Þjóðviljinn - 21.12.1983, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 21.12.1983, Qupperneq 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. desember 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Árshátíð og þorrablót Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugardaginn 28. janúar 1984. Þegar eru bókanir farnar að berast og eru menn hvattir til að skrá sig fyrir miðum sem allra fyrst. í fyrra komust færri að en vildu. Dagskrá og skemmtiatriði auglýst siðar. - Skemmtinefnd ABR Alþýðubandalagið Hafnarfirði Opið hús Opið hús verður í Skálanum (Strandgötu 41) á Þorláksmessu frá kl. 17.00. Kaffi, kókó, heitar vöfflur. Fáum okkur hressingu í jólaamstrinu i og hittum félagana. — Stjórnin. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Skrifstofan opin Alla þriðjudaga og fimmtudaga verður skrifstofa Æskulýðsfylkingar- innar opin frá kl. 17-18.30, í flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. | Áhugafólk er hvatt til að líta við eða hringja, síminn er 17500. Stjórnin. Stangveiðin er drjúg tekjulind Borgum 6 miljónir fyrir Norðurá segir formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur Við erum opnir fyrir nýjung- um í laxarækt og hafbeit á laxi, sagði Ólafur G. Karlsson for- maður Stangveiðifélags Reykjavíkur í samtali við Þjóð- viljann, og við teljum að blanda mætti saman stangveiði og haf- beit í sumum ám. En ég er hræddur um að bændur myndu ekki hagnast af því að leggja niður stangveiðina. Tilefni samtalsins var viðtal sem birtist við Úlfar Antonsson vatna- líffræðing hér í blaðinu síðastliðinn fimmtudag þar sem hann hélt því m.a. fram að tvöfalda mætti nýt- ingu laxveiðiáa með breyttum veiðiaðferðum. Ólafur sagði að ekki væri rétt að taka eingöngu veiðileyfi útlendinga inn í dæmið þegar arður væri reiknaður af lax- veiðinni og nefndi sem dæmi að Stangveiðifélag Reykjavíkur myndi greiða 6 miljónir króna fyrir veiðileyfi í Norðurá í Borgarfirði einni saman á næsta ári. Ólafur taldi hafbeitina áhættu- sama þar sem afföll væru oft svo mikil. Hins vegar tækju stangveiði- menn á sig áhættuna og keyptu veiði sem oft væri sýnd en ekki gef- in. Hann sagði einnig að hæpið væri að taka mið af Elliðaánum, því þótt þær hefðu verið fullar af laxi eftir að veiðitímabilinu lauk í haust, þá hefði t.d. verið lítið af laxi í ám á Vesturlandi undanfarin haust og áberandi lítil laxagengd hefði verið í ár á norðausturlandi. Þá sagði Ólafur það misskilning hjá Úlfari að Færeyingar veiddu bara stærri lax úr sjó en íslandslax- inn, þar sem þeir hentu öllum þeim laxi, sem næði ekki máli. Sagði Ólafur að Stangveiðifélagið væri alfarið á móti laxveiðum í sjó og hefði gert sérstaka samþykkt þar að lútandi. ólg. i Samvinnusjóðurinn hf. Fær góðan byr Fyrsti reglulegi aðalfundur Sam- vinnusjóðs íslands var haldinn hinn 24. nóv. sl. Sjóðurinn var stofnaður 18. nóv. 1982 af 52 aðil- um: Sambandinu, 37 kaupfélögum og 14 samstarfsfyrirtækjum. Sjóðurinn hefur engan sérráðinn starfsmann en Samvinnubankinn annast bókhald hans og fjárreiður. Söfnun hlutafjár hefur gengið vel. Sjóðurinn