Þjóðviljinn - 21.12.1983, Síða 10

Þjóðviljinn - 21.12.1983, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. desember 1983 stóð um stofnun Kron fyrir 46 árum. Það var sannarlega reitt hátt til höggs á síðum blaðsins um það leiti sem Mikligarður var að opna. En nú brá svo við að fáir tóku mark á áróðri blaðsins og ofstæki gegn samvinnuhreyfingunni. Áhugi al- mennings fyrir nýrri og hagstæðri verslun var slíkur að til nokkurra vandræða horfði með að afgreiða fólkið fyrstu dagana. Borgarstjór- inn í Reykjavík virðist hinsvegar haldin sama ofstækinu og Morgun- blaðið gegn frjálsri samkeppni og fyrirskipaði lokun á annari aksturs- leið viðskiptamanna frá verslun- inni. Þáttur verkalýðs- hreyfingarinnar Það fer ekki á milli mála að opn- un Miklagarðs og sú verðlækkun í lífsnauðsynjum sem af henni leiðir er eitt það jákvæðasta sem gert hef- ur verið í kjaramálum launafólks á þessu ári. Það er því gott að minn- ast þess að nokkur verkalýðsfélög lögðu máli þessu mjög gott lið á þeim tíma sem erfiðast var að fjár- magna þessar framkvæmdir. Verð- ur sú liðveisla seint fullþökkuð. Það er mörgum forustumönnum launafólks löngu ljóst að það er ekki síður mikilvægt að lækka verðlag í landinu en að hækka launin. Kron var stofnað í lok heimskreppunnar að frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar í Reykjavík. Kaupfélagið var þá einn þáttur í sókn launafólks til betri lífskjara. Við núverandi að- stæður, þegar lífskjörin hafa verið skert þá er öflugt kaupfélag einnig mikilvægt til varnar og sóknar. Þegar Kron var stofnað þá var einokun kaupmanna í Reykjavík rofin og vöruverð stórlækkað. Nú er aftur verið að gera slíkt átak með því að opna stórverslun með vöru- úrval fyrir alla fjölskylduna. Máttur hinna mörgu Áratuga barátta samvinnu- manna fyrir því að koma upp al- hliða markaðsverslun í Reykjavík hefur nú ræst þrátt fyrir erfitt ástand í fjármálum þjóðfélagsins á þessu ári. Að því verkefni hafa margir einstaklingar unnið gott verk. En það sem úrslitum réði að það skyldi takast nú var það að mætti samtakanna, hinna 40.000 samvinnumanna í landinu, var ein- beitt að þessu verkefni. Slíkir á- fangasigrar eiga að vera hvatning til sem flestra að gerast virkir þátt- takendur í samvinnufélögum. Að síðustu vil ég benda félags- mönnum Kron, og þeim sem gerast vilja félagar, á þá staðreynd að þrátt fyrir alía verðlækkanir stóru markaðanna þá gera þeir bestu jólainnkaupin í sinni hverfaverslun með því að nota afsláttarkortin, sem gilda nú til áramóta. Einn merkasti atburður þessa árs hér á höfuðborgarsvæðinu er ótvírætt opnun Miklagarðs, stór- verslunar samvinnumanna í Holta- görðum. Það var mikið afrek, sem sýnir styrk samvinnuhreyfingar- innar, að opna slíka stórverslun þrátt fyrir þá efnahagskreppu sem nú gengur yfir þjóðina. A sama hátt er opnun Mikla- garðs einn merkasti áfanginn í verslunarsögu Kron síðan kaupfé- lagið var stofnað árið 1938. Þá var tekist á af fullri hörku um verðlag og þjónustu í verslunínni og versl- unarálagning lækkuð mjög veru- Iega. Þá beittu kaupmenn viðskipt- abanni og ofsóknum gegn Kron, en höfðu lítinn sóma af þeim aðgerð- um. Morgunblaðinu og öðrum