inn á völlinn. Mér fannst að við gætum náð jafnvægi í leiknum á ný ef mér tækist að skjóta einu sinni að marki.En ég mátti horfa á, og fékk aðeins að leika gegn Spáni í Nap- oli. Við sigruðum þá 2-1 en það var ekki nóg og í hreinskilni sagt tel ég að við hefðum ekki átt skilið að komast í úrslitaleikinn. Margt sam- einaðist um að flýta fyrir heimferð okkar, ólætin meðal fylgismanna okkar í 1-1 jafnteflinu gegn Belgíu hjálpuðu ekki til, og sigur í þessum fyrsta leik, í stað jafnteflis, hefði breytt öllu í keppninni. En Eng- land hefur ekki haft sérlega mikla heppni með sér á alþjóðlegum vett- vangi í knattspyrnunni undanfarin ár. Evrópukeppni landsliða hefur mikla þýðingu en allir eru meðvit- aðir um að liðið er skipulagt út frá því langtímamarkmiði að ná í heimsbikarinn. Þess vegna hélt ég við heimkomuna frá Ítalíu að nú fengi ég tækifærið til að sanna mig með landsliðinu. En í 4-0 sigrinum á Norðmönnum á Wembley var ég meðal varamannanna, og einnig þegar við töpuðum 1-2 gegn Rúm- enum í Búkarest í október. Um 75 þúsund áhorfendur sáu leikinn og eru einhverjir þeir háværustu sem ég hef komist í kynni við. Þeir þögnuðu aldrei og auðvitað höfðu þeir yfir miklu að kætast, enda þótt ég væri ekki sáttur við vítaspyrn- una sem færði þeim sigur að lok- um. Ég get ekki sagt að Búkarest telj- ist til betri staða sem ég hef kynnst í gegnum knattspyrnuna og augu okkar lukust upp við óhugnanlegt atvik sem átti sér stað fyrir leikinn. Við sátum í rútunni og biðum þess að farið yrði aftur til hótelsins og tugir krakka höfðu hópast saman fyrir utan. Joe Corrigan átti nokkr- ar myndir af enska liðinu - það var það sem krakkarnir voru að sækj- ast eftir, þau voru ekki að koma af stað ólátum - og hann henti þeim út um gluggann. Krakkarnir fóru í eina kös við að reyna að ná þeim en allt í einu að ástæðulausu, réðust öryggisverðir að þeim, slógu þau í höfuðin og tvístruðu hópnum. Þetta var vitfirring. Okkur leið nægilega illa eftir að hafa tapað knattspyrnuleik. En ég hugsaði með mér: „Allt í lagi með mig, ég er á heimleið, en þessir krakkar verða að vera hér áfram.“ Sagt er að ferðalög víkki sjóndeildarhring- inn, en þau fá mann einnig til að meta eigið föðurland betur. Hvað sem fólk heldur, þá kynnumst við fleiru en knattspyrnu í keppnis- ferðum. í Rúmeníu sáum við t.d. hús sem ótrúlegt var að væru mannabústaðir. Það hef ég reyndar komið auga á víðar. Vel á minnst, mér leiddist ferðin einnig af annarri ástæðu; það er reglulega leiðinlegt að vera vara- maður. Þú vilt að liðið sigri. Þú vilt líka fá að leika með en á móti kem- ur að þú vilt ekki að neinn meiðist. Allar þessar tilfinningar fara í einn graut í kollinum og snúast þar í hringi. Á meðan er lítil ánægja í að horfa á leikinn - og fáum getur lið- ið verr en mér þegar mitt lið er að leika. Allt í lagi meðan knötturinn er í vítateig andstæðinganna, en

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.