Þjóðviljinn - 21.12.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.12.1983, Blaðsíða 5
Eftir 20 ár: Miðvikudagur 21. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA S Breytingartillögur stjórnarandstöðu við afgreiðslu fjárlaga Aðeins ein í gegn Aðeins ein tillaga stjórnarand- stöðunnar fékk náð fyrir augum al- þingis við afgreiðslu fjárlaga í gær, en það var tillaga Svavars Gests- sonar og fleiri þingmanna Alþýðu- bandalagsins um hækkun á gjald- færðum stofnkostnaði við Blindra- bókasafn úr 800 þús. kr. í 1 miljón kr. Allar aðrar tillögur stjórnar- andstöðunnar við þriðju umræðu voru felldar, en nokkrar breyting- artillögur frá 2. umræðu höfðu ver- ið teknar inn í endanlega afgreiðslu fj ár veitinganefndar. Tillögur þingmanna Alþýðu- bandalagsins um sambýli fyrir fatl- aða í Kópavogi og fræðslustarf gegn fíkniefnum voru báðar teknar inn í endanlegar tillögur fjárveit- inganefndar en tillögur um stór- hækkun á framlagi til þróunarsam- vinnustofnunar Islands, til Bygg- ingarsjóðs þjóðarbókhlöðu, til niðurgreiðslna vegna lækkunar húshitunarkostnaðar, útgáfu sér- kennslugagna og almennrar bóka- útgáfu hjá Námsgagnastofnun og fyrirhleðslna vegna hamfarahættu á Skeiðarársandi voru allar felldar. Þá var tillaga þingmanna Al- þýðubandalagsins um að nýta það lán sem fyrirhugað er til byggingar nýrrar flugstöðvar á Keflavíkur- flugvelli til endurhönnunar þeirrar nýbyggingar, til greiðslu á nýrri björgunarþyrlu fyrir Landhelgis- gæsluna og til kaupa á öryggistækj- um og til lagningar slitlags á flug- velli landsins, felld að viðhöfðu nafnakalli. -Ig. Blaðastyrkurinn samþykktur 13 miljónir króna koma til skipta Sameinað alþingi samþykkti við afgreiðslu fjárlaga í gær að við- höfðu nafnakalli að veita styrk að upphæð 13 miljónir kr. til dagbiað- anna á næsta ári. Fjármálaráð- herra skar blaðastyrkinn niður í upphaflegu fjárlagafrumvarpi sínu en breytingatillaga um að taka styrkinn upp kom fram frá for- mönnum þingflokka Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. Alls greiddu 33 þingmenn blaða- styrknum atkvæði, allir þingmenn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og 2 þingmenn Samtaka um kvennalista auk Sverris Hermannssonar iðnaðar- ráðherra. Á móti styrknum greiddu atkvæði þingmenn Sjálf- stæðisflokks og Bandalags jafnað- armanna. Lárus Jónsson formaður fjárveitinganefndar greiddi ekki atkvæði og Kristín Halldórsdóttir var fjarstödd. Blaðastyrknum 13 miljónum króna verður skipt milli dagblað- anna eftir ákveðnum reglum að til- lögum stjórnskipaðrar nefndar. Upphæðin til skipta er um 85% hærri en á síðasta ári. -Jg- UM ALLAN HEIM „ísland er einnig erlendis," segir Matthías. í þessu úrvali íerðasagna íer hann með okkur um Skaítaíellssýslu, Dali og Djúp, Austíirði og Óddðahraun, Bandaríkin og Norður- og Suður-Evrópu. Matthías er hinn besti leiðsögumaður, íundvís d menningarverðmœti og kryddar íerðasögur sínar skemmtilegum hugdettum og léttum ljóðum. Sameiginlegt einkenni rispanna er írjdlsrœði stílsins, léttleiki og gamansemi. Ný íslensk orðabók frá Menningarsjóði í gær kom út hjá Menningarsjóði ný íslensk orðabók í ritstjórn Arna Böðvarssonar, cand. mag.. Gamla orðabókin, frá 1963 sem gefín hef- ur verið út í 20 þúsund eintökum og 8 prentunum, er nú uppurin. Nýja