Þjóðviljinn - 21.12.1983, Qupperneq 20
UODVHUNN
Miðvikudagur 21. desember 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra startsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaösins í sima 81663. Prentsmiðjan Prenl hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Almennur borgarafundur á Flateyri:
Engar radarstöðvar á Vestfirði
Á almcnnum borgarafundi sem
haidinn var á Flateyri fyrir
skömmu var samþykkt eftirfarandi
ályktun:
„Almennur borgarafundur á Flat-
eyri lýsir yfir andstöðu sinni við
þær hugmyndir, sem nú eru uppi
um aukin hernaðarumsvif á Is-
landi. Jafnframt skorar fundurinn
á Alþingi og ríkisstjórn íslands að
heimila ekki uppsetningu þcirra
radarstöðva, sem nú er rætt um að
bandaríska hernum verði heimilað
að reisa, m.a. á Vestfjörðum.“
Flutningsmenn þessarar tillögu á
fundinum voru úr fjórum
stjórnmálaflokkum, þar á meðal
einn Sjálfstæðismaður. Þegar til-
lagan kom fram á fundinum varð
uppi fótur og fit hjá öðrum Sjálf-
/
stæðismönnum og gerðu þeir hvað
þeir gátu til að koma í veg fyrir að
tillagan kæmi til atkvæða. Oddvit-
inn á staðnum bar fram frávísun-
artillögu, sem var snarfelld. Þá
misnotaði fundarstjórinn, sem var
Sjálfstæðismaður, aðstöðu sína og
óskaði tvívegis eftir því að tillagan
yrði dregin til baka. Þegar það
fékkst ekki heldur tóku þeir íhalds-
menn það til bragðs að halda uppi
málþjófi í eina og hálfa klukku-
stund og marg braut fundarstjóri
fundarsköp meðan á því stóð.
Þegar ekki varð komið í veg fyrir
að tillagan yrði borin undir at-
kvæði, hvorki með bolabrögðum
eða málþófi, var það gert og hún
samþykkt sem fyrr segir. Allir þeir
sem greiddu atkvæði gegn henni
voru Sjálfstæðismenn.
Það sem íhaldinu svíður sárast,
að sögn Guðvarðar Kjartanssonar
á Flateyri, er að Þorvaldur Garðar
kallaði Flateyri höfuð vígi Sjálf-
stæðisflokksins á Vestfjörðum í
kosningabaráttunni í vor er leið.
Þótti þeim sárt til þess að vita að
þaðan kæmi tillaga, samþykkt á
borgarfundi, þessa efnis.
-S.dór
Blysför á Þorláksmessu:
s
Island gegn
kjarnorkuvá
Fjölmargar
friðarhreyfingar
taka saman
höndum
„Island gegn kjarnorkuvá“ er
yfirskriftin á blysför sem fjölmörg
félagasamtök á höfuðborgarsvæð-
inu standa fyrir á Þorláksmessu.
Gengið verður undir blysum frá
Hlemmi niður á torg og hefst
gangan kl. 17.30. Þeir sem standa
að göngunni eru: Friðarhópur ein-
stæðra foreldra, Friðarhópur
fóstra, Friðarhópur innan Sam-
taka herstöðvaandstæðinga,
Friðarhópur þjóðkirkjunnar,
Friðarhreyfing íslenskra kvenna,
Samtök lækna gegn kjarnorkuvá
og Samtök eðlisfræðinga gegn
kjarnorkuvá.
„Ég vonast til þess að sem flestir
mæti í þessa göngu og taki undir
með okkur í þeirri kröfu að stór-
veldin láti af hinu gegndarlausu
vígbúnaðarkapphlaupi,“ sagði
Þorkell Sigurbjörnsson fulltrúi
Friðarsamtaka listamanna í samtali
við Þjóðviljann í gær. Þorkell sagði
að það hefði orðið að samkomulagi
hjá þeim sem að göngunni standa
að sleppa öllum ræðuhöldum og
meiriháttar slagorðum. „Við höf-
um hinsvegar fengið Hamrahlíð-
arkórinn og Háskólakórinn til að
syngja nokkur lög á meðan á göng-
unni stendur. Þá er í ráði að
leikhópar verði með sérstaka dag-
skrá. Allir þeir aðilar sem taka þátt
í þessu hafa staðið að samningu
sérstaks ávarps sem dreift verður
til almennings,“ sagði Þorkell.
