Þjóðviljinn - 14.12.1983, Side 9

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Side 9
Eysteinn í eldlínu stjornmálanna í þessari forvitnilegu bók Vil- j hjálms Hjálmarssonar um ævi og störf Eysteins Jónssonar fyrrum ráðherra er vitnað í ýmsar heimild- ir, sem ekki hafa verið gerðar opin- berar fyrr. t>á varpa svör Eysteins | við spurningum Vilhjálms einnig ljósi á sitt af hverju sem gerðist í stjórnmálunum á árum áður. Tugir ljósmynda. Verð kr. 986.- Vaka. Jói Konn og söngvinir hans Gísli Sigurgeirsson skráði. Minningar Jóhanns Konráðssonar söngvara ásamt viðtölum við nán- ustu söngvini hans, og ívafi úr sögu söngsins á Akureyri ummiðja öldi- na. Jói Konn var dæmigerður al- þýðusöngvari, sem varð vinsæll af þeim hæfileikum er hann fekk í vöggugjöf. Bókin er mikill fengur í sögusafn um Akureyringa. Verð kr. 741.- Skjaldborg. Minningar og Sko ðanir Einar Jónsson í Minningum rekur listamaðurinn æviferil sinn frá bernsku og þar til hann aldraður er farinn að huga að leiðarlokum. Hann greinir frá dvöl sinni í Kaupmannahöfn og öðrum heimsborgum, kynnum af fjölda fólks og erfiðri baráttu fyrstu árin á listabrautinni. í Skoðunum fjallar hann um list- og trúarviðbrögð sín og eru þær merkileg heimild um hugmyndaheim hans. Ríkulega myndskreytt. 356 bls. Verð kr. 988.00 Skuggsjá. Eitt rótslitið blóm Valgarður Stefánsson Saga Skúla Skúlasonar fyrsta ís- lendingsins sem hlaut myndlistar- styrk frá Alþingi árið 1893. Hann dvaldi í Höfn í sex ár, og var þar samtíða Ásgrími Jónssyni, Þórarni t>. Porlákssyni og Einari Jónssyni. Verk Skúla er þó ekki að finna í listasöfnum, og hljótt hefur verið um nafn hans. Hér er skemmtileg lýsing tíðarand- ans á gömlu Akureyri, er þar voru ölkrár og menn heilsuðust uppá dönsku, en blessuð bömin fengu „bolsíur" á sunnudögum. Verð 679 kr. Skjaldborg. Saga stríðs og starfa Æviminningar Hallgríms Jónssonar frá Dynjanda. Erlingur Davíðsson bjó til prentunar og ritar formála. Hér er sögð saga þjóðfélagsb- reytinganna eftir stríð, er þéttbýlið efldist en strjálli og afskekktari byggðir lögðust í eyði. Úr Grunna- víkurhreppi fluttust allir á braut. Hallgrímur á Dynjanda ogfleiri at- orkumenn spyrntu við fótum, en börðust við ofurefli, og stigu síðast- ir frá borði. Það hefur verið mikil þrekraun að standa yfir moldum sveitar sinnar, en Hallgrímur er ekki kalinn á hjarta, þvert á móti er hann mildur í dómum sínum, og frásögnin hógvær og glettin. Verð kr. 678. Skjaldborg. Bókablað Þjóðviljans — SÍÐA 9 Kraftaverk einnar kynslóðar í annarri endurminningabók Ein- ars Olgeirssonar rekur hann bar- áttu verkalýðs á íslandi fyrir stofn- •un samtaka til að bæta kjör sín. Sagt frá fjölda fólks á miklum um- brotatímum frá sjónarhóli manns sem alla tíð stóð í fylkingarbrjósti. Jón Guðnason skráði. 400 bls. Verð kr. 883. Mál og menning. Jóhann 0 Briem ~ Jóhann Briem Bókin um Jóhann Briem listmálara og verk hans sem Halldór B. Run- ólfsson listfræðingur hefur skrifað, er þriðja bókin í ritröð um íslenska myndlist. í bókinni eru eftirprent- anir fimmtiu og fjögurra málverka og vatnslitamynda auk pennat- eikninga og eru myndirnar frá fimmtíu ára tímabili. Vönduð bók um einn af okkar bestu og sérstæð- ustu málurum. Verð kr. 1.235.