Þjóðviljinn - 21.12.1983, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. desember 1983
Slegið í gegn, en hvað svo?
Stuðmenn og Illugi Jökulsson
Draumur okkar beggja.
Myndskreytt af Kristjáni E. Karlssyni,
Guðjóni Ketilssyni, Tómasi Jónssyni
ofl.
Bjarmaland/Iðunn 1983.
Gleðipakki, félagsmálapakki, -
þessi orð hafa heyrst um nýút-
komna bók Stuðmanna sem Illugi
Jökulsson hefur fært í letur en hún
hefur að geyma sögu sexmenning-
anna sem mynda hljómsveitina
vinsælu, allt frá blautu barnsbeini
fram til áramótanna 1976/77.Auk
sögunnar hefur bókin að géyma
nótur og texta við 12 lög sveitarinn-
ar í útsetningum Ríkarðs Arnar
Pálssonar og Árna Elfars.
Nafngiftin pakki er tilkomin af því
að bókinni fylgja spil og plata með
fjórum lögum, tekin upp á konsert-
um Stuðmanna á sl. sumri.
Aðalefni pakkans, bókin, er
sennilega einhver mesta völundar-
smíð sem íslensk prentarastétt get-
ur státað af. Níu arkir telur hún,
þar af átta litprentaðar, flestar í
fullum litum. Og í henni sameinast
listræn vinnubrögð myndlistar-
manna og prentaranna í Odda.
Þeir fyrrnefndu vinna sitt verk af
mikilli dirfsku og þekkingu því í
bókinni ægir saman ólíkustu stefn-
um í myndlist, þar má greina áhrif
frá popplist, teiknimyndasögum,
dadaisma, nýbylgju, og hvað það
nú allt heitir. Þessi blanda kemur
vel út nema á stöku stað þar sem
litagleðin ber leshæfnina ofurliði:
Það er hreinasta þrekraun að
brjótast í gegnum sumar síðurnar.
Og fyrst verið er að gagnrýna
myndhliðina má bæta því við að
niðurröðun mynda er alls ekki
alltaf í samræmi við textann, þótt
oftast fylgist texti og myndir að.
Hins vegar eiga myndirnar ó-
smáan þátt í því að lyfta bestu
hlutum textans í hæðir. Þar á ég við
fyrrihluta sögu Stuðmanna, frá-
sagnir úr bernsku þeirra og af
fyrstu skrefum á tónlistar-
brautinni. f þeim köflum tekst hö-
fundi dável að endurvekja and-
rúmsloft sjöunda áratugarins og
þar nýtur stuðmannahúmorinn sín
best. Það þvældist lengi fyrir mér
að finna viðeigandi lýsingarorð um
þennan húmor en nú held ég að
það sé fundið. Húmor þeirra er
fyrst og síðast púkalegur, þeir rifja
upp allar hallærislegu senurnar
sem unglingar sjöunda áratugarins
lentu í, enda var ég síflissandi yfir
fyrri hluta sögunnar. Reyndar er
þetta með púkalegheitin komið úr
bókinni, því þar segir á einum stað
(í bókinni eru engin blaðsíðutöl):
„Horaður sláni í framsætinu hlust-
aði viðutan á útvarpið en þaðan
hljómaði gamalt rokklag; púkalegt
lag, næstum óleyfilega púkalegt og
óljós hugmynd fæddist í leitandi
huga Jakobs Magnússonar, því
þetta var einmitt hann. „Heyriði
strákar", sagði hann letilega. „Ætt-
um við ekki að stofna svona hljóm-
sveit, svona gamaldags rokkhljóm-
sveit með brilljantín og allt-
?““Þetta var fæðing Stuðmanna.
Þegar líða tekur á söguna og átt-
undi áratugurinn kominn á skrið er
eins og dampurinn fari af sögu-
mönnum. Bæði verður húmorinn
þvingaðri og eins koma fyrir hrein
stílbrot. Dæmi: Eitt af helstu ein-
kennum stuðmannahúmorsins er
oflof. Allir vita að þegar þeir ausa
Þröstur
Haraldsson
skrifar
Svavar Gests lofi eru þeir að gera
grín að honum. En svo verða á vegi
Stuðmanna tvenn fyrirbæri sem
þeir vilja bera lof á í alvöru, leik-
listarskóli SÁL og Hamrahlíðar-
kórinn, og þá verður allt heldur
vandræðalegt. Eins finnst þessum
lesanda Stuðmönnum fara illa að
hafa uppi siðapredikanir, sbr. þá
sem viðhöfð er um sýruátið.
Þegar upp er litið að lestri sög-
unnar loknum saknar maður
óneitanlega margs. Það helsta er
að lesandi er svo til engu nær um
persónur Stuðmanna, hverjir eru
þeir og hvað hugsa þeir? Það er
fyrst og fremst lögð áhersla á að
rekja söguþráð og gang atburða,
kryddað húmor. Þessu veldur að ég
held sá stíll sem sagan er rituð á.
