Þjóðviljinn - 21.12.1983, Page 11
I
Miðvikudagur 21. desember 19831 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Skemmtun af
skáldsögum
Ámi
Sigurjónsson
skrifar
Steinunn Sigurðardóttir:
Skáldsögur.
Iðunn 1983.
Frá Steinunni Sigurðardóttur
hafa komið þrjár ljóðabækur, en
þetta er annað smásagnasafn henn-
ar. Meira en helmingur þessarar
bókar eru það sem Steinunn nefnir
Fjölskyldusögur (fyrir alla fjöl-
skylduna); þær eru sextán stuttar
sögur um fólk sem er tengt inn-
byrðis. Auk Fjölskyldusagna eru
fimm smásögur í bókinni. Sagan
Skrifað í stjörnur segir frá fundi
einstæðrar móður í Skjólunum við
amerískan túrista og með þeim tak-
ast fyrirvaralítið ástir í göngutúr;
Hálft andlit fjallar um unga stúlku
sem kemur úr utanlandsferð og
hefur skaddast mjög á öðrum and-
litshelmingi og sér fyrir, hvernig
það muni breyta lífi hennar. í Sjó-
rekin ljóð er sagt frá Reykjavíkur-
húsmóður sem skellir sér hér um
bil vikulega til Þingvalla til að
skrifa ljóð niðri í gjá. Raddir úr
hrauni er saga af Olafi skáta (sbr.
liljurós) sem villist á Hellisheiði og
hefur mök við álfkonu. Hvítar rósir
er efnismest þeirra af sögunum,
sem ekki falla undir flokkinn Fjöl-
skyldusögur: þar greinir frá hér-
aðslækni sem drekkur sig fullan og
sofnar í opinni gröf að vetrarlagi
daginn sem fyrrum hjákona hans
giftist; en hann hefur það annars
gott hjá eiginkonu sinni, og
draumurinn um unnustuna rætist
kannski á henni án þess að honum
sé það ljóst.
Allt eru þetta að mínu áliti góðar
sögur, en með Fjölskyldusögunum
er færst mest í fang í bókinni. Þar er
ekki aðeins lýst afmarkaðri
stemmningu eða sniðugu atviki,
heldur glímir Steinunn þarna við
að skapa söguheim og sögufléttu.
Þarna eru líka skemmtileg tilþrif
með formið, og eru á því þrjú meg-
intilbrigði: frásögn höfundarper-
sónu, frásögn sögupersónu, sendi-
bréf eða dagbók sögupersónu.
Sömu atburðum er þannig lýst frá
ýmsum sjónarhornum, og skyggnst
er í hugsunarhátt karakteranna.
Tekst það vel.
í kynningu á þessari bók hefur
verið ýjað að því að sögurnar séu
óraunverulegar eða skrumskæling
á veruleikanum, en að mínu mati
er sá þáttur nú ekki áberandi í
þeim. Þetta eru raunsæíslegar
sögur, en þær eru hins vegar fullar
af skopi og persónurnar óvenjulegt
fólk. Þanníg verður það að teljast
furðu gróf nágrannahnýsni þegar
Bjarnþór og Jóna múta póstinum
til að ljá þeim bréf Gríms svo þau
geti opnað þau og lesið, og sömu-
leiðis eru gerningaleiðangrar fyrr-
nefndrar húsmóður á Þingvelli
sérkennilegt hátterni, en ég get nú
ekki ábyrgst að þvílíkt eigi sér ekki
stað í veruleikanum. Og ekki er
víst að álfkonan hans Ólafs sé ann-
ars heims. Fyndnar og skringilegar
persónur þurfa vitanlega ekki að
vera óraunsæislegar í skáldverki,
en spyrja má hvort slíkt skringifólk
sé kallað skrumskæling eða óraun-
sæi af því að nú hafa menn vanist
því um skeið að skáldin eltist við
normaljóna í bókum í þeim til-
gangi, að ég vænti, að sem flestir
geti séð sjálfa sig í þeim. En þeir
sem þola grín um sjálfa sig fá allt
það af svoleiðis speglunarlosta sem
þeir þurfa í broslegum sögupersón-
um á borð við Steinunnar.
