Þjóðviljinn - 14.12.1983, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Qupperneq 5
Bókablað Þjóðviljans - SÍÐA 5 Einar Már Guómundsson 1ÆNGJASLNTUR IMKREWUM Vængjasláttur í þakrennum Skáldsaga eftir Einar Má Guðmundsson. Einn af hugkvæmustu og skemmtilegustu höfundum ungu kynslóðarinnar. Bókin lýsir reykvískum unglingum, lífi þeirra og tiltektum. Þetta er fersk saga, kímin og bráðskemmtileg. 191 bls. Verð kr. 648.50. Almenna bókafélagið. Vík milli vina Skáldsaga Ólafs Hauks Símonar- sonar segir frá hópi fólks sem er komið á fertugsaldur en hefur haldið saman síðan á námsárunum. Rithöfundurinn Pétur raðar saman atvikum úr lífi þeirra í fortíð og nútíð - en um framtíðina er allt óvíst. Harkalegt uppgjör við ’68 kynslóðina. 210 bls. Verð kr. 648. Mál og menning. Inga Birgitta Hrönn Halldórsdóttir Opinská lífsreynslusaga ungrar stúlku. Sögusviðið er sjávarpláss á Suðurlandi, og atburðarásin er hröð og spennandi. Lýst er daglegu lífi Ingu, ástum hennar og þrá, von- brigðum og sorgum. Þetta er fyrsta bók ungrar konu, og lofar bókin góðu um framhaldið. Verð 593 kr. Skjaldborg. Þórarinn Eldjárn Kyrr kjör Þórarinn Eldjárn, Kyrr kjör, ný skáldsaga Þórarins Eldjárns mun ekki valda hinum stóra lesendahóp hans vonbrigð- um. Saga Guðmundar Bergþórs- sonar sem hvergi er frjáls nema í draumum sínum og skáldskap. í veruleikanum liggur hann mátt- vana og bjargarlaus. En í eymdinni lifir draumurinn um frelsið og tekur á sig margvíslegar myndir í huga þess sem ekki unir kyrrum kjörum. Hér togast á leiftrandi fjör og djúp alvara. „Þórarinn Eldjárn hefur með Kyrrum kjörum sameinað skáld- skap og þjóðsögn á heillavænlegan hátt, stefnt okkur til fundar við fortíðina í því skyni að skemmta okkur og líka til þess að við megum sjá samtímann í skýrara ljósi“. Jóhann Hjálmarsson í ritdómi. Verð kr. 648.40. Iðunn. Þar sem Djöflaeyjan rís Saga Einars Kárasonar gerist í braggahverfi í Reykjavík einkum á árunum upp úr 1950. Frásögnin er breið og persónur margar en í sögusmiðju eru strákarnir í hverf- inu, fyrst útsmogin hrekkjusvín, svo svalir, briljantíngreiddir gæjar. 208 bls. Verð kr. 648. Mál og menning. FORLAGA- CT JCU M * MmJnL* W/Utr** Ijtwmil UMi\ Forlagaflækja ísól Karlsdóttir. „Slys varð þegar vélin var að hefja sig til flugs. Af einhverju óskiljan- legum ástæðum, hlekktist henni á í flugtaki og húnkom niður á annan vænginn. Það orsakaði sprengingu í bensíni og á fáum augnablikum varð vélin alelda". Þannig segir á fyrstu síðu bókarinnar. Síðan spinna forlögin sinn flókna vef. Ótrúlega spennandi skáldsaga, ungs höfundar er nú sendir frá sér sína fyrstu bók. Verð 593 kr. Skjaldborg. Drekar og smáfuglar Þriðja bindið í sagnabálki Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar, framhald af Gangvirkinu og Seiði og hélogum. Einn örlagaríkasti tími í þjóðarsög- unni er hér magnaður fram í dags- birtuna í andstæðum fortíðar og nútíðar, þjóðhollustu og þjóð- svika. 