hefur gerst hluthafi í fyrirtækinu Marel hf. og ýmislegt hefur verið í athugun svo sem að sjóðurinn veiti Sambandinu og Kaupfélagi Skagfirðinga lán til fyrirhugaðra hlutafjárkaupa þeirra í steinullarverksmiðju á Sauðár- króki. Kaupleiguviðskipti eru mjög á dagskrá hjá sjóðnum, og er að því stefnt að hefja þau svo fljótt sem kostur er. Stjórn Samvinnusjóðsins skipa: Þorsteinn Ólafsson fulltrúi Reykjavík, Finnur Kristjánsson, fv. kaupfél.stj. Húsavík, Benedikt Sigurðsson, Samvinnutryggingum, Árni S. Jóhannsson, kaupf.stj. Blönduósi, og Þorsteinn Sveins- son, kaupf.stj. Egilsstaðakaup- túni. - mhg. | Alafoss upp úr öldudalnum Eins og fram kom í fréttum hér í blaðinu fyrir nokkru var allmörgum starfsmönnum á Álafossi sagt upp vinnu vegna þess hve illa horfði þá um sölu á framleiðsluvörum verksmiðj- unnar. Nú hafa horfur í markaðsmálun- um sem betur fer batnað og síðustu dagana hefur fólk verið ráðið til starfa á ný. Mun nú svo komið að starfsmenn hjá Álafossi eru orðnir álíka margir og þeir voru áður en til uppsagnanna kom. - mhg. j Konunga- leíkrít Shake- speares Almenna bókafélagið er eins og kunnugt að gefa út heildarútgáfu af leikritum Shakespeares 8 bindi í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Gefur félagið leikritin út í bóka- flokki sínum Úrvalsrit heimsbók- menntanna. Annað bindið í þess- um bókaflokki er nýkomið út og hefur það að geyma leikritin Hinr- ik sjötta, fyrsta leikrit, Hinrik sjötta, annað leikrit, Hinrik sjötta, þriðja leikrit, og Ríkharð þriðja. Þessi konungaleikrit eru sífellt á fjölunum erlendis, bæði í Bretlandi og víðar, og hér heima mun eiga að sýna Ríkarð þriðja innan skamms. Leikritin þrjú um Hinrik sjötta eru talin meðal fremstu verka Shakespears og Ríkarður þriðji mun samið 1592 eða 93. Þessi leikrit eru öll reist á sögulegum heimildum, þótt höfundur fari í ýmsum atriðum frjálslega með efn- ið. Þessi konungaleikrit Shakespe- ares eru öll stórbrotin og skemmti- leg hvort heldur horft er á þau á leiksviði eða þau lesin. Um snill- darþýðingu Helga Hálfdanarsonar þarf ekki að spyrja. Laxveiðimenn segja frá Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur sent frá sér bókina: Varstu að fá hann? eftir Guðmund Guðjóns- son blaðamann og hefur bókin að geyma viðtöl við 17 kunna laxveiði- menn sem segja frá ýmsu ævintýra- legu sem þá hefur hent í laxveiðum. Varstu að fá hann? er spurning sem hljómar títt þegar laxveiði- menn hittast og þeirri spurningu geta viðmælendur höfundar svarað játandi, þar sem þeir hafa lent í glímum við stórlaxa, hvort sem þeir hafa komið á land eða ekki.“ Sumir segja að laxveiðimönnum hætti til að ýkja, en það er ómót- mælanlegt að mörg ævintýri hafa gerst í laxveiðum á íslandi og það sem hljómar eins og lygasaga er oftast heilagur sannleikur", segir í bókarkynningu. Bókin er mjög myndskreytt og er hún í stóru broti. s Islensk málfræði Iðunn hefur gefið út nýja, endur- skoðaða útgáfu af íslenskri mál- fræði eftir Kristján Árnason, lekt- or við Háskóla íslands. Er þetta önnur útgáfa bókarinnar sem út kom í fyrsta sinn fyrir þremur