Hann mætti nefna þróaðan popp-
blaðastfl eða eitthvað í þá veruna.
Þessum stfl er haldið óbreyttum út í
gegnum söguna og er það í tal-
sverðu ósamræmi við myndskreyt-
ingarnar sem eru mjög fjölbreyti-
legar og í takt við þá sem um er
fjallað hverju sinni. Þetta stílbrigði
er í eðli sínu yfirborðskennt og
varnar mönnum innsýnar í hugar-
heima persónanna. Annað að-
finnsluatriði er hve snögglega sag-
an endar. Af hverju endilega um
áramótin 1976/77? Má af þessu
ráða að von sé á öðru bindi ævisögu
Stuðmanna?
Eins og áður var nefnt er bók
þessi virkilega eiguleg, ekki síst
sem mynd- og prentverk. Þess
vegna stingur það mjög í augu hve
margar prentvillur eru í bókinni.
Nú veit ég að aðstandendur reikna
sér til málsbóta stuttan vinnslutíma
verksins (ólyginn sagði mér að
þann 1. október sl. hefði ekki verið
búið að skrifa staf). En það hefur
greinilega hvergi verið sparað í út-
gáfu bókarinnar nema í prófarka-
lestri og er það miður. Eins er dá-
lítið ósamræmi í stafsetningu hér
og þar.
Úm spilið sem fylgir bókinni er
fátt að segja og sama máli gegnir
um plötuna. Lögin á henni eru flutt
í nýjum útsetningum sem ég á dálít-
ið bágt með að fella mig við. Þau
eru flutt „læf“, þe. tekin upp á tón-
leikum, og þótt það hafi greinilega
verið gaman á tónleikunum er eins
og grínið hafi frosið í pressunni,
það nær ekki í gegn.
Ferill Stuðmanna er afar ólíkur
ferli annarra íslenskra popphljóm-
sveita, svo ólíkur að ég er í vafa um
hvort rétt sé að nefna fyrirbærið
popphljómsveit. Valgeir Guðjóns-
son nefndi hlutafélagið að baki
Stuðmönnum „alheimssamsteyp-
una Bjarmaland“, kannski er það
besta nafnið. Stuðmenn fæddust
upp úr 1970 sem uppákoma á árs-
hátíð Menntaskólans við Hamra-
hlíð. Síðan hafa þeir tvívegis
endurfæðst, fyrst með tímamótapl-
ötunni Sumar í Sýrlandi og svo með
kvikmyndinni Með allt á hreinu.
Þeir hafa haft lag á að koma fólki á
óvart og slá í gegn, en svo er eins og
þeir eigi í dálitlum vandræðum
með áframhaldið. Það fannst mér
einkenna plötuna Tívolí og sama
tilfinning hefur gripið mig tvívegis í
ár, fyrst með plötunni Grái fiðrin-
gurinn og nú með Draumi okkar
beggja. Mér finnst eins og verið sé
að blóðmjólka kú. Vonandi tekst
Stuðmönnum þó að þekkja sinn
vitjunartíma og forðast þau örlög
sem markaðslögmálin hafa leitt
yfir suma kollega þeirra.
Af
ystu
ströndum
Saga stríðs og starfs. Æviminningar
Hallgríms Jónssonar frá Dynjanda.
„Mér var oft innanbrjósts eins og
skipstjóra sem veit skip sitt vera að
sökkva en ætlar sjálfur síðastur
manna frá borði“ segir Hallgrímur
frá Dynjanda í þessari bók - og á
við þau tíðindi, að hann er skipað-
ur hreppstjóri í Grunnavíkur-
hreppi árið 1947. Hann stóð við
þetta - byggðin þessi á ystu strönd-
um var þá óðum að skerðast og
sjálfur fór hann til ísafjarðar með
þeim síðustu, það var árið 1962.
Það eru þessi tíðindi sem gera
það að verkum, að þessi lesandi
hér grípur eina af mörgum ævi-
minningabókum úr stórum hlaða:
Hér segir ekki aðeins frá manni
Árni
Bergmann
skrifar
sem ólst upp við gjörsamlega ólík
ævikjör þeim sem við nú þekkjum
- hann verður og fyrir þeirri
reynslu, að sjá vini og nágranna
tínast burtu. Hann er einn þeirra
sem vill hvergi fara, reynir að sam-
fylkja þeim sem eftir eru um skurð-
gröfu og jeppa í litlum byggða-
kjarna, en það kemur fyrir ekki.
Og þó hann hafi átt „í miklu sál-
arsríði, og gat ekki hugsað þá hugs-
un til enda að hætta búskap, deyða
allar mínar skepnur og flytja á mö-
lina“ þá er hér við rammari öfl að
glíma en við verður ráðið. Byggðin
er dauðadæmd.