bókin er um 400 blaðsíðum lengri en sú gamla, orðaforði hefur verið aukinn um 40% auk þess sem fjöl- margar skýringarmyndir eru í nýju bókinni, en engin í þeirri gömlu. Þá “fylgir nýja bókin núgildandi staf- setningu frá 1973-1976 og hefur þar af leiðandi enga z og ekki stóran staf í orðum eins og „iðnaðarráðu- neyti“. Við upphaf hvers stafkafla getur að líta forstaf úr Flateyjarbók, auk ýmissa dæma um stafagerð, allt frá íslensku rúnaletri til tölvuleturs með viðkomu hjá Jóhanni Guten- berg og Hallgrími Péturssyni. Þá getur að líta við uppflettiorðið „skrift“ rithandarsýni ýmissa merkra íslendinga og má af núlif- andi mönnum nefna Halldór Lax- ness og Vigdísi Finnbogadóttur. Ennfremur Benedikt Gröndal, skáld, Jón Steingrímsson, eldk- lerk, JónasHallgrímsson, skáld, og Torfhildi Hólm, rithöfund. Af öðrum nýjungum má nefna að í fýrsta sinn eru nú uppteknar skýringar á íslenskum mannanöfn- um, auk þess sem í bókinni er nú heilmikið af sérnöfnum, heitum er- lendra staða og landa, íbúaheitum og fleiru slíku. Undirbúningur nýju útgáfunnar hófst strax árið 1971 og hefur hvílt að mestu á Árna Böðvarssyni, cand. mag., og nefnir hann sérstak- lega í formála af aðstoðarmönnum sínum Ásgeir Blöndal Magnússon, sem hann telur fróðastan núlifandi manna um íslenskan orðaforða. Víða hefur þó verið leitað fanga í bókina, stórtækastir í athuga- semdum við fyrri útgáfu voru þeir Aðalsteinn Davíðsson, mennta- skólakennari og Örnólfur Thorlac- ius rektor. Aðalsteinn fór yfir alla bókina í sambandi við störf sín að sænsk-íslenskri orðabók og Örn- ólfur fór yfir fjölda orða úr náttúru- fræði auk annarra athugasemda. Björn heitinn Franzson lét Orða- bók Háskólans eftir eintak sitt af fyrstu útgáfu bókarinnar með at- hugasemdum og ýmsum viðbótum, Elsa Guðjónsson, safnvörður, fór yfir orðalista um búninga kvenna, dr. Kristján Sæmundsson um jarð- fræði, Sigurlaug Jóhannesdóttir, vefnaðarkennari um vefnað og dr. Þorsteinn Sæmundsson um tímatal og stjarnfræði. Frá Sigurði Nordal prófessor eru komnar skilgreining- ar á bókfestukenningu, hjátrú og sagnfestukenningu, en einnig hef- ur verið tekið tillit til athugasemda í ritdómum um fyrri útgáfu. Flestar myndir í bókina hafa myndlistarmennirnir Bjarni Jóns- son, Guðrún Svava Svavarsdóttir og Haraldur Guðbergsson gert, en einnig voru gerðar myndir eftir teikningum Tryggva Emilssonar, rithöfundar, af eyrnarmörkum sauðfjár. Þegar er hafinn undirbúningur að þriðju útgáfu bókarinnar, enda komst Árni Böðvarsson svo að orði ígær, að nýjabókinværi lOárum of seint á ferð. Prenttækni hefur fleygt svo fram að vinnslutími orðabókar er mun skemmri en áður og verður athugasemdum, leiðréttingum og nýjum orðskýr- ingum komið á tölvubanka í Prentsmiðjunni Odda jafnóðum, þannig að auðvelt verður að grípa til þeirra þegar ákvörðun um þriðju útgáfu verður tekin. íslcnsk orðabók er 1256 blað- síður að stærð, sett, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda. Hún kostar 2.532 krónur í búð, en 2.200 krónur hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Skálholtsstíg 7, Reykjavík. -Á1 Sýnishorn af einni opnu nýju orðabókarinnar. Eins og sjá má er hún n\jög frábrugðin þeirri gömlu, sem engar skýringarmyndir hafði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.