árum. Nú hefur höfundur gert nokkrar breytingar á bókinni, úr- fellingar, viðbætur og leiðrétting- ar, og er það gert samkvæmt þeirri reynslu sem fengist hefur af notkun bókarinnar og eftir ábendingum frá kennurum. Kvöld- gestir Jónasar Kvöldgestir Jónasar Jónassonar eru eitthvert vinsælasta útvarps- efni, sem flutt hefur verið hin síðari ár. Nú birtist úrval samtala úr þess- um síðkvöldsþáttum í bók, frá bókaútgáfunni Vöku. í bókinni ræða 15 kvöldgestir Jónasar Jónassonar opinskátt um líf sitt, reynslu og áhugamál og segir á bókarkápu, að gestirnir njóti sín ekki síður á prenti en á öldum ljósvakans. Mikill fjöldi mynda af fólkinu og ýmsu, sem því tengist, er birtur í bókinni og gefur efninu aukið gildi. Guðni Kolbeinsson, rithöfundur og íslenskufræðingur, hefur búið þetta vinsæla útvarpsefni til prent- unar. Ættartölu- bók Jóns Halldórssonar Sögusteinn-bókaforlag hefur sent frá sér Ættartölubók séra Jóns Halldórssonar í tveimur bindum, í ritsafninu íslenskt ættfræðisafn. Bókin er ljósprentuð eftir handriti séra Ásgríms Vigfússonar Hellna- prests frá 1795, og er samtals um 410 bls. Jón Halldórsson fæddist í Reykholti í Borgarfirði 1655. Hann vígðist að Hítardal sumarið 1692 og var þar prestur til æviloka 1736. Ættartölubók séra Jóns Hall- dórssonar er með merkustu ættar- tölubókum okkar. - Ekki er ástæða til að fjölyrða um það, en að lokum er rétt að vitna í ummæli Hannesar Þorsteinssonar sem öllum öðrum var kunnugri handritinu, enda var það í eigu hans um áratugi. Hannes segir: „Ættartölur þessar eru mjög Fjör og frískir vöðvar Fjör og frískir vöðvar - Vaxtar- rækt fyrir konur og karla, er ein af bókum Skjaldborgar á þessu ári. Höfundur er Svíinn Andreas Chaling, sem hlotið hefur Heimsmeistaratitil. Gísli Rafnsson og Sigurður Gestsson tóku bókina saman. Um 120 ljósmyndir til skýr- ingar fylgja æfingunum. Bók þessi hentar jafnt þeim, sem vilja byrja að stunda vaxtarrækt og þeim sem lengra eru komnir. Hún hentar líka þeim, sem hugsa sér að keppa og ná langt, alveg upp á toppinn. Einnig hentar hún vel öllum þeim, sem vilja hugsa um og styrkja lík- ama sinn og halda sér í góðu líkam- legu ástandi, sem sagt öllum al- menningi. Ekki skiptir heldur máli hvort æft er heima eða í æfingar- stöð. Sakamála- sagan Tilræðið Út er komin sem aukabók hjá Bókaklúbbi Almenna bókafélags- ins skáldsagan Tilræðið eftir danska höfundinn Poul-Henrik Trampe. Sagan gerist í Kaup- mannahöfn. Þingmaður er skotinn til bana í þinginu og skotið hefur komið ofan af þingpöllunum. Snýst sagan einkum um afar spennandi leit að hinum seka. Poul-Henrik Trampe var einn af fremstu sakamálahöfundum Dana, fæddur 1944. Hann lést síðast liðið sumar, týndist af ferjunni milli Os- Ióar og Kaupmannahafnar eins og frægt var í sínum tíma. nákvæmar og áreiðanlegar, og halda margt sem hvergi finnst ann- arsstaðar". (Annálar II 588). Er hérmeð auðsæ ástæða þess að Sögusteini-bókarforlagi þótti ástæða til að koma ættartölum sér Jóns Halldórssonar á framfæri við áhugamenn um íslenska ættvísi".

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.