áróð- urstækjum kaupmanna var á þeim tíma miskunarlaust beitt gegn kaupfélaginu og þá var máttur þess mikill í skoðanamyndun fólks um einstök mál. Starf kaupfélagsins hefur jafnan beinst að því að halda niðri vöru- verði á nauðsynjavörum og skilað neytendum góðum árangri á því sviði. Hinsvegar hefur ekki tekist fyr en nú að ná forustu á sviði vöru- dreifingar, vegna óvildar og þröng- sýni borgaryfirvalda. Það var ekki fyr en nýr meirihluti myndaðist í borgarstjórn að leyfi fékkst til þess að reka markaðsverslun í Holta- görðum. Samkeppni á jafnréttisgrundvelli Þegar það leyfi var fengið var fyrst komin aðstaða til þess að taka Opnun Míklagarðs hefur lækkað vöru- verð í Reykjavík upp nýja verslunarhætti í smásölu- verslun í höfuðborginni og keppa við kaupmannastéttina á jafnréttis- grundvelli. Þar verður reynt að nýta til hins ítrasta hagkvæmni stórverslunar í rekstri og inn- kaupum. Um stofnun og rekstur Mikla- garðs s.f. hefur náðst gott samstarf allra samvinnumanna á höfuðborg- arsvæðinu og er það eitt merkur áfangi. Eignarhlutföll í sam- eignarfélaginu eru þau að Kron á 52% af stofnfénu, SÍS 32% og kaupfélögin í Mosfellssveit, Hafn- arfirði og Keflavík 6% hvert. Það hefur þegar komið í ljós að Mikligarður getur vegna stærðar og aðstöðu gert mjög hagstæð innkaup og lækkað verðlag í flest- um vöruflokkum. Það er því þegar ljóst að brýn þörf var á því fyrir neytendur í Reykjavík að samvinnuhreyfingin fengi aðstöðu til samkeppni við Hagkaup og aðrar stórverslanir í Reykjavík. Það er fullljóst að Hag- kaup hefur ekki stefnt að því einu að lækka vöruverð hér í höfuð- borginni heldur einnig að safna verulegum gróða. Verslunin hefur þegar byggt stórhýsi á Akureyri og í Njarðvíkum og stefnir nú að því að fjárfesta hundruð miljóna í óþörfu verslunarævintýri við Miklubraut. Viðbrögð kaupmanna Hagkaup og aðrar markaðs- verslanir hafa nú þegar lækkað verð á fjölmörgum vörutegundum til samræmis við verð sömu vara í Miklagarði. Smákaupmenn hafa brugðist þannig við að þeir hafa myndað ný samtök, sem nefna mætti Hræðslubandalag til verndar sinni atvinnustarfsemi. Verði þau samtök notuð til þess að gera hag- stæðari innkaup og fækka millilið- um í verslun þá nýtur almenningur þess í lægra vöruverði. Ástæða er til þess að leiðrétta þann málflutning kaupmanna að með Miklagarði sé stefnt að því að leggja niður verslun kaupmannsins á horninu. Svo er alls ekki. Stór- verslanir ná meiri hagkvæmni í rekstri og því oft lægra vöruverði og geta haft fjölbreyttara vöruúr- val, en hverfaverslanir eiga fullan rétt á sér og hafa miklu hlutverki að gegna þó að þær nái ekki í öllum tilfellum eins lágu vöruverði. Kron rekur nokkrar matvöru- verslanir í íbúðahverfum og mun gera það áfram þó að rekstur þeirra verði ekki jafn hagstæður og rekst- ur markaðsverslana. Ofstœki Morgun- blaðsins óbreytt Lítið hefur málflutningur Morg- unblaðsins breyst síðan baráttan Ólafur Jónsson formaður stjórnar Kron: Kaflar úr ri / , • / >c />•>> ávarpi Þrastar tll Clð lettCl Olafssonar Miklagarðs undir með launafólki Góðir gestir. Fyrir hönd stjórnar Miklagarðs s.f., býð ég ykicur öll velkomin. Við fögnum í dag langþráðum áfanga. Stærsta