Þjóðviljinn - 21.12.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.12.1983, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Miðvikudagur 21. desember 1983 PIOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. LjÓ8myndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og augiýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Rangt hjá Geir Sjónvarpið greindi frá því um miðjan nóvember að bandaríska hermálaráðuneytið hefði látið semja áætlun um að koma fyrir stýriflaugum af Tomahawk gerð í Noregi, Danmörku, Islandi, Tyrklandi, Japan, Kóreu, Sikiley, Alaska og á eyjunni Diego Carcia í Indlands- hafi. Þær áttu að vera búnar hefðbundnum sprengjum og þjóna margvíslegum tilgangi, m.a. að villa um fyrir Sovétmönnum sem ekki gætu greint þær frá kjarnork- uflaugum og ryðja brautina fyrir staðsetningu kjarn- orkuvopna í tilgreindum löndum síðar meir. Skýrslu þessarar hefur verið getið í breskum blöðum og sl. sunnudag greindi Sunday Times frá því að hún væri í opinberri athugun hjá Pentagon, bandaríska hermálaráðuneytinu. Pessar upplýsingar breska stór- blaðsins hafa orðið til þess að áætlunin um stýriflaug- arnar er stórmál í fjölmiðlum dönskum og norskum. Á Alþingi íslendinga gerði Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra sér far um að draga sem mest hann mátti úr mikilvægi umræddrar skýrslu. Af máli hans mátti ráða að hér væri um að ræða eina af mörg þúsund skýrslum sem Pentagon léti gera, hún væri unnin af aðila „úti í bæ“ og lægi nú sem skúffumatur sem ekki væri virtur viðlits fremur en margt annað hjá banda- rísku herstjórninni. Utanríkisráðherra studdist sérstak- lega við vitnisburð bandaríska sendiherrans á íslandi, sem lét hafa eftir sér í utanríkisráðuneytinu að skýrslan sem var kveikja sjónvarpsfréttarinnar væri „algerlega marklaus“. Bandaríski sendiherrann sem er atkvæðamikill í okk- ar pólitík hefur látið sér sæma að nota málpípu sína á Alþingi til þess að blekkja íslenskan almenning. Það kemur semsé á daginn að skýrslan um Tomahawk- flaugarnar er í alvarlegri athugun hjá Pentagon og er síður en svo nokkur skúffumatur þar á bæ. Þetta er alvarlegt mál og ættu þeir ráðuneytismenn í utanríkis- ráðuneytinu að taka á sig rögg, kalla sendiherrann fyrir sig og víta hann fyrir villandi upplýsingar. En við skulum minnast þess að Geir Hallgrímsson gaf mikilvæga yfirlýsingu við umræðurnar um stýri- flaugarnar á Alþingi. Hann sagði afdráttarlaust að það kæmi aldrei til greina að eldflaugar fengju vist á Islandi. Vonandi kemur bandaríski sendiherrann þeim skilaboðum inn fyrir dyr í Pentagon áður en lengra verður haldið. Aldrei eins dýrt að lifa í Reykjavík Eins og áður hefur verið rakið í Þjóðviljanum þarf einstaklingur sem hefur meðallaun Dagsbrúnartaxta að leggja á sig 53% meiri vinnu til þess að greiða útsvarið sitt í Reykjavík á næsta ári en hann þurfti í ár. Þar með er ekki öll sagan sögð um stórauknar álögur á borgar- búa undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Fasteignagjöld eiga að hækka um 57% á milli ára á sama tíma sem kaupgjald hækkar um 21,2%. Vatnsskattur hækkar um 57%, stöðumælagjöld hækka um 100%, gjaldtaka á leikvelli sem hófst í fyrra hækkar um 50%, kort Borgar- bókasafnsins hækka í verði um 100%, aðgangur að lyftum í Bláfjöllum og sundstöðum hækkar um tugi prósenta. Með þeirri hækkun á taxta Hitaveitu Reykja- víkur sem Davíð Oddsson borgarstjóri hefur boðað í byrjun næsta árs hafa hitaveitugjöld í Reykjavík hækk- að um 181.36% á rúmu ári en á sama tímabili hefur kauphækkunun rétt slefað yfir 20%. Okkur er sagt að verðbólga fari hjaðnandi í landinu. Ef svo er þá gildir það ekki um Reykjavík þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður. Þar er slík óðaverðbólga í öllum gjöldum að það sem ekki hækkar um 50% hækk- ar með þriggja stafa tölum. Það hefur aldrei verið eins dýrt að lifa i Reykjavík eins og í borgarstjóratíð Davíðs Oddsonar. - ekh klippt Zeta Guðs Það var merkileg frétt á bak- síðu Morgunblaðsins í gær. Þar segir frá því, að Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra hafi ákveðið að láta landslýð sjá, að hann sé maður með mönnum og