í Fjölskyldusögum eru þessar
aðalpersónur: Arnviður Sen, ís-
lenskunemi sem hefur gífurlega
minnimáttarkennd af nafni sínu;
Geirþrúður sem er vinkona hans
dkalD
sdgur
SrElNUNNSIGUWARDÓniR
IÐUNN
um skeið og sálfræðingur; fjöl-
skyldan á Jófríðargötu 103, en það
eru Grímur rafvirki og Elínborg
ásamt sonum þeirra, Illuga, Aðal-
steini og Arnari fríportista; Bjarn-
þór og Jóna í næsta húsi; Eyvindur
Egilsson bróðir Gríms og kona
hans Halldóra ásamt börnum
tveim; Jens sem hættir með Geir-
þrúði og byrjar með Soffíu sem er
úr borgarastétt; Marvin sem er fað-
ir Eggerts nokkurs sem Geirþrúður
er með eftir Aðalstein. Geirþrúður
er einnna skýrast dregin persóna í
Fjölskyldusögum. Gaman væri að
rekja frekar hvernig sjónarhornum
er víxlað milli þáttanna, enda er
það laglega gert.
Um Arnvið Sen er aðalbarand-
arinn hið ljóta nafn hans og er tals-
vert spunnið um það. Það er nú
kannski ekki efni í langa skrýtlu út
af fyrir sig (frekar en t.d. líkams-
lýti), en ég skemmti mér nú samt
ágætlega við að lesa um það. Fjöl-
skyldan á Jófríðargötu einkennist
af áráttu að segja skrýtlur sem hún
telur ofboð smellnar en sem skv.
höfundarpersónu og líklega les-
Alþýðleg stríðssaga
Árnl
Bergmann
skrifar
Tómas Þór Tómasson.
Heimsstyrjaldarárin
á íslandi 1939-1945.
Fyrra bindi.
Örn og Örlygur 1983.
Þetta er fyrsta bók í flokki alþýð-
legra rita um sögu okkar aldar. Og
líklega nokkuð góð til síns brúks.
Það er ljóst, að höfundur er ekki að
rannsaka ný gögn, hann bætir ekki
miklu við vitneskju þeirra, sem
muna stríðsárin að nokkru leyti og
hafa bætt við þá reynslu með lestri.
En frásögn hans má vel verða nota-
drjúg þeim sem eru síðar komnir í
heiminn eða hafa mörgu gleymt.
Höfundur fer yfirleitt skýnsam-
lega með, reynir ekki að efna til
æsilegra skrifa, heldur sig við heim-
ildir og hefur víða leitað fanga. Vit-
anlega munu lesendur hafa sitth-
vað við áherslur og túlkun að at-
huga - til dæmis mundi þessi lesari
hér láta uppi aðra túlkun á aðdrag-
anda að hingaðkomu bandaríska
hersins, eða þá dreifibréfsmálum,
svo dæmi séu nefnd. Ekki mundi ég
heldur vorkenna mjög atvinnurek-
endum í skæruhernaðinum 1942,
eins og höfundur hefur til-
hneigingu til („áttu atvinnurekend-
ur ekki sjö dagana sæla“ segir hann
- vegna þess aðþeir gátu ekki
lengur deilt og drottnað með ráðn-
ingum eða brottrekstrum). En slík-
ar athugasemdir skulu ekki gerðar
að stórmáli á þessum stað.
Með frásögn af stjórnmálum,
hernámi, verklýðsmálum og sam-
bandsslitamálum fylgja innskot-
stextar sem auka bókinni líf og lit:
um ástandsböll, hrakninga, lista-
mannastríð Jónasar frá Hriflu og
fleira. Myndakostur er mikill í bók-
inni, en sá galli á uppsetningu að
einatt verður langt á milli mynda
og þess texta sem á opnunni er.