verslun landsins, Mikilgarður, verður opnuð í být- ið á morgun. Hugmyndin um stórverslun samvinnumanna í Reykjavík er ekki ný af nálinni - þetta hefur verið takmark okkar um langan tíma. En það þótti óneitanlega jaðra við nokkra ofdirfsku, er ákveðið vai að hefjast handa ein- mitt á þeim tíma, þegar halla tók undan fæti í þjóðarbúskap okkar íslendinga. Þegar menn nú horfa til baka, hygg ég að flestir viðurkenni að þetta var rétt ákvörðun. Með þessari verslun vilja Sam- vinnumenn sýna að þeir eru þess megnugir að keppa á erfiðasta og stærsta markaðssvæði landsins. Við viljum sýna að félagslegt framtak getur verið samkeppnis- fært bæði í verði og vörugæðum, við það besta sem til er hérlendis. Á erfiðleikatímum er hollt að minnast þess að lækkað neyslu- vöruverð er mikilvæg kjarabót. Verðið hér er okkar framlag til að létta undir með launafólki á þrengingartímum. Ekki mikil fjárfesting Um það hafa spunnist nokkrar umræður, hvort fjárfesting í verslun sé ekki komin í nokkrar ógöngur. Auðvitað hafa fjárfest- ingar í verslun sín þjóðhagslegu takmörk, eins og aðrar fjárfest- ingar. Þau takmörk verða þó að miðast við þau áhrif sem ný versl- un hefur á vöruverð. Lækki það hlýtur fjárfestingin að vera rétt- lætanleg. Ekki verður samvinnuverslun á höfuðborgarsvæðinu ásökuð um ógætilegar eða umfangsmikl- ar fjárfestingar. Hér í Miklagarði erum við að hagnýta okkur hús sem byggt var fyrir áratug. Við erum því ekki að fjárfesta hér í steinsteypu heldur eingöngu í seljanlegum vörum. Mikligarður s.f., er meirihluta- eign KRON, Sambandið á einn þriðja hluta en kaupfélögin í Hafnarfirði, í Kjalarnesþingi og á Suðurnesjum eiga afganginn. Það er trúa mín að þetta félags- form sé til fyrirmyndar meðal samvinnumanna og til eftir- breytni, enda hefur samstarfið gengið með ágætum. Vitanlega hafa skoðanir verið skiptar á stundum og mat og áherslur ekki ætíð þær sömu. En upp höfum við staðið sáttir með farsælar lausnir. Heildarhúsnæði verslunarinn- ar er 7680m2, en sjálft sölugólfið er 4700 m2. Starfsfólk er um 100 og bifreiðastæði utanhúss eru ríf- lega 500, svo eitthvað sé nefnt. 30.000 vörutegundir Búðinni er skipt í um 20 deildir og hefur yfir 30 þúsund vöruteg- undir á boðstólum. Hér fæst allt milli himins og jarðar. Eitthvað fyrir alla, enda er mikið úrval gæðavöru ásamt lágmarks verði aðalsmerki okkar. Einnig hefur verið reynt að hugsa um þægindi viðskiptavinanna. Hér er krakk- akrókur, kaffitería og hvíldarað- staða fyrir þreytta viðskiptavini. Þannig mætti lengi halda áfram, af nógu er að taka. Margir hafa lagt okkur liðsinni í þessu máli. Ég vil sérstaklega minnast þess stuðnings sem verkalýðshreyfingin hefur veitt okkur. Samstarf verkalýðshrey- fingar og samvinnuhreyfingar hefur oft verið meira í orði en á borði - því miður. Hér hefur það orðið í reynd. Megi þetta verða upphaf að fleiri sameiginlegum verkefnum. Fullsœla fjár í Sigurðar sögu Jórsalafara segir, að sagt hafi verið til forna, að í Miklagarði hafi norrænir menn fengið fullsælu fjár. Rætist sú von, að í okkar Mikl- agarði fái sem flestir fullsælu fjár - þá er tilganginum náð.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.