Þjóðviljinn - 13.12.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.12.1983, Blaðsíða 16
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. desember 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Úlfar Jón Einar O. Alþýðubandalagið í Reykjavík Opið hús veröur í kvöld þriðjudaginn 13. desember kl. 20.30 í Flokksmiðstöð Alþýðu- bandalagsins. - Guðrún Helgadóttir les úr bók sinni Sitji guðs englar. Einar Kárason les úr bók sinni Þar sem djöflaeyjan rís. Úlfar Þormóðsson les úr óbirtri bók sinni Bréf til Þórðar frænda, Elísabet Þorgeirsdóttir les úr bók þeirra Einars Olgeirssonar og Jóns Guðnasonar, Kraftaverk einnar kyn- slóðar. - Allir velkomnir. Kaffiveitingar! Fjölmennið! - ABR III. deild. Alþýðubandalagið í Reykjavík Árshátíð og þorrablót Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsirrs í Reykjavík verður laugardaginn 28. janúar 1984. Þegar eru bókanir farnar að berast og eru menn hvattir til . ,að skrá sig fyrir miðum sem allra fyrst. í fyrra komust færri að en vildu. Dagskrá og skemmtiatriði auglýst síðar. - Skemmtinefnd ABR Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Jólaglögg ÆFAB heldur jólaglögg laugardaginn 17. desember kl. 20.30 í flokks- miðstöðinni. Meðal skemmtiatriða verður Graham Smith sem kynnir nýútkomna plötu sína, Kalinka. Honum til aðstoðar verður Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Ýmsar aðrar uppákomur verða og að sjálf- sögðu er á boðstólum jólaglögg og piparkökur á vægu verði. Mætum stundvíslega og fjölmennum. - Skemmtinefnd ÆFAB. Skrifstofan opin Alla þriðjudaga og fimmtudaga verður skrifstofa Æskulýðsfylkingar- innar opin frá kl. 17-18.30, í flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Áhugafólk er hvatt til að líta við eða hringja, síminn er 17500. Stjórnin. Sláið tvær flugur í einu höggi! Hreinsum og bónum bíla. Erum við Sölvhólsgötu, næst Klapparstíg, móttaka bíla frá kl. 10-22 mánudaga - laugardaga. Eigendur geta skilið bílinn eftir meðan þeir versla eða fara í bíó, leikhús o.fl. Barnauppeldis- sjóður Thorvald- sensfélagsins Jólamerki Jólamerki Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins 1983 er að þessu sinni teiknað af Guðnýju Harðardóttur. Á þessu ári eru liðin 70 ár síðan fyrsta jólamerki sjóðs- ins var gefið út. Markmið Barn- auppeldissjóðsins hefur verið frá upphafi að leggja lið börnum sem vegna veikinda eða annarra á- stæðna hafa þurft aðstoðar við. Jólamerkið er til sölu á pósthúsum, Thorvaldsensbasar, Austurstræti 4 og hjá félagskonum í Thorvald- sensfélaginu. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna Gefur úr jólakort Jólakort Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna (UNICEF) eru enn á ný komin á markaðinn. Það er Kvenstúdentafélag íslands sem hefur séð um sölu kortanna í rúm- lega þrjátíu ár hér á íslandi. Kortin eru prýdd myndum eftir þekkta listamenn. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna starfar eingöngu fyrir frjáls framlög. Stærstu framlögin koma frá einstökum ríkjum, auk þess sem tekjur af sölu jólakorta hafa verið um 10-12% af fram- kvæmdapeningum. Tekjur af sölu jólakortanna á fslandi hafa verið 2/5 hlutar af framlagi íslands til Barnahjálparinnar. Kortin eru til sölu í bókaverslunum og á skrif- stofu Kvenstúdentafélagsins á Hallveigarstöðum. Jólakort Styrktarfélags vangefinna eru í ár eftir myndum Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Allur ágóði af sölu kortanna rennur í byggingu fjögurra raðhúsa, sem starfrækt verða sem heimili fyrir þroskahefta. Sölufólk mun bjóða kortin til sölu, en þau fást einnig í versluninni Kúnst, Laugavegi 40 og á skrifstofu félagsins að Háteigsvegi 6. Fjölskyldu- bók um meðgöngu og fæðingu Bókaútgáfan Salt hf. hefur sent frá sér bókina „Þú og ég og litla barnið okkar“. Er þetta eins konar fjölskyldubók og fjallar um með- göngu og fæðingu. Höfundar eru danskir, Marlee og Benny Alex og er greint frá. því hvernig tvö systkin, María og Tómas, fylgjast með meðgöngu móður sinnar. Þau spyrja spurninga um kynlíf og þungun og foreldrar þeirra greina frá því hvernig barn verður til - allt frá getnaði til fæðingar. Síðan fylgjumst við með fyrstu mánuðun- um í lífi barnsins. Með einföldum orðum og litmyndum útskýra höf- undar þannig „leyndardóm“ lífs- ins. Bókin, sem er í stóru broti og alls 44 bls., hefur verið þýdd á fjöl- da tungumála og vakið athygli fyrir það hvernig hún getur hjálpað for- eldrum og börnum að ræða saman um þessi mál. Þýðandi er Gunnar J. Gunnarsson kennari. Textinn er settur hjá Prentverki Akraness, en bókin að öðru leyti unnin í Eng- landi. Cl/ Á T pt SOGIJR STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR IÐUNN Skáldsögur Steinunnar Iðunn hefur gefið út Skáldsögur eftir Steinunni Sigurðardóttur, en það er safn smásagna höfundar, annað í röðinni. Hið fyrra, Sögur til næsta bæjar, kom út fyrir rúm- um tveimur árum. Þar að auki er Steinunn löngu kunn sem ljóð- skáld, og eitt sjónvarpsleikrit hefur verið sýnt eftir hana. Skáldsögur eru allmargar, og blær þeirra er með ýmsu móti. Oft ræður undirfurðulegur húmor höf- undar ferðinni, svo sem í „Fjöl- skyldusögunum", aðrar eru með alvarlegri svip. VÉLA- OG TÆKJÁLEIGA Alhliða véla- og tækjaleiga. Heimsendingar á stærri tækjum. Sláttuvélaleiga. Múrara- og trésmiðaþjónusta. minni háttar múrverk og smíöar. BORTÆKNI SF. Vélaleiga, simi 46980 - 72460, Nýbýlavegi 22, Kópavogi, (Dalbrekkumegin) Steypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa. ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA Sveinbjörn G. Hauksson Pípulagningameistari Sími 46720 Ari Gústavsson Pipulagningam Simi 71577 Nýlagnir Jarölagnir Viögeröir Breytingar Hreinsanir GEYSIR Bílaleiga____ Car rental BORGARTÚNI 24-105 REYKJAVÍK, ICELAND - TEL. 11015 Hellusteypan STÉTT Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211. Il-t STEYPUSÖGUN vegg- og gólfsögun VÖKVAPRESSA i múrbrot og tleygun KJARNABORUN fyrir öllum lögnum Tökum a<5 okkur verkefni um allt land. — Fljót og góó þjónusta. — Þrifaleg umgengni. Verkpantanir Irá kl. 8—23. BORTÆKNl S/F Vélaleiga S: 46980 - 72460.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.