Merkilegt reyndar með gamlar
myndír: flestar hafa þær fengið
mikinn sjarma þótt ekki séu nema
þrítugar, hvað þá fertugar. Kann-
ski vegna þess, að þegar nær okkur
dregur í tíma eru teknar svo margar
myndir að enginn tekur lengur eftir
þeim. Á.B.
anda eru aulafyndni. Eyvindur og
Halldóra flytja í óbyggðir, sem þau
telja vera, til að losna við frekjuna í
börnunum sínum og láta þeim þá
eftir einbýlishúsið nýja og dýra.
Marvin verður fyrir því að tengda-
dóttirin Geirþrúður fer, með (að
dómi hans) illum afleiðingum, að
skipta sér af móður hans og taka
hana í sálfræðimeðferð einhverja,
og rennir lesandinn grun í að höf-
undi sé í nöp við þá fræðigrein. Þá
er gefin mynd af heimilisanda efna-
fólks gegnum frásögn Jens, og ein-
kennist það fólk, að mér virðist, af
lífsleiða, slefburði og þörf á að
eigna öðrum lesti sína. Geirþrúð-
ur, helsti karakter sagnanna, er
skemmtilega forpokuð, og er eins
og einhverjar víddir mannlegra
samskipta séu henni lokuð bók,
sbr. t.d. að hún fellur fyrir skrýtlu-
hamförum Jófríðargötufjölskyld-
unnar og nefnir „mergjaða kímni-
gáfu“, þótt hún viðurkenni síðar að
„léttleikinn" þar á bæ jaðrar við
veikindi.
Ritdæmendur eru oft að tala um
að eitthvað vanti í bækur, en því
miður gengur ekki alltaf vel að
benda á hvað það er. Líklega verð-
ur leiðarljós þess, sem skrifar
bókaumsagnir, að vera, að láta það
eiga sig sem vantar í bækurnar og
fjalla frekar um hitt sem stendur í
þeim. Þó gæti ég haft samúð með
þeim, sem héldi fram, að það vanti
einhvers konar hugmyndafræði í
nýju bókina hennar Steinunnar, -
eða kannski átakameira lífsvið-
horf. Steinunn er einn af uppá-
haldshöfundum mínum, penninn
leikur í höndum hennar. Og þegar
skrattanum er réttur litli fingurinn
o.s.frv.: mér finnst það ekki verð-
ug glíma fyrir hana að semja smá-
sögur um fáránleg mannanöfn,
aulafyndni Jófríðargötufj ölskyldu
eða skilningsleysi sálfræðinga á sál-
inni. Þessi yrkisefni eru dauf, bæði
frá sjónarmiði samfélagsstarfsemi
og heimspeki. Auðvitað er víðs
fjarri að þetta séu einu yrkisefnin
hjá Steinunni, enda kemur hún
ótal umhugsunarverðum atriðum
að meðfram þessu, og í raun réttri
eru sögur hennar vandtúlkaðar. En
þær eru engu að síður byggðar
kringum þessi efni og önnur á lík-
um nótum skv. mínum lestri. Ég
held að Steinunn geti nýtt skáld-
skapargáfu sína betur í umfangs-
meira verki, t.d. heilli skáldsögu,
og hlakka ég til að lesa slíkt verk frá
hendi hennar.
Þó að skáld verði kannski ekki
krafin um stjórnmálainnlegg né
heimspekiframlög í verkum sínum,
leita margir lesendur ósjálfrátt að
slíku efni í skáld- og smásögum. Er
nóg að sögur séu skemmtilegar?
Eru ekki til fleiri aðferðir til að
halda lesendum vakandi en segja
þeim brandara? Um Skáldsögur
get ég sagt óhikað: mér þykja þær
skemmtilegar.
Arni Sigurjónsson
Pú veist ekki af mér
en ég stend héma samt
Árni
Bergmann
skrifar
Vigdís Grímsdóttir.