559 bls. Verð kr. 883. Mál og menning. Týnda brúðurin Aðalheiður Karlsdóttir frá Garði. Brúðurin mætir ekki til kirkjunnar á brúðkaupsdaginn. Hennar er leitað án árangurs. Við þennan at- burð tekur líf brúðgumans miklum breytingum, sem leiða hann meðal annars í ferðalag, þar sem margt óvænt hendir, og margar persónur koma fram. Margt undarlegt gerist er dregur að sögulokum. Verð 593 kr. Skjaldborg. Sagan um Önnu Stefanía Þorgrímsdóttir Sagan um önnu litlu í Selsmýri í| Selásshreppi, fallegustu stúlkuna í Grundarskóla sem fór út í heiminn með próf upp á níufimm, gagn- fræðingur frá Ási upp á sexsex, saltaði sfld á Vík, afgreiddi í sjoppu á Akureyri, svo hann Helgi á Fremra-Hóli féll í menntaskól- anum, giftist henni, fór til Reykja- víkur og varð rafvirki. En sólin skín á Fremra-Hóli og taðan angar, svo þau fluttu heim og fóru næstum sveitavillt því Selásshreppur hafði fengið sér andlitslyftingu. Sagan um Önnu er glæsileg frum- raun ungs höfundar. Hún lýsir ið- andi mannlífi á íslandi nútímans og yfir frásögninni vakir draumur ungrar stúlku um að finna til- ganginn með lífi sínu. Verð kr. 548.35 lb./385.30 kllja. Iðunn. Beðið eftir strætó Páll Páisson Beðið eftir strætó, ný saga eftir Pál Pálsson, höfund Hallærisplansins sem vakti mikla athygli í fyrra. Sögusviðið er Hlemmur þar sem börn og unglingar ráfa um í svikul- um sæluheimi vímugjafa. Raun- sönn og átakanleg mynd af eymd og tilgangslausu lífi utangarðsung- linga í Reykjavík. í fjörlegri og snarpri frásögn vekur höfundur máls á staðreyndum sem ekki er hægt að loka augum og eyrum fyrir. Beðið eftir strætó - saga um ungt nútímafólk, fyrir ungt nútímafólk, - hörku stöff. Verð kr. 398.00. Iðunn. STEINUNN SIGURíMKD&rriR IÐUNN Skáldsögur Stelnunn Sigurðardóttlr Skáldsögur, nýtt smásagnasafn Steinunnar Sigurðardóttur, bera sannarlega nafn með rentu. Senni- legt eða jafnvel óhugsandi er að þær gætu gerst í raunveruleikan- um. Tökum sem dæmi: Hvenær hefur skáti lent í öðru eins og Röddum úr hrauni? Og hvað um performansa reykvískrar húsmóð- ur á Þingvöllum? - Hámarki nær þó skrumskæling veruleikans í sagnaklasanum Fjölskyldusögur. Arnviður Sen og Ártemis Flygen- ring eru lifandi dæmi um það. Slíkt fólk er vonandi ekki til. En Steinunn kann þá list að láta okkur gleypa við sögunum - því það gerum við. Verðkr. 587.85ib. 444.60 kilja. Iðunn Barnabœkur myndum eftir Ragnhildi Ragnars- dóttur. Ása vill ekki sofa í rúminu sínu, það er miklu betra að sofa milli pabba og mömmu. En þá kemur Pési og vill fá að sofa í rúm- inu... Verðkr. 159. Mál og menning. Lena-Sól Skemmtileg saga fyrir byrjendur í lestri eftir Sigríði Eyþórsdóttur með fjölda fallegra mynda eftir Önnu Cynthiu Leplar. Hér segir frá fyrsta skóladegi Lenu-Sólar sem varð allt öðruvísi en hún hafði búist við. Prentuð með góðu letri. 40 bls. Verð kr. 198. Mál og menning. Litla rauða rúmlð Barnasaga handa yngstu hlustend- um eftir Áslaugu Ólafsdóttur með Dagur barnanna í Olátagarði Myndabók eftir Astrid Lindgren og Ilon Wikland um daginn þegar öll börnin ætluðu að skemmta henni Stínu, litlu systur Óla. En það reyndist ekki eins auðvelt og þau héldu. Þuríður Baxter þýddi. Verð kr. 198. Mál og menning.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.