Þjóðviljinn - 13.12.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.12.1983, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 13. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15 Hóf til heiðurs Kjartani Ólafssyni Samstarfsmenn Kjartans Ólafssonar á Þjóðviljanum og í Útgáfufélagi blaðsins efndu til hófs honum til heiðurs sl. laugardagskvöld. Milli 60 og 70 manns sátu hófið. Það varð eftirminnileg samkoma. Fyrir utan tilhlýðileg ræðu- höld var efnt til frjálsrar samkeppni í skemmtiatriðum og tróðu þar margir upp og sýndu á sér hliðar sem ekki snúa út hvunndags. Heiðursgesturinn var þar ekki eftirbátur annarra. Var af þessu öllu hin besta skemmtan sem von- andi kemur lesendum Þjóðviljans til góða með skapbæt- andi áhrifum á starfsmenn blaðsins. Guðjón Friðriksson rifjaði upp minningar að vestan og afhenti Kjart- ani Olafsyni persónulega gjöf. Það var slegið á létta og alvarlcga strengi í ræðuhöldum, og meðal þeirra sem hlýða á einn ræðumanna eru Þröstur Haraldsson, Mörður Árnason, Elísabet Þorgeirsdóttir, Lúðvík Geirsson, Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir, Sigurður A. Magnússon, Svanhildur Bjarnadóttir og Helgi Ólafsson. Ljósm. eik. Sigurdór Sigurdórsson færir Kjartani Ólafssyni gjöf frá starfsfólki á Þjóðviljanum og fylgir henni úr hlaði með þremur vísum sem hann orti sérstaklega af þessu tilefni. Ljósm. eik. Úlfar Þormóðsson, Franciska Gunnarsson, Kristín Pétursdóttir og Baldur Jónsson gera sér matföngin að góðu. Ljósm. eik. Um Þóröar gleði °g þegna hans Ábyrgðartilfinning og siðferðis- styrkur eru sjaldgæf orðin á síðum dagblaðanna hér um slóðir og nú um stundir. Það er því full ástæða til að líta upp og horfa yfir sviðið þegar siðferðilega ábyrgur höfund- ur grípur loksins til pennans. Dokt- or Eysteinn Sigurðsson ritar um Spegilmálið af þunga og einurð í Sunnudagsblað Þjóðviljans 11. þ.m. Bendir þar alveg réttilega á þann voðaverknað sem Sþegillinn fremur með þvf að birta á útsíðu tælandi mynd af manni sem býst til að sneiða af sér skaufann. Hefðu þeir stúkubræður: Þórður, Bjarni og Eyst-einn ekki kæft þetta glæfraspil í fæðingu má telja víst að karlpeningur þjóðarinnar hefði tekið þetta eftir og gengi nú ball- stýfður um. Hvað hefði jafnréttis- ráð þá sagt? Hver væri framtíð þjóðarinnar með slíku háttalagi? Það er einnig rétt sem doktorinn segir að ballhengingar munu ekki höfða eins vel til íslendinga og skaufastýfingin gerir. Má í því sam- margir hafa í seinnitíð verið að skýra þessa gömlu vísu). Það má semsé reikna með því sem vísu að þeir fáu sem ekki skáru undan sér strax eftir lestur þessa sorafengna blaðs hefðu fyllst af Þórðargleði yfir hrakförum hinna. Það er önnur ástæða til að banna þetta blað. Þeim stúkubræðrum verður því seint fullþakkað hvernig þeir hafa staðið á verðinum. Einkum munu þeir eiga vísan hlýhug kvenþjóðar- innar. En varla trúi ég því að þeir stúkubræður láti hér staðar numið. Hugsjón þeirra er mikil og vilji þeirra einarður, vald þeirra óskorað. Því ættu slíkir hugsjóna- jöfrar að staðnæmast við hálfklár- að verk? Eða hafa þeir ekki gert sér grein fyrir háskanum sem þjóðinni daglega Stafar af þessum sífelldu jarðarfararauglýsingum? Öll blöð eru full af þessu, Morgunblaðið þó langverst. Sannanir vantar heldur ekki í því máli. Tölfræðingar hafa löngum reiknað það út að samræmi bandi vitna til þjóðsagna vorra þar- sem dæmi eru nokkur um frásagnir af því að menn risti undan sér, jafnvel láti færa unnustunni heila móverkið á silfurfati. Þykist ég mega treysta því að þeir stúku- bræður iáti nú ekki mikið vatn renna til sjávar áðuren þeir hafi líka gert upptæk þjóðsagnasöfn þau sem greina frá þvílíku háskaat- hæfi. Og það er líka fleira sem þessu fylgir. Hver man ekki vísuna gömlu? Skopi meður skipast veður skini eður loptin syrtast, en Þórðargleði er það sem skeður þegar reðurmyndir birtast. Skáldið bendir okkur á það að grínið í samfélaginu verður að láta sér lynda ýmis veður. Allir gagn- fræðingar, flestir stúdentar og sumir norrænufræðingar ættu líka að vita hvað Þórðargleði er. Það er ógeðslegt fyrirbæri sem felst í því að hlakka yfir óförum annarra (en ekki hugarfar saksóknara einsog er greinilegt milli þessara dánar- auglýsinga og dauðsfalla almennt. Því fleiri dánarauglýsingar sem birtast þeimmun fleiri deyja. Þetta verður ekki hrakið fremuren línu- ritin um það að fólk deyi þeim mun tíðar úr hjartakveisu sem það lætur ofaní sig meira af einhverju. Enda hverjum hugsandi manni náttúrlega ljóst að texti einsog: sonur minn, tengdafaðir og afi lést á gjörgæsludeild Landakotsspítala er ekkert sem hafandi er fyrir bráð- lifandi þjóð löngu eftir að statistík hefur sannað svo ekki verður um villst að hinir taka þetta eftir og deyja líka. Það er í sjálfu sér lítils virði að koma í veg fyrir ballstýfingar og skaufahengingar meðan það við- gengst að auglýsa jafn hroðalegt at- hæfi og dauðann til þess eins að aðrir hafi þetta eftir. Margt er náttúrlega óhollt aug- lýst í blöðunum fleira en dauði og geldingar. Þar má sjá auglýsta bila sem margan hafa skaðað, einbýlis- hús, banvænar hávaðagræjur, stór- háskalegar brauðristar, Stjörnu- stríðsleikföng, rammslæga grað- fola, ritvélar (sem vel mætti skrifa á stórháskalegt klám), Tommabor- gara, ævisögur stjórnmálamanna, skíði og bindingar, ginseng og hlutabréf ríkisins í gjaldþrota fyrir- tækjum. Væri ekki ráð að banna þetta alltsaman (með einu pennastriki) og stöðva barasta alla blaða- og tímaritaútgáfu á íslandi. Þá væri hugsjón Stúkubræð- ranna orðin að veruleika og Himn- aríki í nánd ineð Eilífu lífi Einstakl- ingsins, kyrrð og friði allstaðar - undir krossi hins blessaða klám- leysis. Eða hvað? 9563-3005

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.