Tíu myndir úr lífi þínu.
Sögur um þykjustulciki
og alvörudrauma.
Metri - Svart á hvítu.
Rcykjavík 1983.
Ein þessara „mynda" Vigdísar
Grímsdóttur var leikin hjá Stúd-
entaleikhúsinu á dögunum: þar var
brugðið upp formálalaust hvers-
dagsheimi móður og dóttur og ótta
telpunnar í draumi um dauða móð-
urinnar og von hennar í draumi um
að pabbi sé kominn aftur og allt
orðið gott. Og það mátti finna
þann næmleika á aðstæður og hug-
arflug sem við þær tengjast að hver
sem heyrði hlaut að bíða með for-
vitni eftír bók Vigdísar, fyrstu bók
hennar.
Og lesandinn verður ekki fyrir
vonbrigðum.
Höfundur „Tíu mynda“ þarf svo
sannarlega ekki á neinum afsök-
unum að halda í þá veru að hún sé
byrjandi. Sögur hennar eru skrif-
aðar af öryggi og mikilli sparsemi.
Kynningar eru engar: við erum
leidd rakleiðis á fund kvenna sem
hafa orðið, stundum tvær í hverri
mynd. Við lifum með þeim stutta
stund, sem ekki er endilega atburð-
arík, en er nægileg til að leyfa okk-
ur að höndla heilt iíf í fáum orðum.
Líf sællar frúar, sem er að halda
upp á afmæli, líf drykkjukonu sem
sætir barsmíð og nauðgun, líf konu
sem vill skrifa en vantar „sérher-
bergið", líf ekkju sem bíður eftir
einhverjum sem aldrei kemur. Og
á milli eru ágæt ljóð, sem tengjast
hugblæ hverrar myndar.
Vigdís fer oft með efni sem eru
vel þekkt í nýlegum kvennabók-
menntum og jafnréttisumræðu. Og
þá er ástæða til að taka það sérstak-
lega fram, hve vel hún kemst hjá
því að fara auðveldar leiðir.
Tökum dæmi. Önnur mynd sýnir
efnaða frú og fyrirmyndar húsmóð-
ur sem allt gengur í haginn hjá.
Algengt að láta undan þeirri
freistingu að rffa slíka konu út úr
sjálfumgleðinni með beiskju og
hörku. Vigdís lætur hana reyndar
ekki í friði - en aðferðin við afh j úp-
unina er einkar mild á yfirborðinu
og kannski þeim mun sterkari.
Annað dæmi: drykkjukonan
margdrepna í fjórðu mynd er líka
laus við þær grófu einfaldanir sem
svo algengar eru upp úr fljóta-
skriftum úr félagssálfræðinni.
Vigdís Grímsdóttir
Þriðja dæmi er tíunda mynd sem er
af tveim konum í einni - og er
önnur þræll í veruleikanum og hin
baðar sig í nautn valdsins í þeim
sama stóra banka - og það er borin
fram sú velkomna spurning: hvað
eiga þær sameiginlegt? Því það
þyrfti ekki að klippa á marga þræði
í sögunni til að úr yrði tvær sjálf-
stæðar manneskjur á sama veru-
leikaplani.
Víða í þessum sögum er vikið að
því, hvort fólk „ráði hlutskipti sínu
sjálft" eins og þeir hafa til-
hneigingu til að segja sem vel vegn-
ar í lífinu („það er mér að þakka"),
eða hvort félagslegar aðstæður taki
af mönnum ráðin. Hvorug kenn-
ingin fær að vera í friði í þessari
bók. Það er að mfnu viti partur af
styrk hennar. Fyrir nú utan það
sem skiptir sköpum og fyrr var
nefnt: næmi á aðstæður og fólk,
hæfileiki til að eignast það frelsi
sem mætti kalla að losna úr viðjum
persónuleikans - geta komið sér
fyrir á bak við hálflukt augu margra
manngerða. áb