En því miður verður ekki úr
þessu efni sú bók, sem vænta
mætti. Hallgrímur hefur sjálfur
tekið þá afstöðu, að vegna þess að
verið sé að setja saman Grunnvík-
ingasögu, þá muni hann sjálfur
sleppa mörgu sem hann veit, fara
ekki inn á svið annarra. Þetta er
misskilningur - saga hans hefði
ekki truflað þá samantekt. Aftur á
móti leiðir þessi afstaða til þess, að
bókin verður miklu meira fjöl-
skylduannáll en „upplifun" lítils
samfélags sem er að hverfa. Dugir
ekki til, að við sjáum í Hallgrími
ágætan fulltrúa íslenskrar alþýð-
umenningar, sem getur farið með
gott mál og eðlilegt, um leið full-
trúa þeirrar seiglu sem hélt
mönnum á lífi á ystu ströndum,
hvað sem stormar gnauðuðu og
vindar æstust.
ÁB.
Heinrich Böll
á íslensku
Hjá Máli og menningu er komin
út skáldsagan Og sagði ekki eitt ein-
asta orð eftir þýska Nóbelsskáldið
Heinrich Böll. Þetta er fyrsta
skáldsaga hans sem kemur út á ís-
lensku. Böðvar Guðmundson
þýddi.
Meginviðfangsefnið í flestum
bókum Böll er Þýskaland stríðsára
og eftirstríðsára, í kjölfar hernað-
arlegs og siðferðilegs ósigurs, og
svo er einnig í þessari sögu. Þetta er
átakanleg og nærgöngul saga um
hjón sem virðast að niðurlotum
komin af fátækt ög örvæntingu.
Þau segja frá til skiptis og lýsing
beggja verðurskýrogheillandi. En
þrátt fyrir eymd og niðurlægingu
fjallar sagan fyrst og fremst um
mannlega reisn og þrautseigju - og
heitar, ósviknar tilfinningar. Þetta
er ein frægasta saga þessa mikla
höfundar og ekki að ófyrirsynju.
Bókin er í flokki sígildra 20.
aldar skáldverka Máls og menning-
ar. Hún er 151 bls.
Réttarhöldin
eftir Kafka
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur gefið út skáldsöguna Réttar-
höldin (Der Prozess) eftir tékk-
neska gyðinginn Franz Kafka í
þýðingu feðganna Ástráðs Ey-
steinssonar og Eysteins Þorvalds-
Isonar í tilefni af aldarafmælis höf-
undar á liðnu sumri.
Franz Kafka (1883-1924) lifði
hljóðlátu og fábreyttu lífi. Hann
var lögfræðingur að mennt og starf-
aði lengst af á skrifstofu vá-
tryggingarfyrirtækis í Prag, en
lagði stund á ritstörf í tómstundum
og tókst þar á við lífsangist, lífs-
flótta og lífstilgang sinn. Lét hann
eftir sig þrjár skáldsögur í handriti
er hann lést fertugur að aldri úr
tæringu. Áttu þær heimsfrægð í
vændum og mun Réttarhöldin
þeirra víðkunnust og viðurkenn-
dust, en hún var samin 1914-15. Ef
frá er talin skáldsagan Ulysses eftir
írska rithöfundinn James Joyce er
vafasamt að nokkurt eitt skáldrit
hafi haft eins mikil áhrif á þróun
skáldsagnagerðar Vesturlanda á
þessari öld og Réttarhöldin.
Þýðendur rita eftirmála að bók-
inni þar sem fjallað er um verkið,
Franz Kafka
höfundinn, túlkun sögunnar og
þýðinguna. Loks er getið helstu
heimilda þeirrar greinargerðar.
Bókin er 293 bls.
Fólk sem ekki
má gleymast
Skjaldborg hefur gefið út bók
eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík,
sem löngu er landskunnur fyrir
kvæði sín og stökur og ritun ævi-
minninga sinna. Sú bók heitir Fólk
sem ekki má gleymast - Viðtöl og
frásagnir. Fjölmargir koma fram í
þessari bók Jóns og eru kaflaheitin
eftirfarandi: Þáttur af Gunnláugi
Stefánssyni, Vestari-Krókum.
Húsmóðir í hjólastól. Gunnlaugur
Jóhann Sigurðsson. Dularfull fyrir-
brigði á Grýtubakka. Mannbjörg á
Gjögrum. Karlar á skrafstólum.
Saga af heiðinni. Af Erlendi Erl-
endssyni. Allt er þegar þrennt er.
Magnús Snæbjörnsson. Af Jóni Gi
Guðmann bónda á Skarði, Akur-
eyri. Gísli Guðmann á Skarði.
Spjallað við Stefán Nikódemus-
son. Tildrög frásagnar. Saga
Guðna Þorsteinssonar. í bókinni
eru margar myndir.