Gangan hefst eins og áður segir
kl. 17.30 á Þorláksmessu þ.e. á
þeim tíma þegar hvað flestir eru á
ferli í miðbænum. Þeir sem hyggj-
ast taka þátt í blysförinni munu fá
blys í hendur á Hlemmi stuttu áður
en lagt verður af stað. -hól.
í gær var undirbúningur fyrir blysförina í fullum gangi og gengið úr skugga um að blysin væru í góðu lagi.
Áœtlun Pentagon um stýriflaugar á íslandi:
Óska skýringa frá sendiráðinu
segir Geir
Hallgrímsson
utanríkisráðherra
- Ég hef ekki lesið þessa grein í
Sunday Times og hef þess vegna
ekki annað en frásögn Þjóðviljans
á að byggja. Samkvæmt henni
gæti þetta allt að eins verið sama
fréttin eins og birtist í sjónvarpinu
og Þjóðviljanum fyrir rúmum mán-
uði. Sunday Times gæti að þessu
leyti verið seinna á ferðinni en ís-
lenskirfjölmiðlar. Ég hef óskað eftir
upplýsingum og skýringum hjá
bandaríska sendiráðinu hér. Með-
an ég hef hvorki fengið grein Sund-
ay Times né þær upplýsingar þá er
ekkert sérstakt um þetta að segja.
Megurinn málsins er þó sá, hvað
sem þessu líður, að við íslendingar
höfum ákvarðanavaldið í okkar
höndum, hvers konar vígbúnaður
er uppi hafður hér á landi.
En þú hefur þá fullar sönnur,
miðað við þær upplýsingar sem þú
fékkst hjá bandaríska sendiherran-
um á sínum tíma, að þcssi mál séu
alls ekki á dagskrá í Pentagon?
- Það er það sem mér hefur verið
tjáð.
Finnst þér eðlilegt að verið sé að
ræða vígbúnaðarmál í Pentagon
sem varða ísland, án þess hérlend
stjórnvöld hafi nokkra vitneskju
um það?
- Eg tel eðlilegt að við fylgjumst
með öllu sem okkur snertir. Við
höfum því miður ekki fylgst nægi-
lega vel með. Það er ekkert um
þetta meira að segja frá rnínu sjón-
armiði fyrr en ég hef haft aðstöðu
til að kynna mér amk. grein Sun-
day Times.
En myndir þú nokkurn tíma fall-
ast á uppsetningu slíkra stýriflauga
hér?
- Þú skalt lesa bara þingtíðindin.
En svona til áréttingar...?
- Þú mátt birta það sem ég segi
um málið þar, sagði Geir Hall-
grímsson utanríkisráðherra.
-Ig-
Ólafur P. Pórðarson
Henti þingskjölum
og skellti hurðum
Mikið gekk á í sal neðri deildar
alþingis í fyrrinótt þegar Þorsteinn
Pálsson formaður Sjálfstæðis-
flokksins var að hefja framsögu
fyrir frumvarpi formanna
stjórnmálaflokkanna um brcyting-
ar á lögum um kosningar til Alþing-
is.
Samkomulag hafði náðst milli
þingflokkanna um að mælt yrði
fyrir frumvarpinu fyrir þinghlé, en
Framsóknarmenn voru lengi ósátt-
ir við þá'málsmeðferð og Ólafur Þ.
Þórðarson þingmaður Framsóknar
á Vestfjörðum barði í borðið og
óskaði eftir að fá að taka til máls að
lokinni framsögu Þorsteins. Ingvai
Gíslason forseti neðri deildai
neitaði Ólafi um orðið, sem óskað:
þá eftir að fá að ræða þingsköp.
Enn á ný neitaði Ingvar flokks-
bróður sínum um orðið. Brásl
Ólafur reiður við, henti þings-
kjölum sínum út um sal neðri
deildar, stóð upp og arkaði út úi
salnum. Skellti hann hurðum svo
undir tók í þinghúsinu. Ólafui
strunsaði síðan rakleiðis út úr þing-
húsinu og skellti einnig harkalega
hinni stóru aðalhurð þinghússins.
-Ig-
Happdrætti
Þjóðviljans
Enn er hægt að gera skil!
Dregið hefur verið en númerin
innsigluð hjá borgarfógeta.
Vinningsnúmerin birt innan skamms.
...
Greiða má með
gíró 6572
í aðalbanka
Alþýðubankans
Laugavegi 31