Þjóðviljinn - 14.12.1983, Page 12

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Page 12
12 SÍÐA — Bókablað Þjóðviljans Að vestan. 1.-4. bindi Þjóðsögur og sagnir, skráð af Arna Bjarnasyni. Snjólfur Jóhannsson Austmann Guðmundur í Húsey Sigmundur M. Long. Ritsafn þetta sem áætlað er að verði 16 bindi, er einstætt í íslenskri bókaútgáfu. Hér er safnað saman í eina heild því helsta sem íslending- ar í Vesturheimi hafa skráð af þjóðsögum, sagnaþáttum, ferðam- inningum vesturfara, æviþáttum, alþýðukveðskap og bréfum. Hér er vitnisburður um andlega starfsemi og bókmenntaiðju í nýja landinu. j Ritsafn sem er einstakt í sinni röð. j Ómetanlegur fróðleikur um frænd- ur og vini vestanhafs. Verð 1.-4. bindi 1.729 kr. Skjaldborg. nss~ MINNINGAÞÆTTIR GUÐMIINOAH f III SKV A 'f ^{« Pfj* ;* * , SAGNAÞÆTTIR SICMUNDAR ^ ’ M. LONG , —p--... .. ■ v i > ii ' SV* ■■ s < . * . ! >. / JSi5- A» VCSIAN ÞJÓÐSÖGUR OG SAGNIR S > ■lí" Andardráttur mannlífsins Andardráttur mannlífsins Ritsafn Einars Kristjánssonar frá Hermundarfelli. Skjaldborg sendir nú frá sér 5. bindið af Ritsafni Einars Herm- undarsonar, en hann er löngu land- skunnur af skáldverkum sínum, og stórskemmtilegum erindaflutningi í Ríkisútvarpinu. í þessari bók er úrval smásagna Einars, en smásagnasöfn hans eru nú löngu uppseld. Verð 679 kr. Skjaldborg. ALDNIR HAFA ORDII) Aldnir hafa orðið Skráð af Erlingi Davíðssyni. Bókaflokkur þessi varðveitir mik- inn fróðleik um líf, starf, siðvenjur og atvinnuhætti þeirrar kynslóðar sem nú er að kveðja. Þeir sem segj a frá í þessari bók, eru sprottnir úr ólíkum jarðvegi, með mismunandi starfsvettvang og lífsreynslu. Frásagnirnar spegla liðna tíma sem nú virðast fjarlægir, og miðla okkur af lífsvisku sögu- manna. Verð 679 kr. Skjaldborg. LÆIDÓMSRIT BÓKMBNNTAFÉLAGSINS PLATÚN Síðustu dagar Sókratesar © HID lSUNZKA BÓKHBNNTAFÉLAG Síðustu dagar Sókratesar Bókin kemur út í ritröðinni Lær- dómsrit Bókmenntafélagsins og i geymir Varnarræðu hins forn- gríska spekings og tvö rit önnur sem Platon hefur einnig stflað og fært í letur. Rit sem ávallt er á dag-! skrá þegar fjallað er um mannlega I reisn og rök lífs og dauða. í íslensk-; um búningi eftir Sigurð Nordal,! sem einnig ritar inngang, og Þor-: stein Gylfason. Þetta er önnur útgáfa betrumbætt. Til félagsmanna 296 kr. Úr búð 370.50 kr. Hið íslenska bókmenntafélag. Faðir min - Kennarinn Auðunn Bragi Sveinsson ritstýrði Fjórtán þættir um landskunna og virta kennara, sem allir hafa haft mikil áhrif í uppeldis- og fræðslu- málum. Þættirnir eru skráðir af bömum þeirra. Kennararnir eru: Gísli R. Bjarnason, Kristján Jó- hannesson, Sigurjón Jóhannsson, Steinþór Jóhannsson, Magnús Pét- ursson, Friðrik Hansen, Ingimar Jóhannesson, Jóhannes Guð- mundsson, Halldór Sölvason, Jó- hann Þorsteinsson, Helgi Ólafs- son, Guðmundur Þorláksson, Ben- edikt Guðjónsson og Ólafur Hans- son. Myndskreytt. 254 bls. Verð kr. 759.50 Skuggsjá. Jskmkir .(ImrHritir pciinitifior*já>ur Föðurland vort hálft er hafið íslenskir sjávarhættir III, Lúðvík Kristjánsson. Fyrri bindi þessa mikla ritverks komu út árin 1980 og 1982. Þau em stórvirki á sviði íslenskra fræða. Meginkaflar þessa nýja bindis em: Skinnklæði og fatnaður, uppsátur og uppsátursgjöld, skyldur og kvaðir, veðurfar og sjólag, veðr- átta í verstöðvum, fiskimið, við- búnaður vertíða og sjóferða, róður og sigling, flyðra, happadrættir og hlutarbót, hákarl og þrennskonar! veiðarfæri. í bókinni er 361 mynd,! þar af 30 litmyndir. Verð kr. 2.532.- Menningarsjóður PETER FREUCHEN IARION SKUíaGSJÁ Laríon Peter Freuchen Heillandi frásögn um hinar miklu óbyggðir Alaska og frumstætt líf indíánanna, sem landið byggðu, er fyrstu skinnakaupmennirnir komu þangað með byssur sínar og brenn- ivín. Laríon var ókrýndur konung- ur þessara miklu óbyggða og frá- sögn Freuchens af þessum mikla höfðingja er æsileg og spennandi og nær hámarki með blóðbaðinu mikla við Núlató. 270“bls. Verð kr. 642.20 Skuggsjá. THORKILD HANSEN ÞRÆLA EYJARNAR Þrælaeyjarnar er þriðja bókin í bókaflokknum um þrælahald og þrælasölu Dana í Vestur-Indíum. Thorkild Hansen hlaut bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs 1971 fyrir þessar bækur. 455 bls. Verð kr. 796.60. Ægisútgáfan - Bókhlaðan SKUGGSJÁ Rit ///. Benedikt Gröndal í þessu lokabindi rita Gröndals er ævisaga hans, „Dægradvöi" og rit- gerðin „Reykjavík um aldamótin 1900“. „Dægradvöl“ er eitt merk- asta bökmenntaverk sinnar tíðar og fyrir löngu talið til sígildra bók- mennta. „Reykjavík um aldamótin 1900“, geymir ýmsan fróðleik um mannlíf í Reykjavík undir lok 19. aldarinnar og er eitt hið skemmtilegasta sem Gröndal skrif- að á efri árum. 463 bls. Verð kr. 796.60. Skuggsjá. ÍSLENSKIR SAGNAÞÆTTIR íslenskir sagnaþættir II. bindi, saman teknir af Gunnari Þorleifssyni í þessu II bindi íslenskra sagna- þátta eru m.a. þessir þættir: Sagna- þættir, þjóðlífsþættir, skipsströnd, þættir fýrri alda, sérkennilegir menn o.fl. Bókin er 208 bls. Verð kr. 642.- Hildur. morgní Ég græt að morgni Ævisaga Lilian Roth kemur nú út í þriðju útgáfu í tak- mörkuðu upplagi. Þessi sívinsæla bók segir frá örlögum heimsfrægr- ar konu sem berst hetjulegri bar-1 áttu við alkóhólið og sigrar að lok- um. Bókin er sígild saga örlaga milljóna manna, Þar sem sigrar og ósigrar skiptast á. Bókin er 208 bls. Verð kr. 488.- Hildur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.