herra yfir sínu ráðuneyti. En ekki einhver Albert. Hann ætlar að láta skrifa zetu í bréfum ráðu- neytisins. Og hann ætlar að láta skrifa Iðnaðarráðuneyti með stórum staf. Síðan er birt opnuviðtal í Morgunblaðinu við hinn vaska ráðherra. Hannsegir, að sigvarði ekkert um reglugerð um stafsetn- ingu frá menntamálaráðuneyt- inu. Það séu bara mannasetn- ingar. Með þessu síðasta orði á Sverr- ir Hermannsson náttúrlega við það, að hans zeta sé komin beint frá guði almáttugum. Ógurlegt Ennfremur játar ráðherrann ást sína á íslenskri tungu með þessari ljóðrænu setningu: „Mér er ógurlega mikið niðri fyrir út af íslensku máli“. Og er ekki nema gott eitt um þá geðshræringu að segja. Og með zetu sinni ætlar ráðherrann að eigin sögn að „ryðja subbuskap burt úr ís- lensicri réttritun". Ég segi nú bara eins og Steinn Steinarr: Hvaða læti eru þetta? En kannski á maður að bregð- ast öðru vísi við. Kannski er hér komin sjálf frétt ársins. Hetjuskapur í þeim skilningi, að fréttin varpar einkar skæru ljósi yfir hátterni vissrar tegundar ís- lenskra stjórnmálamanna. Þeir eru gj arna litlir kappar út á við. Þar eru þeir hinir mestu re- alpólitíkusar eins og það heitir. Þar eru þeir jafnan fúsir að laga sig að aðstæðum. Ef þeir eiga til dæmis í höggi við alþjóðlegan auðhring eins og Alusuisse, þá vita þeir að það þýðir ekkert að vera að rífa kjaft. Það er ekki kurteisi á alþjóð- legum peningavettvangi að „ryðja burt subbuskap“ í bók- haldi slíkra aðila. Það er vonlaust verk. Slíkt reyna aðeins angur- gapar eins og Hjörleifur Gutt- ormsson. Nei, gagnvart Alusuisse og skyldum öflum eru þessir menn hófsamir og vita að auðhringur er auðhringur en þeir sjálfir bara litlir karlar norður við ysta haf. Aftur á móti eru þeir afkom- endur fornkappa og lesa til dæmis Víga-Glúms sögu miklu heldur en Hjörleifsþátt og Álkónga. Og einhversstaðar verður garpsskap- urinn að koma fram. Og nú er hann fram kominn. Sverrir er í hetjulegri baráttu fyrir sjálfri zetunni. Og þótt allir aðrir ráðherrar svíki þennan staf- setningardýrgrip, þá ætlar Sverrir hvergi að sleppa af hólmi. Óttast ekki einu sinni sjálfa frú Ragn- hildi menntamálaráðherra. Margir möguleikar Og af því að fleiri ráðherrar en Sverrir Hermannsson þurfa að finna sér hjartfólgið mál til að berjast fyrir á þessum hugsjóna- litlu tímum, þá megum við vænta hinna æsilegustu frétta af staf- setningarvígvellinum í stjórnar- ráðinu. Albert gæti til dæmis tekið það upp að yfsilon yrði kippt úr skjölum Fjármálaráðuneytisins. Geir gæti skipað svo fyrir, að UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ verði skrifað með eintómum stór- um stöfum. Steingrímur gæti látið krók koma á móti bragði og strítt virð- ulegasta íhaldinu (og ýmsum kommum í leiðinni) með því að gefa út tilskipun um að banna ættarnöfn. Jón Helgason kirkjumálaráð- herra gæti lögleitt latneska beygingu á Jesú. Plássið fer að verða búið og við látum lesendum eftir að finna það út hvað afgangurinn af ráðherr- unum á til bragðs að taka. Hitt er svo víst og satt, að við lifum á stórbrotnum tímum. ÁB. Stafsetningarœfing fyrir byrjendur Víga-Glúmur er enginn bógur í zamskiptunum við Muller, May- er Alusuizze. Uzz, ekki vekja Zverri. Zverir er zmámæltur einsog Bezzí. Zverrir skrifaði ál- hringnum, að hjörleifur hefði verið ózanngjarn. Zverrir segir að albert sé gáfaður. Zjúklinga- skatturinn er zvoleiðis hluti af kjaraskerðingu að zmá Raforku- verðshækkun gleymizt. Zum mál eru zmá, önnur Ztór. Zetu-málið er Ztórmál, Aluzuizze-málið er Zmámál. Zamþykkt var að nýju Ríkis- stjórninni yrði valinn staður sem lægi vel Zamgöngum og virkjun- um. iðnaðarráðherrann sagði að sér fyndist Morguninn ævinlega drýgsti zamningatíminn. Zýndu fyllstu Zanngirni, forðastu illsku og áreitni. Zverri er vorkunnar- laust að vera á Þingi. Morgunsól- in hellti geizlum zínum yfir Gróinn völlinn og Álverið skart- aði sínu fegursta. Þeir höfðu hist, kyzt og klezt nefjunum saman. (Nemendur færi í staðlað horf a) samkvæmt stafsetningu utan- ríkisráðuneytisins b) samkvæmt stafsetningarstöðlum iðnaðar- ráðuneytisins) - óg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.