Þjóðviljinn - 21.12.1983, Qupperneq 13
Miðvikudagur 21. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Opið bréftil ritstjórnar Helgarpóstsins frá Súsönnu Svavarsdóttur
Hugur og markaðstorg holdsins
Þann 12. desember s.l. kom ég
að máli við annan ritstjóra blaðs
ykkar og bauð honum að skrifa rit-
dóm um bókina „Sérherbergi“ eftir
Virginiu Woolf, sem er nú, loksins,
komin út í íslenskri þýðingu. Var
ritstjóri þessi sammála mér í því að
einkennilega lítið væri um það að
konur skrifuðu ritdóma í blöðin og
úr því þyrfti að bæta. Bað téður
ritstjóri mig að koma með greinina
næsta dag til þess að hún kæmist í
blaðið 15. desember, sem ég og
gerði.
Þetta eintak Helgarpóstsins átti
að fjalla um bókmenntir og ekki
vantaði þáð, fjallað var um bók-
menntir, en nær eingöngu um karl-
abókmenntir. Tíu karlmenn skrif-
uðu ritdóma um níu karlhöfunda
og einn kvenhöfund. Þessi sami
kvenhöfundur var kynntur í viðtali
í sama blaði, sem er vissulega
góðra gjalda vert, en hreint ekki
nóg til að þið eigið skilið viður-
kenningu frá Jafnréttisráði.
Ég leitaði lengi að greininni um
„Sérherbergi" og vildi alls ekki
trúa því að þið hefðuð sannað
kenningar og niðurstöður Virginiu
Woolf með því að leggja til hliðar
grein sem fjallar um bók hennar
um nákvæmlega þetta efni, þ.e. að
skrif karlmanna séu tekin fram yfir
skrif kvenna. Allt kom þó fyrir
ekki, greinin var ekki þarna. Á
skrifstofu HP var mér sagt að henni
hefði verið kippt út vegna einhvers
annars efnis. Ég fór að skoða efni
blaðsins betur, sem og eldri eintök
HP og ég verð að segja sem er að
ykkur færi best að leggjast í Pent-
house eða Playboy og toga í spott-
ann á ykkur. Ékki nóg með að öll
bókmenntaumfjöllun blaðsins sé
skrifuð af körlum og þeirra sjónar-
miðum eingöngu þröngvað upp á
Jesendur, ritstjórar, ritstjórnarfull-
trúi og blaðamenn séu allir
karlkyns, heldur takið þið eina
karlabók fyrir og bókstaflega svið-
setjið hana og í grein sem þið kallið
„Einkamál“ kemur berlega í ljós
hver afstaða ykkar til kvenna er.
Þar skrifar greinarhöfundur: „Ég
sé reyndar ekki hvernig stúlkan
sem þarna bíður, líklega eftir
Breiðholtsvagninum, er af guði
gerð, því henni er vandlega pakkað
inn í vetrarflíkur - Álafossúlpu,
lopatrefil, skíðahúfu.“ Þetta sýnir,
svo að ekki verður um villst að
greinarhöfundur skoðar konuna
Furður og
fyrirbæri
Furður og fyrirbæri nefnist bók, sem
Erlingur Davíðsson hefur skráð og
leiðir hann fram í bókinni þrjá kunna
miðla, Einar Jónsson á Einarsstöðum í
Reykjadal, Guðrúnu Sigurðardóttur
frá Torfufelli og Önnu Kristínu Karls-
dóttur, Seltjarnarnesi, og segja þau frá
dulrænni reynslu sinni.
Einnig segja frá: Erla Ingileif Björns-
dóttir, Svanfríður Jónasdóttir, Frey-
gerður Magnúsdóttir, Leó Guðmunds-
son, Ásta Alfreðsdóttir, Sigríður Jó-
hannsdóttir og Sigríður Pétursdóttir.
Þetta er um 200 bls. bók. Útgefandi er
Skjaldborg.
eingöngu sem líkama, þar sem
hann telur fötin ein hylja allan
leyndardóm hennar. Mig undrar
mest að svona maður skuli vera að
leita sér að konu þegar hann getur
keypt sér uppblásna gúmmídúkku
til að fullnægja þeirri einu kröfu
sem hann gerir til kvenna.
Mér varð litið á eldri eintök HP
og sá að svona umfjöllun er bara
ykkar tegund af „KLASSÍK'". Þið
hafið kitlað sjálfa ykkur með grein-
um um líkamlega tilveru kvenna
aftur og aftur. Fyrir stuttu með
mjög sjúklegri grein um vændi og í
sumar birtuð þið viðtal við hám-
enntaða konu, sem stendur hverj-
um ykkar jafnfætis, undir fyrirsögn
sem hljóðaði eitthvað á þessa leið:
„Kynhvötin hefur alltaf verið stór
þáttur í lífi mínu.“ Viðtalið sjálft
átti ekkert skylt við þessa fyrirsögn
fyrir utan það að vera asnalega og
illa unnið. Fyrirsagnir þessara
tveggja greina sem ég hef tekið hér
sem dæmi, æptu á mann af forsíð-
um blaðsins. Þið voruð hreinlega
að selja þessar konur!
En svo ég víki aftur að bók-
menntablaði HP sem út kom 15.
desember, þá tók steininn fullkom-
lega út, þegar birtir voru kaflar úr
ÓSELDU BÓKARHANDRITI
höfundar sem hefur verið sekur
fundinn í undirrétti um klámskrif.
Þótt endalaust sé hægt að undrast
yfir slíkum dómi hjá þjóð sem býr
við stjórnarskrárbundið ritfrelsi
verður manni þó að spyrja: Hvað
lá á að fjalla um þessa tilvonandi
bók, þegar næg skrif voru til um
bækur sem þegar eru á markaðn-
urn?
Margumræddur ritstjóri bauð
mér að sjá urn skrif um kvennabók-
menntir í Helgarpóstum framtíðar-
innar. Égþakka, en ykkar tittlinga-
vettvangur er ekki rétti staðurinn
fyrir heiðarleg og fordómalaus
skrif á jafnréttisgrundvelli.
Súsanna Svavarsdóttir
Fjörog
frískir vödvar
Vaxtarræktarbók fyrir fólk á ollurn aldri.
Fjöldi skýringarmynda er í bókinni.
Tilvalin jólagjöf fyrir kyrrsetufólk.
Styrkið líkamann í skammdeginu.
y
® Skjaldborg
Bordstofuhusgögn
sem borgar sig að skoða betur
Efni: Bæsuð eik
íslensk framleiðsla
Veljum vandað - veljum íslenskt
HÚSGAGNAVERSLUN GUÐMUNDAR
Smiðjuvegi 2, sími 45100
Trésmiðjan
Síðumúla 23,
sími 39700
Gísti Rafnsson og
> Sigurður Gesísson
tóku bókina saman