-. Kr. 9887701 fé- lagsmanna í Hinu íslenska bók- menntafélagi. Listasafn ASÍ og Bókaútgáfan Lögberg gefa út. Æviskrár samtíð- armanna l-R Torfi Jónsson Þetta annað bindi Æviskránna geymir æviskrár u.þ.b. 2000 manna, sem bera nöfn er byrja á stöfunum I - R. Hér er um að ræða karla og konur, er gegnt hafa eða gegna meiriháttar opinberum störfum í þágu ríkis, bæjar- og sveitarfélaga, athafnamanna, for- stöðumanna, fyrirtækja, forvígis- manna í félagsmálum og menning- arstarfsemi, listamanna o.s.frv. 613 bls. Verð kr. 944.80. Skuggsjá. Ritsöfn og bókaflokkar Rað viðillumöndum Ráð við illum öndum í þessu sjöunda bindi í ritsafni Wil- liams Heinesen í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar er fyrst stutt skáld- saga og síðan ljóðrænar endur- minningar og smásögur, allar frá Færeyjum nema ein sem gerist í Frakklandi. Zacharias Heinesen myndskreytti. 233 bls. Verð kr. 648. Mál og menning. SKUGGSJA Ritsafn II Þorgils gjallandi í þessu öðru bindi rita þingeyska bóndans og skáldsins eru tvær lengstu sögur hans, „Ofan úr sveit- um“ og „Upp við fossa“. Þessar sögur vöktu úlfaþyt, þegar þær fyrst komu út, mönnum ofbauð af- staða höfundarins til kirkju og trú- mála og ekki síður hversu berorður hann var um holdlegar ástir. 237 bls. Verð kr. 759.50. Skuggsjá. Heildarútgáfa ritverka ÓOYÍf <3tmnsscrL> )\Vd ^ ^Favraskcri O ö AD NORDAN1 Svaniö'fpörjr Kvst.<» Kvxftjur N\ Kvaoi Helgafell hefur nú að nýju útgáfu á ritsafni Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, en það kom síðast út í heild árið 1965. Ritsafnið verður í ^níu bindum og eru sjö þegar komin ;út. Hin, tvö bindi með leikritum, eru væntanleg innan skamms. Þeg- ar eru komin út: Sólon Islandus I-II. Skáldsagan Sólon Islandus segir frá uppvexti og ævi hagleiksmannsins, sérvitr- ingsins og heimspekingsins Sölva Helgasonar, sem uppi var á ofan- verðri öldinni sem leið, og lýsir lífs- baráttu fólks við kröpp kjör í erfiðu árferði. 1. bindi er 263 bls.. 2. bindi 248 bls. Verð kr. 1.679.60. Ljóðasafnið Að norðan I-IV. í þessum fjórum bindum eru allar tíu ljóðabækur Davíðs. I Svartar fjaðrir - Kvæði - Kveðjur - Ný kvæði. Bókin er 293 bls. II í byggð- Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi um - Að norðan - Ný kvæðabók. Bókin er 252 bls. III í dögun - Ljóð frá liðnu sumri. Bókin er 371 bls. IV Síðustu ljóð. Bókin er 308 bls. Verð kr. 3.359.20 eða kr. 839.80 hvert bindi. Mælt mál hefur að geyma óbundið mál: ritgerðir Davíðs um samtíma- menn hans og málefni sem á döf- inni voru og ræður sem hann flutti við ýmis tækifæri. Bókin er226 bls. Verð kr. 839.80. Bækurnar eru prentaðar í Víkings- prenti. Bókband Bókfell. Kápur hannaði og teiknaði Ragnheiður Kristjáns- dóttir auglýsingateiknari. Kápur eru prentaðar í Hólum. Helgafell

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.